Morgunblaðið - 05.06.2002, Qupperneq 21
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2002 21
JORGE Batlle, forseti Úrúgvæ, hefur
valdið miklu fjaðrafoki með ummæl-
um sínum um Eduardo Duhalde, for-
seta Argentínu, og Argentínumenn
yfirleitt. Kallaði hann þá „þjófalýð“.
Batlle lét þessi ummæli falla í við-
tali, sem einnig var sjónvarpað vítt
um Argentínu. Þar sagði hann, að Du-
halde væri algerlega valdalaus og
vissi heldur ekkert hvað hann væri að
gera. Sagði hann síðan og lagði á það
áherslu með því að banka í borðið, að
Argentínumenn væru „þjófalýður út í
gegn“.
Sagðist stundum
ganga of langt
„Það þekkja allir spillinguna í Arg-
entínu,“ sagði forsetinn. Kom þetta
fram á vefsíðu BBC, breska ríkisút-
varpsins.
Fátítt er, að þjóðhöfðingi taki
svona djúpt í árinni en viðtalið snerist
annars um þau áhrif, sem kreppan í
Argentínu hefur haft á efnahagslífið í
Úrúgvæ. Eru íbúar landsins mjög
háðir argentínskri bankastarfsemi og
ferðamönnum þaðan en segja, að í
Argentínu heyri hvort tveggja sög-
unni til.
Duhalde, forseti Argentínu, ætlaði
að ræða þessi mál við Batlle í gær en
hann boðaði aftur til fréttamanna-
fundar þar sem hann kvaðst styðja
Argentínustjórn heilshugar í erfið-
leikunum. Sagði hann við fréttamenn,
að sér hætti stundum til að ganga of
langt.
Kallaði Argentínu-
menn „þjófalýð“
AP
Eduardo Duhalde (t.v.) forseti Argentínu, og Jorge Batlle, forseti Úrúgvæ.
Mannfall
á Madag-
askar
Antananarivo. AFP.
TÓLF manms að minnsta kosti
hafa fallið á Madagaskar í
átökum milli stuðningsmanna
þeirra tveggja manna, sem
gera tilkall til forsetaembætt-
isins í landinu. Hafa talsmenn
Einingarsamtaka Afríku skor-
að á báðar fylkingar að slíðra
sverðin í þessu stríði, sem hef-
ur alvarleg áhrif á efnahags-
lífið og valdið upplausn í land-
inu.
Talið er víst og raunar stað-
fest af hæstarétti Madagask-
ars, að Marc Ravalomanana,
borgarstjóri í Antananarivo,
höfuðborg landsins, hafi sigrað
í forsetakosningunum í desem-
ber en Didier Ratsiraka, sem
gegnt hefur embættinu, vildi
ekki fallast á það. Þeir segjast
nú báðir vera forseti landsins
og stuðningsmenn þeirra ber-
ast á banaspjót víða um landið.
Í fjórum héruðum landsins
hefur verið brugðist við
ástandinu og upplausninni með
því að lýsa yfir aðskilnaði frá
öðrum héruðum þess.
Stærstur hluti hersins hefur
lýst yfir hollustu við Ravalom-
anana og mesta mannfallið
varð þegar hann fyrirskipaði
stórsókn gegn stuðningsmönn-
um Ratsiraka um síðustu helgi
en þeirra sterkasta vígi er í
norðausturhluta landsins.
Einingarsamtök Afríkuríkja
hafa ákveðið að efna til fundar
um ástandið á Madagaskar.
UNG stúlka í Hong Kong heldur á
kerti til minningar um þá sem féllu
í uppreisn stúdenta og verkamanna
gegn kommúnistastjórninni á Torgi
hins himneska friðar í Peking 4.
júní 1989. Talið er að þúsundir
manna hafi fallið þegar stjórnvöld
beittu hernum til að bæla uppreisn-
ina niður. Stjórn kommúnista of-
sækir enn þá sem vilja heiðra minn-
ingu hinna látnu en í Hong Kong,
sem varð hluti Kína 1997 eftir að
hafa verið lengi bresk nýlenda,
njóta íbúar meiri réttinda en þeir
sem búa á meginlandinu.
Reuters
Uppreisn-
ar minnst