Morgunblaðið - 05.06.2002, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 05.06.2002, Qupperneq 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2002 13 BYRJAÐ er að selja íbúðir í hinu nýja Skuggahverfi, sem markast af Skúlagötu, Frakkastíg, Lindargötu og Klapparstíg. Ráðgert er að fyrstu íbúðirnar verði af- hentar snemma árs 2004. Einar Ingi Halldórsson, framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins 101 Skuggahverfi hf., sem stendur að fram- kvæmdunum, segir að íbúð- irnar komi til með að kosta á bilinu 11,3-40 milljónir króna. „Verðið er afar mis- jafnt eftir stærð og stað- setningu. Úrvalið er það mikið; íbúðirnar eru frá 54 til rúmlega 200 fermetra. Grunníbúðargerðirnar eru 12 talsins, en ef til vill má telja allt að 40 gerðir,“ segir hann. „Til að mynda má nefna að þær eru misdýrar eftir því hversu hátt þær eru í turnunum, þannig að nokkrum milljónum getur munað á sambærilegum íbúðum eftir hæð,“ segir Einar Ingi. Hann segist telja verðið vera sanngjarnt, miðað við að verið sé að þétta byggð í miðbænum með tilheyrandi uppkaupum á landi og húsum. „Þá eru gæði íbúðanna mikil og mik- ið hefur verið lagt í hönnun þeirra,“ segir hann. Alls verða byggðar 250 íbúðir í 18 íbúðabyggingum. Lögð er áhersla á að útsýni verði sem best og flestar íbúðir hafa glugga í þrjár áttir. Einar segir að fyrir- tækið hafi orðið vart við áhuga fólks á íbúðunum allt frá því að verkefnið byrjaði. „Það er mikið að gera, þótt salan sé nú rétt að hefjast.“ Þegar er búið að taka frá íbúðir. Sýning opnuð í Kringlunni Byggingarnar verða þriggja til 16 hæða, allar með aðgangi að lyftu. Al- mennt eru tvær íbúðir á hæð í hverjum stigagangi og lofthæð í íbúðum verður 2,7 metrar. Sérstaklega er hug- að að því við hönnun húsanna að íbúðir verði bjartar og opnar, þannig að útsýni fái notið sín eins og fyrr segir. Geymslur verða í kjallara í tengslum við stigahús og bílageymslu, en hverri íbúð fylgir eitt stæði í bílageymslu auk þess sem bílastæði verða ofanjarðar á lóð. Á fimmtudaginn hefst í Kringlunni sýning á líkönum og teikningum af hinu nýja hverfi. Íbúðarverð á bilinu 11 til 40 milljóna króna Morgunblaðið/Arnaldur Fyrstu íbúðirnar verða afhentar snemma árs 2004 en alls verða byggðar 250 íbúðir í 18 byggingum. Skuggahverfi ÁHÁ-BYGGINGAR hafa stefnt Seltjarnar- nesbæ og gert kröfu um 585 milljóna króna skaðabætur vegna meintra ólögmætra vinnubragða við útboð á Hrólfsskálamel. Að sögn lögmanns stefnanda var málið þingfest í síðustu viku. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá hafnaði bærinn kröfunni í apríl síðastliðnum. Að sögn Jóns Steinars Gunn- laugssonar hæstaréttar- lögmanns, sem rekur er- indi ÁHÁ-bygginga, er aðalkrafan um svokall- aðar efndarbætur en þær miðast við það að umbjóðandi hans hefði fengið samning um verk- ið og notið þess hagnað- ar sem af honum leiddi. Inn í þetta komi einnig sjónarmið um það að bærinn kynni að hafa notað hugmynd umbjóð- anda síns um uppbygg- ingu á Hrólfsskálamel. Málið var sem fyrr segir þingfest í síðustu viku og fær bærinn frest fram á haust til að skila greinargerð um málið. Bænum stefnt vegna útboðs Seltjarnarnes LEIKSKÓLABÖRN í Garða- bæ voru í hátíðarskapi síð- astliðinn föstudag þegar sumarhátíð leikskólanna fór fram. Þá hittust krakkar á öllum leikskólum bæjarins við hjúkrunarheimilið Holts- búð og marséruðu í glæsi- legri skrúðgöngu að Hofs- staðaskóla. Ekki spillti fyrir að hljóðfæraleikarar frá Tónlistarskóla Garðabæjar fóru fyrir skrúðgöngunni. Mikið var sungið á hátíð- inni og átti hver leikskóli sitt innlegg þar sem sungið var fyrir hin börnin. Þá skemmti Brúðubíllinn með nýju leikriti í nýjum bíl og hafa litlu krílin eflaust kunnað vel að meta þá uppákomu. Morgunblaðið/Golli Leikskóla- börn í há- tíðarskapi Garðabær ÞAU voru að springa úr stolti litlu krílin á Aust- urborg sem útskrifuðust það- an í síðustu viku. Eðli máls- ins samkvæmt eru þau því eiginlega ekki lengur lítil heldur orðin stór enda komin með vottað skjal í hendurnar um að fyrsta útskrift ævinn- ar sé um garð gengin. Af þessu tilefni buðu krakkarnir foreldrum sínum til útskriftarhátíðar í skól- anum þar sem boðið var upp á þaulæfð skemmtiatriði og allir nutu góðrar sam- verustundar. Á myndina vantar reyndar fjóra úr hópnum en þeir munu hins- vegar hefja skólagöngu næsta haust líkt og félagar þeirra á myndinni. Morgunblaðið/Þorkell Fyrsta útskriftin á ævinni Háaleitishverfi REYKJAVÍKURBORG og Knattspyrnufélagið Fram hafa gengið frá samningi sem felur í sér bætur vegna skerðingar á íþróttasvæði Fram undanfarin ár. Veru- legar endurbætur verða gerðar á svæði félagsins. Íþróttasvæði Fram liggur að Miklubraut og vegna breytinga á skipulagi um- ferðarmannvirkja þar í grennd hafa borgaryfirvöld talið nauðsynlegt að skerða svæði félagsins að því er segir í frétt frá Fram. Meðal annars verður í sumar lokið við göngubrú yfir brautina og hefur verið gert sam- komulag um að göngustígur verði lagður inn á áður af- markað svæði félagsins. „Af þeirri ástæðu hefur Reykja- víkurborg komið til móts við félagið um frekari uppbygg- ingu og lagfæringar á íþróttasvæði félagsins,“ seg- ir í fréttinni. Kemur fram að í stað mal- arvallar verði gerður upphit- aður gervigrasvöllur ásamt flóðljósum auk sparkvallar. Er gert ráð fyrir að hann verði tekinn í notkun í sept- ember árið 2003 og er áætl- aður kostnaður við hann um 100 milljónir króna. Þá hefur orðið samkomu- lag um að reist verði við- bygging við íþróttahús fé- lagsins sem muni rúma fjóra búningsklefa, geymslur, lík- amsræktaraðstöðu auk fé- lagsaðstöðu. Er stefnt að því að taka viðbygginguna í notkun í tveimur áföngum, á árunum 2003 og 2004. Áætl- aður kostnaður við þessa byggingu er einnig um 100 milljónir króna. Samningur vegna Tóna- bæjar framlengdur Nýtt deiliskipulag verður gert af svæðinu að því er segir í fréttinni og lóðar- mörk færð þannig að mal- arvöllur tilheyri nú íþrótta- svæði félagsins en áður hafði félagið einungis afnotarétt af því svæði. Bílastæði verða gerð milli íþróttahúsa Álfta- mýrarskóla og íþróttahúss Fram, auk bílastæða við Safamýri. Þá verða girðing- ar lagfærðar og runnar og tré gróðursett í því skyni að fegra svæðið og gera það skjólsælla. Loks kemur fram að samningur um leigu á gamla félagsheimili Fram í Safa- mýri 28 hafi verið fram- lengdur til ársins 2016 en þar hefur félagsmiðstöðin Tónabær haft starfsemi sína. Segir í fréttinni að lítið æfingasvæði hafi háð starf- semi félagsins. „Nú verður bætt úr því og mun aðstaða félagsins verða með því besta sem á verður kosið.“ Nýr samningur Reykjavíkurborgar og Knattspyrnufélagsins Fram Upphitaður gervigrasvöllur og viðbygging við íþróttahús Háaleitishverfi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.