Morgunblaðið - 05.06.2002, Side 42
42 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
EFTIRFARANDI er frásögn ungr-
ar stúlku með gigt sem hefur starfað
í undirbúningshópi áhugahópsins:
„Ég er átján ára og er með gigt.
Mig langar aðeins að benda á hvað
gigt er og hvernig er að vera ungur
og lifa með þeim sjúkdómi. Gigt er
ósýnilegur sjúkdómur enda eru gigt-
arsjúkdómar jafnólíkir og þeir eru
margir. Langvinn veikindi hafa mikil
áhrif á daglegt líf. Ég er í framhalds-
skóla og kemur þetta mikið niður á
námi og námsárangri hjá mér. Einn-
ig veldur þetta félagslegri einangr-
un. Erfitt getur reynst að útskýra
fyrir skólafélögum og kennurum
hvers vegna maður getur ekki tekið
þátt í einhverju, eða hvers vegna
maður getur ekki skilað verkefnum á
tilsettum tíma og þarf jafnvel
endurtekið að fá frest. Vegna þessa
fer maður svo kannski að halda sig til
hlés.
„Hva’ dóstu?“ Þessi fleygu orð
sagði einn samnemandi minn við mig
eftir langa fjarveru mína frá skóla sl.
vetur.
Í mínu tilfelli er um að ræða vefja-
gigt sem lýsir sér á marga vegu og
getur verið mjög erfitt að greina
hana, en helstu einkenni eru verkir í
stoðkerfi, höfuðverkur, þroti, bólgur
og eymsli, síþreyta og svefntruflanir,
hækkaður líkamshiti, einbeitingar-
skortur og gleymska. Þessu fylgir
svo mikið úthaldsleysi. Einkenni eru
þó misjöfn eftir einstaklingum.
Gigtarsjúkdómar eru oft kallaðir
„gömlukonusjúkdómar“, en það er
ekki rétt, því margt ungt fólk er með
gigt.
Ýmislegt er hægt að gera til að
bæta líðanina. Mikilvægt er að halda
kjörþyngd, þótt það geti reynst
þrautin þyngri vegna lyfja sem oft
valda þyngdaraukningu og svo
vegna takmarkaðrar hreyfigetu. Þá
er nauðsynlegt að stunda þjálfun við
hæfi hvers og eins, t.d. fara út að
ganga, vera í sjúkraþjálfun o.fl. þ.h.
En því miður hefur engin krafta-
verkalausn fundist.
Mörg lyf eru til reynslu fyrir sjúk-
lingana og aðallega verið stuðst við
bólgueyðandi verkjalyf og önnur lyf
sem ekki eru endilega eiginleg gigt-
arlyf. Þar sem mörg lyf henta ekki
vel og eru í raun frekar gefin í til-
raunaskyni, geta fylgt margar
óæskilegar aukaverkanir.
Í fyrrasumar var ég án atvinnu
þar sem ég dvaldist í 9 vikur á
Reykjalundi til endurhæfingar. Ég
var því tekjulaus að mestu sem kom
sér illa því ég er í dýrum skóla og
námsbækurnar eru dýrar. Einnig er
læknis-, lyfja- og endurhæfingar-
kostnaður mjög hár, að ótöldum öðr-
um óbeinum kostnaði.
Mikilvægt er að vera jákvæður og
láta ekki „heilbrigt“ fólk draga sig
niður, því það áttar sig kannski ekki
alltaf á aðstæðum og að sjúkdómur-
inn sést ekki utan á.
Það besta sem maður getur gert
er að sætta sig við sjúkdóminn,
brosa og læra að lifa með honum.
Ekki er allt sjálfgefið í lífinu og því
á maður að reyna að vinna úr því sem
maður hefur og einblína á að láta sér
líða betur en ekki hugsa hvað aðrir
hafa það gott. Mottóið mitt er og hef-
ur lengi verið: „Ég vil, ég skal & ég
get!“ Við það hef ég reynt að standa.
Ég er bjartsýn á framtíðina. Ein-
hvern tímann hljóta að finnast ein-
hver ráð við þessum undirförula
sjúkdómi, eins og tækninni fleygir
fram.
Skyldi ekki prinsessan á bauninni
hafa verið fyrsti vefjagigtarsjúkling-
urinn?“
Þessi frásögn segir sögu margra
ungra gigtarsjúklinga og þau fjöl-
mörgu vandamál sem ungt fólk með
gigt þarf að kljást við. Innan Gigt-
arfélags Íslands starfar undirbún-
ingshópur að stofnfundi áhugahóps
ungs fólks með gigt. Stofnfundur
verður laugardaginn 8. júní nk. í
safnaðarheimili Grensáskirkju kl.
13:00. Allir eru velkomnir.
F.h. undirbúninghópsins,
SVALA BJÖRGVINSDÓTTIR,
verkefnastjóri Gigtarfélags
Íslands
Var prinsessan á
bauninni með gigt?
Frá undirbúningshópi á vegum
Gigtarfélags Íslands:
ÞESSA dagana er Heimsmeistara-
keppnin í fótbolta í algleymi. FIFA
og UNICEF taka höndum saman
um að tileinka keppnina börnum í
nauðum. Gott hjá þeim. Fyrirtæki
eins og Nike, Reebok og systurfyr-
irtæki þeirra í framleiðslu íþrótta-
búnaðar reikna með aukinni inn-
komu hjá sér í kringum keppnina.
Gott fyrir þau, en gallinn er sá að
þessi fyrirtæki hafa ekki enn tekið
til hjá sér í sambandi við barnavinnu
og aðstæður í þeim verksmiðjum
sem framleiða þeirra vörur. Mis-
notkun barna í vinnu er enn algeng
og reglur verkalýðsfélaga um að-
stæður á vinnustöðum eru snið-
gengnar þrátt fyrir að samningar
milli FIFA og framleiðenda íþrótta-
vöru hljóði upp á annað.
Ef Nike myndi draga auglýsinga-
kostnað sinn saman um bara 3,4%
gæti fyrirtækið tvöfaldað laun allra
verkamanna sem starfa fyrir það í
Kína og Indónesíu. Í Indónesíu fá
verkamenn rétt innan við 100 krón-
ur í laun á dag. David Beckham
vinnur sér inn fimmtán og hálfa
milljón króna á viku. Nike er búið að
eyða 73 milljónum dollara í að kaupa
réttinn til að nota Elvis-lag í mark-
aðsátak sitt í kringum heimsmeist-
arakeppnina. Árlegur hagnaður
Nike (sem er yfir 400 milljón banda-
ríkjadollara á ári) bætir við per-
sónulegan sex milljarða dollara
bankareikning formannsins, Phil
Knight, og heldur uppi glansmynd
fyrirtækisins í auglýsingaherferð-
um.
Hins vegar fá þúsundir verka-
manna Nike greidd hungurlaun víða
um heim.
SIGURÐUR HARÐARSON,
Barónsstíg 57, 101 Reykjavík.
Laun og íþróttavörur
Frá Sigurði Harðarsyni: