Morgunblaðið - 05.06.2002, Síða 32
UMRÆÐAN
32 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
AÐEINS tveimur
dögum fyrir nýaf-
staðnar sveitarstjórn-
arkosningar birti
Sjálfstæðisflokkurinn
í Reykjavík heilsíðu-
auglýsingu í Mbl. sem
ástæða er til að fjalla
um. Í auglýsingunni
er stór mynd af Birni
Bjarnasyni frambjóð-
anda flokksins og
undir henni þessi
texti: „Við þekkjum
störf Björns Bjarna-
sonar í íþróttamálum
og treystum honum
best til að stýra þeim
málaflokki í borginni.“ Þar fyrir
neðan er svo listi með nöfnum 76
forystumanna innan ÍSÍ og
íþróttakappa. Forystumennirnir
eru 23 að tölu og við nafn hvers
þeirra kemur fram hvaða embætt-
um þeir gegna innan ÍSÍ. Fjórtán
þeirra eru formenn sérsambanda,
fjórir eru framkvæmdastjórar hjá
sérsamböndum, einn ritari sér-
sambands, einn for-
maður Afrekssjóðs
ÍSÍ og þrír sagðir
eiga sæti í fram-
kvæmdastjórn ÍSÍ.
Forystumenn í ÍSÍ
og íþróttakappar hafa
að sjálfsögðu rétt til
þess að láta sínar per-
sónulegu stjórnmála-
skoðanir í ljós. Það er
hins vegar fremur
óalgengt að forystu-
menn íþróttasamtaka
geri það með þessum
hætti, þ.e. með því að
lýsa opinberlega yfir
stuðningi við tiltekinn
frambjóðanda (eða flokk) í kosn-
ingum í nafni þeirra íþróttasam-
taka sem þeir veita forstöðu. Slíkt
háttalag er á skjön við markaða
stefnu ÍSÍ. Berlega hafa þessir
forystumenn gleymt því að
íþróttahreyfingin hefur reynt að
halda sig utan við átök stjórn-
málaflokka, í orði kveðnu a.m.k.
Getum má að því leiða hvernig
staðið hefur verið að því að fá við-
komandi forystumenn og íþrótta-
kappa til að lýsa yfir stuðningi við
Björn Bjarnason. Það er t.d. lík-
legt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi
óskað eftir þessum stuðningi og
þóst eiga hann inni hjá ÍSÍ vegna
framgöngu Björns í íþróttamálum
á undanförnum árum. Hafi svo
verið er ástæða til að minna á að í
lögum ÍSÍ stendur að sambandið
hafni öllum þrýstingi, hvort sem
hann er af pólitískum, trúarlegum
eða efnahagslegum toga. Það er
sama hvaðan sá þrýstingur kemur!
Það gengur heldur ekki að þakka
fyrir sig á þennan máta!
Stjórn ÍSÍ hefur ærna ástæðu til
að taka þetta mál til athugunar.
Hún getur varla látið það afskipta-
laust að íþróttasamtökin (ÍSÍ) séu
notuð í pólitískum tilgangi eins og
gert er í þessu tilfelli. Þvert á móti
verður hún að girða fyrir það að
svona framferði umræddra for-
ystumanna innan ÍSÍ verði öðrum
til eftirbreytni.
Slæmt for-
dæmi forystu-
manna
Ingimar Jónsson
ÍSÍ
Íþróttahreyfingin,
segir Ingimar Jónsson,
hefur reynt að halda
sig utan við átök
stjórnmálaflokka.
Höfundur er dósent við KHÍ.
SJÚKRAHÓTEL
eru ákveðið millistig
milli sjúkrahúss og
hótels. Megintilgang-
ur þeirra er að draga
úr þörf og eftirspurn
eftir sjúkrahúspláss-
um. Þar geta sjúkling-
ar dvalist þann tíma
sem þeir fá göngu-
deildarþjónustu, s.s.
lyfjagjafir eða geisla-
meðferð, eða eru að að
jafna sig eftir aðgerð-
ir. Það er ljóst að
kostnaður á dag á
sjúkrahóteli er marg-
falt minni en kostnað-
ur við legupláss á
sjúkrahúsi. Sjúkrahótel geta þann-
ig leyst úr brýnni þörf, ekki síst
sjúklinga sem þurfa að leita heil-
brigðisþjónustu utan heimabyggð-
ar. Það er nauðsynlegt að þeir geti
búið við góðar aðstæður á meðan á
meðferð stendur.
Sjúkrahótel Rauða
kross Íslands
Frá árinu 1974 hefur Rauði
kross Íslands starfrækt sjúkrahót-
el við Rauðarárstíg í Reykjavík.
Húsnæðisvandi landsbyggðarfólks
sem þurfti að sækja heilbrigðis-
þjónustu á höfuðborgarsvæðinu
var hvatinn að rekstri sjúkrahót-
elsins. Í dag eru um 65% gesta frá
landsbyggðinni en 35% af höfuð-
borgarsvæðinu og er þeirra þörf
engu minni, þótt hún sé af öðrum
toga en þess fólks sem ekki kemst
heim til sín meðan á meðferð
stendur. Mjög gott starf hefur ver-
ið unnið á sjúkrahótelinu og starf-
semin sannað gildi sitt. Rauði
kross Íslands hefur borið bæði fag-
lega og fjárhagslega ábyrgð á
rekstrinum. Krabbameinsfélag Ís-
lands hefur brugðist við neyð
krabbameinssjúklinga af lands-
byggðinni með því að kaupa nokkr-
ar íbúðir í samvinnu við Rauða
krossinn og standa þær krabba-
meinssjúklingum til boða gegn
vægu gjaldi.
Fram að síðustu áramótum féllu
sjúkrahótel undir skilgreiningu
sjúkrahúsa en þá var sú skilgrein-
ing felld niður með lögum um ráð-
stafanir í ríkisfjármálum svo hægt
væri að innheimta þjónustugjald.
Þessi breyting kallar á nýja skil-
greiningu svo að þessi mikilvægi
rekstur standi á öruggum lagaleg-
um grunni innan heilbrigðisþjón-
ustunnar.
Starfsemi sjúkrahótela
á Norðurlöndunum
Sjúkrahótel eru rekin með ólíku
sniði á Norðurlöndum, sum eru
hluti af sjúkrahúsrekstri eða heil-
brigðisþjónustu en önnur eru sjálf-
stæðar einingar, en alls staðar hafa
sjúkrahótel sannað gildi sitt innan
heilbrigðisþjónustunnar.
Við ríkisspítalann í Kaupmanna-
höfn er sjúklingahótelið t.d. nýtt
sem viðbót við legurými sjúkra-
hússins, þ.e. að sjúklingar eru
færðir á sjúklingahótelið en án
útskriftar af sjúkradeild. Í Lundi
eru sjúklingarnir hins vegar ekki
innskrifaðir á sjúkrahúsið á meðan
þeir dvelja á sjúklingahótelinu.
Rekstrarform og fjármögnun sjúk-
lingahótelanna eru
með mismunandi
hætti en ávallt sem
hluti eða á ábyrgð op-
inberrar heilbrigðis-
þjónustu.
Vannýtt
þjónustuform
Umræðan um að
auka þetta þjónustu-
form hér á landi hefur
farið vaxandi í
tengslum við leit að
nýjum og ódýrari úr-
ræðum í heilbrigðis-
þjónustu og betri nýt-
ingu fjármagns sem
fer til rekstrar bráða-
sjúkrahúsa. Stefnumótun og
ákvarðanataka hefur þó látið á sér
standa.
Fyrir sjö árum kom fram í könn-
un landlæknisembættisins vísbend-
ing um að 22,4% af inniliggjandi
sjúklingum (Bsp., Lsp. og Landa-
koti) gætu nýtt sér dvöl á sjúk-
lingahóteli í stað vistunar á sjúkra-
húsi og í könnun sem gerð var á
staðsetningu sjúklinga á SHR í
janúar 2000 kom fram að af 372
inniliggjandi sjúklingum voru alls
152 rangt staðsettir að mati deild-
arstjóra eða 41%. Hluti þessara
sjúklinga hefði getað legið á hjúkr-
unarheimilum og aðrir á sjúkrahót-
eli.
Það hefur sýnt sig að með
rekstri sjúklingahótels má auka
þjónustu til muna fyrir 25% af sól-
arhringskostnaði á bráðasjúkra-
húsi.
Líkt og aðrir nýir valkostir í
heilbrigðiskerfinu, svo sem dag-
deildarþjónusta, fimm daga þjón-
usta, þjónusta í heimahúsum o.fl.
sem hefur miðað að því að sjúkling-
ar liggi sem skemmst inni á legu-
deildum má vænta þess að sjúk-
lingahótel sé vænlegur kostur á
Íslandi. Af framangreindu má ráða
að kostir sjúkrahótela verða vart
eða ekki dregnir í efa.
Uppbygging
Við fyrirhugaða uppbyggingu
Landspítala – háskólasjúkrahúss
við Hringbraut gefst kærkomið
tækifæri til uppbyggingar sjúkra-
hótels í nánum tengslum við spít-
alann en algjör forsenda þess að
sjúklingahótel nýtist til fullnustu
er að það sé á sjúkrahúslóðinni,
stutt frá göngudeildum og bráða-
móttöku og jafnframt má telja
nauðsynlegt að sjúkrahótel sé und-
ir stjórn sjúkrahússins eða í nánum
stjórnunartengslum við það. Þetta
tvennt er fosenda þess að hægt sé
að ná fram þeirri hagræðingu og
sparnaði sem sjúkrahótel bjóða
upp á.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akur-
eyri er annað stærsta sjúkrahús
landsins og gegnir mikilvægu hlut-
verki í heilbrigðisþjónustu lands-
manna. Verið er að styrkja sér-
greinaþjónustu og bráðamóttöku
sjúkrahússins auk margvíslegrar
göngudeildarþjónustu. Þar sem
sjúkrahúsið þjónar að mestu Norð-
ur- og Austurlandi og vegalengdir
eru miklar er ljóst að margir sjúk-
lingar þurfa á gistingu að halda ut-
an sjúkrahússins. Ef stuðla á að
samsvarandi þróun í þjónustu
Fjórðungssjúkrahússins á Akur-
eyri og að er stefnt á Landsspítala
– háskólasjúkrahúsi, þ.e. að fækka
innlagningardögum og auka
göngudeildarþjónustu, þá þarf að
reka sjúkrahótel við FSA. Bygg-
ingu sjúkrahótels ætti að finna stað
innan framtíðarskipulags FSA-
svæðisins.
Bætum þjónustu bráðasjúkra-
húsanna með uppbyggingu sjúkra-
hótela.
Sjúkrahótel –
brýn þörf
Þuríður
Backmann
Höfundur er þingmaður Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs.
Heilbrigðisþjónusta
Með rekstri
sjúklingahótels, segir
Þuríður Backman,
má auka þjónustu til
muna fyrir 25% af
sólarhringskostnaði
á bráðasjúkrahúsi.
Kennaraháskólinn
býður nú upp á nátt-
úrufræðimenntun til
diplómagráðu. Þetta
er fjarnám sem skipt-
ist í tvo hluta, hvor
um sig 15 einingar og
geta þátttakendur
valið hvort þeir taka
einungis fyrri hlutann
eða báða. Hér er um
nýjung að ræða, nám
sem í enskumælandi
löndum kallast „sci-
ence education“. Meg-
inmarkmið þessarar
nýju námsbrautar er
að koma til móts við
starfandi grunn- og framhalds-
skólakennara, gefa þeim tækifæri
til að styrkja starfsleikni sína og
dýpka skilning sinn bæði á nátt-
úrufræðum og stöðu nemenda
gagnvart þessum fræðum. Undan-
farna tvo áratugi eða svo hafa fjöl-
margar rannsóknir verið gerðar á
hugsun barna og unglinga á þessu
sviði, með þeim árangri að við höf-
um nú mun skýrari mynd af því
hvernig nemendur læra náttúru-
fræði en einnig þeim vandamálum
sem þeir geta lent í þegar þeir eru
að læra greinar sem falla undir
þessi fræði. Einkanlega hefur at-
hygli rannsakenda beinst að per-
sónulegri hugmyndasmíð nem-
enda. Þegar börn mæta til leiks í
skólanum hafa þau iðulega gert
sér ýmsar hugmyndir um fyrir-
bæri náttúrunnar. Þau hugsa
m.ö.o. sitt um fyrirbæri eins og
vatn, loft, eld, krafta, himingeim-
inn, vistkerfi og erfðir. Yfirleitt er
ekkert nema gott um þetta að
segja. Börn verða jú að fá að fikra
sig áfram í flókinni veröld. Á hinn
bóginn kemur fyrir að persónuleg
þekkingarsmíð barna leiðir þau af-
vega miðað við það sem náttúru-
vísindin telja góða og gilda þekk-
ingu. Það er jú einatt svo að við
skiljum „hið nýja“ í ljósi þeirra
hugmynda sem fyrir eru hjá okk-
ur. Ef „grunnurinn“ er skakkur er
auðvitað hætt við því
að „húsið“ – þekking
manns – verði það
líka. Og þetta er alltaf
að gerast í náttúru-
fræðikennslu og ein-
att án þess að kenn-
arinn verði þess var.
Nemendur eru sífellt
að villast í þessum
fræðum, íslenskir
nemendur og nem-
endur í öðrum löndum
líka. Afleiðingin verð-
ur slakur námsárang-
ur alls þorra nemenda
eins og alþjóðlegar
kannanir gefa vís-
bendingu um. Í raun er þetta ekk-
ert skrítið eða óeðlilegt. Náttúru-
fræði eru alls ekki auðlærð.
Tungutak þeirra er sérstakt og
mjög frábrugðið tungutaki daglegs
lífs. Það gefur því auga leið að það
er afar vandasamt að kenna þessi
fræði svo vel fari, þannig að börn-
in villist ekki. Ef það gerist er
hætt við því að vanmáttartilfinn-
ingin og áhugaleysið nái yfirtök-
unum – jafnvel að brestir komi í
sjálfsmyndina.
Náttúrufræðikennari sem vill ná
árangri verður ekki einasta að
kunna fagið, hann þarf líka að átta
sig á þeim sérstöku vandamálum
sem nemendur hans þurfa að
glíma við í þekkingarsmíð sinni.
Diplómanámið við KHÍ má skoða
sem viðleitni til að hjálpa kenn-
urum að ná betri tökum á nátt-
úrufræðikennslu. Þetta er alhliða
nám sem gefur kennaranum færi á
því að afla sér þekkingar á
kennslugeininni (líffræði, eðlis-
fræði, efnafræði eða jarðfræði),
dýpka skilning á námsvanda nem-
enda, læra til verka í skólastofu og
(einkum í seinni hlutanum) læra að
rannsaka og þróa sitt starf í sam-
vinnu með öðrum með það að
markmiði að efla skólastarfið.
Engum dylst að náttúrufræðin eru
orðin snar þáttur í menningu okk-
ar. Samfélag okkar verður í æ rík-
ara mæli tækni- og vísindasam-
félag. Það gefur því auga leið hvað
náttúrufræðimenntun er mikilvæg.
Þegar ég segi þetta er ég ekki ein-
asta að hugsa um þörf samfélags-
ins fyrir sérfræðinga á þessu sviði
heldur líka um fólk almennt. Öll
hneigjumst við til að lifa merking-
arbæru lífi og þróa skilning okkar
á sjálfum okkur og umhverfi okk-
ar. Þekking er forsenda þess að
geta ratað í samfélaginu og hún
verður æ mikilvægari eftir því sem
samfélag okkar verður marg-
slungnara. Náttúrufræðikennsla í
skólum landsins er viðleitni í þá
átt að hjálpa fólki að rata og verða
virkir þátttakendur í samfélaginu.
Eins og er stendur þessir þáttur í
skólastarfinu höllum fæti. Það hef-
ur sigið á ógæfuhliðina. Megin-
vandinn er skortur á kennurum
með góða menntun á þessu sviði.
Nýgerð Aðalnámskrá gerir ráð
fyrir aukinni náttúrufræðikennslu.
Náttúrufræði skulu nú kennd frá
upphafi skólagöngu. Þetta er gott
markmið. Gallinn er bara sá að við
getum ekki, að óbreyttu, fylgt því
eftir. Þekkinguna vantar. Diplóma-
námið í náttúrufræðimenntun í
KHÍ er viðurkenning á þessari
staðreynd, tilraun til að snúa við
blaðinu, tilraun til að koma til
móts við kennara sem finna sig
vanbúna til að kenna náttúrufræði
en líka tilraun til að mæta þörfum
þeirra kennara sem telja sig vera
„á góðri siglingu“ en langar til að
efla sig enn frekar sem fagmenn.
Eflum náttúru-
fræðikennslu í
íslenskum skólum!
Hafþór Guðjónsson
Þekking
Þekking er forsenda
þess, segir Hafþór
Guðjónsson, að geta rat-
að í samfélaginu.
Höfundur er kennari við HÍ og KHÍ.