Vísir - 22.09.1980, Page 2

Vísir - 22.09.1980, Page 2
2 vlsm Getur þú imyndað þér» að einhver munur sé á að búa i Hafnarfirði eða Reykja- vík? (Spurt í Hafnarfirði). Oddur llnlldórsson. vlnnur hjá Berkt hf.s Já, eiginlega. Hér er allt miklu rólegra. iMiKÍar hr ærí ngárTneðarstu ðnTngsmanna l)Tl)épts: I Sumir vll|a stofna i flokk, aðrlr ekki Allmiklar hræringar eru nú meöal stuön- ingsmanna Alberts Guömundssonar. Skiptast þeir nokkuö i tvo hópa, þaö er þá sem vilja stofna óformleg samtök og hina, sem vilja stofna pólitiskan flokk. Stuöningsfólkið kemur saman til fund- ar i Reykjavik 27. september og þar á aö ræöa þetta mál, og taka endanlega ákvöröun. „Ég lit svo á, aö tilgangurinn sé aö hittast og ræöa almennt stööuna i landsmólum og jafn- framt hvort einhver vilji sé fyrir þvi aö gera eitthvaö meira á pólitiskum vettvangi”, sagöi einn stuöningsmanna Alberts i samtali viö VIsi. Stuöningsfólkiö hefur haldið tvo fundi eftir kosningar, annan i Reykjavik og hinn á Selfossi. A hinum siöarnefnda hélt Albert ræöu og sagöi m.a. annars sina skoöun aö i þessari stööu leysti þaö engan vanda aö stofna póli- tiskan flokk. Þaö mætti ýmis- legt gerast áöur en til þess kæmi. A hinn bóginn kvaöst hann reiöubúinn, meö aöstoö stuöningsmanna sinna, aö vinna aö góöum málefnum. og leitast viö aö færa inn i flokkana heiö- arleika og drengilegt mat á hlutunum hverju sinni. 1 hópi stuöningsmanna er fólk úr öllum flokkum. Vilja sumir stofna einhvers konar óformleg samtök, eins og áöur sagöi og lita á Albert sem sam- einingartákn þeirrar hreyfing- ar. Aörir „heimta nýjan flokk”, og telja, að hann veröi aö stofna „til aö halda vissum mönnum á mottunni”, eins og viömælandi Visis komst aö oröi. Sigfús Borgþórsson. sjómaöur: Þaö er mlkill munur, allavega gæti ég hvergi búiö annars staö- ar. Þetta er svo friðsælt hér, aö þaö er hrein unun. Já-há, þar finnst mér mikill mun- ur á, þvi ég hef búiö i Reykjavik. Hér er allt svo rólegt og fólkiö svo elskulegt. Agnes Jóhannsdóttir, flugfreyja: Já, ég held þaö, þetta er svo þægi- legt hérna og vegalengdirnar svo stuttar. Guörún Haraldsdóttir, húsmóöir: Já, þaðer töluverður munur. Hér er allt miklu rólegra, miklu minni umferð og bæjarlifiö ekki eins stressað og i Reykjavik. Ég bý nefnilega i Reykjavik, en er hér mjög mikið. „Vlð flmm I norðrí” Myndarlegur kynnlngarbækllngur um vinabæi á Noröurlöndum, sem jafnframt er happdrættlsmiOl ,,Við fimm i noröri”, nefnist myndarlegur bæklingur, sem vinabæ- irnir Akureyri, Lahti i Finnlandi, Randers i Danmörku, Vasterás i Sviþjóð og Alesund i Noregi standa að. Er bæklingurinn til kynn- ingar og verður honum dreift inn á hvert heimili i öllum bæjunum. Vinabæjatengsl hafa lengi veriö meö þessum fimm bæjum og samskipti stööugt veriö aö aukast hin siöari ár, samkvæmt upplýs- ingum Hermanns Sigtryggsson- ar, æskulýös- og iþróttafulltrúa Akureyrar. Nokkkrir þættir eru orönir fast- ir iiöir i þessum samskiptum. Má þar meöal annars nefna árlega fundi bæjarstjórnarmanna, ár- legt mót æskulýösleiötoga úr hin- um ýmsu æskulýðsfélögum j)ess- ara bæja og iþróttamót 13-14 ára unglinga, sem haldiö er annað hvert ár. Var það siðast haldið á Akureyri sumarið 1979 og naut þá þeirra fáu sólardaga, sem voru á Akureyri það sumar. Auk þess eiga sér staö ýmis önnur samskipti þessara vina- bæja, meö heimsóknum einstakl- inga og hópa. Hafa t.d. skólahóp- ar, skólastjórar, hljómlistar- menn, iþróttafólk og iðnaöar- menn farið frá Akureyri i kynnis- <-------------------------m. Hermann Sigtryggsson, æsku- lýös- og iþróttafulltrúi Akureyrar og Sigurður Óli Brynjólfsson, bæjarfulltrúi, skoöa bæklinginn. feröir til einhverra eöa allra þess- ara vinabæja. Bæklingurinn hefur að geyma kynningu á bæjunum fimm 1 máli og myndum. Er hann prentaöur i 170.000eintökum og á tungu hvers iands. Textann um Akureyri samdi Gisli Jónsson, mennta- skólakennari, en myndir frá Akureyri tóku Jóhannes Long, Gunnlaugur Kristinsson og Her- mann Sigtryggsson. Jafnframt þvi að vera til kynn- ingar, er bæklingurinn happ- drættismiði. Dregiö veröur hjá bæjarfógetanum á Akureyri og númerið birt i Akureyrarblööun- um um næstu mánaöamót. Sá sem verður svo lánsamur aö geta framvisað bæklingi meö útdregnu númeri, fær i vinning ferð fyrir tvo fullorðna og tvö börn — til þess vinabæjar sem hann óskar. Vinabær sá sem vinningshafinn velur mun sjá um uppihald vinn- ingshafa i eina viku. Sigurður Óli Brynjólfsson, bæj- arfulltrúi, er nýkominn af fundi bæjarstjórnarmanna frá þessum vinabæjum, sem haldinn var i Alasundi. Sagði hann aö þar hafi verið til umræðu ýmsar leiðir til aö auka samskipti bæjanna. Til dæmis var rætt um leiðir til auk- inna samskipta bókasafna og i þvi sambandi ákveöið að leiöa for- stööumenn safnanna saman. Einnig var rætt um hugsanleg samskipti aldraðra og öryrkja meö hópferðum og öðru sliku. Á sama tima og fundurinn var haldinn var nýtt ráöhús tekið i notkun i Álasundi. Er það hin myndarlegasta bygging, um 30 þúsund fermetrar aö grunnfleti, „eða 10 dagsláttur”, eins og Sig- uröur óli oröaöi þaö. 1 húsinu er starfsemi bæjarfélagsins, af- greiðsla almannatrygginga, bókasafn, verslanir og fleira. G.S./Akureyri. Rlklð kaupir engar tryggingar „Það skiptir örugg- lega milljónum verð- mæti tækjanna, sem þarna fóru, og þessi tæki voru ekki tryggð af hálfu stofnunarinn- ar. Ég veit ekki til þess að nokkur tæki hennar séu tryggð”, sagði Sig- urður T. Tómasson, starfsmaður Orku- stofnunar, i samtali við Visi, vegna tjóns, sem stofnunin varð fyrir siðastliðinn föstudag. Tildrög þessa voru þau, aö starfshópur á vegum Orkustofn- unar var við rannsóknir á myndun móbergs i Surtsey. Þegar hópurinn hafði lokið störfum og var aö undirbúa brottför frá eyjunni, vildi það óhapp til, að báturinn kastaðist upp vegna sjógangs og brotnaði i spón. Viö það fóru nokkur tækjanna i sjóinn, sum þeirra sáust ekki meir, en öörum tókst að bjarga. Mörg þeirra siðar- nefndu munu þó ónýt, eru það einkum ýmis rafeindatæki. Visir hafði samband við Inn- kaupastofnun rikisins vegna þessa til að kanna, hvort tæki i eigu rikisins væru alltaf ótryggð. Þar fengust þau svör, að rikið keypti engar trygging- ar, nema þær sem lögboönar væru, svo sem skyldutrygging- ar á bilum og feröatryggingar.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.