Vísir - 23.06.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 23.06.1980, Blaðsíða 6
VtSIR Mánudagur 23. júnl 1980 Pavarotti og stjórnandinn Kurt Herbert Adler taka viö fagnaðarlátum áhorfenda. Visismyndir: GVA. Pavarotti vel lagnað í LaugardaistiöHinni Fróöir segja, aö sjaldan hafi rikt eins mikil stemning á tónleik- um eins og þegar „primissimo” tenórinn Luciano Pavarotti söng i Laugardalshöllinni sl. föstudags- kvöld. Meistarinn var klappaöur upp og söng þrjú aukalög, og vildu flestir heyra meira aö þeim lokn- um. Fremsta rööin i salnum var hvaö áköfust í klappinu, og ættu þeir sem þar sitja, þ.e.a.s. borg- arstjórn, ráöherrar, forráöamenn Listahátiöar, ásamt frúm, eöa hin svokallaöa „menningar elita”, að hafa vit á þvi sem fram fór, eftir aö hafa þaulsetið flesta atburöi hátíðarinnar. Sþ. 6 ..... --------n Útlll fyrir tap á Listahátíðinnl: i FYRIR VON- RRIGÐUM MEÐ ftOSÚKNINfl" - segir Njðrður P. Njarðvík. formaður Listaháfíðar „Viö áttum von á meiri aö- sókn á Stan Getz, Wolfe Tones og Luciano Pavarotti. Viö urö- um fyrir vonbrigöum meö þá aösókn, en fyrir bragöiö er hugsanlegt aö þaö veröi eitt- hvert tap á hátiöinni”, sagöi Njöröur P. Njarövik, formaö- ur Listahátiöar, viö Visi i gær. Njöröur sagöi aö reikningar væru þaö lengi að berast, þannig aö ekki væri hægt að sjá fyrir um fjárhagslega af- komu Listahátfðar endanlega fyrr en i haust. Tónleikar Clash sl. laugar- dag tókust vel og var fullt hús. „Viö settum okkur þaö tak- mark, aö reyna aö undirstrika meö þessari hátiö”, sagöi Njöröur, „aö list og menning ættu aö vera ein af frumþörf- um manneskjunnar, hlutur, sem menn ættu ekki aö setja sig i hátiölegar stellingar frammi fyrir. Þvi i list felst lifsgleöi. Þó aö það sé ekki mitt aö dæma um þessa hátiö, þá finnst okkur þetta atriöi hafa tekist. Meö hjálp skapar- ans var gott veöur og hátiöin setti sinn svip á Reykjavik”. Njöröur bætti viö, aö list væri lifsnauösynlegur hluti af okkar lifi, og aö ráöamenn þyrftu aö skilja þaö. SÞ Tón- leikar ciasti í Laugar dais- höll Tónleikar Clash i Laug- ardalshöllinni tókust með ágætum. Húsfyllir var og sköpuðust nokkr- ir erfiðleikar framan við senuna vegna troðn- ings. Varð lögreglan að koma til og skakka leik- inn. Utangarðsmenn og Bubbi Morthens komu i fram á undan Clash. I Vísismynd: GVA J Þurrkur hamlar heyskap á Suðuriandi „Gtlttiö I heyskaparmálum er dökkt hjá okkur”, sagöi Sigrún Gunnlaugsdóttir, húsfreyja aö Syöri-Sýrlæk I Villingaholts- hreppi I Arnessýlu. „TUnin eru svo sendin að þau þola ekki mikinn þurrk, en hér hefur litið sem ekkert rignt I vor og sumar. Það sem vantar núna er rign- ing, en þaö er bara spurning hvort þaö sé ekki oröiö of seint, þvi grasiö er þegar farið aö skemm- ast I svona miklum þurrkum brennur það I sandinum”, sagöi SigrUn. Sláttur er þó hafinn á nokkrum bæjum sunnanlands, einkanlega þó undir Eyjafjöllum, en þar hófst sláttur á mörgum bæjum upp Ur 12. jUni. „Sláttur er ekki hafinn hjá okkur ennþá, en horfur eru góö- ar”, sagöi Alda Árnadóttir aö Beigaida i Borgarfiröi. „Veður hefur verið hagstætt og þurrkur hefur ekki þjakað okkur, alltaf komiö góöar skúrir inn á milli, Horfurnar núna eru ólikt betri en þær voru á sama tima i fyrra”, sagöi Alda. Sláttur er hafinn á nokkrum bæjum Vestanlands, en vföast hvar mun hann hefjast upp úr mánaöamótunum. Hjá Gunnari, syni Ingimars Sveinssonar, bónda á Egilsstöö- um, fengust þær upplýsingar, aö sláttur væri ekki hafin þar. „Þaö hefur veriö rigning undanfariö. Ég býst viö aö viö hefjum slátt fljótlega eftir að styttir upp”, sagöi Gunnar. Gunnar Gunnarsson á Búöar- nesi I Hörgárdal I Eyjafiröi, sagöi aö undanfariö heföi verið rigning. Hann sagöi aö sláttur væri eitt- hvaö byrjaöur fram I Eyjafirði, en hann hæfi ekki slátt fyrr en eftir hálfan mánuö i fyrsta lagi. SÞ/—ATA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.