Vísir - 12.08.1980, Page 14

Vísir - 12.08.1980, Page 14
Sameiginieg purrkunar svæði fyrlr pvott úr flðlbýtishúsum Ragnar ráðagóði skrif- ar: Miklar deilur hafa risiö vegna þeirrar staöreyndar, aö margir ibúar f jölbýlishúsa hengja þvott til þerris út á svalir. Þvotturinn er mörgum þyrnir i augum, en réttilega hefur veriö bent á, aö enginn leikur er aö finna þvotta- snúrupláss annars staöar en úti á svölum, sérstaklega fyrir þá sem mikiö þurfa aö þvo, eins og til dæmis foreldrar úngra barna. Engin ástæöa er til, aö þetta mál valdi sundurlyndi meöal fölks. Nóg eru deiluefnin fyrir.Mér veröur allaf órótt, þegar ég verö vitni aö ástæöu- lausum erjum. Þess vegna lagö- ist ég undir feld um leiö og skrif- in um þvottinn hófust til aö reyna aö finna á vandanum ein- hverja lausn, sem afstýrt gæti frekari deilum. Eftir langa umhugsun legg ég til, aö einhver ákveöin svæöi i borginni veröi tileinkuö blaut- um þvotti. Þaöan veröi strengd tvöföld en samhangandi snúra i hvert fjölbýlishús, og henni brugöiö beggja vegna utan um stöpla, þannig aö hægt sé aö draga hana fram og aftur. Stöplunum þyrfti aö vera hægt aö snúa, og mætti gera þaö meö öflugri sveif. Fyrirbæriö yröi mjög svipaö skiöalyftum aö gerö, en minni orku væri j)örf til aö halda þvi gangandi, þvi aö ekki þyrfti aö vinna eins kröftuglega gegn þyngdarafl- inu. Meö þessu móti gætu ibúar fjölbýlishúss hengt allan sinn þvottá sameiginlega snúru. Ég er þvi sammála, aö þvottur á svölum fjölbýlishúsa er til lýta, en hins vegar væri tilkömumik- iö aö sjá fjölda litrikra plagga bærast I takt fyrir vindinum, til dæmis i Laugardalnum. Hvim- leiðar staurfóta- giennur Þorleifur Guðlaugsson skrifar: Fyrsta mynd af Olympfuleik- unum i okkar nýbyrjaöa sjón- varpi fannst mér heldur hvim- leiö, þar sem rússneskir her- menn bera Ólympiufánann inn á leikvanginn meö staurfóta- glennum, eins og þeim er titt. Mér finnst sviviröilegt tiltæki aö blanda hernaöi i Olympiu- leikana, og sést best þarna, hvaö Rússar bera litla viröingu fyrir Olympluhugsjóninni. Ég minnist þess ekki aö hafa séö þetta áöur. Svo er þetta dásam- aö i fréttum tJtvarpsins, og tal- aö um, hvaö allt sé gott þarna austurfrá. 1 viötali viö rússneska stúlku i útvarpinu, er annaö hljóö i strokknum. Lýsingar hennar á ástandinu I Sovétrikjúnum voru ófagrar, og ættu kommar aö velta þeim fyrir sér, og hug- leiöa, hvaö þeir eru aö leiöa yfir okkur Islendinga meö stefnu sinni. Þaö var óhuggulegt aö sjá, hvaö sovéskir ráöamenn glottu fint, þegar Afganir gengu inn á Ólympluvöllinn. Siöan lýkur fyrstu myndsend- ingu frá Ólympiuleikunum meö Bréfritari leggur til, aö ákveöin svæöi I höfuöborginni, til dæmis I Laugardalnum, veröi tileinkuö þvotti ibúa fjölbýlishúsa. Þaöan veröi strengd tvöföld, samhangandi, hreyfanleg snúra i hvert fjölbýlishús, þannig aö hægt væri aö draga þvottinn fram og til baka milli svæöanna og húsanna Meö þessu móti vill hann losna viö þvott af svölum fjölbýlishúsa Kemur lögreglan aldrei á Laufásveglnn? Vestur-íslendingur skrifar Ég er Vestur-lslendingur, sem ann fööurlandinu svo mik- iö, aö ég kem heim til Islands helst á hverju sumri og er þá i mánuö Isenn. Nú er ég búinn aö vera I mánuö og get ekki oröa bundist vegna sóöaskapar eig anda og andvaraleysis yfir- valda. Þannig er mál meö vexti, aö þegar ég bjó hér heima, bjó ég á þeim yndislega staö, sem Laufásvegurinn I Reykjavik er. Þess vegna hef ég haft þaö fyrir venju þennan mánuö, sem ég er búinn aö vera hér aö ganga Laufásveginn á kvöldin áöur en ég fer aö hátta. En nú er ég kominn aö kjarna málsins: A horni Laufásvegar og Baldurs- götu hefur staöiö allan þennan tima þessi bilblaöra (ég á ekki annaö orö yfir þessa druslu). Þetta er sendiferöabill, sem ekki hefur veriö hreyföur mán- uöum saman, aö því er ég hef heyrt. Númerin hafa veriö klippt af og hann viröist i alger- lega óökufæru ástandi. Og nú spyr ég, sagöi ekki einhver kunnur maöur einhvern tima i fyrndinni: Glöggt er gests aug- aö? Er ekki kominn timi til aö lögreglan taki i hnakkadrambiö á þessum subbulega eiganda þessarar subbulegu bilblööru, á hans kostnaö, ef ekki vill betur? Svo vona ég, aö yfirvöld sjái sóma sinn i aö fjarlægja þessa druslu. Ég hef beöiö frænda minn hér heima aö fylgjast meö þessu máli og vona enn og aftur, aö fyrr en siöar fái ég fregnir um, aö bilblaöran hafi veriö fjarlægö af þessum yndislega staö og henni komiö til feöra sinna. Umrædd bflblaöra, sem Vestur-lslendingnum finnst eigiaö fjarlægja tafarlaust. mynd af ósköp sakleysislegum bangsa meö blóm undir hrammi. Þar sáum viö rússneska björninn i sauöa- gæru, sem undirbjó fals, eins og undir flestu, sem frá Rússum kemur. Enn er eitt, sem stingur mann óþægilega, og þaö er ó- vissan um, hvort þessir ljós- hæröu iþróttakappar þeirra Rússanna, séu af rússneskum ættum. Ég tel, aö þetta séu af- komendur fólks, sem Rússar fluttu nauöugt frá Vestur- Evrópu til Rússlands i strföinu. sandkorn Lögdann á hamborgarasölu Hamborgarbill Asksmanna hefur valdiö nokkrum deilum og eru veitingamenn óhressir meö staösetningu hans á stundum. Þykir þeim bilnum lagt full-nærri veitingastööun- um. Borgarráö mun hafa faliö Gunnari Eydai. skrifstofu- stjóra borgarst jórnar, aö semja reglur um fjarlægö bilsins frá veitingahúsum. Veitingamaöurinn I Borgar- anum viö Lækjartorg mun hins vegar vera aö missa þol- inmæöina og hyggst hann nú leggja lögbann viö staösetn- ingu bilsins á Lækjartorgi. • •• ANTIKAIR og... Eins og fram hefur komiö þá hafa veriö um þaö ráöageröir hjá starfsmönnum Flugleiöa aö stofna nýtt flugfélag. Þaö er svo sem ekki taliö aö úr þvi veröi, en svona manna á meö- al þá hefur Flugleiöum veriö gefiö nýtt nafn og nefnt „ANTIKAIR” vegna þess hversu mörgum af yngri starfsmönnum hefur veriö sagtupp. Nýja flugfélagiö átti I samræmi viö þetta auövitaö aö heita „FRESHAIR” Blaðamenn I ölikksmlðlur Þaö er ánægjulegt aö starfs- vettvangur blaöamanna skuli vera aö færast út. Eins og sjá má á þessari auglýsingu er nú fariö aö óska eftir þeim til starfa viö blikksmiöjur. Dag- blaösmenn hafa aö undan- förnu veriö svolitiö pirraöir yfir þvi aö ekki hefur veriö leitaö I þeirra raöir eftir vinnuafli en vera kann aö þarna sé nokkur von. Sannleikurinn viröist ann- ars vera sá, aö þarna hafi átt aö standa „lagermaöur” enda birtist auglýsingin svo breytt daginn eftir. (Ekki þar fyrir aö þaö þurfi aö henta Dag- blaösmönnum eitthvaö verr). • •• Rennl, renni. rennlrelð Þeir auglýsa létt og lipurt úti á landsbyggöinni. Þessa rák- umst viö á i Vikurblaöinu á Húsavik: „Þessi glæsilega rennireiö er nú föl. Þeir sem hug hafa á aö höndla gripinn snúi sér til...” Ekki er aö efa aö billinn þessi hefur runniö út.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.