Vísir - 13.09.1980, Page 6
Vl&JLtl Laugardagur 13. september 1980 6
Ármann Jakobsson, bankastjóri Utvegsbankans I fréttaljósvidtali:
: „STAÐA BANKANS HEFUR
ÍBATNAÐ Á SÍÐUSTU ÁRUM”
Slæm staða bankanna
og þá sérstaklega Út-
vegsbankans hefur verið
mjög til umræðu að
undanförnu. Það er Ár-
mann Jakobsson banka-
stjóri i útvegsbankanum
sem situr fyrir svörum í
Fréttaljósi í dag.
— Það hefur verið um það
rættT blöðuni, siðast i Vísi' fyrir
nokkrum dögum, að staða Út-
vegsbankans sé mjög slæm og
bankinn nánast á „hausnura”.
Er þetta rétt?
„Eins og Ólafur Björnsson
prófessor, formaður bankaráös
Útvegsbankans, sagði nýlega i
viðtali, er slikt tal hrein fjar-
stæða. Útvegsbankinn er rlkis-
banki og rikissjóður ber ábyrgð
á öllum skuldbindingum hans.
Bankinn getur þvi ekki farið á
hausinn, orðið gjaldþrota, nema
rikissjóður gerði slikt hið sama.
Annars er það þvi miður alltof
algengt að fréttamenn þekkja
ekki greinarmun á erfiöri lausa-
fjárstöðu og gjaldþroti. Gjald-
þrot þýðir að eignir hrökkva
ekki fyrir skuldum. En einstak-
lingar og fyrirtæki geta lent i
greiösluerfiöleikum enda þótt
eignir séu margfalt meiri en
skuldir”.
— Er lausafjárstaða bankans
slæm?
„Já. Lausafjárstaða Útvegs-
bankans hefur lengst af veriö
mjög slæm allt frá stofnun hans,
eöa I 50 ár. Undanskilin eru
styrjaldarárin 1939-1945, en þá
var miklu meira framboð pen-
inga en eftirspurn enda inn-
flutningur mjög takmarkaður
vegna styrjaldarinnar.
Astæöan fyrir erfiöri lausa-
fjárstöðu bankans er fyrst og
fremst sú, aö meirihluti útlána
hans er til sjávarútvegs. Þar er
um aö ræða sjálfvirk lán að
miklu leyti. Má til dæmis nefna,
að viðbótarlán út á sjávarafurö-
ir og lán vegna oliuinnflutnings,
sem er I raun og veru hluti af
fjármögnun sjávarútvegsins,
hafa aukist um nálægt sex mill-
jaröa á siðustu átta mánuðum.
Þessi útlánaaukning á sér að
sjálfsögðu rætur i birgðasöfnun
fiskafurða, en aöallega má um
kenna erfiðri afkomu sjávarút-
vegsins. Þessi sjálfvirku lán
nema nú um 30% af öllum útlán-
um bankans. Þetta hlutfall mun
vera svipaö hjá Landsbankan-
um.
Þrátt fyrir þetta hefur raun-
verulega staöa útvegsbankans
batnað siöastliðin ár. Eðlilegt er
að miða þá viö þróunina siðan
31. desember 1972, eða áramótin
fyrir Vestmannaeyjagosiö, sem
varð bankanum mjög þungt i
skauti. Lausafjárstaða bankans
er talin mynduö I aðalatriðum
af i fyrsta lagi sjóði, i ööru lagi
skammtimavixlum i Seðla-
banka, i þriðja lagi viðskipta-
reikningi i Seölabanka og i
fjóröa lagi stööu gagnvart er-
lendum bönkum.
Hins vegar tel ég rétt, ef meta
skal raunverulega stöðu bank-
ans út á við, að taka með i reikn-
inginn alla fyrirgreiðslu Seöla-
bankans, það er að segja, einnig
umsamdar skuldir. Sé þtta gert,
kemur i ljós, að lausafjárstaða
Útvegsbankans að viðbættri
umsaminni fyrirgreiðslu Seöla-
bankans, batnaði á timabilinu
frá 31. desember 1972 til sama
tima 1979 sem hlutfall af eftir-
töldum stærðum:
Af innlánum úr 29,4% i 22,2%.
Af útlánum úr 23,2% i 18,6%.
Af niðurstöðu efnahagsreikn-
ings úr 16,2% i 9,2%.
Af bundnum reikningi i Seðla-
banka úr 149,1% i 100,9%.
Siðasti liðurinn þýðir, að um
síðustu áramót nam neikvæð
lausafjárstaða bankans, að við-
bættri sérstakri fyrirgreiðslu
Seðlabannans, sem næst sömu
upphæð og útvegsbankinn átti á
bundnum reikningi i Seðlabank-
anum”.
— Hvernig er þá rekstraraf-
koma bankans?
„Það leiðir beint af slæmri
lausafjárstöðu að rekstraraf-
koman hlýtur að rýrna. Fram til
ársins 1974 aflaöi bankinn sér ó-
dýrs fjármagns með þvi aö nýta
yfirdráttarheimildir hjá viö-
skiptabönkum sinum erlendis
og komst þannig að hluta hjá þvi
að greiða refsivexti af yfirdrætti
hjá Seðlabankanum.
Þegar formlegar breytingar
voru gerðar á islenskri krónu
gagnvart erlendum gjaldmiðli
var gengishagnaöur og gengis-
tap bankanna gert upp innbvrö-
is. Þaö er að segja, hagnaður af
erlendum eignum var i raun
meöal annars notaður til að
bæta gengistap útvegsbankans.
Meðan þessi háttur var hafður
á tókst Útvegsbankanum að
skila sæmilegum hagnaði. Nú
getur bankinn hins vegar ekki
skuldaö erlendis að ráði vegna
gengisáhættu, en verður þess i
stað að greiöa Seölabankanum
refsivexti af yfirdrætti, en þeir
vextir eru nú 74,5% á ári.
Gjaldeyrisskuldin sem greidd
var upp 1974 var um 700 milljón-
ir og mundi það samsvara að
minnsta kosti þrem til fjórum
milljörðum nú. Munur á vöxtum
hjá erlendum bönkum og refsi-
vöxtum Seðlabankans er nú að
minnsta kosti 50 til 60%.
Annað atriði sem rýrir mjög
afkomu Útvegsbankans er
skattur sem bankinn greiðir i
ríkissjóð sem er 60% af brúttó-
tekjum vegna gjaldeyrisvið-
skipta. A árunum 1960 til 1979
hefur Útvegsbankinn greitt
rikissjóði i skatt vegna gjald-
eyrisviöskipta rúmlega einn
milljarð króna, sem á verðlagi
ársins 1979 næmi 4,3 milljörö-
um. Geta menn af þessu séð
hver áhrif þessi gjaldheimta
hefur haft á lausafjárstöðu og
afkomu bankans”.
— Eru það ekki mistök að
binda útlán I sjávarútvegi?
„1 fljótu bragöi virðist manni
það einkennileg afstaða aö
gagnrýna banka fyrir að sinna
fyrst og fremst undirstööuat-
Armann Jakobsson bankastjóri. (Visism. EP.)
vinnuvegi þjóðarinnar og eina
atvinnuveginum, sem hefur
fram að þessu haft það mikla
framleiðni að hann er sam-
keppnisfær á erlendum vett-
vangi.
Ég tel þó að æskilegra væri að
útlán til atvinnuvega og ein-
staklinga dreifist jafnar milli
innlánsstofnana en nú er og
liggja til þess ýmis rök. 1 þessu
Viötal:
Sæmundur
Guðvinsson
blaðamaöur
sambandi er rétt að taka fram,
að Útvegsbankinn hefur ekki
bætt við sig viðskiptaaðilum i
sjávarútvegi um alllangt skeið.
Hið aukna hlutfall útlána bank-
ans til sjávarútvegs á sér aöal-
lega þrjár ástæður.
1 fyrsta lagi hefur eigiö fé
sjávarútvegsfyrirtækja farið si-
minnkandi svo þau neyðast nú
til að nýta lánamöguleika að
fullu, en fyrir 10-15 árum var al-
gengt að þau tækju ekki afuröa-
lán nema að hluta tii.
1 öðru lagi er það svo, að á
sama tima og þessi þróun hefur
orðiö, það er aukin þörf sjávar-
útvegs fyrir rekstrarfé, hefur
Seölabankinn sifellt lækkað
hluta sinn i afurðalánum sem
auðvitað hefur þýtt auknar
byröar fyrir viöskiptabanka
sjávarútvegsins.
Af fyrrgreindum ástæðum
hefur Útvegsbankinn ekki getað
aukið útlán til annarra greina
en sjávarútvegs og hefur hlut-
fall þeirra af útlánum þvi að
sjálfsögðu minnkað”.
— Þú minntist áðan á Vest-
mannaeyjagosið. Hafði það
mikil áhrif á stöðu bankans?
„Jú, áhrif eldgossins voru
mjög alvarleg. Nægir aö benda
á, að nettóskuld útibúsins i
Vestmannaeyjum við aöalbank-
ann nam i árslok 1979 að frá-
dregnum endurseldum afurða-
lánum, um tveimur og hálfum
milljarði króna. Á árunum næst
á undan gosinu átti útibúið iðu-
lega innstæðu hjá aðalbankan-
um.
Útvegsbankinn lagði sig fram
um að aöstoða við uppbygging-
una i Eyjum eftir gosið og
kemur það aö sjálfsögðu fram i
lausafjárstöðu útibúsins og
bankans”.
— Útlánaaukning bankanna
er sögð meiri en æskilegt sé.
Hver er staða Útvegsbankans i
þessu efni?
„Staðan gagnvart Seðlabanka
hefur versnað frá áramótum til
ágústioka um 3,3 milljaröa. En
hjá viðskiptabönkunum alls um
28 milljarða. Um útlánaaukn-
ingu hjá útvegsbankanum er
það að segja, að svonefnd þak-
lán, þaö er heildarútián aö frá-
dregnum endurseldum lánum,
hafa frá júlilokum 1979 til sama
tima á þessu ári hækkað um
42,8% en hjá bönkum og spari-
sjóöi I heild um 59,4%.
Það fer þvi ekki milli mála, að
Útvegsbankinn hefur aukið út-
lán mun minna en almennt
hefur verið. 1 þessu sambandi er
rétt að leggja áherslu á aö við-
bótarlán út á afuröir og lán til
oliufélaga, þaö er sjálfvirk lán,
teljast til þaklána”.
— Hvernig ber að leysa
vanda Útvegsbankans?
„Stjórnendur útvegsbankans
hafa ávallt veriö fylgjandi til-
lögum bankamálanefndarinnar
frá 1973^6081 annars um sam-
einingu Útvegsbanka og Búnað-
arbanka. Ég var sjálfur I þess-
~ ari nefnd og undirritaði álitið.
Það hefur hins vegar ekki veriö
pólitiskur vilji til sameiningar-
innar og verður þvi að gera aðr-
ar ráðstafanir.
1 fvrsta lagi má nefna, að i til-
lögum bankamálanefndarinnar
var gert ráð fyrir að rikissjóður
legði hinum sameinaða banka
til stofnfé allt að sjö hundruö
milljónir króna. Eðlilegast væri
að rikissjóður legði fram til Út-
vegsbankans samsvarandi upp-
hæð, reiknaða til núvirðis, og
mætti dreifa framlaginu á fjár-
lög rikisins til nokkurra ára en
Seðlabankinn brúaði bilið á
meöan.
1 öðru lagi vil ég nefna, aö út-
lán til sjávarútvegs á landsvæð-
um þar sem Útvegsbankinn
hefur ekki útibú verði yfirtekin
af innlánsstofnunum sem á
þessum svæðum starfa.
1 þriðja lagi að skattheimta
rikissjóðs af gjaldeyrisverslun
verði afnumin eða að minnsta
kosti endurskoðuð i þá veru, að
gjaldeyrisbankarnir skaðist
ekki á þessari þjónustu.
Einnig vil ég nefna það, að
geröar verði ráðstafanir til að
innheimtumenn rikissjóðs fari
að lögum og geymi og ávaxti
innheimt fé og vörslufé I rfkis-
bönkum.
Ýmislegt fleira kemur til
greina, svo sem varsla sjóða
sjávarútvegsins. Meöalinn-
stæða sjóða hans, sem varöveitt
er I Seölabankanum nam á sið-
astliðnu ári 12,8 milljöröum”.
— Hvernig er samstarfið
milli viðskiptabankanna og
Seðlabankans?
„Ég svara aðeins fyrir mig.
Ég er fullkomlega sammála
þeirri stefnu Seðlabankans, að
draga úr peningamagni i um-
ferð til að hamla á móti verð-
bólgu, enda er Seðlabankanum
það skylt samkvæmt lögum.
Seðlabankinn hlýtur að reyna
með öllum ráöum að fá innláns-
stofnanir til að draga úr útlán-
um,þar á meðal með innlána-
bindingu og öðrum aðgerðum.
Hins vegar verður ekki komist
hjá skoöanamun varðandi
framkvæmdina og ég tel til
dæmis, að taka eigi tillit til
þeirrar sérstööu Útvegsbank-
ans, að um þriöjungur þaklána
hans er sjálfvirkur, það er við-
bótarlán út á afurðir og vegna
oliuinnflutningsins.
Annars er ef til vill timabært
að taka afuröalánakerfið til
endurskoðunar. Nú lána Lands-
bankinn og útvegsbankinn um
20 milljarða út á útflutningsaf-
uröir auk fjármögnunar oliuinn-
flutnings sem mun vera um 15
milljarðar en eins og ég sagöi
áðan er fjármögnun olíukaup-
anna i raun hluti af fjármögnun
sjávarútvegsins. Hugsanlegt
væri að Seðlabankinn tæki alveg
við afuröalánunum eöa þá að
viöskiptabankarnir fjármögn-
uðu þau meö erlendum lánum.
Eða þá að byrðinni af þessum
lánum yrði dreift á allar inn-
lánsstofnanir landsins með nýju
kerfi”.
MEÐ GESTSAUGUM
lelknarl: kris Jackson