Vísir - 07.10.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 07.10.1980, Blaðsíða 5
transldr byltingarvaröli&ar, sem halda uppi vörnum I Khorramshahr- hafnarborginni. Umsátur iraka um borgina hefur nú staðiö i nær tiu daga, og hafa þeir haldiö uppi mjög öfiugri stórskotahrfö á hana, svo aö mikiH hluti hennar er nú i rústum. HERDA SÚKNINA GEGN IRÖNUM Irák hefur hert mjög sóknina inn i oliusvæðin i suðurhluta Ir- ans, og hélt i gær uppi mestu loft- árásum, sem gerðar hafa verið á höfuðborgina, Teheran, frá þvi að striðið hófst fyrir tveim vikum. Vitað er um 4, sem féllu i loft- árásunum, og 65 sem særðust (sumir lifshættulega)-, þegar MIG-orrustuþotur Iraks réðust á flugvöll við Teheran, oliuefna- verksmiðju I nágrenninu og fjölda verksmiðja vestan við borgina. bar á meðal stærstu bilasamsetn- ingaverksmiðju Irans. Stjórnin I Teheran lætur þó eng'- an bilbug á sér sjá og segist aldrei munu ganga til vopnahlés, meðan dátar Iraks séu á iranskri grund. Dr. Chamran varnarmálaráð- herra, lýsti þvi yfir við erlenda fréttamenn i gær, að „þetta væri strið, sem verði endalaust, nema þvi ljýki með eyðileggingu morðingjans, Sáddam Hussein (forseta Iraks)”. Fréttir greindu frá þvi, að hafnarborgin Khorramshahr væri algerlega á valdi Iraka, en stjórnin I Teheran ber á móti þvi, og bauð vestrænum blaðamönn- um til skoðunarferðar um hafnar- hverfi borgarinnar i gær til staö- festingar þvi. Sýndist sem byltingarvarðliðar Irans hefðu meginhluta borgarinnar enn á valdi sinu. ÚLYMPÍUMOTID I DRIDGE A ólympiumðtinu i bridge i Hol- landi hafa Frakkar og Hol- lendingar tekið forystu i undan- rásunum, en Danir og Norðménn dottiö úr fyrstu sætunum i sinum riðlum eftir að hafa leitt mótið i meir en 20umferöir. — Efstu fjór- ir úr hvorum riðli munu komast áfram i úrslit, af 29 sveitum i riðlinum. Staöan i A-riðli: 1. Holland, 352 stig. 2. Danmörk 348 stig. 3. Brasilia 338 stig. 4. Taiwan 319 stig. 5. Bretland 307 stig. 7. Argentina 301 stig. 8. Tyrkland 300 stig. 1 B-riðli: 1. Frakkl. 347 stig. 2. Noregur 346 stig. 3. Indónesia 332 stig. 8. ttalia 304 stig 9. Pakistan og Irland með 289 stig. HARBAR DEILUR UM STJÓRNAR- SKRA KANADA Pierre Trudeau, forsætisráð- herra Kanada, hefur verið sak- aður af stjórnarandstöðunni um að reyna að lauma i gegnum breska þingið breytingum á stjórnarskrá Kanada, til þess að sneiöa hjá deilum heima fyrir. Fdr Trudeau þess á leit viö sambandsþingið i Ottawa i gær, að það samþykkti ályktun um að biðja breska þingið aö gera breyt- ingar á stjórnarskrá landsins (Bresku N-Ameriku-lögin frá 1867) og siðan senda Kanada- mönnum hana heim. Stjórnarskráin er varöveitt i Bretlandi og varð þar eftir, þegar Kanada fékk sjálfstæði, þvl að stjórnir fylkjanna tiu og sam- bandsstjórnin i Ottawa urðu ekki á eitt sáttar um breytingar á henni. Stjórn Trudeaus gerir sér vonir um, aö ályktunartillagan veröi samþykkt I kanadiska þinginu fyrir jól, en síöan muni breska þingið afgreiða málið á næstaári, en þá á Kanada hálfrar aldar fullveldisafmæli. Hjá fylkisstjórnum i Kanada hefur komiö fram andstaöa við breytingarhugmyndir Trudeaus, og sagði Joe Clark, leiðtogi ihaldsmanna og stjómarandstöð- unnar, i gær, aö Trudeau væri „síöasti mikli nýlendusinninn I Kanada”. ,,Hann treystir ekki Kanada til þess að samþykkja breytingar si'nar, svo aö hann vill lauma þeim i gegnum þingið i Westminster, áöur en hann breytir reglunum”. Tveir ráðherrar kanadlsku ríkisstjórnarinnar eru staddir i London til þess aö ræöa flutning- inn á stjómarskránni. Segjast þeir hafa fengið góðar undirtektir hjá Thatcher forsætisráöherra ov Carrington lávarði, utanrikisráö- herra. A þessari hálfrar aldar göngu fullveldisins hefur margsinnis veriö fundaö um breytingar á stjórnarskránni, en aldrei náöst eining urn, hvernig völdum skuli deilt milli fylkja og sambands- þings. — Trudeau átti fundi meö forsætisráöherrum fylkjanna, um þetta mál i siöasta mánuöi, en þegar ekki náðist samstaða um þaö, hófst Ottawastjórnin handa á eigin spýtur. OKKAR EIGIN MISTOK 99 99 segir Kanía um vandræði Púiiands og 8 reknir Pólski kommúnistaflokkurinn viöurkennir, að nýju endur- bæturnar, sem lofað var á 2 daga fundi miðstjórnarinnar, muni valda mörgum vonbrigðum, og sumir þegar látið þau i ljós. Kania leiðtogi flokksins haföi forgöngu um gagnrynina á fyrri stjórn Giereks, forvera sins, og var átta mönnum vikið úr mið- stjórninni. Raunar höfðu þeir þegar misst áhrifastöður sinar og voru komnir I pólitiska ónáð. Alyktanirnar, sem samþykktar voru, þótt óljóst orðaðar og teygjanlegar, en lofaö var þó kauphækkunum þeim, sem sam- ist haföi um i verkföllunum. Einnig var lofað meira framboði Mölmæli vegna sprenglutiiræða við Dænahðs I París Búist er viö miklum mannsafn- aði i mótmælagöngu um austur- hluta Parisar vegna sprengingar fyrir utan bænahús gyðinga, en hún varð fjórum aö bana. Helstu samtök gyöinga segjast þó ekki munu taka þátt I mótmælagöng- unni. Aö göngunni standa sósialistar, kommúnistar og þaðan af róttæk- ari vinstriflokkar. Sömuleiðis stéttarfélög og mannréttindahóp- ar. ur miðstjúrn flokksins neysluvarnings, meiri kjötvörum (en kannski kjötskömmtun), efl- ingu landbúnaðar og striði á hendur spillingunni, sem ræ,öu- menn höfðu marglýst vera innan flokksins. Sagði Kania, að vandræðin, sem nú stæðu yfir, „væru aðal- lega aö kenna okkar eigin mistök- um”. Frönsk gyðingasamtök segjast þó ekki vilja taka þátt i kröfu- göngum með kommúnistum, sem séu fjandsamlegirsovéskum gyð- ingum og ísrael, enda sé gangan pólitisk og fremur beint gegn frönsku stjórninni en hægrirót- tæklingum og hryöjuverkaöflum. Telja gyðingar göngumenn meir hafa hugann yið forsetakosn- ingarnar næsta vor, heldur en of- sóknir á hendur gyðingum. Vetrarkorn Rússa Sovéskir bændur hafa lokið 76% vetrarkornsáningar sinnar, og hefur þá veriö sáö i 28 milijónir hektara lands. Fjölmiðiar hvetja þá samt tit aö gera enn betur, þvi aö ljúka ver&ur sáningu áöur en frostin koma. Sáningin er reyndar á eftir áætlun og hafa rigningar og seinn þroski vor-kornsins tafið fyrir. Vetrarkornið er um þri&jungur kornuppskeru Sovétrikjanna. Brezhnev tn indlands Likur eru nú taldar á þvi, aö forseti Sovétrikjanna, Leonid Brezhnev, heimsæki Indland seint á þessu ári, aö þvi er ind- verska fréttastofan PTI sagði i gær. Brezhnev er mjög barngó&ur, sérstaklega þó gó&ur sinum eigin barnabörnum. Hér er hann með eitt slikt. Kemur tll kasta leynihiónustunnar öryggismálayfirvöld Frakk- lands hafa verið sett til þess aö rannsaka sprengjuárásina á bænahús gyðinga í Paris á föstu- daginn, en i henni létu fjórir lifiö. öryggislögreglan hefur vi&ara umboð en hin almenna lögregla, og undir hana falla njósnamál og hryðjuverk, sem þykja nógu alvarleg tii þess að lýðveldinu starfi hætta af. Hún var sett á laggirnar á sinum tima til þess að verjast hryöjuverkasamtökum OAS, og þarf ekki dómsúrskurö til hús- leitar, sem hún getur gert fyir- varalaust hjá hverjum, sem henni sýnist. Eins getur hún haldið grunuðum mönnum i varö- haldi I allt að sex daga, án gæslu- varðhaldsúrskurðar. Hefur löng- um farið það orð af þessari lög- regludeild, að hún sé ekki mjög vönd að meðulum og gangi hart fram. Karólína skhir við Junol Karólina, prinsessa af Mónakó, sem hefur ekki búið meö manni sinum Philippe Junot frá þvi I ágúst, sótti um lögskilnaö á föstu- daginn. Karólina og Junot gengu í þaö heilaga 22. júni 1978, og var. Karólina þá aðeins 21 árs gömul en maður hennar um fertugt. Sögusagnir hafa hermt, aö hjóna- bandið hafi ekki gengiö allt of vel og Junot hefur i&ulega sést I mjög svo innilegum samræöum — svo ekki sé meira sagt — viö konur, annað hvort ógiftar eöa þá giftar allt ö&rum en Junot. Þótt undarlegt megi viröast, hafa sögusagnirnar haft viö rök aö styöjast i þessu efni, og bráö- lega verður hin fagra Karólina aftur fri og frjáls. <------------------m. Karólina af Mónakó verður bráö- lega fri og frjáls á nýjan leik.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.