Morgunblaðið - 05.06.2002, Síða 23

Morgunblaðið - 05.06.2002, Síða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2002 23 Traust menntun í framsæknum skóla Hársnyrtibraut og fataiðnabraut eru meðal eftirsóttustu námsbrautum Iðnskólans í Reykjavík. Hársnyrtar starfa á hárgreiðslu- og rakarastofum. Þeir koma einnig við sögu í tískuheiminum og margir fyrrum nemendur okkar hafa unnið til verðlauna á sýningum innanlands og utan. Í klæðaskurði og kjólasaum er mikil áhersla lögð á sniðagerð og tæknilega hönnun karlmanna- og kvenfatnaðar. Námið er góður undirbúningur undir framhaldsnám í fatahönnun eða skyldum greinum. IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK Skólavörðuholti • 101 Reykjavík • Sími 522 6500 www.ir.is • ir@ir.is Hönnunarsvið Flott hár og falleg föt Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og International Network of Pension Regulators and Supervisors (INPRS) kynna tvær ráðstefnur: Framtíð lífeyrismála Sölvhóli, Seðlabanka Íslands, Reykjavík, 7. júní 2002 Aðalstyrktaraðili Fjármálaráðuneytið Seðlabanki Íslands Aðrir styrktaraðilar Ráðstefnan um framtíð lífeyrismála er hálfs dags málþing og umræðu- fundur um málefni sem eru líkleg til að hafa áhrif á framtíð lífeyrismála. Ráðstefnan er öllum opin. Dagskrá föstudagsins 7. júní: Fundarstjóri: Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ 13:00-13:05 Geir H. Haarde, fjármálaráðherra. Opnunarávarp 13:05-14:05 Alicia Munnell, Boston College. Landslag lífeyrismála 14:05-15:00 Sarah Harper, Director of Oxford Institute of Ageing. Snemmtaka lífeyris: félags- og hagfræðilegar spurningar 15:00-15:30 Kaffihlé 15:30-16:30 Jeffrey Brown, Harvard University. Neysla og eftirlaun 16:30-17:30 Richard Disney, University of Nottingham and IFS. Skattastefna og ákvarðanir lífeyrisþega Rannsóknir á lífeyrismálum Sölvhóli, Seðlabanka Íslands, Reykjavík, 8. júní 2002 Á ráðstefnunni sem tekur hálfan dag verður rætt um nauðsynlega þætti sem gefa innsýn í hvernig ákvarðanatöku lífeyrisþega og launþega er nálgast eftirlaunaaldur er háttað. Dagskrá laugardagsins 8. júní: Fundarstjóri: J. Michael Orszag, Watson Wyatt Plc. 09:00-09:40 James Banks, IFS. Enska eftirlaunakönnunin 09:40-10:20 Richard Hinz, US Department of Labor. Erum við að nálgast? Rýnt í 5500 gögn um séreignar lífeyrissparnað 10:20-11:00 Jean-Marc Salou, OECD. Tölfræði lífeyris sjóða innan OECD: Yfirlit 11:00-12:00 Umræður Skráning fer fram hjá Stefaníu Traustadóttur, steftr@hi.is eða 525 4284 Nánari upplýsingar á heimasíðu Hagfræðistofnunar www.ioes.hi.is - undir events ÍSLENZKAR konur (og karlar) hafa prjónað stíft í aldanna rás, ullin jafnlengi haldið hita í mannfólkinu á kalda landinu. Til umhugsunar hve litla rækt skólakerfið hefur lagt við þessa nytsömu rótgrónu og þjóðlegu iðju á skipulegan hátt svo og hann- yrðir aðrar sem tengjast ullinni. Á ég ekki við almenna skólakerfið eða hússtjórnarskóla heldur listaskóla og það í fúlustu alvöru. Minnist þess, að þegar ég kom fyrst til Helsingfors fyrir réttum þrem áratugum, var mér boðið að skoða bæði Listiðnað- arskólann og Akademíuna hátt og lágt. Einna minnisstæðust er mér prjónadeildin á Listiðnaðarskólan- um, sem var mjög fullkomin auk þess að þar fór fram viðamikil rann- sóknarstarfsemi á öllum þáttum tengdum prjóni sem skapandi iðju í samtímanum. Þetta eru vísindi í núinu, hráefnið og þráðagerðin grundvöllur að góðri prjónahönnun. Finnar hafa allt frá 1930 þróað ull- arband sérstaklega fyrir sinn listiðn- að og fólk útskrifað úr listaskólum hefur síðustu áratugi látið að sér kveða varðandi þessi mál, sem hefur stuðlað að fjöldaframleiðslu og út- flutningi. Kom þessum skilaboðum á framfæri bæði í MHÍ og í skrifum mínum, en viðbrögðin lítil. Raunalegt í ljósi þess, að allar lík- ur benda til að á Norðurlöndum sé prjónaferillinn lengstur á Íslandi, einnig að enginn skortur hefur verið á vel menntuðum og hæfileikaríkum konum, sem voru hér meðvitaðar um þörfina á að halda þessum arfi lifandi svo og öðru er tengdist ullinni. Nefni hér til sögunnar þær Huldu Jósefs- dóttur og Steinunni Bergsteinsdótt- ur, sem báðar voru og eru á heims- mælikvarða á þessu afmarkaða sviði. Prjón er ekki bara prjón og margar tegundir prjóns, heldur líka einn geiri sjónmennta sem skapandi hönnun og mjög verðmæt vara er best lætur og var á öldum áður veru- legt búsílag fyrir íslenzku þjóðina. Hér fylgjast þannig að arfur kyn- slóðanna og ný sköpun eins og nótt fylgir degi. En til að vel megi fara þurfa mál að þróast eðlilega og menn að vera með á nótunum um vægi list- íða, þó umfram allt vitræna mark- aðssetningu og langtímamarkmið. Á sviði listíða þýðir lítið að ganga að hlutunum með hugarfari veiði- mannsins, en þeir fiska sem róa eins og það heitir, einneginn þótt langsótt sé á miðin og veiðin liggi djúpt. Hulda Jósefsdóttir hefur verið virkur prjónahönnuður um hálfrar aldar skeið og víða komið við, þótt minna hafi hún verið í sviðsljósinu en æskilegt má telja, menntun og starfskraftar fjarri því nýttir sem skyldi. Kenndi um skeið handprjón við MHÍ; en við ríkjandi aðstæður og stöðnun í ullariðnaði strandaði allt á því að ekki var mögulegt að tengja kennsluna við íslenzkar rannsóknir á ull, þráðagerð og iðnað sem hefði möguleika á að þróast á eðlilegan hátt og skapa atvinnu fyrir þá sem hæfileika og þekkingu hafa. Þjóðfélag sem hefur efni á að van- rækja slíka hæfileika í jafn jarð- bundinni iðju er fátækt, hvað sem öllu stásslegu yfirborði og prjáli líð- ur, ríkdómur er afstætt hugtak og byggist síður á eftirsókn eftir vindi. Prjál er svo ekki til í vinnubrögðum listakonunnar, allt eins hreint og tært og safarík grómögnin í móður- moldinni. Hún hefur jafnframt rekið listhúsið Stöðlakot við Bókhlöðustíg frá 1988, og þótt þar sé hvorki hátt til lofts né vítt til veggja minnist ég margra eftirminnilegra sýninga á staðnum. Litli gamli bærinn sem Hulda lét gera upp, jafn vönduð og þjóðleg smíð yst sem innst og prjón hennar og ber metnaði og ást á ald- anna geymd vitni. Og nú, eftir að list- húsinu hefur verið lokað um skeið, hefur hún loks og að ég held í fyrsta skipti troðfyllt það af eigin verkum, íðilfögrum flíkum sem hún byggir mikið til á ferningsforminu. Þó er sá agnúi á framkvæmdinni, að húsnæð- ið býður ekki upp á að flíkurnar njóti sín sem skyldi, hver og ein. Einkum er þröng á þingi á neðri hæðinni, þannig að erfitt er að rýna í þær á raunhæfan hátt. En framkvæmdin í heild segir gesti og gangandi að hér fer listamaður sem íhugar sinn gang og sitt verk, og fer sér hægt. Meg- inveigurinn að allt sé hreint og ekta, hvert frávik gróm. Bragi Ásgeirsson FRÁBÆRT LIST OG HÖNNUN Stöðlakot Opið alla daga frá 15–18. Til 9. júní. Aðgangur ókeypis. PRJÓN HULDA JÓSEFSDÓTTIR Hulda Jósefsdóttir: Prjónaflík þar sem gengið er út frá ferningi. ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ Bjartur hefur tryggt sér útgáfuréttinn á bók- inni Molly Moon og Dáleiðslubókin sem kom út í Englandi á dögunum en búist er við að þarna sé komin bók sem gæti fylgt Harry Potter eftir í vinsældum. Hún kemur út í íslenskri þýðingu í haust. „Höfundurinn, hin 30 ára Georgia Byng, fékk greidda summu með ákaflega mörgum núllum þegar hún skrifaði undir samning við breska út- gáfurisann Macmillan. Þegar er búið að selja útgáfurétt bókarinnar til 24 landa og kvikmyndarétturinn er seldur til þeirra sem gerðu myndina um Harry Potter,“ segir Snæbjörn Arngrímsson hjá Bjarti. „Mikið var um dýrðir á útgáfuhátíð bókarinnar og voru dávaldar fengnir til að skemmta gestum. Meðal skemmti- atriða var fjöldadáleiðsla þar sem gestir voru dáleiddir til að kaupa 40 eintök af bókinni og segja öllum vin- um sínum að þetta væri besta bók sem þeir hefðu á ævinni lesið. Ekki fylgir sögunni hvort dáleiðslan heppnaðist.“ Bjartur gefur út Molly Moon OLGA Pálsdóttir mun gefa Samtök- um gegn sjálfsvígum allan söluhagn- að af grafíkverkum sínum sem eru á myndlistarsýningu sem nú stendur yfir í Rauðu stofu Gallerís Foldar á Rauðarárstíg. Sýningin hefur yfir- skriftina Reykjavík og var opnuð í til- efni borgarstjórnarkosninga. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10–18, laugardaga til kl. 17 og sunnudaga frá 14–17. Sýningunum lýkur 9. júní. Olga Pálsdóttir gefur ágóða verka sinna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.