Vísir - 22.09.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 22.09.1980, Blaðsíða 8
VlSIR Mánudagur 22. september 1980 Útgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davfö Guómundsson. Ritstjórar ólafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Asta Björnsdóttir, Frfða Astvaldsdóttir, lllugi Jökulsson, Kristín Þor- steinsdóttir, Oskar Magnússon, Páll AAagnússon, Sveinn Guðjónsson og Sæmundur Guðvinsson. Blaöamaöur á Akureyri: Gisli Sigurgeirsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Einar Pétursson. Útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, AAagnús Olafsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: oiguröur R. Pétursson. Ritstjórn: Sfðumúla 14 slml 86611 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Slðumúla 8 slmar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Askriftargjald er kr. 5500 á mánuöi innanlands og verö f lausasölu 300 krónur ein- takiö'. Visirer prentaöur I Blaöaprenti h.f. Sföumúla 14. Leiðtogar eða loftbðlur Viö lestur Helgarviötals VIsis viö Ingólf Jónsson, fyrrum ráöherra, rifjast upp fyrir mönnum, aö fyrir örfáum árum átti þjóö okkar foringja og ieiötoga sem stóöu af sér storma og héldu áttum þegar mest á reiö. Slikir menn eru vandfundnir I seinni tfö, en þeirra er þörf. Áttundi áratugurinn hefur ver- iötími upplausnar og ringulreið- ar í íslenskri pólitík. í þeim efn- um hefur sífellt sigið á ógæfu- hliðina og enginn vaf i er á því, að öngþveiti og örvænting á vett- vangi stjórnmálanna hefur átt stærsta þáttinn í þeirri stöðu, sem við blasir, stöðu sem hefur leitt til valda Alþýðubandalags- ins og klofnings í Sjálfstæðis- f lokki. Glundroði í efnahagsmálum, verðbólga og vanmáttur í þeim efnum er að einhverju leyti or- sök, en hitt er einnig staðreynd að lýðskrum og tækifærismennska hefur kallað fram stjórnmála- menn i stíl við ástandið. Þeir hafa vaxið upp og hreykt sér eins og gorkúlur á fjóshaug. Dæmin sanna að slíkir stjórnmálamenn, sem haga seglum eftir vindi og slá sig til riddara í gervi trúðsins endast ekki lengi. Þeir gleymast eins og dægurflugur og popp- stjörnur sem detta út af vin- sældalistanum án þess að nokkur taki eftir. Þetta rif jast upp þegar við er- um minnt á, að aðeins fyrir ör- fáum árum átti þessi þjóð for- ingja og leiðtoga, sem stóðu af sér storma og stríð og stýrðu þjóðarskútunni í gegnum öldu- ganginn af öryggi og festu. Þeir létu ekki almenningsálit reka sig fyrir veðrum og vindum, en héldu áttum þegar mest á reið. Einn þessara manna, er Ingólfur Jónsson, fyrrum ráð- herra og þingmaður í nær f jöru- tíu ár. Ingólfur á Hellu tilheyrði þessari kynslóð stjórnmála- manna, sem raunar allir flokkar gátu stært sig af. Þeir voru f astir fyrir í hugsjónum sínum, tókust á um grundvallarstefnur, og voru brimbrjótar ogx jarðýtur þegar kom til raunverulegra átaka. Þeir mótuðu viðhorf, í stað þess að draga dám af þeim. Þeir sögðu öðrum álit sitt í stað að lepja það upp á gatnamótum. Þeir buðu erf iðleikunum byrg- inn í stað þess að gef ast upp f yrir þeim. Ingólfur Jónsson sat i ráð- herrastóli allt viðreisnartímabil- ið. Hann var einn þeirra manna, sem áttu þátt í því að skapa f estu i íslensk þjóðmál, og virðingu fyrir st jórnmá lastörf um . Munurinn á sjöunda áratug við- reisnar og áttunda áratug verð- bólgu er eins og dagur og nótt. Ekki vegna þess að vandamálin hafi verið auðveldari viðfangs, heldur af hinu að þá ríkti eining í stað sundurlyndis, heiðarleiki í stað tortryggni, áræði í stað upp- gjafar. Vísir átti viðtal við kempuna frá Hellu í síðasta Helgarblaði. Þar er ekki að finna þann barlóm, og það ráðleysi, sem ungir stjórnmálamenn hafa tam- ið sér. Þar talar maður sem hef- ur yfirsýn og staðfestu og stend- ur eins og klettur úr hafinu. Ingólfur Jónsson vísar á bug öllu tali um nýja flokka. Hann varar menn við klofningi og patentlausnum. Hann minnir á aðforsendur bættra lífskjara séu atvinnuvegirnir, og ef ekki sé hlúð að þeim og stoðir þeirra treystar, þá sé allt annað til einskis unnið. Ingólfur á Hellu kann ekki auglýsingabrellur nútímans. Hann talaði ekki til fjölmiðla þegar hann var í eldlínunni. Hann leitaði ekki eftir vinsældum en öðlaðist traust, og af traustinu hlaut hann vinsældir. Slíkir stjórnmálamenn eru vandfundnir í seinni tíð, en þeirra er þörf. Þjóðin þarf meira á leiðtogum að halda en loftból- um ÍTérbur ;hðpnum A sama tima og pólskur verkalýöur hefur getaö brotist undan kúgun kerfisþræla kommúnismans og fær nú i fyrsta sinn i áraraöir aö kjósa sér forystumenn úr eigin rööum i staö flokksskipaöra verkalýös- rekenda meö kerfiskallasvip má lesa i Þjóöviljanum yfirlýs- ingu forseta ASI, Snorra Jóns- sonar, þar sem hann útnefnir sem eftirmann sinn i samtökun- um hagfræöinginn og háskóla- kennarann Asmund Stefánsson, sem aldrei hefur veriö félags- maöur i neinu verkalýösfélagi þar til nú nýveriö, aö hann gekk úr Bandalagi háskólamanna i V.R. til þess aö öölast kjörgengi i trúnaöarstööur hjá Alþýöu- sambandinu. Meöal allra þeirra þúsunda karla og kvenna, sem eru félagsbundin i ASl-félögum, vinna á ASt-kjörum, hafa veriö valin af félögum sinum og jafn- ingjum til trúnaöarstarfa og baráttu, finnst nú aö áliti for- seta ASI enginn maöur hæfur til þess aö taka við af honum. Stjórnandi skriffinnskukerfis- ins, starfsmaðurinn, sem ráöinn var sem tæknilegur ráögjafi og talnaspekingur ASl-forystunnar — og hefur vissulega staöiö sig meö prýöi sem slikur — á nú aö Steingrímur óskaöi eftir aö þessi auglýsing fylgdi meö greininni, en hún er gerð I sam- ræmi viö óskir núverandi for- seta ASt um eftirmann sinn til forystu i launþegasamtökunum. váiinnéinnúp eða kerfiskall? FORMANNSSTAÐA laus til umsóknar Fjölmenn launþegasamtök, sem m.a. hafa innan sinna vébanda flestallt láglaunafólk landsins, skortir nýjan formann. Umsækjandi uppfylli eftirtalin skilyröi: 1. Hafi háskólamenntun helst I hagfræði. 2. Búi ekki viö sömu skilyrði og félagsmenn launþegasamtakanna i lifeyrismálum, heldur sé i verötryggðum Iffeyrissjóöi, helst hjá rikinu. 3. Taki ekki laun samkvæmt neinum kjara- samningum félagsmanna launþegasam- takanna, heldur vinni á kjörum háskóla- manna, fái fasta greiðslu fyrir ómælda yfirvinnu og hafi helst ekki undir 1100 þús. kr. á mán. eða ráöuneytisstjórakjör. 4. Haf i aldrei verið félagi i neinu verkalýösfé- lagi i samtökunum fyrr en fyrir siðasakir á allra siöustu vikum til þess aó öðlast kjör- gengi. 5. Sé i gáfumannadeild Alþýðubandalagsins og njóti þar trúnaðar, sem sé gagnkvæmur. Þar sem framundan kunna að vera miklir erfiöleikatimar fyrir samtökin og mikið kann að liggja við að þau hafi trausta og örugga forystu er forystumönnum i hreyfingunni og öðru félagsbundnu fólki, sem ekki hefur há- skólamenntun, ekki aðild að verðtryggðum lifeyrissjóði, ekki hefur ráðuneytisstjóralaun, ekki fær greitt fyrir ómælda yf irvinnu og ekki hefur staðið utan verkalýðsfélaga eindregið ráðið frá þvi að sækja — jafnvel þótt það sé í Alþýðubandalaginu. FRAFARANDI FORMAÐUR. taka yfir formennskuhlutverkiö i samtökum, sem hann hefur ekki einu sinni veriö i. Hann á aö leiöa lifeyrisbaráttu láglauna- fólksins á meöan hann sjálfur er i verötryggöum lifeyrissjóöi hjá þvi opinbera og þekkir ekki ann- aö af eigin raun. Hann á aö leiöa launabaráttuna á meöan hann sjálfur er á háskólamannataxta og þekkir vart annaö frá starfs- ævi sinni. Þetta er ekki sagt manninum til lasts — siöur en svo. Hann er vel aö öllu þessu kominn. Hann hefur staðiö sig vel sem hagfræöilegur ráöu- nautur ASI. En meöal þeirra þúsunda óháskólagenginna manna og kvenna i verkalýös- hreyfingunni, sem hafa þaö til brunns að bera aö lifa viö þær aöstæöur sem verkafólkið lifir — er virkilega enginn þar lengur til, sem getur sómt sér a.m.k. jafn vel og háskóla- menntaði sérfræöingurinn I for- setastóli Alþýöusambandsins? Er þaö virkilega ekki umhugs- unar- og áhyggjuefni manna, aö þróunin skuli vera i þá átt, aö samtökum aöila vinnumarkaö- arins stjórni eins konar lifandi reikningsheilar, sem sökum glúrni sinnar meö reiknistokk- inn hafa gert sig svo ómissandi i kerfinu aö menn sjá ekki annaö ráö vænna en aö fá ráðunautn- um ráöin. Tignum tölvurnar! Kæru kerfiskallar i ASl-for- ystunni: þiö, sem senduö kolleg- um ykkar i hinu rikisrekna pólska Alþýöusambandi stuön- neöanmáls Steingrimur Steingríms- son, iðnverkamaður, lýsir hér furðu sinni á því, að fráfarandi forseti ASÍ, Snorri Jónsson, skuli út- nefna sem eftirmann sinn á forsetastóli há- skólakennarann og hag- fræðinginn Ásmund Stefánsson. „Hann á að leiða lífeyrisbaráttu lág- launafólksins á meðan hann sjálfur er í verð- tryggðum líf eyriss jóðí hjá þvi opinbera og þekk- ir ekki annað af eigin raun", segir Steingrímur. ingsyfirlýsinguna, þegar pólsk- ur verkalýöur reyndi aö brjótast undan áþján þeirra til frelsis- ins: Ein spurning: Hvernig haldiö þiö aö þeir myndu nú kjósa — i Póllandi? Annars veg- ar til forystu i hinu rikisrekna þarlenda ASI? Hins vegar I þvi frjálsa, sem nú er veriö aö stofna? A hvorum staönum myndi skjóta upp kollinum kerfiskall meö háskólabréfiö, flokksskirteiniö og ráöuneytis- stjórakjörin. Og hvar myndi valið falla á mann, sem „bara” væri einn úr hópnum?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.