Morgunblaðið - 05.06.2002, Page 22

Morgunblaðið - 05.06.2002, Page 22
ERLENT 22 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ EGYPTAR vöruðu stjórnvöld í Washington við því viku fyrir hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september sl. að al-Qaeda hryðjuverkasamtökin væru að und- irbúa hryðjuverk. Þetta kemur fram í viðtali við Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, sem birt var í The New York Times í gær. Fulltrúi leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) sagði hins vegar að frá Egyptum hefði aðeins borist almenn viðvörun og það mun fyrr á árinu. Mubarak, sem mun eiga fund með George W. Bush Bandaríkjaforseta í Camp David síðar í vikunni, segir í viðtalinu að egypskur leyniþjónustu- maður hafi átt náin samskipti við al- Qaeda samtök Sádí-Arabans Osama bin Laden. Reyndi hann án árangurs að stuðla að því að ekkert yrði af árásunum, en ekki var vitað á þeim tíma hvar hryðjuverkamennirnir myndu láta til skarar skríða, eða hvert umfang og eðli hryðjuverk- anna yrði. „Við vissum ekki að atburður á borð við þennan gæti verið í bígerð,“ sagði Mubarak og vísaði til árásanna 11. september. „Við héldum að um væri að ræða árás gegn [bandarísku] sendiráði, flugvél eða eitthvað annað þess háttar; þetta venjulega.“ Segja CIA hafa deilt tiltækum upplýsingum með FBI Fulltrúar CIA báru í gær til baka fregnir þess efnis, að þeim hefði láðst að deila upplýsingum um dvöl tveggja liðsmanna al-Qaeda hryðju- verkasamtakanna í Bandaríkjunum með bandarísku alríkislögreglunni (FBI), en báðir mennirnir tóku þátt í flugránunum 11. september sl. Fréttin um yfirsjón CIA birtist í nýjasta hefti Newsweek. Háttsettur fulltrúi CIA segir hins vegar að gögn stofnunarinnar sýni að öllum tiltæk- um upplýsingum um mennina tvo, Nawaf al-Hazmi og Khalid al-Midh- ar, hefði verið komið á framfæri við tiltekna fulltrúa FBI strax í janúar 2000. The New York Times segir þó að CIA hafi láðst að deila með FBI upp- lýsingum sem komu fram í dagsljós- ið talsvert síðar, nefnilega að menn- irnir hefðu þegar verið í Bandaríkjunum, og að þeir væru taldir tengjast mönnum sem grun- aðir voru um að hafa staðið fyrir árásinni gegn bandaríska herskipinu USS Cole í Jemen í október 2000. Egyptar vöruðu við yfir- vofandi hryðjuverkum Washington. AFP. Reuters Liðsmenn hálf-sjálfstæðs ættbálks í héraðinu Miranshah í Pakistan, sem liggur að Afganistan, munda skotvopn sín í gær og mótmæla veru bandarískra hermanna á svæðinu. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra í barátt- unni gegn hryðjuverkum hjálpa Pakistönum við að leita uppi talibana og al-Qaeda-menn á svæðinu. Samvinna og samskipti CIA og FBI áfram í brennidepli „Dæmdur búðar- þjófur“ Lebanon í Pennsylvaníu. AP. BANDARÍSK kona sem fundin var sek um búðaþjófn- að og gert að bera barmmerki sem á stóð „dæmdur búða- þjófur“ í hvert sinn sem hún fór inn í verslun þarf ekki að sæta þessari refsingu, sam- kvæmt úrskurði hæstaréttar Pennsylvaníuríkis. Refsingin var kveðin upp yfir konunni, Reginu Zimmerman, í janúar sl., en í síðustu viku ógilti hæstirétturinn þann úrskurð og vísaði málinu aftur til und- irréttar. Zimmerman hefur fengið fólk til að fara fyrir sig í verslanir síðan í janúar, og aldrei borið merkið, sem er rautt að lit og um tíu cm langt. En mál hennar hefur vakið athygli um öll Banda- ríkin og víðar. Hafa t.d. fjöl- miðlar í Kólombíu haft sam- band við opinberan verjanda konunnar, Scott Stein, og hans hefur verið getið í gam- an- og spjallþáttum í banda- rísku sjónvarpi. Zimmerman viðurkennir að hún hafi „verið með stæla“ þegar hún kom fyrir dómar- ann sem ákvað refsinguna, Bradford Charles. Hún er fyrrverandi heróínfíkill og viðurkenndi á mánudaginn að sennilega hefði hún „þurft að fá þessa refsingu“. Hún bæri engan kala til dómarans. „Ég er edrú. Mér gengur allt í haginn.“ „Rauði bókstafurinn“ Zimmerman á fimm börn á aldrinum 10 mánaða til 11 ára og hefur afplánað fangelsis- vist og er nú laus á skilorði. Hún viðurkennir að hafa stol- ið hár- og andlitssnyrtivörum að verðmæti sem svarar um sex þúsund krónum úr ný- lenduvöruverslun í maí 2000. Dómarinn dæmdi hana í eins árs skilorðsbundið fangelsi og fyrirskipaði henni að gangast undir mat vegna fíkniefna- og áfengissýki. Stein líkti merkinu, sem Zimmerman var gert að bera, við „Rauða bókstafinn“ í áfrýjun sinni, og skírskotaði þar til frægrar skáldsögu bandaríska rithöfundarins Nathaniels Hawthornes um konuna Hester Prynne, sem er dæmd til að hafa á föt- unum sínum stórt, rautt A, fyrir „adultery“, eða „hór- dóm“. Hæstiréttur byggði niðurstöðu sína á því, að „við teljum að engin skynsamleg tengsl séu á milli þess að bera barmmerki og endurhæfingar Zimmermans“. inu, en að sögn lögreglu lék grunur á að skriðufall væri orsökin. Alls voru um tuttugu manns um borð í lestinni. Reuters Lestarslys á Norður-Írlandi NÍU slösuðust, enginn alvarlega, þegar lest á leið frá Belfast til Londonderry á Norður-Írlandi fór út af sporinu í gær. Ekki er fyllilega ljóst hvað olli slys- TVÖ börn létust og þrettán slös- uðust, þar af fjögur lífshættulega, eftir að þrír menn hófu skothríð að skólabíl í Taílandi í morgun. Atvikið átti sér stað í Ratchaburi- héraði, sem er nærri landamær- um Búrma, öðru nafni Myanmar. Tuttugu og fimm börn á aldr- inum 13-17 ára voru í bílnum. Ekki er vitað hvað árás- armönnunum gekk til með athæfi sínu, en þeir komust undan. Hins vegar gerðu róttækir stuðnings- menn uppreisnarhreyfingar í Búrma óskunda í Ratchaburi fyr- ir þremur árum og í síðustu viku sendi hreyfingin frá sér yfirlýs- ingu þar sem hótað var frekari ofbeldisaðgerðum ef herfor- ingjastjórnin í Búrma sleppti ekki þegar öllum pólitískum föngum í landinu. AP Ráðist á skólabíl í Taílandi BRESKIR kjósendur hafa glatað þeirri tiltrú og því trausti sem þeir hafa fram að þessu borið til ríkis- stjórnar Verkamannaflokksins. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem gerð var fyrir breska ríkisútvarpið, BBC. Verkamannaflokkurinn komst til valda í Bretlandi árið 1997 og vann síðan enn sigur í þingkosningum sem haldnar voru fyrir ári síðan. Sagðist meira en helmingur aðspurðra í könnuninni, eða 54% bera minna traust til ríkisstjórnarinnar nú en fyr- ir ári. Spurt var hvort ríkisstjórnin hefði staðið undir þeim væntingum sem til hennar voru gerðar í ýmsum málefn- um. Sagði 81% að stjórnin hefði ekki staðið við gefin loforð í samgöngu- málum, 65% að aðgerðir í heilbrigð- ismálum hefðu valdið vonbrigðum og loks var 51% aðspurða óánægt með stöðuna í menntamálum. Flestir voru þó sáttir við frammistöðu stjórnar- innar í efnahagsmálum. Þá nýtur Verkamannaflokkurinn minnsta trausts allra stjórnmála- flokka. 36% kjósenda telja nú að Verkamannaflokkurinn sé sá flokkur sem síst sé hægt að treysta á en 29% töldu að síður væri hægt að treysta á Íhaldsflokkinn. Bretar tapa tiltrú á stjórn Blairs BANDARÍSKA leyniþjónustan, CIA, hefur stofnað nýja og afar leyni- lega sérsveit, vel vopnaða og er henni ætlað að herja á þekkta hryðjuverka- hópa og leiðtoga þeirra. Nýja sveitin verður undir beinni stjórn deildar sem reynir að uppræta hermdar- verkahópa um allan heim. Embættismaður í Washington skýrði fréttamanni AFP-fréttastof- unnar frá tilvist sveitarinnar en ekki er látið uppi hve margir liðsmenn hennar eru. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hafa að undan- förnu hert mjög leitina að talibönum og félögum í al-Qaeda, samtökum Osama bin Ladens. Ekki er vitað hvort hann er á lífi en embættismað- urinn, sem ekki vildi láta nafns síns getið, virtist þó viss í sinni sök. „Talið er að hann sé á lífi og feli sig einhvers staðar í grennd við landamæri Afgan- istans og Pakistans,“ sagði maðurinn. Ný sérsveit gegn hryðju- verkahópum Washington. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.