Vísir - 13.09.1980, Síða 21

Vísir - 13.09.1980, Síða 21
21 %• * vtsm Laugardagur * 13. september 1980 sandkasslnn Gisli Sigur- geirsson, biaöamaður Visis á Akur- eyri, skrifar. •Ævinlegamargblessuð og sæl. //Framsókn í Afganistan". segir Mogginn. Var ekki nóg á Afgani lagt, að fá Rússana yfir sig, þó framsóknarmenn bætt- ust ekki við líka? •r,Flugliðum á útleið bönnuð áfengiskaup", segir Vísir. Þeim veitti þó ekki af einhverju hjartastyrkjandi núna, blessuðum, en hvað þá með heimleiðina? •„Á sjöunda þúsund manns fengu bita", segir Dagblaðið og á við eigin afmælisveislu og stóru tertuna. í hlutfalli við þetta geta menn séð, hvað mikið er að marka Dagblaðið, því alla síð- ustu viku hamraði blaðið á því, að tertan væri fyrir 5.000 manns. • Hér er svo ein gáta. Maður fæðist á Græn- landi, elst upp til tvítugs á íslandi, f lytur síðan til Færeyja, en deyr loks í Englandi. Semsagt: Grænlendingur, íslend- ingur, Færeyingur, en hvað var hann að lokum. — Svar: Dauður. • „Stjórnin tilbúin til ákvörðunar", segir Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra, í Vísi. Ætli það sé eitthvað svipað því að vera tilbú- in til afhendingar, slátr- unar, eða því um líkt. Eitt er þó víst, að stjórn- in er ekki tilbúin undir dóm þjóðarinnar, þar sem skorið yrði úr um hvort stjórnin á að sitja eður ei. •„Vegið að starfsemi bakara með fóðurbætis- skatti" segir Alþýðublaðið. (Já, þetta var rétt lesið hjá ykkur, Alþýðublaðið, það er til ennþá.) En þetta með bakarana: hverskonar fóður er þetta sem þeir lifa á? •Eftirfarandi klausu mátti einnig lesa í Al- þýðublaðinu: „Það er ekki nema eðlilegt og sjálfsagt, að saklaus al- múgi þessa lands velti því fyrir sér á stundum, hvað í ósköpunum sumir menn eru að gera á þingi, og hvernig þeir komust þangað"....... „ Þetta er ekki neitt nýtt. Þingmenn hafa árum saman, af mismunandi ástæðum, sýnt þröng- sýni/fordóma og hreina heimsku þegar mikil- væg mál voru til um- fjöllunar". Það er ekki að undra, þótt Alþýðu- blaðinu séu þessi mál- efni ærið áhyggjuefni. • Gildur bóndi hér fram í Eyjafirði hefur, að því er trúverðugur sagði mér, ræktað upp hænsni, sem verpa svo stórum eggjum, að það þarf ekki nema 7 í dúsínið. Er nú mikil eftirspurn eftir ungum af þessum stofni og mun Búnaðarþing hafa ályktað um málið á dögunum. •„Auglýsingabrella sem byggð er á fölsunum", segir ölafur Ragnar Grimsson í Vísi og á við skýrslu Flugleiða. Síðar kom í Ijós að upphlaup Ólafs var „auglýsinga- brella" sem byggð var á vanþekkingu". Menn geta svo velt því fyrir sér, hvers vegna skoðun Ólafs Ragnars hefur fengið alla þessa um- f jöllun í f jölmiðlum. •„Höfðum ekki einu sinni tíma til að bjarga pen- ingaveskjunum"? segir í Vísi. Ég kalla það nú hámark bjartsýninn- ar á þessum síðustu og verstu tímum, að fjár- festa í peningaveski. • Lárus Jónsson, alþingis- maður, skrifar leiðara íslendings i sl. viku. Tvær fyrirsagnir voru á leiðaranum: „Fjórð- ungsþing Norðlendinga" og „Leikfélag Akureyr- ar". Hef ég Lárus grun- aðan um að vilja sam- eina þessi tvö fyrirbæri, í hagkvæmis og sparn- aðarskyni. • Og svo var það einkarit- arinn sem eignaðist þrí- burana. Forstjórinn heimtaði nefnilega allt í þríriti. •„Heill bekkur fluttur i Barnaskóla Akureyr- ar", segir rauði Dagur á Ak- ureyri. Ætli það verði þá eini heili bekkurinn í skólanum í vetur? Skelfing að vita hvað börnin fara iila með húsgögnin. •„40 milljónir í veislur hjá borginni: Sjaldnast að frumkvæði borgar- stjórnar sjálfrar", segir Þjóðviljinn um veislukostnað borgar- innar. Á að skilja þetta svo, að borgarfulltrúar séu orðnir svo sljóir af veislugleði, að þeir séu sjálfir ófærir um að hafa frumkvæði að veislunum. •„Greind mæld með raf- magnsbylgjum", segir í Mogganum. — Halló — Halló, Ólafur Ragnar Grímsson hér, viljiði senda mér eitt svona greindarmæl- ingatæki strax. Látið skrifa það hjá Flugleið- um. •„Kom upp um flokk 10- 12 ára þjófa", segir Mogginn. Það er nú eitthvað bogið við kerfið þegar þessi at- vinnustétt getur náð svona háum aldri. •Og svo að lokum þessi af stráknum sem kom til pabba sins og sagði: „Strákurinn í næsta húsi sagði að ég væri í öllu eins og þú". „Nú, hvað sagðir þú þá", svaraði faðirinn. „ Ég gat ekkert gert, strákurinn er svo miklu stærri en ég", svaraði sá stutti. Veriði sæl og blessuð og stressuð Nauðungaruppboð Eftir kröfu Tollstjórans i Reykjavik, Gjaldheimtunnar, skiptaréttar Reykjavikur, ýmissa lögmanna, banka og stofnana o.fl., fer fram opinbert uppboö I uppboössal Toll- stjóra i Tollhúsinu viö Tryggvagötu (hafnarmegin) laug- ardaginn 20.september 1980oghefst þaökl. 13:30. SELDAR VERÐA VMSAR ÓTOLLAÐAR OG UPPTÆK- AR VÖRUR OG MUNIR ÚR DANAR- OG ÞROTABÚUM SVO OG FJARMUNIR OG LÖGTEKNIR HLUTIR SVO SEM: kven-, karla- og unglingafatnaöur, húsgögn ný og notuö svo sem, skrifborö, hillur, skápar úr tekki, sófasett, borö og stólar, tágavörur, boröbúnaöur, gólfteppi i rúll- um, Ijósaperur, hljómburöartæki, hljómplötur, reiötygi, sjónvörp, útvörp, slökkvitæki, ýmsir varahlutir I bifreiö ar og skip, orgel, hitablásarar, postulfnstyttur, kæliborö, blöndunartæki, veggflisar, mótorar, magnarar, garn, plastbakkar, ieiktæki, skrifstofutæki, Isskápar, þvottavél- ar, hreinsi- og þvottalögur (ca. 10 þús. kg.), húsgagna- áklæöi, garöáhöld, tölvur, snyrtivara, mikiö magn af bók- um og tfmaritum, oliumálverk eftir Kristinu Jónsdóttur, Jón Jónsson o.fl. og margt fleira. Þá veröa einnig seldar bifreiöarnar R-706, R-57016, R-58979, R-64115, R-68827, ótollaöar bifreiöar Renault árg. 1969, Saab árg. 1970 og 1974, Peugeot árg. 1970, Ford Pinto árg. 1976, V.W. árg. 1976, 1972 og 1970, Volvo árg. 1962 og 2 stk. mótorhjól og fleira. Avísanir ekki teknar gildar sem greiösla nema meö sam- þykki uppboöshaldara eöa gjaldkera. Greiösla viö hamarshögg. Uppboöshaldarinn I Reykjavik. Nauðungaruppboð annaö og sföasta á hluta í Völvufelli 44, þingl. eign Guö- mundar Sigurössonar fer fram á eigninni sjálfri miöviku- dag 17. september 1980 kl. 16.15. Borgarfógetaembættiö i Reykjavfk. Nauðungaruppboð sem auglýst var f 29., 31. og 33. tbl. Lögbirtingablaös 1979 á hluta I Njálsgötu 102, þingl. eign Valentinusar Valdimars- sonar fer fram eftir kröfu Búnaöarbanka Islands á eign- inni sjálfri þriöjudag 16. september 1980 kl. 14.30. Borgarfógetaembættiö i Reykjavfk. Nauðungaruppboð annaö og siöasta á hluta I Alftamýri 38, þingl. eign Finns A. Karlssonar fer fram á eigninni sjálfri þriöjudag 16. september 1980 kl. 15.45. Borgarfógetaembættiö i Reykjavik. Nauðungaruppboð annaö og sföasta á Karlagötu 11, þingl. eign Ingiveigar Eyjólfsdóttur fer fram á eigninni sjálfri þriöjudag 16. september 1980 kl. 14.45. Borgarfógetaembættið i Reykja vik. Nauðungaruppboð sem auglýst var 160., 63. og 65. tbl. Lögbirtingabiaðs 1979 á hluta i trabakka 30, þingl. eign Inga Ingvarssonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri miövikudag 17. september 1980 kl. 14.00. Borgarfógetaembættiö i Reykjavik. Nauðungaruppboð annaö og siöasta á hluta I Hjaltabakka 6, þingl. eign Gylfa Þ. Sigurðssonar fer fram á eigninni sjálfri miövikudag 17. september 1980 kl. 13.45. Borgarfógetaembættið I Reykjavik. Nauðungaruppboð annaö og siöasta á hluta i löufelli 8. talinni eign Kristjáns Jónassonar fer fram á eigninni sjálfri miövikudag 17. september 1980 kl. 15.30. Borgarfógetaembættið I Reykjavik. Nauðungaruppboð annaö og siöasta á hluta i Kötlufelli 11, þingl. eign Ragn- ars G. Guöjónssonar fer fram á eigninni sjálfri miöviku- dag 17. september 1980 kl. 15.45. Borgarfógetaembættiö i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var f 98., 101. og 104. tbl. Lögbirtingablaös 1979 á hluta i Iðufelli 4, þingl. eign Jóhannesar Kjartans- sonar fer fram eftir kröfu Veödeildar Landsbankans, Sigurmars K. Albertssonar hdl., Landsbanka íslands og Gjaldheimtunnar I Revkjavik á eigninni sjáifri miöviku- dag 17. september 1980 kl. 15.15. Borgarfógtetaembættið i Reykjavik.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.