Morgunblaðið - 05.06.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.06.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið leitaði til talsmanna stjórnmálaflokkanna og innti eftir viðbrögðum þeirra við hinni nýju skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um kostnað ríkissjóðs við aðild Íslands að ESB, sem kynnt var í gær. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir greinargerð Hagfræðistofnun- ar um áhrif aðildar Íslands að Evr- ópusambandinu mjög vel unna. Nú liggi fyrir að árlegur kostnaður við aðild sé á bilinu 8 til 10 milljarðar kr. skv. varfærnum útreikningum og þeir sem biðji um að Evrópuum- ræðan sé tekin á dagskrá ættu að fagna því að fá þessar stað- reyndir á borðið. ,,Þegar gerð var könnun á veg- um Félagsvís- indastofnunar fyrir atbeina for- sætisráðuneytisins, var ein af spurn- ingunum sem þar var lögð fram, hvaða áhrif það hefði á afstöðu manna til Evrópusambandsins ef það myndi kosta nokkra milljarða á ári að fara inn í Evrópusambandið. Þá brugðust menn skyndilega við og sögðu að það væri alveg óvíst hvað þetta myndi kosta, sem kom mér mjög í opna skjöldu, vegna þess að við höfðum hina fyrri skýrslu og viss- um nokkurn veginn hvernig fram- haldið yrði. Ég leyfði mér að skjóta á að þetta gæti kostað 10 til 12 milljarða króna og það fannst sumum hverjum alveg fráleitt og reyndu að draga það í efa. Mér fannst því eðlilegt að sú stofnun sem hafði unnið fyrri reikninga um áhrif aðildar að Evrópusambandinu án stækkunar, ynni það verk áfram, þannig að menn væru ekki að deila um staðreyndir. Nú eru þessar tölur komnar fram, reiknaðar af mikilli varfærni, og þá kemur á daginn að menn eru að tala um á bilinu 8 til 10 milljarða króna reikning á ári hverju,“ segir Davíð. Hann bendir auk þess á að Tyrk- land, sem er meðal umsóknarríkja, sé ekki með í þessum útreikningum, en ef svo hefði verið myndu þessar tölur hækka mikið. ,,Ég tel afar þýðingarmikið fyrir þá sem eru alltaf að tala um að þeir vilji umræðu um Evrópusambandið, að þeir hafi gögnin og réttar forsend- ur fyrir hendi í þeirri umræðu. En á daginn kemur að þeir vilja helst ekki hafa neinar staðreyndir, heldur bara tala um skýjafarið og óskhyggju. Það er því afar þýðingarmikið að þetta liggur núna fyrir og er vel unn- ið af hálfu Hagfræðistofnunar Há- skólans,“ segir Davíð. Aðspurður segir Davíð niðurstöð- ur skýrslunnar ekki koma mjög á óvart. ,,Þó gerði ég kannski ráð fyrir að þetta yrði enn hærra og reynsla til dæmis Þjóðverja er sú að þegar pólitíkin blandast í þetta, þá verður það til hækkunar en ekki lækkunar,“ segir hann. Ættu að fagna því að fá fleiri staðreyndir á borðið Forsætisráðherra segist vera þeirrar skoðunar að niðurstöður Hagfræðistofnunar séu jákvætt inn- legg í Evrópuumræðuna hér á landi. ,,Menn hafa fleiri þætti í höndunum en þeir hafa áður haft og ég tel að þeir sem eru að biðja um að Evrópu- umræðan sé á dagskrá, eins og þeir kalla það, ættu að fagna því að fá fleiri staðreyndir á borðið. Þeir ættu að fagna því, en svo virðist vera að þeir geri það ekki,“ segir Davíð. Hann segir skýrsluna einnig sýna að spurt hafi verið mjög varlega í skoðanakönnun Félagsvísindastofn- unar um afstöðu til inngöngu í ESB ef greiðslur Íslands til sambandsins yrðu nokkrir milljarðar á ári. ,,Ég geri ráð fyrir að ef spurt hefði verið að það kostaði þjóðina 10 milljarða á ári að vera í Evrópusambandinu þá hefðu 97 til 98% verið á móti,“ segir hann. Utanríkisráðuneytið hefur einnig ákveðið að láta kanna kostnað við hugsanlega aðild að ESB. Aðspurður segir Davíð að utanríkisráðuneytið hafi falið endurskoðunarskrifstofu þetta verkefni. Honum hafi hins veg- ar fundist eðlilegast að sú óháða stofnun sem vann þetta verkefni á sínum tíma fyrir ríkisstjórnina, og lagt var fyrir Alþingi, annaðist þetta verk á sömu forsendum, frekar en endurskoðunarskrifstofa sem ynni verkin með öðrum hætti. Davíð Oddsson Komið á dag- inn að kostn- aðurinn er 8– 10 milljarðar Davíð Oddsson HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður Framsóknar- flokksins, segir við Morgunblaðið að skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sé innlegg í umræðuna um Evrópumál en hann segist gera margvíslegar athugasemdir við vinnubrögð stofn- unarinnar við gerð skýrslunnar. Segir Halldór ennfremur að al- varlegir ágallar séu á útreikning- um í skýrslunni sem þurfi veru- legrar leiðrétting- ar við. „Hagfræði- stofnunin er með þessari skýrslu að framreikna tölur sem hún reiknaði árið 1995 og mat það svo þá að nettókostnaður yrði á bilinu 2 til 3 milljarðar króna. Nú reiknar hún kostnaðinn fyrir stækkun upp á 3,7 til 5,6 milljarða. Við í utan- ríkisráðuneytinu gerum margar at- hugasemdir við þennan framreikning því stofnunin tekur ekki tillit til breyttra forsendna nema að litlu leyti. Við höfum verið að fara yfir skýrsluna og munum halda því áfram en ég geri margvíslegar athugasemdir við hana og tel hana ekki nægjanlega vel unna,“ sagði Halldór. Upplýsinga ekki leitað í utanríkisráðuneytinu Í skýrslu Hagfræðistofnunar kem- ur fram að framlag Íslands til ESB eftir stækkun verði á bilinu 8,3 til 10,1 milljarður króna. Spurður um þetta mat sagði Halldór að lítið væri á bak- við þessar tölur hjá stofnuninni. Hún héldi áfram að framreikna tölur sem hún hefði áður framreiknað. „Það er útaf fyrir sig ágætt að menn setji fram einhverjar hugmyndir, þó að endanlegar ákvarðanir um stöðu Ís- lands verði ekki eingöngu á grund- velli slíkra útreikninga,“ sagði Hall- dór og vildi taka það fram að Hagfræðistofnun hefði ekki leitað eft- ir neinum upplýsingum um forsendur hjá utanríkisráðuneytinu eða sendi- ráði Íslands í Brussel. Aðspurður um þau ummæli Davíðs Oddssonar forsætisráðherra að raun- hæfara sé í Evrópuumræðunni að tala um kostnað við aðild Íslands eftir stækkun ESB, benti utanríkisráð- herra á að stefna sambandsins í dag væri að auka ekki útgjöld aðildarríkj- anna heldur leita eftir hagræðingu. Hvernig sú hagræðing kæmi fram væri lítið vitað um á þessari stundu. Reiknað væri með að hún kæmi fram á sviði útgjalda til landbúnaðarmála og jafnvel sjávarútvegsmála. „Í þeirri skýrslu sem nýkomin er út um sjávarútvegsmálin er gert ráð fyr- ir að draga úr stuðningi við greinina, sérstaklega að því er varðar byggingu nýrra skipa og endurnýjun flotans,“ sagði Halldór ennfremur. Nýlega bað Halldór alþjóðlega endurskoðunar- og ráðgjafarfyrir- tækið Deloitte & Touche að kanna kostnaðinn sem fylgdi hugsanlegri aðild Íslands að Evrópusambandinu. Aðspurður sagði Halldór óvíst hve- nær vinnu við þá skýrslu lyki en hún stæði enn yfir. Mikilvægt hefði verið að nýir aðilar kæmu að málinu. Utan- ríkisráðherra sagðist binda þær vonir við skýrsluna að raunsannara mat fengist á stöðu málsins en fengist hefði hingað til. Halldór Ásgrímsson Innlegg í umræðuna en alvarlegir ágallar á út- reikningum Halldór Ásgrímsson STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for- maður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, VG, segir að tölur Hagfræðistofnunar um aukinn kostnað við framlög Íslands til stækkaðs Evrópusambands hljómi mjög kunnuglega í sínum eyrum. Hann tekur þó fram að hann hafi ekki séð skýrslu stofnunarinnar og forsendur hennar í heild, þar sem hann sé staddur í sumar- fríi í heimabyggð. Steingrímur segir að framlög upp á 8–10 millj- arða króna eftir stækkun ESB séu mjög nærri því sem hann hafi talið að yrðu raunin, ef Ísland yrði aðili að sambandinu. Þar styðjist hann einkum við skýrslu utanríkisráðherra frá því í apríl árið 2000 og upplýsingar frá Evrópusambandinu og Norður- landaráði. „Þetta er svipað og ég hef ímynd- að mér að verði með stækkuninni, og er almennt talið að verði. Út- gjöldin munu aukast nokkuð hjá þessum vel megandi ríkjum,“ segir Steingrímur. Hann telur hins vegar erfitt að áætla hversu mikið það myndi minnka sem Íslendingar, með aðild sinni, fengju til baka frá Evrópu- sambandinu. Af fregnum að dæma af skýrslunni vanti inn í þann frá- drátt þá ágalla sem verði á styrkja- kerfi ESB. „Samkvæmt því sem norræna stofnunin um byggðamál áætlar mun draga verulega úr þeim mögu- leikum sem Norðurlöndin hafa eftir stækkun ESB til að sækja byggða- styrki á grundvelli Evrópureglna. Ef notuð verður áfram sama regla um að svæði, þar sem meðaltekjur eru meira en 70% undir meðaltal- inu, fái styrki, þá lækkia augljóslega meðaltekjur með stækkun Evrópu- sambandsins og Norðurlöndin í heild sinni myndu detta út. Það eru aðeins svæði í austan- og norðaust- anverðu Finnlandi sem viðurkennt er að liggi undir þessu 70% með- altali. Miðað við það sem ég hef skoðað, ímynda ég mér að frádrætt- irnir yrðu enn meiri. Með öðrum orðum yrðum við enn meiri nettó- greiðendur,“ segir Steingrímur og telur að mikill þrýstingur muni skapast á að Norðurlöndin fái minni styrki en aðrar aðildarþjóðir sam- bandsins. Falli styrkirnir út vill Steingrímur að Norðurlandaþjóðum verði heimilt að byggja upp sitt eig- ið styrkjakerfi án þess að það brjóti í bága við Evrópureglur. Tölur sem hljóma mjög kunnuglega Steingrímur J. Sigfússon Steingrímur J. Sigfússon BRYNDÍS Hlöðversdóttir, þing- flokksformaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir skýrslu Hagfræðistofn- unar um áætlaðan kostnað við aðild Íslands að Evrópusambandinu. „Ég er mjög undrandi á því að stofnun á vegum Háskólans skuli senda frá sér nið- urstöður sem eru byggðar á svona hæpnum grunni. Þeir taka m.a.s. sjálfir fram í skýrslunni að það sé nær ómögulegt að segja til um þessa hluti og mér finnst það ekki samrýmast akademískum starfsháttum að gefa út skýrslu á svo hæpnum grunni,“ segir Bryndís. Hún bendir einnig á að skýrsla Hagfræðistofnunar fjalli eingöngu um áhrif aðildar að ESB á ríkisfjár- málin. Ekki sé lagt mat á áhrif að- ildar á lífskjör Íslendinga og starfs- skilyrði fyrirtækja. Ekki sé tekið með í reikninginn hvaða áhrif upp- taka evrunnar myndi hafa eða upp- taka sameiginlegrar myntar á vaxtastigið og minnkandi umsýslu- kostnað, sem Þjóðhagsstofnun og hnattvæðingarnefnd hafi talið að myndi skila þjóðarbúinu 10 til 15 milljörðum á ári. „Þessi skýrsla sýnir því bara hluta myndarinnar og þar af leið- andi er mjög lítið gagn að henni í umræðunni um Evrópumálin,“ segir Bryndís. Hún segir það líka grát- broslegt að fylgjast með hvaða skilaboð berist frá ríkisstjórninni til þjóðarinnar í Evrópumálunum. „Það er ekki langt síðan Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra kynnti að hann væri að láta reikna út kostnað við Evrópusambandsaðild fyrir utanríkisráðuneytið. Þær nið- urstöður eru ekki komnar eftir því sem ég best veit og þá ryðst for- sætisráðherra fram á völlinn með sína prívatkönnun, sem hann lætur gera á meðan Halldór er í útlöndum. Ég held að það sé orðið mjög erfitt fyrir þjóðina að nema hvað ríkis- stjórnin vill í þessum efnum,“ segir Bryndís. Hún leggur áherslu á að taka beri niðurstöðutölum skýrslunnar með miklum fyrirvara. „Skýrsluhöfundar gefa sér t.d. þær forsendur að kostnaður vegna aðildar sé mun hærri en leyfilegt er hjá Evrópu- sambandinu í dag. Evrópusamband- ið hefur sett þak á greiðslur vegna aðildar, sem er 1,27% af landsfram- leiðslu. Hagfræðistofnun gefur sér þær forsendur að þetta þak fari upp úr öllu valdi. Til að svo megi verða þarf hins vegar samþykki allra ríkja sambandsins og það er í raun og veru ekkert sem bendir til þess að það verði samþykkt. Menn eru því að gefa sér forsendur sem eru ekki til í raunveruleikanum. Ég tel hins vegar mikilvægt að draga fram allar hliðar í þessari umræðu ef hún á að skila okkur einhverju. Ég tel líka mjög hæpið að fara út í reikni- kúnstir þegar rætt er um Evrópu- málin. Það mun ekki ráðast af deb- et- og kredit-niðurstöðu hvort við teljum æskilegt að fara inn í Evr- ópusambandið eða ekki. Það eru svo margir aðrir þættir sem þar skipta máli og ég held að fólk muni fyrst og fremst meta hvaða áhrif það hafi á lífskjör þjóðarinnar yfurleitt. Þarna eru eingöngu tekin út rík- isfjármálin en ekki önnur áhrif að- idlar, sem er mjög villandi. Ég tel að það væri mjög hollt fyrir okkur að reyna að rífa okkur upp úr þeim far- vegi og vera ekki að taka einstaka þætti út úr og skoða þá úr samhengi við aðra þætti málsins,“ segir Bryn- dís. Bryndís Hlöðversdóttir Niðurstöður byggðar á mjög hæpn- um grunni Bryndís Hlöðversdóttir SVERRIR Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist ekki taka mark á skýrslu Hagfræðistofn- unar þar sem hann hafi „lítinn áhuga á að taka þátt í þessum stríðsdansi“ Davíðs Oddssonar og Halldórs Ás- grímssonar. „Ég legg ekk- ert upp úr því sem þeir segja í þessu tuski sínu. Ég vil að við Ís- lendingar séum Evrópuþjóð en er ekki tilbúinn til að ræða aðild með einu orði á meðan það blasir við að við munum missa yfirstjórn okkar í t.d. fiskveiðimálunum til Brussel. Svo geta þeir haldið áfram að fljúg- ast á eins og þeim sýnist, þessir garpar. Ég tek ekkert mark á Hall- dóri Ásgrímssyni sem boðar núna inngöngu í Evrópusambandið, haf- andi ekki völd til þess í sínum eigin flokki að ákveða. Svo eru skoðana- kannanir Davíðs og allur þessi æði- bunugangur og vængjabusl nokkuð sem ég ætla að leiða hjá mér á meðan ekkert vit er í umræðunni,“ segir Sverrir. Sverrir Hermannsson Tek ekki þátt í stríðs- dansi Davíðs og Halldórs Sverrir Hermannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.