Vísir - 07.10.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 07.10.1980, Blaðsíða 4
Nasistaveibarinn, Simon Wiesenthal, sem tann Wagner. Þessi mynd var tekin á fundi með blafiamönnum, þar sem Wiesenthal er aö vekja athygli á SS-manni, sem vann ötullega aö þvl aö drepa gyöinga meö dt- blæstri tlutningabila, sem útbúnir voru eins og sjúkrabflar. Fann ekki frið fyrir draugum fortfðarinnar Þá er einu veiöidýri Simons Weisenthals færra. Gustav Franz Wagner, nasisti og SS-foringi, næstráöandi úr Sobidor-fanga- búöunum i Póllandi, framdi sjálfsmorö fyrir siöustu helgi á heimili sinu i Braziliu. Hann stakk sig sjálfur meö hnifi i brjóstiö, og valdi sér stað- inn til þess inni i baöherbergi, „til þess a skapa ekki ööru fólki vinnu að óþörfu”, eins og lögfræöingur hans sagöi. Wagner var 68 ára gamall, fæddur i Austurriki, en hann var sakaöur um hlutdeild i moröum á 250 þúsund Gyðingum i Sobidor. Sjálfur bar hann alltaf á móti þvi, og sagðist hafa veriö liöþjálfi i gestapólögreglunni með þaö verkefni að annast skálabygg- ingar i Sobidor og viöhald húsa. Neitaði hann ásökunum um aö hafa starfað einnig i hinum ill- ræmdu gjöreyöingarbúðum i Treblinka. Eins og margir foringjar nas- ista hvarf hann i striöslok og slapp viö strlösglæparéttarhöld- in, sem yfir þeim voföu. Hann kom til Braziliu ásamt fyrrum yfirmanni Sobidor, Franz Paul Stangl, og settist hann aö i Atibaia. Þar starfaöi hann undir eigin nafni sem bóndi og bygg- ingaverktaki. — Stangl var framseldur til V-Þýskalands 1967, þar sem hnn var dæmdur I llfs- tiðarfangelsi. Hann andaöist i fangelsinu 1970. Þaö var nasistaveiöarinn, óþreytandi, Simon Weisenthal, sem bar upp ákærurnar á hendur Wagner. Weisenthal, sem snuðrað hefur uppi margan nas- istastriðsglæpamanninn á hinum ótrúlegustu stööum, þekkti Wagner aftur á ljósmynd, sem tekin var á nasistafundi i Braziliu. — Pólskur gyöingur, Stanislaw Szmajner, sem sestur var að i Braziliu, staöfesti þegar þeir voru leiddir saman i sjón- varpi, Wagner og hann, aö þar væri á ferö næstráöandi Sobidor- búðanna, frá foröum daga. Szmajner heföi átt aö vita það, þvi að hann var meðal örfárra gyðinga, sem sluppu lifs úr Sobidor. Wagner gaf sig sjálfur fram viö lögregluna i Sao Paulo 1978, en framsalskröfum V-Þýskalands, Austurrikis, Póllands og Israels var hafnaö af braziliskum yfir- völdum, sem töldu, að sá timi væri útrunninn, að unnt væri aö gera tilkall til striðsglæpamanna. Weisenthal lýsti Wagner sem „einum grimmlyndasta morö- hundinum” úr Sobidor-búðunum. Höföu fangar sagt þaö til Wagn- ers, að hann veriö óþreytandi i að hvetja aöra nasista með sér i aö pynda og myröa fangana. Meöan Wagner dvaldi i fangelsi i Braziliu, þegar fjallaö var um framsalskröfur á hendur honum, reyndi hann fimm sinnum aö fyrirfara sér. Hann var látinn laus i júni i fyrra. Hann viröist samt ekki hafa fengiö friö i sál sinni, kannski vegna ásóknar af draugum fortíöarinnar. Sumir eiga sér of ægilegar minningar, til þess aö geta lifaö viö þær. stakkaskiDti a breska verka- mannaflokknum - Hnir róttækari ððu uppi á iiokkspinginu i Blackponl Hver höndin er nú uppi á móti annarri innan breska verka- mannaflokksins, eins og fréttir af flokksþinginu i Biackpool í síö- ustu viku ha;fa boriö meö sér. Þar laust saman fylkingum þeirra, sem dreymir um sðsial- iska byltingu, og hinna, sem af reynslu sinni úr tiu ára stjórn (á siðustu 20 árum) Bretlands kenndi að fara sér hægar. Það hefur oft áöur bryddað á sundurlyndi innan breska verka- mannafiokksins, en að þessu sinni braust það út I algjört stríð, þar sem vinstri armurinn gerði áhlaup til þess að ná undir sig for- ystu flokksins og stefnumótun. 1 ringulreiðinni, þar sem per- sónulegar svivirðingar settu mestan svip á umræður, voru James Callaghan, fyrrum for- sætisráöherra, og aðrir framá- menn úr flokksforystunni auö- mýktir æ ofan i æ. FormannskjðriO Það var Tony Benn, leiötogi róttækari hugsjónamanna innan flokksins, sem á þinginu réðist til atlögu viö Callaghan og félaga i tilraun til þess að öðlast sæti Callaghans. Benn veit, að hann á engan möguleika á að ná for- mannskjöri, eins og hingað til hefur veriö staöiö aö vali flokks- formannsins, en þaö hefur veriö gert af þingflokknum. Stuönings- menn gerðu nú alvöru úr fyrri til- buröum sinum um aö breyta þessari tilhögun, svo að óbreyttir flokksfélagar, fulltrúar stétta- félaganna geti einnig lagt at- kvæðalóö sin á þær vogaskálar. Meö naumum meirihluta fengu þeir þessa tillögu samþykkta á flokksþinginu, en eftir þrjár at- kvæðagreiðslur og tveggja daga beiskar deilur með tilheyrandi persónulegum skætingi, náöist þó ekki eining um, hverskonar kjör- ráö skyldi velja næsta formann flokksins. Varö þaö þrauta- lendingin að fresta ákvöröuninni til sérstaks fundar, sem halda skal i janúarmánuöi næsta. Þaö haföi verið hald manna, að James Callaghan mundi draga sig i hlé i haust og ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Innanflokks- erjurnar kpnna þó að breyta þvi. Samherjar hans i hægri armi flokksins, sem lita á Tony Benn sem vinstritrúð, kunna aö leggja aö honum að vera áfram, fremur en hætta á, að arftakinn, Denis Healey, fyrrum fjármálaráð- herra, sem ætlaö var að stiga i formannssætiö eftir Callaghan, fái sigrað i fyrstu tilraun sinni til formannskjörs. Breska blaðið „Daily Mirror”, sem lengi hefur stutt Verka- mannaflokkinn, lét svo ummælt i leiðara eftir flokksþingiö: „Þaö sem vekur furöu viö formennsku flokksins eftir atburöi vikunnar, eru ekki nýmælin fyrirhuguðu viö formannskjörið. Heldur hitt, að nokkur skuli fáanlegur til þess að taka formennskuna aö sér.” Guðmundur Pétursson, fréttastjóri erlendra frétta. úrsögn úr EBE Hversem veröur næsti formað- ur flokksins, veröur ekki öfunds- veröur af sinu hlutverki, þvi aö vinstri armurinn hafði ekki aö- eins sigur i formannskjörmálinu. Hann fékk einnig samþykktar ýmsar tillögur um stefnu flokks- ins og voru allar af róttækara tag- inu, sem kosningavél flokksins gæti reynst torvelt aö fá kjósend- ur til aö kokgleypa fyrir kosningarnar 1984. Það var til dæmis samþykkt, aö kæmist Verkamannaflokkurinn aftur i ríkisstjórn skyldi hann segja Bretland úr Efnahags- bandalagi Evrópu. — Þeirri sam- þykkt tóku sumir framámanna, eins og fyrrverandi ráðherra, David Owens, svo þunglega, aö þeir sögöust ekki geta veriö i flokki, sem slikt heföi á stefnu- skrá sinni. Þar var lika samþykkt, að flokkurinn mundi beita sér fyrir kjarnorku-AF-vopnun Bretlands, og að lokaö yröi öllum kjarnorku- herstöövum, breskum eða banda- riskum á bresku yfirráðasvæði. Spornaö gegn einkarekstri Þar voru þvi einnig greidd at- kvæði, að rlkið yfirtæki ýmis stór iðnfyrirtæki og banka, að lagður yrði niöur einkapraxis lækna og einkaskólum lokaö. Þar á meðal yröi þá lokaö skólum einsog Eton og Winchester, þar sem yfir- stéttirnar hafa látiö mennta syni sina (og raunar sumir ráðherrar úr Verkamannaflokknum einn- ig>- Kjðrdæmin mela pingstartíð Fyrri flokksþing hafa svo sem fyrr samþykkt ýmsa róttækni, en það hefur jafnan verið þynnt út i ekkert. Þaö hefur þótt skynsam- ast að höföa til „miðjunnar” og ofbjóöa ekki kjósendum með kommúnistaofforsi. Flokksfor- ystunni hefur þótt það farsælast til þess aö ná þingmeirihluta eða komast i stjórnarandstööu, og siöan ekki þótt öðruvisi sætt i stjórn. Það er enn sannfæring flokksstjórnar Callaghans, en ljóst þykir, aö hér i frá muni það reynast bæöi flokksforystunni og framtiðarrikisstjórnum Verka- mannaflokksins erfitt að hundsa þessa drauma hinna róttækari. Þar veldur ekki aðeins mögu- leiki vinstri armsins á þvi aö koma að formanni, ef samkomu- lag næst á janúarfundinum. Þaö var einnig samþykkt á flokks- þinginu, að hér eftir veröa þing- menn ekki sjálfkrafa aftur i framboði fyrir kjördæmi sin, heldur veröur til að koma sam- þykkt kjördæmisflokksdeildar- innar. A þriggja ára fresti mun kjördæmisdeildin leggja mat á þingstörf þeirra. Bdur i skemmti- ferðaskipi Eldur kom upp i hollensku skemmtiferöaskipi á laugardag- inn, en skipiö var statt viö strönd Alaska. Um borö i skipinu, sem er 566 tonn og heitir Prinsendam, voru rúmlega fimm hundruö manns. Bandariskum strandgæsluskip- um tókst aö bjarga öilum en þaö tók næstum tuttugu tima vegna þess hve veöurskily röi voru slæm. Selja sðguna til að hala upp i lausnargjaldið Fjölskyldur þriggja v-þýskra barna, sem rænt var og haldiö föngnum i 68 daga I Uallu hafa selt timariti einkarétt á sögu sinni. Peningana ætla fjöl- skyldurnar aö nota til aö endur- greiöa lán sem tekin voru til aö greiöa lausnargjaldiö. V-þýska vikuritiö Bunte staö- festi i Munchen i fyrradag, aö þaö heföi keypt söguna og myndi hefja birtingu hennar i næstu viku. Forsvarsmenn Bunte neit- uöu hins vcgar aö ræöa hversu mikið borgaö var fyrir söguna, en áreiöanlegar heimildir herma aö upphæöin hafi numiö um sex hundruö milijónum króna. Sjónvarpsfréttamaöurinn Diet- er Kronzucker, faöir tveggja barnanna, sem mannræningjar leystu úr haldi i siöustu viku, sagöi aö peningarnir myndu veröa notaöir til aö endurgreiöa vinum, sem söfnuöu alls þrettán hundruö milljónum króna, en þaö var upphæöin sem mannræn- ingjarnir kröföust i lausnargjald. Dætur Kronzuckers, Susanne, 15 ára, og Sabine 13 ára, og frændi hans Martin Waechtler, 15 ára, voru leyst úr haldi á þriöjudags- kvöldiö, en þeim var rænt 25. júli. Póiisaríö tekur landhelgishrjóla Fimmtán portúgalskir fiski- menn, sem skæruliöar Pólisaríó handtóku I landhelgi viö strendur V-Sahara, veröa látnir lausir i næstu viku. Alls eru nálægt eitt hundruö portúgalskir fiskimenn i haldi hjá Pólisarió. Skæruliöarnir gáfu út þá yfir- lýsingu fyrir nokkrum dögum, aö þeir myndu handtaka landhelgis- brjóta, en landhelgina færöi Pólisarió út 1976. Skæruliöar Pólisarió hafa bar- ist fyrir sjálfstæöi Vestur Sahara síöan 1975, en landiö er nú hluti af Marokkó. Eiturgas yiir olíuborpaiii Flokkur „stórslysa sérfræö- inga” ætluöu I gær aö gera fyrstu tilraun til aö stifla stjórnlausa oliuæö viö Bahrain, en 19 menn fórust þar á laugardaginn og eiturgasský kom upp úr holunni. Flokkurinn er undir stjórn Texasbúans Rauös Adair. Eins og fyrr segir fórust nitján manns, en nitján aðrir voru fluttir á sjúkrahús. Oliuborpallurinn er staösettur um 150 kilómetrum noröur af Saudi Arabiu, en starfs- mennirnir voru flestir Filipsey- ingar. Relaveiðum önnu og Karis mótmælt Breskir dýravinir hafa stigiö nýtt skref i baráttu sinni gegn refaveiðum: Þeir reyna nú aö fá önnu prinsessu og Karl prins til að hætta veiöum! (Jrslit i skoöanakönnun, sem gerö var nýlega, sýndi aö tveir þriöju hlutar Breta eru óánægöir með refaveiöar Karls og önnu. Könnunin var gerð á vegum „Nefndar gegn grimmdarlegum iþróttum”, Þaö er greinilega víöar en á ís- landi, sem Tófuvinafélög starfa. Karl krónprins á refaveiöum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.