Vísir - 23.06.1980, Blaðsíða 31

Vísir - 23.06.1980, Blaðsíða 31
vtsm Mánudagur 23. júnl 1980 Umsjdn: Kristln Þorsteinsdóttir, Manuela Wiesler og Snorri Birgisson leika á siðdegistónleikunum i dag. Ulvarp ki. 16.20 i dag: Manueia wiesler og Snorri Birglsson Á siödegistónleikunum i dag koma meðal annarra fram þau Manuela Wiesler og Snorri Birgisson. Þau leika tónverk fyrir flautu og pianó eftir Atla Heimi Sveinsson. í þættinum koma einn- ig fram Irmgard Seefried, sem syngur „IlTramonto” eða Sólset- ur eftir Ottorino Respighi með Strengjasveitinni i Lucerne undir stjórn Rudolfs Baumgartner og hljómsveitin Filharmonia i Lundúnum, sem leikur Sinfóniu nr. 5 i Es-dúr op. 82 eftir Jean Sibelius undir stjórn Herberts von Karajan. Þátturinn tekur klukkustund i flutningi. -K.Þ. Sjónvarp kl. 21.15: LEIKRIT í LÉTTUM DÚR „Þetta er hálfgerð visindaskáldsaga ”, sagði Dóra Hafsteins- dóttir um leikritið „Þetta er sjónvarps- tæki”, sem sýnt verður i kvöld, en Dóra er þýð- andi leikritsins. Höfundur verksins er danskur að nafni Ebbe Klövedal Reich, en aðalhlutverk leika Arne Hansen, T ene Bröndum, Holger Perfort, Peter Boesen, Stig Hoffmeyer og Birgitte Kolerus. Leikritið fjallar um starfsmann I sjónvarpstækjaverksmiðju, sem 'uppgötvar, að hann getur komið fram I sjónvarpstækjum með þvi að einbeita huganum. Hann held- ur þvi fram, að það eigi að afnema þriðju viddina. Verkið snýst siðan um, hvernig ráða- menn bregðast við þessum uppá- tækjum starfsmannsins. Leikritið tekur um 50 minútur i flutningi. -K.Þ. útvarp Mánudagur 23. júni. 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Leikfimi. Umsjónar- menn: Valdimar Ornólfsson leikfimikennari og Magnús Pétursson pianóleikari. 7.20 Bæn. Séra Lárus Hall- ddrsson flytur. 7.25 Tónleikar.Þulur veiur og kynnir. 8.00 Fréttir. 8.15 Veöurfregnir. Forustugr. landsmálabl. (útdr.) Dag- skrá. Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Frásagnir af hvutta og kisu” eftir Josef Capek Hallfreður Orn Eiríksson þyddi. Guðrún Asmunds- ddttir leikkona les (4). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Landbúnaðarmál. Umsjdnarmaður: Óttar Geirsson. Rætt við Svein Hallgrimsson sauðfjár- ræktarráðunaut um rúningu sauðfjár og meðferð ullar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Isienskir einsöngvarar og kórar syngja. 11.00 Morguntónleikar 12.00 Dagskráin. Tdnleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tónleikasyrpa. Leikin létt- klassísk lög, svo og dans- og dægurlög. 14.30 Miðdegissagan 15.00 Popp. Þorgeir Ast- valdsson kynnir. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Siðdegistónleikar 17.20 Sagan „Brauð og hunang” eftir Ivan Southall. Ingibjörg Jónsdóttir þýddi. Hjalti Rögnvaldsson les (4). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Mælt mái. Bjarni Einarsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Dagrún Kristjánsdóttir hús- mæðrakennari talar. 20.00 Við, — þáttur fyrir ungt fólk.Umsjónarmaður: Arni Guðmundsson. 20.40 Lög unga fólksins.Hildur Eiríksdóttir kynnir. 21.45 Utvarpssagan: „Fugla- fit” eftir Kurt Vonnegut, Hlynur Arnason þýddi. Anna Guömundsdóttir les (9). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Fyrir austan fjall. Umsjónarmaður: Gunnar Kristjánsson kennari á Sel- fossi. M.a. verður rætt við Hjört Þórarinsson fram- kvæmdastjóra Sambands sunnlenskra sveitarfélaga. 23.00 Verkin sýna merkin.Dr. Ketill Ingólfsson kynnir si- gilda tónlist. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Mánudagur 23. júní 1980. 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Tommi og Jenni 20.40 Iþróttir. Umsjónar- maður Bjami Felixson. 21.15 Þetta er sjónvarpstæki. Danskt sjónvarpsleikrit I léttum dúr. Höfundur Ebbe Klövedal Reich. Leikstjóri Klaus Hoffmeyer. Aðalhlut- verk Arne Hansen, Lene Bröndum, Holger Perfort, Peter Boesen, Stig Hoff- meyer og Brigitte Kolerus. Starfsmaöur I sjónvarps- tækjaverksmiðju uppgötvar, að hann getur komið fram i sjónvarpsviðtækjum með þvi aö einbeita huganum. Þaö verður uppi fótur og fit, þegar hann fer að ástunda þá IBju. Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. (Nordvision — Danska sjónvarpið). 22.05 KGB-maður ieysir frá skjóðunni. Ný, bresk frétta- mynd um háttsettan starfs- mann KGB, sovésku leyni- þjónustunnar, sem nýlega leitaði hælis i Bretlandi. Hann ræöir m.a. um þjálfun slna hjá leyniþjónustunni, athafnir hennar viöa um lönd og ólympfuleikana i Moskvu. Þýöandi Jón O. Edwald. 22.30 Dagskrárlok. „Raráttan fyrlr sósíalisma er Vaxandi óánægju gætir nú meðal róttæklinga I Alþýðu- bandalaginu með þá hentistefnu og tækifærismennsku, sem ein- kennt hefur þann flokk I slfellt ríkarimæliundanfarin ár, og þó alveg sérsíaklega eftir aö gló- kollarnir náðu þar undirtökun- um og fóru að framkvæma margt af þvi, sem þeir höfðu gagnrýnt foringja Framsóknar- flokksins fyrir mörgum flokkum áður. Alþýðubandalagiö er I dag dæmigerður fyrir þá flokka, sem eftir langa útivist I eyði- mörk stjórnmálanna komast I valdaaðstöðu. Foringjunum llk- ar svo vel I stólunum, að öllu verður fórnandi fyrir áfram- haidandi valdasetu. Þessi breyting hefur oröiö á flokknum um svipað leyti og ný- ir menn hafa ruðst þar til for- ystu. Þeir hófust til umtals- verðra metorða innan flokksins nánast samtlmis þvi, sem þeir settust að kjötkötlum landsins, bæðu I höfuðborginni og stjórn- arráöinu. Þeim llkaði harla vel að metta sig á krásum valdsins. Þetta eru menn eins og Hjörleif- ur Guttormsson, Svavar Gests- son, ólafur Ragnar Grlmsson og Ragnar Arnalds og svo ýmsir minni spámenn svo sem Sigur- jón Pétursson, Þröstur Ólafsson og aðrir silkir. Ast þessara manna, og féiaga þeirra, á völd- unum hefur haft I för með sér, aö margvlslegum stefnumálum, sem foringjar Alþýðubanda- lagsins hafa haft hátt um og tal- ið lið I „sóslalskri umsköpun” þjóðféiagsins, hafa veriöiögð til hliðar, þar sem þau hafa ekki verið til þess fallín aö koma gló- kollunum I valdastóla eða halda þeim þar. Auðvitað tekst foringjum stjórnmálaflokks oft um tlma að jarða ýmis helstu stefnumál flokksins fyrir völd, einkum ef hægt er að sýna fram á beinan ávinning af valdasetunni á sviði fjárveitinga og opinberra fram- kvæmda. Ein brú þar, fiugvöll- ur hér og vegarspotti þarna geta haldið byltingarhita ýmissa I skefjum um stundarsakir, ekki síst ef það kemur sveitarstjórn- armönnum fiokksins að góðu haldi. En þvl mibur fyrir nýju leið- togana I Alþýðubandalaginu eru ekki allir flokksmenn að atast í sveitarstjórnarmálum. Brú eöa vegarspotti dugar þvl ekki til aö sætta þá alla við margra ára greftrun stefnumálanna. Dæmi um þetta mátti lesa I Þjóðvilj- anumum helgina, þar sem bar- áttukona kveöur upp þunga dóma yfir flokknum sinum. Og hver er svo hennar úrskurður? „Við stöndum frammi fyrir þvl aö baráttan fyrir sósfal- isma, brottför hersins og betra mannlifi er stopp”, segir hún. ,,Sú vinstristefna sem hér er rekin höfðar einfaldlega ekki til fólks, enda hefur hún sáralltinn árangur borið”. Það er auðvitað rétt hjá henni, að slöustu árin hafa for- ingjar Alþýðubandalagsins hvorkibarist fyrir sóslalisma né brottför hersins. Þeir hafa verið alltof uppteknir af þvi að taka þátt I árstlðabundnum bráða- birgðareddingum I efnahags- málum til þess að hugsa um sósialisma, sem þeir hafa alla jafnan hvort sem er ósköp ófrjó- ar og stapnaðar hugmyndir um hvað sé. Og brottför hersins er varla lengur nefnd fyrir siða- sakir f þeim herbúðum hvað stopp” þá meira, enda Alþýðu- bandalagið setiö i hverri rlkis- stjórninni á fætur annarri, sem hefur áframhaldandi dvöl varnarliðsins i landinu á stefnu- skrá sinni, án þess aö það hafi þvælst fyrir samvisku foringj- anna. Ekki skal heldur dregiö úr þvl, að vinstri stefnan sem Al- þýðubandalagið boðar höfði ekki til fólksins. Þaö hefur auð- vitað þegar sýnt sig, enda er vonlaust fyrir stjórnmálamenn að boða til lengdar I orði kveðnu, stefnu, sem þeir eru sjálfir reiðubúnir að fórna sl og æ fyrir vaidadraumana. Fólk sér fyrr en slöar I gegnum blekkingarvefinn og veitir sllk- um mönnum verðskuldaða ráðningu. Margir virðast teija það til bóta, að foringjar þeir, sem nú ráða mestu I Alþýðubandalag- inu, séu svo reiðubúnir, sem raun ber vitni, að jarða stefnu fiokksins I mikilvægum málum. Þetta er hættuiegur misskiln- ingur. Einmitt sú staöreynd, að þessir menn eru tækifærissinn- ar og hentistefnumenn, sýnir glögglega, að þeim er ekki treystandi fyrir fjöreggjum þjóðarinnar. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.