Vísir - 22.09.1980, Blaðsíða 7

Vísir - 22.09.1980, Blaðsíða 7
Mánudagur 22. september 1980 7 Nýr jassballettskðli stofnaður ÞðRF FVRIR SLfKAN SKÚLfl 99 - segir Soley Jóhannsdóttir ,,Það verður ekki um beinar nýjungar að ræða með tilkomu skólans. Aherslan verður lögð á nútimajassballett og leikfimi eftir nútimatónlist”, sagði Sóley Jóhannsdóttir er Visir ræddi við hana. Sóley er um þessar mundir að opna nýjan jassballettskóla hér á landi, en hún hefur undanfarin 7 ár dvalist i Danmörku. Þar var hún við nám á árunum 1973- 1977, en hóf siðan að kenna jass- ballett. Siðustu árin ytra stjórnaði hún Britta Ilmark Institut, sem er stærsti jass- ballettskóli Danmerkur. ,,Nú er ég alkominn heim”, sagði Sóley., Upphaflega ætlaði ég beint hingað að námi loknu. En þá bauðst mér að dansa i reviu með sýningarflokki úti i Danmörku og það hef ég gert sl. fjögur sumur. Kennsluna tók ég svo til að fá tækifæri til að læra meira”. Skólanum hér heima hefur veriðgefið nafnið Dansstúdió og verður hann til húsa i Hreyfils- húsinu i Reykjavik. Þátttak- endum verður einkum raðað i hópa eftir aldri, en gert er ráð fyrir að taka börn allt frá 6 ára aldri. f Reykjavik verður kennt tvo daga i viku. Einnig verða haldin námskeið i Keflavik, sem hefjast 1. október. ,,Ég geri ráð fyrir að geta tek- ið 25-30 nemendur i einu hér i Reykjavik. I Keflavik kenni ég i ungmennafélagshúsinu og þar rúmast 40 nemendur. Ég held að það sé mikil þörf fyrir slikan skóla hér, einkum fyrir börn. Hér á landi er kennsla viöa sniðin með full- oröna i huga, þannig að ekki er alls staðar gert ráð fyrir börn- Sóley Jóhannsdóttir er nú al- komin heim eftir 7 ára nám og siðan kennslu erlendis. um. Nú er farið að spyrjast að þessi jassballettskóli sé að fara af stað og ég hef haft nóg að gera við að svara fyrirspurnum frá áhugasömu fólki, sem hringt hefur i mig. Ég er bjartsýn og vona bara að mér auðnist að miðla þeirri þekkingu, sem ég hef aflað mér erlendis, hér heima. Þá er tilganginum náð”, sagði Sóley Jóhannsdóttir. Þess skal að lokum getið, að innritun i haustnámskeiðin hjá Dansstúdiói stendur nú yfir. Innritun i Reykjavik er i sima 75326 kl. 13-17 alla virka daga, en i Keflavik kl. 9-12 i sima 1392. —JSS qftarskóli OLAFS GAUKS SÍMI 27015 KL. 5-7 Innritun daglega i skólanum Háteigsvegi 6, kl. 5 til 7 síðdegis. Sími 27015. Upplýsingar á öðrum tímum í síma 85752. Kvöldtímar fyrir fullorðna. Hljóðfæri á staðnum. Barnadeild/ unglingadeild/ öldungadeild. DANSSKOLI Signrðar Hákonarsonar BÖRN — UNGLINGAR — FULLORÐNIR Kenndir allir almennir dansar, svo sem: BARNADANSAR — SAMKVÆMISDANSAR — DISGODANSAR — GÖMLU DANSARNIR O. FL. BRONS-SILFUR og GULLKERFI DSÍ KENNSLUSTAÐIR: Reykjavík: Þróttheimar, ný og glæsileg æskulýðsmiðstöð v/Sæviðarsund Kópavogur: Félagsh. Kóp. (Kópavogsbíó). Örstutt frá skiptistöð SVK. Ath. Barnakennsla laugard. í Kópavogi Innritun og allar nánari upplýsingar daglega kl. 10.00—19.00 í síma 41557 Engin innritun í dag! DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS DSI Pétur Guðjónsson á ferðalagi í NEWYORK í New York gefur aö líta alla heimsbyggðina í hnotskum. Þar eru öll þjóöerni, öll trúarbrögö, öll form húsageröarlistar, öll þjóöerni matargeröar, allt vöruúrval heimsins, mestur (jöldi skýjakljúfa, er gefur borginni þann stórkostleik, er fyrirfinnst aöeins í New York. Heimsókn á topp Empire State-byggingarinnar, R.C.A.-byggingarinnar eöa World Trade Center, 110 hæöir, opinberar hvað bezt þennan einstæöa stórkostleik. World Trade Center, meö heilu verzlunarhverfi neöanjarö- ar, er syöst á Manhattan-eyjunni, langri og mjórri, liggjandi frá norðri til suðurs, en hjarta New York-borgar er á henni. Hiö fræga Wall Street, sem er líka samnafn fyrir stærsta fjármagns- markaö heimsins, er hér. Hér rísa risabankarnir í eigin skýjakljúfum, og hér er stærsta kauphöll heimsins, New York Stock Exchange. Þar gefur aö líta, hvernig jafnvel smæsti fjármagnseigandi getur oröiö eigandi og þátttakandi í stórfyrirtækjum Bandaríkjanna. Federal Hall er í Wall Street meö minjagripum frá embættistöku George Washington, fyrsta forseta Bandaríkjanna. Trinity Church, ein elzta kirkja t New York, er viö enda Wall Street. China Town er nokkuö til austurs, kínverskt hverfi í miöri New York meö austurlandamat og austurlenzkt vöruúrval. Nokkuö til norðurs er Wash- ington Square, aöaltorg í Greenwich Village, sem er listamannahverfi New York. Þúsundir skapandi listamanna eiga hér heimkynni, og hér eru haldnar stórar og litríkar útisýningar. Stórkostleg listasöfn eru í New York. Frægast er Metropolitan Museum of Art á 5. breiðgötu í Central Park. Önnur listasöfn, Frick Collection, Guggenheim, og Museum of Modern Art eru meö stöóugar farandsýningar. Madison-breiögatan ofan viö 60. götu býöur upp á fjölda lítilla sölusýninga (galleries). Central Park, Miögaröur, er stór trjágaröur á miöri Manhattan- eyju. Hann gefur aö deginum í góóu veöri tækifæri til skógargöngu í miöri stórborginni. f honum er dýragarður. Rótt frá suö-vesturhorni Miögarös er Lincoln Center meö Metropolitan-óperunni, leikhúsi og tónlistarhöll. Þar eru fluttar óperur og haldnir hljómleikar og þar fara fram sýningar á leikritum og listdansi samtímis. Nú skal haldiö á 5. breiögötu miöja og skoöuö St. Patricks-dómkirkjan, gotneskt listaverk í hæsta gæöaflokki. Við hliö hennar er hiö fræga vöruhús Sack’s Sth Avenue. En andspænis henni er RockefeHer Center, samsafn stórbygainga byggðra um 1930, neöanjaröar verzlunarhverfi og skrifstof- ur Flugleiöa. Þetta eru áhugaveröir stoppistaöir á leiö okkar til aöalbyggingar Sameinuöu þjóöanna, eins af fyrstu stórverkum hús- ageröarlistar úr málmi og gleri. Kynnisferöir eru farnar um að- setriö og upplýsingar gefnar um starfsemi SÞ. Ekkert jafnast á viö ameríska steik, þaö vita þeir, sem kynnzt hafa. Pen and Pencil og The Palm eru frægir steikarstaöir. í hádeg- ismat er skemmtilegt aö fara á Sexurnar, 668, 5. breiögötu, Rainbow Room í RCA-byggingunni og Windows of the Worid í World Trade Center (laugard. sunnud. og á kvöldin), allir staöirnir á efstu hæö skýjakljúfa meö ógleymanlegu útsýni yfir borgina. Einnig í Tavern on the Green, (Crystal room) í Central Park. Snöggur lúxushamborgari á J.P. Clark á 3. breiögötu. Á sunnudögum iöar allt af lífi í verzlunargötunni Grant Street í gyöingahverfinu á Lower Eastside. Þar má gera reyfarakaup. Vöruhús eru Macy, Gimbles, og Alexanders. Hærri gæöaflokkar eru í Bloomingdales, B. Altman, Sacks 5th Avenue. Til hvíldar frá stórborginni eru bátsferöir til Liberty Island þar sem Frelsisstyttan er eöa hringferö meö bát um Manhattan-eyjuna. Einnig ganga fljótaskip upp Hudson-fljótið. Viö þaö stendur West Point Military Academy, sem er frægasti herfræöiháskóli Bandaríkjanna. Fraeg nöfn nemenda: Mac Arthur, Patton, Eisenhower. í minja- safninu er veldissproti Görings. Á austurbakka árinnar í Hyde Park eru heimili Roosevelts og Vanderbilts, sem eru áhugaverð söfn í dag. Ef fara á aöeins stutta ferð í friö og kyrrö þarf ekki út fyrir Manhattan-eyju að fara, því íFort Tryon Park er The Cloisters, einstætt safn franskrar og spánskrar miöaldaiistar. Þarna er safni uppruna- legra herbergja meö upprunalegum listaverkum komiö fyrir í byggingum sem mlnna á miöalda- klaustur. í sambandi viö New York-ferð væri tilvalin 3ja daga ferö til Washington, einnar fegurstu og sérstæöustu borgar heimsins. Ef þú hyggurá ferötil NEWYORK geturðu klippt þessa uglýsingu út og haft hana með.þaö gæti komið sér vel. FLUGLEIDIR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.