Morgunblaðið - 05.06.2002, Qupperneq 33
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2002 33
ÖSSUR Skarphéðinsson, for-
maður Samfylkingarinnar, veltir
vöngum yfir því sem hann kallar
„sætir sigrar Samfylkingarinnar“ í
Morgunblaðinu 2. júní sl. Mér
finnst ekki nema eðlilegt að hann
skrifi nokkuð um úrslit sveitar-
stjórnarkosninganna hinn 25. maí
þar sem flokkur hans tók þátt í
þeim kosningum á ýmsum stöðum á
landinu. Hitt finnst mér verra að
Össur skuli í þessum skrifum sín-
um fara vægast sagt mjög villandi
og beinlínis rangt með það sem
snertir Vestmannaeyjar í þessum
vangaveltum sínum.
Það sem ég á við er þetta: Þegar
Össur talar um umskipti á Suður-
landi vegna kosninganna segir
hann m.a.: „Sókn Samfylkingarinn-
ar felldi meirihluta í Vestmanna-
eyjum.“ Einnig segir Össur: „Sam-
fylkingin réði þannig úrslitum um
niðurstöðuna í Eyjum.“
Hér er hallað svo réttu máli að
nauðsynlegt er að gera athuga-
semdir.
Í Vestmannaeyjum starfar bæj-
armálafélag sem við kosningarnar
25. maí bauð fram undir nafni Vest-
mannaeyjalistans og fékk 3 bæjar-
fulltrúa af 7. Í félaginu er fjöldi
fólks sem styður mismunandi
stjórnmálaflokka á landsvísu. Þar
starfa, svo tekið sé dæmi, fram-
sóknarmenn, vinstri grænir og
samfylkingarmenn, og þar starfa
einnig fjölmargir sem ekki vilja
merkja sig einhverjum sérstökum
stjórnmálaflokkum. Þetta fólk á því
rætur í mismunandi jarðvegi en
einlægur áhugi þess á ýmsum
framfaramálum í Vestmannaeyjum
hefur þjappað því saman og þar
með hefur skapast öflugt afl til
mótvægis íhaldinu í bænum.
Vestmannaeyjalistinn leggur enn
sem fyrr á það áherslu að hann er
ekki fulltrúi eins eða annars stjórn-
málaflokks og því er rangt að segja
að Samfylkingin hafi ráðið úrslitum
um fall íhaldsins í Eyjum á sama
hátt og það er rangt að segja t.d. að
vinstri grænir eða óflokksbundnir
hafi fellt íhaldið. Ég vil hins vegar
halda því fram að kraftur Vest-
mannaeyjalistans hafi fellt íhaldið,
ekki vegna fyrsta, annars eða
þriðja manns á listanum eingöngu,
heldur einnig og ekkert síður
vegna þeirra fjölmörgu annarra
sem þátt tóku í kosningabaráttunni
fyrir hönd Vestmannaeyjalistans
sjálfs en hvorki á vegum Samfylk-
ingarinnar né annarra
stjórnmálaafla.
Þessar staðreyndir
verður Össur að skilja,
hvort sem honum þyk-
ir það ljúft eða leitt,
því þannig er þetta
einfaldlega. Þessu
verður hann einnig að
reikna með þegar
hann pælir í sætum
sigrum Samfylkingar-
innar.
Ég vona svo sannar-
lega, Össurar vegna,
að önnur atriði í grein
hans séu ekki með
sama markinu brennd
og það sem hann segir um Vest-
mannaeyjar. Það er nefnilega
aldrei vænlegt, í það minnsta ekki
til frambúðar, að skreyta sig með
stolnum fjöðrum. Skoðanakannanir
síðustu daga staðfesta reyndar að
pælingar Össurar um stóraukið
fylgi Samfylkingar-
innar á landsvísu eru
óraunsæjar með öllu
og skiptir þar engu
máli hversu hátt Öss-
ur reiknar sig, jafnvel
allt upp í 100%.
Sem Vestmanna-
eyjalistamaður vil ég
sannarlega óska þess
að Össur og Samfylk-
ing hans geti látið gott
af sér leiða fyrir Vest-
mannaeyjar og hafi
hann mínar fyrir fram
þakkir þar fyrir. Eigi
það hins vegar að ger-
ast verður það að vera
á forsendum sem Vestmannaeyja-
listinn getur sætt sig við. Að öðrum
kosti er betra heima setið en af stað
farið.
Að skreyta sig með
stolnum fjöðrum
Ragnar Óskarsson
Kosningar
Það er aldrei vænlegt,
segir Ragnar
Óskarsson, að
skreyta sig með stolnum
fjöðrum.
Höfundur er félagi í bæjarmálafélagi
Vestmannaeyjalistans.
Nýbýlavegi 12, Kópavogi,
sími 554 4433.
Mikið úrval
Kvart strechbuxur
Nýkomnar • Verð kr. 1.990
SJALDAN er ein
báran stök í 12 vind-
stigum eins og mál-
tækið segir. Nú
bregður svo við fyrir
sjómannadagshátíðina
á Akureyri að topp-
arnir hjá stóru út-
gerðarfyrirtækjunum
fyrir norðan fyllast
umhyggju fyrir
starfsmönnum sínum
og koma að mér skilst
með vinsamlegar
ábendingar um að
sáluhjálp sjómanna-
stéttarinnar sé stefnt
í voða verði ákveðnum
kjörnum fulltrúa Norðlendinga fal-
in aðalræða dagsins.
Allajafna hafa hátíðarræður
þennan dag verið lof og prís um
hafsins hetjur með veikri blöndu
af því sem efst er á baugi á hverj-
um tíma. Ekki veit ég hvað nafni
minn Árni Steinar hafði hugsað
sér að fjalla um í ræðu sinni, enda
kemur það mér ekkert við frekar
en öðrum Norðlend-
ingum. Hitt er alveg
grafalvarlegt mál ef
rétt er að forsvars-
menn stærstu útgerð-
arfyrirtækja landsins
séu með einum eða
öðrum hætti að skipta
sér af hlutum sem
þeim koma ekkert við,
eins og vali á ræðu-
manni dagsins. Slíkt
innlegg af þeirra
hálfu dæmir sig best
sjálft.
Þetta er hátíðisdag-
ur sjómanna þar sem
sjómannadagsráð á
hverjum stað ákveður dagskrána
og sér um framkvæmd hennar. Ef
svo er ekki má allt að einu leggja
sjómannadaginn niður.
Forsjárhyggja
í fyrirrúmi
Árni Bjarnason
Höfundur er formaður FFSÍ.
Sjómannadagur
Allajafna hafa hátíð-
arræður þennan dag,
segir Árni Bjarnason,
verið lof og prís um
hafsins hetjur.
Stretchbuxur kr. 2.900
Konubuxur frá kr. 1.690
Dragtir, kjólar,
blússur og pils.
Ódýr náttfatnaður.
Brandtex fatnaður
Nýbýlavegi 12, sími 5544433
Stretchbuxur kr. 2.90
Konubux r frá kr. 1.790
ragtir, kjólar,
blús ur og pils.
Ódýr nát fatna