Morgunblaðið - 05.06.2002, Side 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2002 17
Gylltur sólarkoss
á allan líkamann
N Ý T T
STAR BRONZER
SÓLARFÖRÐUNARVÖRUR
Lancôme hefur hannað „eins dags sólar-
brúnku“: Star Bronzer, heila línu sólarförðunar-
vara fyrir andlit og líkama.
Vörurnar draga fram náttúrulegan lit húðarinnar
sem verður geislandi, gyllt og falleg.
Fast púður fyrir andlit og líkama, laust púður í
bursta, litað andlitsgel.
ÁRANGUR: Húð með fallega, gyllta bronsáferð.
TRÚÐU Á FEGURÐ
FRÁBÆRAR VÖRUR -
FALLEG HÚÐ
Þú hreinlega verður að prófa.
Velkomin á LANCÔME kynningar í Lyf og heilsu
í dag, Mjódd og Melhaga,
á morgun, fimmtudag Austurstræti og Austurver,
og föstudag Kringlunni.
Glæsilegir kaupaukar í boði, m.a. falleg armbandsúr.
w
w
w
.la
nc
om
e.
co
m
FORSVARSMENN Sementsverk-
smiðjunnar hf. eru komnir út fyrir
öll velsæmismörk með tilhæfulaus-
um og röngum fullyrðingum gagn-
vart keppinaut, að sögn Bjarna Ó.
Halldórssonar, framkvæmdastjóra
Aalborg Portland Íslandi hf.
Ítrekaður rógburður í fjölmiðlum
Hann sagði á blaðamannafundi
sem fyrirtækið boðaði til í gær að
forsvarsmenn Sementsverksmiðj-
unnar hefðu ítrekað verið með róg-
burð í fjölmiðlum að undanförnu
gagnvart Aalborg Portland Íslandi.
Í því sambandi nefndi hann sérstak-
lega Guðjón Guðmundsson, varafor-
mann stjórnar Sementsverksmiðj-
unnar og alþingismann, og Gunnar
Örn Gunnarsson, nýskipaðan stjórn-
arformann Sementsverksmiðjunnar
og starfsmann Iðnaðar- og við-
skiptaráðuneytisins. Þá sagði Bjarni
að þar sem iðnaðarráðherra skipaði
stjórn Sementsverksmiðjunnar gæti
ráðherrann ekki vikist undan því að
bera á endanum ábyrgð á hinni póli-
tísku stjórn og þeim tilhæfulausu og
röngu ummælum sem stjórnarmenn
og helstu forsvarsmenn fyrirtækis-
ins hefðu ákveðið að hafa uppi gagn-
vart samkeppnisaðila.
„Það er óþolandi
með öllu að forsvars-
menn Sementsverk-
smiðjunnar geti hagað
ummælum sínum í um-
boði ráðherra með
þeim hætti sem þeir
hafa gert,“ sagði
Bjarni.
Lægri framleiðslu-
kostnaður í Danmörku
Sem dæmi um röng
og meiðandi ummæli
forsvarsmanna Sem-
entsverksmiðjunnar í
garð Aalborg Portland
Íslandi nefndi Bjarni
að haft hefði verið eftir
Guðjóni Guðmundssyni í Morgun-
blaðinu sunnudaginn 2. júní síðast-
liðinn, að augljóst væri að um und-
irboð væri að ræða hjá dönsku
verksmiðjunni, þ.e. Aalborg Port-
land, í þeim tilgangi að knésetja
Sementsverksmiðjuna. Bjarni sagði
að í þessum ummælum fælust stórar
og meiðandi ásakanir sem ættu ekki
við nokkur rök að styðjast. Það
sama ætti og við um þau ummæli
sem höfð hefðu verið eftir Guðjóni
þess efnis að ef danska fyrirtækið
næði að bola Sem-
entsverksmiðjunni af
markaði myndi það
hækka verð í skjóli
þess.
Um fullyrðingar
þess efnis að Aalborg
Portland Íslandi sé að
undirbjóða sement
hér á landi með vísan
til hærra verðs Aal-
borg Portland á sem-
enti í Færeyjum en
hér, segir Bjarni að
ekki sé verið að bera
saman rétta hluti.
Ekki megi rugla sam-
an innflutningsverði
annars vegar, og út-
söluverði hins vegar.
„Íslenski markaðurinn er spenn-
andi og það verður aldrei afturhvarf
til þess tíma sem var áður en sam-
keppni í sementssölu komst á hér á
landi fyrir tveimur árum. Ástæðan
fyrir því að Aalborg Portlandi getur
boðið sement á lægra verði en Sem-
entsverksmiðjan hefur gert er sú að
framleiðslukostnaðurinn í Dan-
mörku er mun lægri en hér á landi
vegna hagstæðari skilyrða þar en
hér,“ sagði Bjarni Ó. Halldórsson.
Framkvæmdastjóri Aalborg Portland Íslandi hf.
Rangar fullyrðingar
forsvarsmanna Sem-
entsverksmiðjunnar
Bjarni Ó.
Halldórsson
MARKAÐSVERÐMÆTI deCODE
er um 16,5 milljarðar íslenskra króna
sé miðað við lokagengi hlutabréfa í
félaginu á mánudag. Gengi bréfanna
var þá 4,05 dollarar á hlut en það
endaði í 4,09 dollurum í gær. Til sam-
anburðar má geta þess að hæst hefur
markaðsvirði félagsins, síðan hluta-
bréf þess voru opinberlega skráð,
farið í 106,5 milljarða króna um miðj-
an september 2000 (m.v. þáverandi
gengi dollars). Munurinn á hæsta og
lægsta verðmati á félaginu á þessum
20 mánuðum er samkvæmt þessu um
90 milljarðar króna.
77% lækkun frá skráningargengi
Verð hlutabréfa í deCODE náði
sögulegu lágmarki á bandaríska
Nasdaq-hlutabréfamarkaðinum á
mánudag. Lokagengi bréfanna var
4,05 dollarar á mánudag, sem þýðir
að markaðsverðmæti félagsins fór í
183,5 milljónir dollara, sem svarar til
um 16,5 milljarða íslenskra króna.
Verðlækkun bréfanna frá áramót-
um nemur tæpum 60% og lækkunin
frá skráningargengi bréfanna fyrir
tæpum tveimur árum nemur rúmum
77% en skráningargengið var 18
dollarar. Hæsta lokagengi bréfanna
á Nasdaq er skráð 11. september
2000 og var það 28,75 dollarar.
Lækkunin þar í frá nemur tæpum
86%.
Hríðlækkað frá áramótum
Hlutabréfaverð í deCODE hefur
farið hríðlækkandi frá síðustu ára-
mótum en lokaverð ársins 2001 var
9,8 dollarar. Fyrsta viðskiptadag
ársins 2002 endaði verðið í 10 doll-
urum en hefur meira og minna farið
lækkandi eftir það. Var verðið komið
niður fyrir 9 dollara 22. janúar, niður
fyrir 8 dollara 6. febrúar, niður fyrir
7 dollara 19. febrúar og niður fyrir 6
dollara 28. febrúar. Þess má geta að
verðið hefur nokkrum sinnum áður
farið svo lágt og gerðist það fyrst í
apríl í fyrra. Lokaverð fór hins vegar
í fyrsta skipti frá upphafi niður fyrir
5 dollara 28. maí sl. Sem fyrr segir
náði lokaverð bréfanna enn einu lág-
markinu á sl. mánudag, þ.e. 4,05 doll-
urum, en innan dagsins fóru lægstu
viðskipti fram á genginu 3,5. Það eru
lægstu skráðu viðskipti með bréf í
deCODE frá skráningu þeirra á
Nasdaq-hlutabréfamarkaðinn hinn
18. júlí 2000. Þann dag var einmitt
hæsta verð bréfanna skráð innan
dags en það var 31,5 dollarar. Verð-
munurinn á því hæsta og lægsta er
því nífaldur.
Enn mælt með kaupum
Bandarísku verðbréfafyrirtækin
JP Morgan og Robertson Stephens
mæla enn með kaupum á hlutabréf-
um í félaginu en Chapman Advisory
Group leggur til að fjárfestar hinkri
lítið eitt og sjái hver framvindan
verður. Chapman Advisory Group
segir enn fremur í ráðleggingum sín-
um mestar líkur vera á að bréfin
lækki enn og verðið fari niður í 3,62
dollara en sennilega ekki lægra en
3,1 dollar. Góðar líkur eru einnig
taldar á því að verð bréfanna hækki
og fari í u.þ.b. 6,34 en ekki yfir 6,64
dollara.
DeCODE met-
ið á 16,5 millj-
arða króna
OPIN kerfi hf. seldu í gær allan eign-
arhlut sinn í AcoTæknivali hf., eða
25,5%. Kaupandi hlutarins er Fjár-
festingarfélagið Straumur hf., sem
eftir kaupin á 26,23% í AcoTækni-
vali. Fyrir gærdaginn átti Straumur
engin hlutabréf í félaginu. 25,5%
hlutur jafngildir 89,25 milljóna króna
hlutafé og miðað við gengið í við-
skiptunum, 1,45, er markaðsverð við-
skiptanna um 130 milljónir króna. Í
fréttatilkynningu frá Opnum kerfum
segir að nettó söluhagnaður vegna
sölunnar sé um 52 milljónir króna.
Frosti Bergsson, stjórnarformaður
Opinna kerfa, er stjórnarformaður
AcoTæknivals, en hann mun víkja úr
stjórninni í framhaldi af sölunni.
„Við eigum hlutabréf í allmörgum
fyrirtækjum og þau hlutabréf eru til
sölu ef hagstætt tilboð berst. Við
fengum tilboð í þessi bréf og mátum
það svo að hagstætt væri að selja
þau,“ segir Frosti Bergsson, stjórn-
arformaður Opinna kerfa, spurður
um söluna á hlut félagsins í Aco-
Tæknivali.
Inntur eftir því hvort eitthvað
kæmi í staðinn fyrir fjárfestinguna í
AcoTæknivali segir Frosti að Opin
kerfi hafi verið að fjárfesta mikið er-
lendis, bæði í Svíþjóð og Danmörku,
og það hafi gengið vel. Í bili séu að
mati Opinna kerfa meiri sóknarfæri
fyrir félagið þar en hér heima.
Þórður Már Jóhannesson, fram-
kvæmdastjóri Straums, segir að
ástæðan fyrir kaupunum sé sú að
Straumur sjái ákveðin tækifæri í
rekstri og framtíð félagsins. Verðfall
á upplýsingatæknimarkaðnum sé
orðið mjög mikið og þar sem Aco-
Tæknival virðist komið fyrir vind í
þeim erfiðleikum sem það hafi geng-
ið í gegnum telji hann verðið hag-
stætt.
Opin kerfi selja hlut
sinn í AcoTæknivali
Fjárfestingarfélagið Straumur
á nú ríflega fjórðung