Vísir - 23.06.1980, Blaðsíða 30

Vísir - 23.06.1980, Blaðsíða 30
-r VISIR Mánudagur 23. júni 1980 Tísir til sjós meö Tómstundaráði Kópavogs „ÉG KEM AFTUR ER KVÖLDM A Nf..." Starfsmenn tóm- stundaráðs Kópavogs lögðu i gagnmerka sjó- ferð um daginn. Lagt var frá siglingaklúbbn- um Siglunesi i Kópa- vogi en ekki var fulf ljóst hvert skyldi stefna. Með i ferðinni voru hinir mestu sjógarpar en tómstunda- fulltrúinn Hafsteinn Jóhannes- son, stóð eftir á bryggjusporðin- um. Einhver ábyrgur hlaut að veröa eftir i landi. Gangsetning vélar gekk ekki sem skyldi — en loks er það tókst, héldu garparnir frá landi. En sjóferðin endaði á annað hátt en ætlaöhafði verið i upphafi..... -AS Þannig fór um sjóferð þá. (Visismynd Þ.G.) Sægarpar leggja frá landi: Skipstjórier Guðleifur Guömundsson, forstöðumaður siglingaklúbbsins. Við hlið hans situr Einar Bollason.forstööumaöur vinnuskólans. Standandi er Kristján Guömundsson, fé- lagsmálastjóri og lengst til vinstri er Oddur, starfsmaður siglingaklúbbsins. Eftir stutta siglingu frá landi — varð tómstundaráöið vitni að þvi að bát hvolfdi og óttinn greip um sig — eða hvað? Tveir ungir strákar busluðu i sjónum en voru fljótir að koma sér á kjöl skútunnar. Vmsar fleytur voru nærri og engin hætta á ferö — Fulltrúarnir koma aðvifandi frá hægri. Við björgunartilraunina drap skipsvélin á sér og fuiltrúarnir voru teknir i tog af ungum þaulvönum sjóara. 1 þessum sandkassa geta börnin i leikiö sér aö vild, án þess aö sand urinn berist um allan garðinn. SANDKASSI Hvernig væri að gera ráð fyrir börnunum I nýja garöinum? Margir hafa gefist upp við að hafa sandkassa i garðinum vegna þess hvernig sandurinn vili dreifast út um allt. Auk þess er kassinn yfir- leitt siður en svo augnayndi. Hér er lausnin: 1 þennan sand- kassa eru notaðir girðingarstaur- ar, sem reknir eru niður i jörðina og bundnir saman með sterku snæri. Þarna hafa börnin nægi- legt rými til aö byggja sina kast- ala, en jafnframt er minni hætta á að sandurinn fari út um allt. Svo getur svona mannvirki lika verið bara til prýði i garðinum. Til verksins þarf 45 girðinga- staura, 70-130 cm langa. Lóðin, sem börnin fá úthlutað er 2-3 fer- metrar að stærö. Fyrst er grafinn skurður með sama lagi og mynd- in sýnir. Skurðurinn á að vera mest 30 cm djúpur, og minnst 30 cm á breidd. Staurunum er raðað i skurðinn (munið eftir aö fúaverja þann hluta sem fer i moldina) og þeir bundnir saman, eins og önnur litla myndin sýnir. Lokiö skurðin- um jafnóðum og hverjir tveir staurar eru komnir niður. Siðan er grófri möl, eða iitlum steinum komið fyrir umhverfis staurana og sandi fyrir innan og sandkassinn er tilbúinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.