Vísir - 22.09.1980, Blaðsíða 20

Vísir - 22.09.1980, Blaðsíða 20
VÍSIR Mánudagur 22. september 1980 Nauðungaruppboð sem auglýst var 115., 19. og 23. tbl. Lögbirtingablaðs 1980 á eigninni Asbúð 85, Garðakaupstað, þingl. eign Valgarðs Reinharðssonar fer fram eftir kröfu Innheimtu rlkissjóðs og Garðakaupstaöar á eigninni fimmtudaginn 25. sept. 1980 kl. 16.00. Bæjarfógetinn I Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 105., 107. og 111. tbl. Lögbirtingablaðs 1979 á eigninni Asbiið 24, Garðakaupstað, þingl. eign Jóns Asgeirs Jónssonar fer fram eftir kröfu Veðdeildar Lands- banka Islands á eigninni sjálfri fimmtudag 25. sept. 1980 kl. 15.30. Bæjarfógetinn IGarðakaupstað Nauðungaruppboð sem auglýst var I 108. 1979, 1. og 5. tbl. Lögbirtingablaðs 1980 á eigninni Hraunprýði, neðri hæð, Garðakaupstaö, þingl. eign Kristjáns Hall, fer fram eftir kröfu Verslunar- banka Islands hf., á eigninni sjálfri fimmtudag 25. sept. 1980 kl. 15.00. Bæjarfógetinn I Garðakaupstaö. Nauðungaruppboð á fasteigninni Kirkjubraut 31 Njarðvik, þingl. eign Vigdls- ar Sigurjónsdóttur fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Jóns G. Briem hdl. miövikudag 24. september 1980 kl. 15.30. Bæjarfógetinn INjarövIk. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 53., 56. og 59. tbl. Lögbirtingablaösins á fasteigninni Kirkjugerði 3 I Vogum, Vatnsleysustrandar- hreppi, þingl. eign Sigurðar J. Brynjólfssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Ara Isberg hdl., miðvikudag 24. september 1980 kl. 10 f.h. Sýslumaðurinn I Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 38., 42. og 46. tbl. Lögbirtingablaðs á fasteigninni Strandgata 9 I Sandgerði, þingl. eign útgerð- arfélagsins Njarðar hf. fer fram á eigninni sjálfri aö kröfu Gunnars Guðmundssonar lögfræðings f.h. dánarbús Hauks Jónssonar hr., Póstgiróstofunnar og Björns ólafs Hallgrlmssonar hdl. fimmtudaginn 25. september 1980 kl. 11. Sýsiumaðurinn I Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið I Lögbirtingablaðinu á fasteign- inni Kirkjubraut 7 I Njarðvlk, þingl. eign Vilhjálms Eyjólfssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vil- hjálms H. Vilhjálmssonar, fimmtudag 25. september 1980 kl. 15.30. Bæjarfógetinn INjarðvlk. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 53., 56. og 59. tbl. Lögbirtingablaðsins 1980 á fasteigninni Háholti 22 I Keflavik, þingl. eign Guð- jóns Ómars Ilaukssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Sigurmars K. - Albertssonar hdl., Skarphéðins Þórissonar hdl. og Tryggingastofnunar rlkisins, miðviku- dag24. september 1980 kl. 11 f.h. Bæjarfógetinn I Keflavlk. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 53., 56. og 59 tbl. Lögbirtingablaðs 1980 á fasteigninni Þórustigur 30, efri hæð I Njarðvik, þingl. eign Jóns B. Olsen og fleiri fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Garðars Garðarssonar hdl., Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. og Veðdeildar Landsbanka tslands, miðvikudag 24. september 1980 kl. 11.30. Bæjarfógetinn I Njarðvlk. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 53., 56. og 59. tbl. Lögbirtingablaðs 1980 á fasteigninni Brekkustlgur 20, efri hæð I Sandgerði, þingl. eign Arnar Högnasonar, og fleiri fer fram á eigninni sjálfri aö kröfu Garðars Garöarssonar hdl., Landsbanka tslands, Innheimtustofnunar sveitarfélaga, fimmtudag- inn 25. september 1980 kl. 10. Sýslumaðurinn I Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið I Lögbirtingablaöinu á fasteign- inni Tunguvegur 4 I Njarðvlk, þingl. eign Friðriks Valdi- marssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu innheimtu- manns ríkissjóös, fimmtudaginn 25. september 1980 kl. 16. Bæjarfógetinn INjarðvlk. 20 Enn óljðst hvort hreska olíuveröTö"peynTs"1 hagslætt hegar upp verður slaðið: Erfitt aö spá um verðbreytingar á Rotterdammarkaði Enn hvílir leynd yfir gasoliu- verði frá breska fyrirtækinu BNOC og þar af leiðandi hafa fjölmiölar keppst við að giska á tölur i þessu sambandi og bera saman við skráningar á Rotter- dammarkaði. Þótt enn hafi eng- ar tölur fengist staðfestar mun ljóst vera að BNOC verð er nú mun hærra en Rotterdam- skráningar eru i dag. Vísir innti Kristján Óskarsson hagráðunaut hjá Oliuverslun Islands eftir þróun verðskrán- inga á Rotterdammarkaði betta ár, svo hægt væri að gera sér einhverja hugmynd um þróun verðs nú I vetur. Kristján taldi að mjög vara- samt væri að spá nokkru um skráningar á Rotterdam- markaði, þar sem framboð og eftirspurn ráða rikjum. Samkvæmt upplýsingum Kristjáns eru verðskráningar á Rotterdammarkaði nú mjög neðarlega og hinn 12. þessa mánaöar voru skráningar á gasoliu 279.5 dollarar tonnið, en 20ágúst 1980 stóð verö á gasollu lægst og var þá 266 dollarar tonnið en hefur nú heldur hækk- að aftur. „1 fyrra var það þannig, að skráningar hækkuðu með haust- inu og verðhækkanabylgja kom frá október og fram að áramót- um, en það er ómögulegt að segja hvað gerist I ár” sagði Kristján óskarsson. Gasolia fór hæst f maimánuði 1979 og var þá 395 dollarar á tonnið, fob-verð, en það mun vera mun hærri tala heldur en verð samkvæmt BNOC samn- ingi. Það er þvl með öllu óljóst hvort samningarnir við BNOC reynist hagstæðir eða óhagstæð- ir, þegar upp er staðið. —AS Nei, þetta er ekki geimskip frá öðrum hnetti, heldur jarðnesk — meira að segja bandarisk — flugvél. Flugvélin var á flugsýningu I Farnborough I Englandi, og er af gerðinni A 10 Thunderbolt 2, smiðuð af Fairchild Industries verksmiðjunum. Það má kannski geta þess, að flugvélin verður enn torkennilegri fyrir það, að hún er mynduð með aðdráttarlinsu, sem brenglar hlutföllunum I vélinni eitthvað. Sami stíll ytir öiium vörum verslunarinnar” - Verslunln Epal opnar útlbú á Akureyrl „Allt frá þvi að við byrjuðum meö Epal i Reykjavik hafa Akureyringar verslað mikið við okkur, ýmist meö þvi að koma, ellegar pantað I póstkröfum. Slikt er kostnáðarsamt, en með þvi að opna útibú á Akureyri bætum við þjónustuna við Akur- eyringa og nærsveitamenn. Verða vörurnar i úUbúinu seld- ar á sama verði og i Reykja- vik”. Þetta voru orð Eyjólfs Páls- sonar, innanhússarkitekts og framkvæmdastjóra verslunar- innar Epal, sem á fimmtudag- inn opnaði útibú á Akureyri. Epal hefur á undanförnum þremur árum rekið verslun i Reykjavik, nú við Siðumúla, sem hefur fengiö orö á sig fyrir stilhreina og fallega vöru. Það er húsbúnaöur sem verslunin hefur á boðstólum, en vöruval ið er ekki bundiö viö ákveðna tegund húsbúnaðar. Meðal vörutegunda má nefna glugga- tjöld, húsgagnaáklæði, lampa, húsgögn. gólfteppi, auk ýmis- konar smáhluta, svo sem hurðarhúna, snaga og þess hátt- ar. „Það eina sem er sameigin- legt meö öllum þessum húsbún- aöi, er að hann er allur I sama stilnum”, sagði Eyjólfur, og er óhætt aö fullyröa, að þaö gefur Epal nokkra sérstööu. Meðal gluggatjaldaefna og húsgagnaáklæða I Epal á Akur- eyri verður ný framleiösla frá Ullarverksmiðjunni Gefjun á Akureyri. Það skal endurtekið að þetta eru ullarefni og eru gluggatjaldaefnin og húsgagna- áklæðin frá Gefjun I samræmd- um litum, framleidd og hönnuð af danska fyrirtækinu Kvadrat. Verðið á þessum efnum er frá- bært I samanburði við innflutt efni. Kostar lengdarmetrinn kr. < 5.500 i Gefjunarefninu, en til samanburðar nefndi Eyjólfur innflutt efni, þar sem lengdar- metrinn ikostaði 12.800 kr.Jafn- framt gat hann þess að Gefjun- arefnið væri betra, þar sem is- lenska ullin væri gæðavara. Þetta Gefjunarefni verður ekki á boðstólum i öðrum verslunum. Ems og getiO var um i upphafi er Eyjólfur innanhússarkitekt ogmunhann veita viöskiptavin- um ráðieggingar, veröi þess óskað. Epal er til húsa aö Strandgötu 19, þar sem Skart var áður. Verslunarstjóri á Akureyri verður Ellen Péturs- dóttir. G.S./Akureyri. ^ f Eyjólfur Pálsson og Ellen Pétursdóttir viröa fyrir sér ullaráklæði frá Gefjun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.