Morgunblaðið - 05.06.2002, Side 36

Morgunblaðið - 05.06.2002, Side 36
MINNINGAR 36 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Grétar Hjartar-son fæddist í Reykjavík 3. ágúst 1934. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 28. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Hjörtur Hjartarson kaupmaður frá Reynimel, f. 31. október 1902, d. 15. febrúar 1985, og kona hans Ásta Laufey Björnsdóttir frá Ánanaustum, f. 24. nóvember 1908. Þau bjuggu lengst af á Bræðra- borgarstíg 22 í Reykjavík. Hjörtur var sonur Hjartar Jónssonar, f. 7. september 1863, steinsmiðs og sjó- manns og konu hans Margrétar Sveinsdóttur, f. 28. desember 1862. Ásta var dóttir Björns Jóns- sonar, f. 6. júlí 1880, skipstjóra frá Ánanaustum og konu hans Önnu Pálsdóttur, f. 17. september 1888. frá Neðra-Dal í Biskupstungum. Systkini Grétars eru Björn, f. 12. febrúar 1928, d. 4. júní 1992, Hjörtur, f. 23. desember 1929, Anna, f. 9. desember 1931, og Anna Þórunn, f. 18. júní 1942. Hinn 5. maí 1956 kvæntist Grét- ar Guðlaugu Pálsdóttur, f. 12. des- ember 1935, d. 16. október 1982. Foreldrar hennar voru Páll Skúla- son, f. 19. september 1894, ritstjóri í Reykjavík og kona hans Halldóra Hafliðasonar eru Þórunn, f. 18. febrúar 1959, gift Sigurði Kára- syni, f. 6. apríl 1955. Börn þeirra eru Aron Kári, f. 8. febrúar 1986, Elísabet Inga, f. 17. nóvember 1995, og Þórunn Eva, f. 16. janúar 2000. Sonur Þórunnar og Jóhanns Steinssonar er Halldór, f. 15. sept- ember 1978. Hrafnhildur Inga, f. 11. desember 1962, sambýlismað- ur hennar er Friðþjófur Friðþjófs- son, f. 25. nóvember 1959. Börn Hrafnhildar og Halldórs Þórhalls- sonar eru Ólöf Inga, f. 26. ágúst 1979, Hafliði, f. 16. júní 1987, og Þórhallur Páll, f. 7. nóvember 1990. Foreldrar Ólafar voru Her- dís Sigfúsdóttir og Klemens Þor- leifsson. Grétar útskrifaðist með héraðs- skólapróf frá Laugarvatni árið 1951 og lauk farmannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1958. Hann var háseti á bát- um og togurum 1949 til 1953, há- seti á skipum Eimskipafélags Ís- lands1954 til 1960, stýrimaður 1961 til 1970 og skipstjóri á skip- um félagsins frá 1971 til 1975. Hinn 1. september 1975 var hann settur framkvæmdastjóri Bæjar- bíós í Hafnarfirði og síðan fram- kvæmdastjóri Laugarásbíós 1. desember sama ár. Grétar var ráð- inn forstjóri Laugarásbíós 1. mars 1976 og gegndi því starfi til 1994. Árin 1995 til 1999 var hann kenn- ari á vegum Þróunarsamvinnu- stofnunar Íslands við stýrimanna- skóla í Walvis Bay í Namibíu. Grétar starfaði hjá Íslandspósti frá árinu 1999. Útför Grétars fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Jóhanna Elísdóttir, f. 13. nóvember 1904. Páll var sonur Skúla Skúlasonar, f. 26. apr- íl 1861, prófasts í Odda á Rangárvöll- um, og konu hans Sig- ríðar Helgadóttur, f. 9. febrúar 1862. Hall- dóra var dóttir Elís Jónssonar, f. 20. októ- ber 1879, kaupmanns og konu hans Guð- laugar Eiríksdóttur, f. 19. ágúst 1873. Börn Grétars og Guðlaugar eru: 1) Páll, f. 22. júlí 1956, kvæntur Svanhildi Jónsdótt- ur, f. 22. júlí 1957. Synir þeirra eru Sindri Már, f. 21. desember 1982, og Grétar Már, f. 6. mars 1989. 2) Pétur, f. 21. desember 1958, kvæntur Margréti Gísladóttur, f. 10. ágúst 1956. Þeirra dóttir er Berglind, f. 2. apríl 1989. Sonur Margrétar er Gísli Helgason, f. 13. apríl 1974. 3) Hjörtur, f. 22. júlí 1965. Börn Hjartar og Guðrúnar Georgsdóttur, f. 14. júní 1962, eru Melkorka Embla, f. 8. apríl 1997, Elís, f. 27. nóvember 2000, d. sama dag, og Guðlaug Embla, f. 4. jan- úar 2002. 4) Elín Sigríður, f. 17. mars 1974. Sonur hennar og Sal- bergs Jóhannssonar er Jóhann Jökull, f. 14. apríl 1997. Eftirlifandi kona Grétars er Ólöf Inga Klemensdóttir, f. 22. maí 1934. Dætur hennar og Halldórs Skjótt skipast veður í lofti. Fyrir tæpum fjórum mánuðum voruð þið amma hress og kát á leið í tveggja vikna frí til Kanaríeyja. Sú ferð varð mun styttri en ráð var fyrir gert og þið komuð heim viku á undan áætlun, þú alvarlega veikur. Hugurinn leitar til baka og minn- ingarnar hrannast upp. Ég minnist þess hvað þið tókuð vel á móti okkur Tinna þegar við komum í heimsókn til ykkar í Afríku. Þú alltaf jafn já- kvæður og hress, gerðir allt til þess að við myndum hafa það sem allra best. Gleymi heldur ekki þegar ég vann fyrir þig í Laugarásbíói við hitt og þetta og þú sýndir mér allar skemmtilegustu myndirnar. Hvað er skemmtilegra en að eiga afa sem rek- ur bíó þegar maður er lítill? Núna ertu farinn. Þú vissir í hvað stefndi en þú hélst þú hefðir lengri tíma. Það var svo mörgu ólokið. Þig langaði í smá frí með ömmu eftir þessar erfiðu fréttir um veikind- in og safna kröftum, spila golf í góðu veðri, koma svo heim og nýta tímann vel, en svo varð ekki. Takk, elsku afi minn, fyrir allt. Ég sakna þín mikið og ég vona að golf- vellirnir hjá Guði séu góðir. Halldór Steinsson. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur gert í dag. Þetta hefur hljómað fyrir eyrum mínum undan- farið. Lífið er hverfult og sá sem er við hestaheilsu í dag getur verið fár- veikur á morgun. Veikindi gera ekki boð á undan sér og þegar mamma og Grétar fóru saman í febrúar síðast- liðnum til Kanaríeyja, hvarflaði það ekki að neinum að senn væru dagar Grétars taldir. Viku eftir brottför þeirra komu þau heim, fyrr en áætlað hafði verið því Grétar hafði veikst. Veikindin voru alvarlegri en nokkurn grunaði í fyrstu og núna þrem mán- uðum síðar kveðjum við góðan mann sem reyndist okkur öllum svo vel. Grétari kynntist ég fyrir 20 árum þegar hann og móðir mín, Ólöf Inga Klemensdóttir, hölluðu sér hvort að öðru í sorg sinni, en bæði höfðu orðið fyrir því að missa maka sína í blóma lífsins. Í fyrstu greip eigingirnin ung- linginn en fljótlega varð ég sátt við ráðahag þeirra og naut þess að fylgj- ast með mömmu taka gleði sína á ný. Grétar reyndist börnunum mínum besti afi og aldrei var hann kallaður annað en afi Grétar. Hann átti hvert bein í þeim og var umhugað um afdrif þeirra og aldrei fundu þau að hér var ekki „alvöru“ afi sem vildi þeim svo vel. Grétari og mömmu leiddist aldrei. Það var margt að gerast hjá þeim. Hestamennska, sjóstangaveiði, ferðalög, golf, garðvinna, uppbygg- ing sumarbústaðarins, rekstur kvik- myndahúss og svo ekki sé látið ónefnt þegar þau fóru saman á vit ævintýranna og settust að í Namibíu um rúmlega fjögurra ára skeið. Það er sárt til þess að hugsa að mamma og Grétar skuli ekki hafa fengið lengri tíma saman, það er svo margt sem þau hefðu getað eytt ævikvöld- inu saman við og svo sannarlega var búið að setja sér markmið og skipu- leggja framtíðina. Elsku Grétar minn, takk fyrir allt. Hrafnhildur Inga Halldórsdóttir (Hrabba). „Verið þið stilltir strákar,“ sagði amma mín við pabba minn og Grétar frænda þegar þeir voru að gantast í sumarbústaðarferð hjá Önnu Þór- unni systur þeirra. Ég man ég spurði ömmu: „Af hverju kallar þú fullorðna menn stráka?“ Amma svaraði: „Þeir eru alltaf sömu strákarnir í mínum augum.“ Það má með sanni segja, þeir voru alltaf sömu strákarnir. Glettnir, stríðnir en um leið alvöru- gefnir. Grétar var einstakur frændi. Ég sem barn og unglingur sóttist eft- ir félagsskap Grétars, Laulauar og fjölskyldu þeirra. Átti ég margar af mínum bestu stundum með þeim. Grétar gaf sér alltaf tíma til að ræða um heima og geima. Hann sýndi áhuga á því sem ég var að gera og oftar en ekki gat hann fundið spaugi- lega hlið á því. Grétar var skemmti- legur og góður maður sem gerði um- hverfi sitt litskrúðugra. Eftir sitja minningar sem gefa birtu og yl. Ég mun alltaf minnast Grétars föður- bróður míns með sól í hjarta. Elsku fjölskylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Ásta Björnsdóttir. Í dag kveð ég með söknuði og þakklæti kæran vin og frænda, Grét- ar Hjartarson fyrrverandi skipstjóra hjá Eimskip og forstjóra Laugarás- bíós. Einlæg vinátta tókst með okkur frændum strax þegar ég var barn, sem hélst ævilangt. Margs er að minnast, en hjá okkur báðum var grunnt á barnaskapnum, og var góð- ur stuðningur í frænda við útvegun á því sem á vantaði erlendis frá til þess að gera lífið skemmtilegra og hrekkja stundum í leiðinni örlítið ættingja og annað fullþroskað sam- ferðafólk. Grunar mig að ekki hafi alltaf fallið í kramið hjá öllum þessi uppátæki okkar frænda. Á unglingsárum vöknuðu að venju upp spurningar sem erfitt var að spyrja mömmu og pabba að, og þá var gott að eiga hlýjan frænda að sem svaraði umbúðalaust kjánaleg- um spurningum unglingsins. Góðar minningar eru tengdar ár- vissum samverustundum okkar á rjúpnaveiðum norður á Ströndum, þar sem við léttum af sálinni í ein- lægri nærveru ýmsum vangaveltum sem við gátum rætt við fáa. Grétar var fljótur að sætta sig við breyttar aðstæður, og má þar nefna sérstaklega þau fjögur ár sem hann kenndi blámönnum í Namibíu að sigla, sem sýndi ótvíræða aðlögunar- hæfni hans. Einnig er mér kunnugt um að hjá Íslandspósti sóttu vinnufélagar í hans félagsskap, og hafði hann þegar GRÉTAR HJARTARSON            /67BC '  , *900 $D, #$  !.   %    - !.  ! ! !  !  !.   0 $    %& &    %#$  $ $ 4%$ $$ $ "         5   "/>   $ $%$EF -4                  $       !  !      6 $  %% && '         ( +   7 $ / . $  *4 $/ $#*  "          !     !   !  !   !  +16 = & % ($ 0$( ,5$@ $( !8$$ G 35$8 5        !  "    !   # $  % & % ( 1 $#*  1 # "5$ #*  ' ( 5 " % (4 5$  "5$ 4 +  !"5$ 4 $  5$ 4 '$3<$%$ (#*  $ $  $ $$ $  4%$ $$ $$ $ " 2 3      $   5    >6+   %H 35$8 5        !  +    !.   0 $  % &    % & 3# ?.  #*    /$ * $ 4   $ +$ +  4   $  +  #*  "         !     !   ! (  /6 !/>- ($80:I  / #$8 5       ! 8     !.   0 $  %4 && * 5$ $ #*     % *4 8$98 $(3?,#*  !$% 0 ?.   % *4 JJJ<4 %+  !%$#*   &$  % (  % *4 $%9( * $$ #*  $ $ 4%3 59, $"       '7+/   /$55$8%F 5 3      - !.   ! ! ! 5 * 5      , 8 4  ?,0 $544 /(2'*$ $54#*  " MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send- anda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Frágangur afmælis- og minning- argreina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.