Vísir - 07.10.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 07.10.1980, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 7. október 1980 VÍSIR 13 ASKORANIR UM UPPSKRIFTIR A heimilis-og fjölskyldusiðunum ætlum viö aö reyna aö leita eftir uppskriftum hjá ýmsum aðilum aö forvitnilegum réttum. Þeir, sem gefa okkur þannig hlutdeild í matargeröarlist sinni, fá aö launum aö tilnefna þann, sem næst er ieitað til, varöandi verk- efniö. Þaö er þvi um eins konar áskorunarþátt aö ræöa og vonum viö, aö þeir, sem skoraö veröur á, skerist ekki úr leik, þegar rööin kemur aö þeim. Einhver veröur aö byrja leikinn og sá, sem viö leituöum til I upp- hafi.er Arni Sigfússon.blaöamaöur hér á VIsi. Hann tók þvi vel og kynnir hér nýstárlega matreiöslu á ýsu. Geriö þiö svo vel! Grafýsa eða grýsa Graflax er réttur, sem þegar er oröinn feiknavinsæll, en sá galli er á gjöf Njaröar, aö sök- um hins háa verös á lostætinu, fá matmenn aldrei nægju sina af þessum rétti. Þessi staöreynd olli mér um tima miklu hugarangri, sér- staklega þegar borin var á borö rakblaösþunn sneiö af graflaxi, sem skildi eftir sjúklega löngun Iaukiö magn. Eftir aö hafa legið undir feldi i nokkurn tlma, bár- ust mér hugboð frá fjölda mat- arsnillinga. Hvers vegna ekki aö gera til- raun meö hráefni.sem ódýrara er en blessaöur laxinn? Úr varö grafýsa eöa ,,grýsa” eins og upplagt er að nefna þennan sérstaka rétt, sem þeg- ar hefur veitt fjölda fólks mikla ánægju og auk þess mettað maga fjöldans, nokkuð sem erfiölega gengi varöandi laxinn. Matreiöslan er þessi: Kaupiö tvö meðalstór ýsuflök og gætiö þess aö þau séu glæný. 4 msk. salt. 1/2 msk. pipar 1 msk. saxaður laukur (eftir smekk) 1 msk. þriöja kryddiö 1 tsk. fingull 3 msk. dill 1 tsk. saltpétur Setjiö kryddiö i skál og látiö þaö vel blandast. Stráiö nú kryddinu yfir bæöi flökin, þar sem þau liggja meö skuröhliö- ina upp. Takiö álpappir og stráiö dilli yfir hann. Ofan á þetta leggst svoannaöflakiö, meö roðhliöina niður. Takiö siöan hitt flakiö og Arni Sigfússon blaöamaöur undirbýr „grýsuna”. leggiö þaö langsum eftir fyrra flakinu, þannig aö sporöur visi til beggja enda. Sár fiskanna kyssast nú jafnt og þétt. Efallt hefur gengiö að óskum, ætti roöhliöin að snúa upp og yfir hana er dreift dilli. Siðan er álpappirnum pakkaö vel utan um flökin, nokkur loftgöt stung- in á hann og pakkinn settur I is- skáp meö létt farg yfir. Eftir sólarhring ef pakkanum snuið viö, til þess aö hin hliöin fái einnig aö liggja i þeim vökva sem kemur af ýsunni. Eftir sólárhring þarf frá er grýsan tilbúin. Til þess aö gera útlit grýsunn- •ar lystugra, er gott að roöfletta nú flökin. Þá hefur mér verið bent á, af einum mataráhugamanninum, aö betra sé aö skera flökin I þunna bita lóörétt niöur en ekki á ská, eins og gert er um laxinn. Þannig er flakiö skorið i þunnar sneiöar, (1/2-1 sm.). Siöan er dilli stráö yfir og er þetta boriö fram meö þessari sósu: 250 gr. mayonese 1 msk. sinnep 1 msk. hunang 1 tsk. dill + salt og pipar eftir smekk. Ekki skaöar aö gera þessa til- raun, og komast aö raun um aö ýsunaokkarmá matreiöa áfjöl- breyttari hátt en soöna i Vatni eöa hrista upp úr brauömylsnu. Hér meö skora ég á Pál Magnússon, blaöamann á Visi, að veita fleirum hlutdeild i leyndarmálum sinum um mat- argerðarlist. Þórunn Gestsdóttir, biaöamaöur. Ofryst dllka- kidt á lægra verði núna i sláturtiðinni gefst neytendum kostur á aö kaupa ófryst dilkakjöt á veröi sem er 200 kr. lægra hvert kg en skráö verö á frystu kjöti. Næstu vikur mun einnig veröa lögð áhersla á að neytendur fái sér nýfryst dilkakjöt tilbúiö til pökkunar i frystikistuna. Þetta kiöt mun veröa selt i plastpokum, sem greinilega eru merktir hvernig skrokkurinn hefur veriö tekinn i sundur. Þá veröa gefin leiöbeiningablöö i verslunum, þar sem greinargóð lýsing er á hvern- ig á aö ganga frá kjötinu i frysti- geymsluna og hvernig á aö fara með kjötiö fyrir matreiöslu svo þaö veröi sem best. Þá verða einnig seldir sérstakir merkimiö- ar i verslunum til aö lima á pakk- ana. Þaö vita allir sem þekkja til dilkakjöts, aö einmitt i sláturtiö- inni er kjötið best og úrvalið mest. Þá má einnig benda á, aö varla er viö þvi aö búast.aö veröið lækki á dilkakjöti. ER HARIÐ A ÞÉR 0F FEITT? Ein ábending um Margir eiga viö þaö aö striöa aö vera meö feitt hár. Viröist ekkert duga þó aö háriö sé þvegið dag- lega. Nú býöur Henna upp á ráö viö þvi. Fyrirtækiö hefur nú á boðstól- um sjampó, sem heitir „Henna Treatment Shampoo for Greasy Hair”. Sjampóið litar ekki, en inniheldur litlaust henna, sem er nafn á smávaxinni plöntu af privet-ættinni og vex á suður- ströndum Miðjarðarhafsins. En það eru laufin af þessari jurt, sem eru þurrkuð og möluð i duft og blönduð sérstaklega I þessu sjampói. Einnig inniheldur siampóið eðlileg fitueyöandi efni. lausn á mállnu Ef sjampóið er notað reglulega, dregur það úr of mikilli fitu i hár- inu, gerir það mjúkt, þjált og heil- brigt. Til að ná sem bestum árangri i striðinu við feita háriö, er mjög gott að nota meö sjampóinu „Henna Neutral Powder”, sem inniheldur litlaust henna og sadr, og er þaö mjög áhrifarikt sem vörn gegn feitu hári, einnig „Henera Vegetable Clear Rinse Conditioner”, en þaö er alkóhól- fritt næringarkrem, sem er sér- staklega gert fyrir klesst, feitt hár og gerir þaö þykkt og auðvelt i meðförum. —KÞ Guöný Gunnlaugsdóttir, snyrtisérfræöingur, hefur undanfariö veriö meö kynningu á Henna hársnyrtivörum í ýmsum snyrtivöruverslunum landsins. Þar gefst viöskiptavinum kostur á aö kynna sér vörurnar og fá um leiö faglegar leiðbeiningar. —KÞ/ Visism. KAE. allt til sláturgerðar nýtt og ófryst slátur, afgreitt beint ur kæ/i Þægileg afgreiðsla Næg bílastæði Æ . . Sparimarkaðurinn Austurveri v/Háaleitisbraut Neöra bílastæði (sunnan hússins) Föstudaga kl. 14-20 Laugardaga kl. 9-12 Þriðjudaga til fimmtudaga kl. 14-18 Ath: Engin slátursala á mánudögum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.