Morgunblaðið - 05.06.2002, Page 24

Morgunblaðið - 05.06.2002, Page 24
LISTIR 24 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Stál og eðalmálmar Málmtæknisvið Iðnskólans í Reykjavík býður upp á tvær námsbrautir; málmtæknibraut og gull- og silfursmíði. Á málmtæknibraut er námið undirbúningur undir sérnám í bifvéla- virkjun, bílasmíði, bílamálun, pípulögnum, rennismíði, stálsmíði og vélsmíði. Margbreytilegt nám og hagnýt viðfangsefni í fjórar annir. Gull- og silfursmíði er samningsbundið nám, verklegt og bóklegt, þar sem mikil áhersla er lögð á hönnun skartgripa, efnisfræði, teikningar og smíði skartgripa af öllu tagi. IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK Skólavörðuholti • 101 Reykjavík • Sími 522 6500 www.ir.is • ir@ir.is Málmtæknisvið Traust menntun í framsæknum skóla JÓHANN G. Jó-hannsson, for-maður Leik-félags Reykjavíkur, er ekki fylgjandi þeirri hug- mynd að skilja á milli LR og rekstrar Borg- arleikhússins, eins og Hávar Sigurjónsson leggur til í grein hér í Morgunblaðinu síðast- liðinn sunnudag. „Forsendurnar sem Hávar leggur þessu sjónarmiði til grund- vallar eru ekki réttar og því fellur hug- myndin um sjálfa sig. Það er misskilningur að leik- hússtjóri LR geti ekki skipulagt list- rænt starf án þess að sækja leyfi um allar ákvarðanir til stjórnar félags- ins. Stjórnin hefur fjárhagslega ábyrgð gagnvart félögum og þarf að samþykkja fjárhagsáætlanir fyrir hvert leikár, kostnaðaráætlanir fyrir uppsetningar o.s.frv. en samkvæmt samþykktum félagsins ber leik- hússtjóri listræna ábyrgð á starfseminni. Það eru hreinar línur. Leikhússtjóri ákveður ráðningu listamanna og velur verkefni. Stjórnin skiptir sér ekkert af hinum list- ræna rekstri. Það hef- ur því ekki verið mark- mið hjá stjórn LR að finna leikhússtjóra sem er „þægilegastur í samstarfi“, eins og sagt er í greininni. Við höfum þvert á móti lagt áherslu á að velja jafnan þann leik- hússtjóra sem við telj- um líklegastan til að halda úti metn- aðarfullu starfi í Borgarleikhúsinu – búa til góða leiklist,“ segir Jóhann. Ekki nægilegt rekstrarfé Leikfélag Reykjavíkur hefur átt við rekstrarvanda að etja í Borg- arleikhúsinu og skýringin, að mati Jóhanns, liggur fyrst og fremst í því að ekki hefur fengist nægilegt rekstrarfé til að halda úti jafn metn- aðarfullu starfi og samningur LR við borgina segir til um. Félagið fær á þessu ári um 194 milljónir króna frá Reykjavíkurborg til rekstrar. „Það nægir einfaldlega ekki til að standa undir þeirri starfsemi sem við höfum skuldbundið okkur til að gera sam- kvæmt samningi við borgina. Ég held að allir séu sammála um að LR rekur Borgarleikhúsið á lágmarks- fjárveitingu og að ekki sé verið að fara illa með peninga. Það sést til dæmis vel á samanburðinum sem Hávar gerir við Þjóðleikhúsið. Það má samt ekki skilja þetta þannig að LR sé óánægt með þann stuðning sem það fær frá borginni. Félagið er þvert á móti þakklátt borginni fyrir hennar framlag. Það þarf bara meira til.“ Hávar lýsir þeirri skoðun sinni í téðri grein að auka þurfi fjárveitingu til leikhússins um minnst 50% til að koma rekstri þess í nútímalegt og skilvirkt horf. Jóhann segir þetta nærri lagi. „Samkvæmt endurskoð- uðum ársreikningum LR fyrir árið 2001 var handbært fé til rekstrar neikvætt um rúmar 82 milljónir króna.“ Gerið þið ykkur vonir um að fá þessar 80 milljónir? „Ég get ekkert sagt um það. Við getum ekkert gert annað en vonað eftir einhverjum auka stuðningi svo að reka megi metnaðarfullt leikhús í Borgarleikhúsinu. Við gefum borg- aryfirvöldum skýrslu ársfjórðungs- lega og borginni er því kunnugt um stöðu mála.“ Jóhann segir félagið hafa gert allt sem í þess valdi stendur til að mæta vanda í rekstri. „Laun eru 77% af heildarkostnaði. Við höfum því þurft að grípa til uppsagna, sem er mjög sárt. Okkur hefur hins vegar tekist með þeim hætti að spara um 43 milljónir króna á ársgrundvelli.“ Sérðu fram á frekari uppsagnir? „Því get ég ekki svarað á þessari stundu. Við liggjum þessa dagana yfir áætlunum. Vonandi ekki.“ Í ljósi þess vanda sem hér er lýst þykir Jóhanni merkilegt að stefnt sé að byggingu tónlistarhúss í Reykja- vík. „Maður spyr sig óhjákvæmilega af því tilefni hvort til standi að veita nægilegt rekstrarfé til þess húss. Eða mun það lenda í sömu vandræð- um og Leikfélag Reykjavíkur hefur lent í í Borgarleikhúsinu? Að mínu viti þurfa tónlistarmenn að fá trygg- ingu fyrir því að fjárhagsgrundvöll- ur verði fyrir rekstrinum – að ekki sé hér aðeins verið að reisa minn- isvarða.“ Jóhann leggur áherslu á, að í um- ræðunni um LR og Borgarleikhúsið megi ekki gleyma því hvað Leik- félagið lagði mikið af mörkum þegar Borgarleikhúsið reis á sínum tíma. Frumkrafturinn hafi komið frá fé- lagsmönnum. „Þetta fólk lagði mikla vinnu í að koma þessu húsi upp, mestmegnis í sjálfboðavinnu, og sú staðreynd má ekki gleymast.“ Í grein sinni segir Hávar ábyrgð- artilfinningu og samkennd innan LR hafa á umliðnum misserum birst hvað sterkast í því að gæta hags- muna félagsmanna gagnvart leik- hússtjóranum og verja þá lítilmagna sem hafa unnið hjá félaginu um ára- bil en lagt minna af mörkum til list- rænnar framleiðslu leikhússins. Jó- hann er ósammála þessu. „Þarna er vísað í deilurnar sem risu eftir að Viðar Eggertsson var ráðinn leik- hússtjóri um miðjan síðasta áratug. Mál sem dregið er fram aftur og aft- ur. Þarna er um eitt einangrað tilvik að ræða og mér þykir undarlegt að dæma félag, sem á sér yfir hundrað ára sögu, af því. Jafnvel þótt þar hafi hlutirnir farið úr böndunum. Þetta, sem Hávar nefnir, er ekki vandamál í þessu félagi nú.“ Jóhann G. Jóhannsson, formaður Leikfélags Reykjavíkur, um rekstrarvanda félagsins Ekki lausn að skilja á milli LR og Borgar- leikhússins Morgunblaðið/Þorkell Úr sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Kryddlegnum hjörtum í Borg- arleikhúsinu á þessu leikári. Verkið er byggt á sögu Lauru Esquivel. Jóhann G. Jóhannsson INNSETNING í rými, rýmið sjálft í heild sinni, jafnt úti sem inni, er viðfang þriggja velþekktra lista- kvenna í öllum samanlögðum húsa- kynnum Listasafns ASÍ. Tvær á miðjum aldri, ein af eldri kynslóð, teljast þó allar meðal framsæknustu myndlistarmanna þjóðarinnar sem leitast stöðugt við að víkka út um- fang og tjáform listar sinnar, finna nýjar lausnir innan þeirra birting- armynda sem þær hafa markað at- höfnum sínum. Öllum hefur frá upp- hafi gengið það helst til að myndgera fyrirbæri landsins út frá sértækri náttúruvitund, skrá skynj- anir sínar fremur en að skjalfesta beinar sjónrænar lifanir. Gera það samt ekki án þess að hlutvakin fyr- irbæri séu kölluð til sögunnar. Fossar og fjöll í verkum þeirra Guð- bjargar Lindar og Guðrúnar Krist- jánsdóttur, en merkingaþrungnar skírskotanir til fortíðar og örnefna í verkum Kristínar Jónsdóttur frá Munkaþverá. Sýningin Andrá er einungis á upphafsreit á staðnum sem eins konar frumraun og upphitun áður en hún verður send til Santiago de Compostela í Galisíu þar sem hún gistir guðshúsið Iglesia de San Domingos de Bonaval frá 10. sept- ember til 27. október. Kirkjan sögð búa yfir mögnuðu rými og sjálf hug- myndin eins konar framlenging af menningarborgarári og þess sam- starfs sem hófst á tímaskeiðinu milli menningarborganna níu, í þessu til- viki Reykjavíkur og Santiago de Compostela. Framtakið yfirmáta áhugavert, og kirkjur geta verið mög spenn- andi viðfangsefni fyrir framsækna myndlistarmenn, ekki síst hinar gömlu með sitt yfirhafna fjölþætta rými, einkum þær sem búa einnig yfir sveigjanlegum birtumögnuðum léttleika og sértæku gagnsæi. Þetta allt er svo til staðar varðandi fram- nínga listakvennanna þriggja í húsakynnum listasafnsins þótt skilj- anlega sé ekki mögulegt að spá í hvernig sýningin taki sig út í nefndri kirkju. En þær virðast full- komlega meðvitaðar um hvað þær eru að fara og hvaða stefnu skyldi taka, í það minnsta hvað rýmið í safninu snertir. Í stuttu máli minn- ist ég þess ekki að það hafi verið hagnýtt jafn algjörlega og hér á sér stað, og þeim hefur ekki með öllu dugað rýmið inni, því á svalarplötu þriðju hæðar hefur Guðbjörg Lind komið fyrir nokkurs konar spegla- dropum og ullarhnoðrum Kristínar bregður fyrir á trjágreinum úti. Annars hefst sýningin á stuttu myndbandi Guðrúnar í myrkvaðri bókastofunni til vinstri við inngang- inn, þar sér gesturinn þokuslæðing renna niður hlíðar Esju og jafn- framt grunnhugmyndina að mál- verkum hennar uppi í sal. Í arins- tofu sér í verkið Ljósafoss eftir Guðbjörgu Lind, þar sem hún reyn- ir fyrir sér með olíu á plexígler, sem er vinsæl aðferð nú um stundir. Nær með því fíngerðari og gagn- særri tilbrigðum en á léreft, sömu- leiðis áþreifanlegri tilfinningu fyrir vatni. Í gryfju svífa ullarhnoðrar Kristínar Jónsdóttur í tómarúminu, að hluta litaðir með olíukrít og sér í framlengingu gjörningsins á trjá- greinum úti. Í Ásmundarsal eru þær allar samankomnar, Guðrún með þrjú stór málverk á endavegg með fjallshlíð Esju sem viðfang, Kristín með þéttskrifaðar línur staðarheita og örnefna á trefjagler- plötur, loks þrjú stór málverk Guð- bjargar; Engifoss, Óseyrar og Far- vegur. Má vera auðséð hve samvinna þeirra hefur verið náin frá upphafi og þó án þess að hver fyrir sig fórni nokkru af auðkennum sínum eða samvinnan hafi yfir sér einsleitan svip hópvinnu. Í alla staði menningarleg framkvæmd sem mundi sóma sér í rými hvaða nú- listasafns sem er úti í heimi og á fullt erindi út fyrir landsteinana. Nú er bara að bíða og sjá hvernig þeim stöllum vegnar í Santiago de Comp- ostela og fylgja þeim og framníngn- um góðar óskir þangað. „Andrá“ MYNDLIST Listasafn ASÍ Opið alla daga frá 14–17 til 30. júní. Lokað mánudaga. Aðgangur 300 krónur/sýningarskrá 1.000 kr. MÁLVERK/TEXTÍLAR GUÐBJÖRG LIND JÓNSDÓTTIR/ GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR/ KRISTÍN JÓNSDÓTTIR FRÁ MUNKAÞVERÁ Bragi Ásgeirsson Hnoðrar Kristínar Jónsdóttur frá Munkaþverá í gryfju og úti. Lína Lang- sokkur eftir Astrid Lindgren er í þýðingu Sig- rúnar Árnadótt- ur. Í henni er hægt að nálgast allar sögurnar af Línu Langsokk í einni bók, sem áður fengust í þremur bindum. Þetta eru sögurnar Lína Langsokkur, Lína Langsokkur ætlar til sjós og Lína Langsokkur í Suðurhöfum. Í meira en hálfa öld hefur Lína Langsokkur verið fyrirmynd krakka um víða veröld í ótrúleg- um uppátækjum og prakk- araskap. Hún er sterkasta stelpa í heimi og frjáls eins og fuglinn þar sem hún býr alein með sjálfri sér, apa og hesti í skakka húsinu sínu á Sjónarhóli. Þar má gera ýmislegt sér til skemmtunar og ekki má síður hafa gaman af sigl- ingu til suðurhafseyja með sjó- ræningjaskipinu Æðikollu í fylgd Tomma og Önnu. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 303 bls., prentuð í Odda. Myndskreyting: Ingrid Vang-Nyman. Hönnun kápu: Næst. Verð: 2.990 kr. Börn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.