Morgunblaðið - 05.06.2002, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 05.06.2002, Qupperneq 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ODDVITI sjálf- stæðismanna á Akur- eyri, Kristján Júl- íusson bæjarstjóri, bregst til andsvara spurningu minni í Morgunblaðinu 1. júní sl. um hvort lýð- ræðisleg vinnubrögð hafi verið höfð að leiðarljósi við mynd- un nýs meirihluta bæjarstjórnar Akur- eyrar. Greinin ber heitið „Sigurvegarar kosninga og lýðræð- isást“. Í greininni „Lýðræðið fótum troðið á Akureyri?“ sem birtist í Morgunblaðinu 29. maí sl. benti ég á að L-listinn væri afdráttarlaus sigurvegari kosning- anna á Akureyri meðan Sjálfstæð- isflokkur og framsóknarmenn töp- uðu fylgi. Skilaboð kjósenda voru skýr. Benti ég jafnframt á að fyr- irvaralausar samningaviðræður oddvita Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um meirihluta- samstarf væri augljós yfirlýsing um að álit kjósenda væri lítils met- ið þegar kæmi að myndun meiri- hluta. Loks varpaði ég fram spurningunni hvort ekki hefði „verið eðlilegra að stærsti flokk- urinn í bæjarstjórn, þ.e. Sjálfstæð- isflokkurinn, færi að lýðræðislegri ábendingu kjósenda um að þeir vilji sjá L-listann í meirihluta bæj- arstjórnar en ekki framsóknar- menn?“ Sjálfstæðisflokkurinn sigurvegari? Kristján svarar ekki spurning- unni um myndun meirihlutans heldur velur að leika sér með töl- fræði og endursegja sjálfvalið efni úr pólitískri „umræðu síðustu vikna hér í bæ“. Þetta kalla ég hjáumræðu sem reyndar bendir til að Kristján meti meira það sem gerðist fyrir kosningaúrslitin en eftir þau. Hann upplýsir einnig að „í kosningum er sá einn sigurveg- ari sem fær flest atkvæði á kjör- degi“. Samkvæmt þessu hlýtur Sjálf- stæðisflokkurinn, að mati Krist- jáns, að vera sigurvegari kosning- anna á Akureyri þrátt fyrir fylgistap og missi fulltrúa! Þetta er athyglisverð niðurstaða og því ekki að undra þótt spurt sé hvort lýðræðisást blindi e.t.v. bæjar- stjórann? Forsendur lýðræðisins Það kostaði mikla baráttu á sín- um tíma að koma á lýðræði og kosningum í stað einræðis og ákvarðana einvalda. Til að lýðræði nái raunverulega fram að ganga í kosningum þurfa samt sem áður nokkrar mikilvægar forsendur að vera fyrir hendi. Kostirnir sem um er kosið þurfa t.d. að vera skýrir og kjósendum vel kunnir þegar kemur að kjördegi. Það er þess vegna lýðræðisleg skylda framboða að gera kjósendum grein fyrir hvað þau hyggj- ast fyrir að kosningu lokinni, hvaða málefni þau leggja áherslu á, með hverjum þau kjósa eða kjósa ekki að starfa o.s.frv. Ef svo er ekki er ekki hægt að segja að kjós- endur viti í raun hverjum eða hvaða málefnum þeir eru að greiða atkvæði sitt. Framboð af þessu tagi eru ótrúverðug og í raun ólýðræðisleg. Spurningin er hvort og að hvaða leyti þetta á við um kosningarnar hér á Akureyri? Gaman væri t.d. að heyra Kristján greina frá því opinberlega hvenær meirihluta- samstarf sjálfstæðis- og framsókn- armanna var fyrst rætt og fast- mælum bundið af hálfu þessara aðila. Lýðræði í ljósi tölfræðinnar? Tölfræði er afskaplega gott tæki til mælinga, en á sama hátt og tommustokkurinn segir hún lítið um eðli þess sem mælt er. Þó verður ekki allt mælt með tölfræð- inni frekar en tommustokknum. Í ljósi niðurstöðu kosninga þjónar það lýðræðinu að fara að vilja kjósenda, sem ekki verður ráðinn af tölfræðinni einni saman. Það stoðar lítið fyrir bæjarstjór- ann að rýna í tölfræðina lýðræðinu til vitnis og meirihlutanum til stað- festu. Vilji kjósenda er nægilega skýr, burtséð frá allri tölfræði. Jafnvel ástfangnir sjálfstæðis- og framsóknarmenn eiga að sjá til. Er það tölfræðin eða lýðræðisástin sem byrgir mönnum sýn? Lýðræðinu ógnað á sjómannadaginn Lýðræðishugmyndin felur m.a. í sér að hver og einn hafi vald til áhrifa í krafti atkvæðis síns óháð efnahag. Til eru þeir sem virðast ekki gefa mikið fyrir þessa hug- mynd. Elskhugum lýðræðisins hlýtur þó að hafa blöskrað framferði for- stjóra útgerðarfélagsins Samherja gagnvart sjómannadagsráði bæjar- ins og lýðræðislega kjörnum full- trúa á Alþingi, sem átti að vera aðalræðumaður á sjómannadaginn hér á Akureyri. Að láta verkin tala Mér finnst vel við hæfi að odd- viti bæjarins leiði forstjóranum fyrir sjónir hversu andstætt það er lýðræðinu að hafa í frammi skoð- anakúgun í skjóli auðvalds gagn- vart lýðræðislega völdum fulltrúa og sjómannadagsráði bæjarins. Ég skora því á þig, Kristján, að for- dæma opinberlega athæfi forstjór- ans og sýna þannig lýðræðisást þína í verki. Einn flokksbróðir þinn í Reykja- vík, sem ég man ekki lengur hvað heitir, hélt mikið upp á þetta orða- lag í nýafstaðinni kosningabaráttu þar í bæ. Mín afstaða er skýr, fordæma ber valdhroka forstjórans, sem ég vona að veki alla lýðræðissinna til umhugsunar um þær hættur sem ógna lýðræðinu nú um stundir. Ást og lýðræði á Akureyri Hermann Óskarsson Höfundur er félagsfræðingur og var í 13. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri. Akureyri Vilji kjósenda er nægilega skýr, segir Hermann Óskarsson, burtséð frá allri tölfræði. VISSIR þú að á Ís- landi eru 28-30.000 manns heyrnarlausir eða verulega heyrnar- skertir? Vissir þú að stór hluti eldri borg- ara á erfitt með að fylgjast með töluðu máli? Vissir þú að nú eru um það bil 10.000 erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi og stærstur hluti þeirra er að reyna að læra íslensku? Samtals eru þessir hópar um 17% af þjóðinni. Hvað á þetta fólk svo sameig- inlegt? Jú, þetta eru minnihlutahópar sem allir myndu njóta góðs af textun íslensks sjón- varpsefnis. Við Íslendingar erum enn langt á eftir nágrannaþjóðum okkar í textun á innlendu sjónvarpsefni. Á Norðurlöndum og víðast í öðrum löndum Evrópu ásamt Bandaríkj- unum er mest allt innlent sjón- varpsefni textað. Kostnaður við textun er aðeins brot af fram- leiðslukostnaði þátta og margborg- ar sig þegar tekið er tillit til þess hve markhópur þáttarins stækkar við textunina. Texti myndi gera heyrnarlausum og heyrnarskert- um kleift að fylgjast með innlendu sjónvarpsefni og stórbæta lestr- argetu heyrnarlausra barna sem og nýbúa. Tækni til textunar er til staðar og ekkert ætti að hindra fjölmiðla í að nýta sér hana. Árið 2001 eyddi RÚV, „sjónvarp allra landsmanna“, heilum 70 milljónum kr. í að styrkja Sin- fóníuhljómsveit Ís- lands og á sama tíma kvörtuðu þeir vegna peningaleysis til text- unar. Sama ár og pen- ingarnir runnu til Sin- fóníunnar notaði RÚV aðeins 365.000 kr. til textunar á íslensku efni og Stöð 2 varði ekki einni einustu krónu. Ég spyr, er ekki verið að mis- muna hópum með þessum hætti? Þann 19. maí 2001 var þingsályktunartillaga sam- þykkt á Alþingi en hún er að hluta til svo hljóðandi: „Alþingi ályktar að fela mennta- málaráðherra að stuðla að því að íslenskt sjónvarpsefni verði textað eftir því sem við verður komið til hagsbóta fyrir heyrnardauft fólk sem við núverandi aðstæður á erf- itt með að fylgjast með íslensku efni í sjónvarpi.“ Flutningsmenn tillögunnar voru Sigríður A. Þórðardóttir, Sigríður Jóhannesdóttir, Tómas Ingi Ol- rich, Ólafur Örn Haraldsson, Ein- ar Már Sigurðarson, Einar Oddur Kristjánsson, Kolbrún Halldórs- dóttir, Þorgerður K. Gunnarsdótt- ir og Hjálmar Árnason. Þingsályktunartillagan var sam- þykkt einhljóða en því miður hefur lítil sem engin breyting orðið á textunarmálum í íslensku sjón- varpi þrátt fyrir það. Á textavarpssíðu 888 hjá RÚV er einstaka sinnum textað efni til sýningar. Það er þó RÚV til háborinnar skammar hve illa er staðið að þeirri litlu textun sem þar fer fram. Stafir blikka og jafnvel heilu setningarnar hverfa. Til að bæta gráu ofan á svart hefur þýðandinn oftar en ekki breytt textanum, ein- faldað hann að eigin geðþótta. Sem sagt, það kemur fyrir að textinn er ekki í fullu samræmi við töluð orð þáttarins. Til að vera þátttakandi í ís- lensku samfélagi verður viðkom- andi að eiga greiðan aðgang að upplýsingum. Það er því okkar barátta sem og hjartans mál, að farið verði eftir þingsályktuninni frá 19. maí 2001 og textun inn- lends sjónvarpsefnis verði lög- leidd. Er sjónvarp fyrir alla þjóðfélagshópa? Þórður Örn Kristjánsson Höfundur er heyrnarlaus. Textun Við Íslendingar, segir Þórður Örn Krist- jánsson, erum enn langt á eftir nágrannaþjóðum okkar í textun á inn- lendu sjónvarpsefni. FÁTT er til yndis- legra en ungbarn sem horfir á okkur stórum, saklausum augum. Við fyllumst verndartilfinningu og viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hlúa vel að barninu og vernda. Þau eru algerlega háð okkur fullorðnum hvað varðar allar lík- amlegar og tilfinn- ingalegar þarfir, þörf fyrir blíðu, öryggi, nærveru, útiveru og svo mætti lengi telja. Við leggjum á okkur vökunætur, göngum um gólf með litla angann sem er að taka tennur og setjum hans þarfir framar okk- ar. Við njótum þess að upplifa fyrsta brosið, fyrstu tönnina, fyrsta skrefið, fyrsta orðið! Við fyllumst lotningu yfir hverju skrefi sem barnið tekur og erum að springa af stolti. En svo gerist eitthvað, ekki í einu vetfangi en smátt og smátt. Það er eins og við förum að efast um mikilvægi hlutverks okkar þegar barnið hættir að vera eins háð okkur með allar sínar þarfir og sérstaklega þegar það kemst á unglingsárin. Af hverju efumst við um að unglingurinn okkar vilji heyra og finna að við viljum verja tíma með honum og félögum hans? Af hverju efumst við um að þau vilji finna að við viljum hafa þau með í sumarbústaðinn, ekki til að passa upp á að þau geri ekki eitt- hvað af sér eða fari sér að voða úti í hinum harða heimi, heldur af því að okkur þykir gott að vera með þeim, okkur þykir þau skemmti- leg. Einfaldlega af því að okkur þykir svo óumræðilega vænt um þau og við viljum njóta sem flestra stunda með þeim. Við þurfum ekk- ert að efast um að stóru börnunum okkar þykir gott að láta taka utan um sig og heyra að þau séu frá- bær. Þau hafa miklu meiri þörf fyrir foreldra og að á þau sé hlust- að en okkur grunar. Í nýsamþykktum barnaverndar- lögum á Íslandi, sem tóku gildi 1. júní 2002, er í 1. gr. kveðið á um réttindi barna og skyldur foreldra. Þar segir: „Börn eiga rétt á vernd og umönnun. Þau skulu njóta rétt- inda í samræmi við aldur sinn og þroska. Foreldrum ber að sýna barni sínu umhyggju og nærfærni og gegna forsjár- og uppeldis- skyldum við börn sín svo sem best hentar hag og þörfum þeirra. Þeim ber að búa börnum sínum viðun- andi uppeldisaðstæður og gæta velfarnaðar þeirra í hvívetna.“ Í 3. gr. sömu laga er eftirfarandi að finna: „Með börnum er í lögum þessum átt við einstaklinga yngri en 18 ára. Barnaverndaryfirvöld geta ákveðið, með samþykki ung- mennis, að ráðstafanir sem gerðar eru á grundvelli laganna haldist eftir að þau eru orðin 18 ára, allt til 20 ára aldurs. Með barnaverndaryfirvöldum er átt við félagsmálaráðuneytið, Barnaverndarstofu, kærunefnd barnaverndarmála og barnavernd- arnefndir. Með foreldrum er að jafnaði átt við þá sem fara með forsjá barns.“ Foreldrar! Við berum ábyrgð í 18 ár! Það er ekki eingöngu laga- skylda að sinna börnunum sínum, það er ekki áþján eða þreytandi kvöð. Foreldrahlutverkið er eitt hið mikilvægasta í lífi einstaklings. Lítum á þessi 18 ár sem kærkom- inn tíma þar sem okkur er trúað fyrir miklu. Þetta er tími tækifær- anna, stunda þar sem við njótum þeirra forréttinda að fá að vera með barninu okkar, sýna því um- hyggju og nærfærni. Barnið fær að njóta handleiðslu okkar, hvatning- ar og virðingar. Breyting á sjálfræðisaldri frá 16 til 18 ára er tilkomin vegna þess að fæst höfðu þroska til að taka ábyrgð sem fullorðin. Foreldrar, leggjum ekki meiri ábyrgð á börn- in okkar en þau eru fær um að axla, leiðbeinum þeim og styðjum, elskum þau óhikað og finnum okk- ar eigið öryggi í foreldrahlut- verkinu. Foreldrar eru lykilpersón- ur í lífi sinna barna og þekkja þau best. Átján ára ábyrgð Bergþóra Valsdóttir Höfundar eru fulltrúar í Saman- hópnum. Barnavernd Það er ekki eingöngu lagaskylda að sinna börnunum sínum, segja Bergþóra Valsdóttir og Stefanía Sörheller, það er ekki áþján eða þreytandi kvöð. Stefanía Sörheller

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.