Morgunblaðið - 05.06.2002, Side 43

Morgunblaðið - 05.06.2002, Side 43
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2002 43 Traust menntun í framsæknum skóla Á rafiðnasviði Iðnskólans í Reykjavík er hægt að velja úr fjórum námsleiðum eftir grunndeild; rafvirkjun, rafvélavirkjun, rafeindavirkjun og símsmíði. Á öllum þessum námsleiðum er bæði bóklegt nám og verklegt og fást nemendur við raunhæf verkefni, svo sem viðgerðir á hljómtækjum, heimilis- tækjum og hönnun ýmiss konar stýringa. Það sem einkennir störf rafiðnaðarmanna eru stöðugar breytingar og nýjungar. Fáar greinar þurfa jafnmikla endur- og símenntun og gera jafnmiklar kröfur til starfsmannaþróunar.IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK Skólavörðuholti • 101 Reykjavík • Sími 522 6500 www.ir.is • ir@ir.is Rafiðnasvið Rafmögnuð framtíðarsýn Verð kr. 69.950 Verð m.v. 2 í herbergi, Hotel dei Massimi, flug, gisting, skattar, íslensk fararstjórn. Ekki innifalið: Forfallagjald, kr. 1.800 valkvætt. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til borgar- innar eilífu, í beinu flugi þann 26. september frá Íslandi til Rómar. Nú getur þú kynnst þessari einstöku borg sem á engan sinn líka í fylgd fararstjóra Heimsferða og upplifað árþúsundamenningu og andrúmsloft sem er einstakt í heiminum. Pét- urstorgið og Péturskirkjan, Vatíkanið, Spænsku þrepin, katakomburnar, Kólos- eum, Circus Maximus, eða ferð til Tívolí, þar sem frægustu rómversku höllina er að finna, Villa Adriana. Eða einfaldlega að rölta um þessa stórkostlegu borg, drekka í sig mannlífið, njóta frægra veit- inga- og skemmtistaða og upplifa hvers vegna allar leiðir liggja til Rómar. Beint dagflug Róm 26. september frá 69.950 Glæsilegt úrval hótel í hjarta Rómar  Hotel Ripa * * * *  Hótel Gialcolo ****  Park hotel dei Massimi * * * * Ferðatilhögun Brottför frá Íslandi 26. september kl. 11.30. Beint flug til Rómar. Dvöl í Róm í 5 nætur. Brottför frá Róm til Íslands, 1. október, kl. 9.00. Kynnisferðir með fararstjórum Heimsferða  Borgarferð – hálfur dagur  Keisaraborgin – hálfur dagur  Tívolí – hálfur dagur Aðalfararstjóri: Ólafur Gíslason BÓKIN kemur út 1989 og í formála er þess getið, að æviþættirnir séu unnir af Mörtu Valgerði Jónsdóttur og hafi birst í tímaritinu Faxa á árunum 1945–1969. Þegar ég fór að líta í bók- ina í leit að upplýsingum um ætt móð- ur minnar í Keflavík, í tilefni af því að við niðjar afa hennar og ömmu, Pét- urs Jakobs Jóhannssonar Petersen og konu hans Katrínar Illugadóttur Petersen, ætlum að halda ættarmót um miðjan júlí og minnast þeirra, þá minnist ég þess að móðir mín hafði sagt mér frá tímaritinu og því sem þar var ritað um foreldra hennar og afa og ömmu í Petersenshúsi í Kefla- vík. Ég rek strax augun í kaflann um taurulluna, kannski af því að í dag á ég þessa rullu þó að ég noti hana ekki. Mig langar til að segja hér smábrot af því sem sagt er um rulluna hennar langömmu í æviþættinum um hana. Þar er þess getið að nærri daglega hafi reynt á fyrirgreiðslu langömmu, því að hún hafi átt fágætan grip, sem flestar húsmæður í Keflavík þóttust ekki mega án vera, ef þvotturinn átti að vera fullkominn, en það var tau- rullan. Þegar húsmæður í Keflavík höfðu þurrkað þvottinn og brotið saman fóru þær með hann í Peter- senshús og báðu um að fá að rulla tauið. Katrín langamma var svo hár- prúð, að er hún hafði nælt flétturnar undir skotthúfuna varð hún að taka þær til hliðar, þegar hún settist, til þess að sitja ekki á þeim. Júlíus Snæbjörn Petersen, sonur þeirra Katrínar og Péturs Jakobs, var afi minn. Kona hans var Guðfinna Andrésdóttir, þau tóku við búinu í Petersenshúsi og bjuggu þar alla tíð. Amma Guðfinna annaðist um tengdaforeldra sína sjúka í ellinni og einnig komu foreldrar hennar öldruð og bjuggu í Petersenshúsi. Móðir Guðfinnu, Kristín Jónsdóttir, kom til dvalar á heimilið, blind og örvasa, og andaðist þar eftir margra ára dvöl. Kristín var dóttir hjónanna á Vigdís- arvöllum í Krísuvíkurhverfi, en Andr- és var sonur hjónanna í Buðlungu í Grindavík. Um tíma bjuggu þau á Hvaleyri við Hafnarfjörð og þar fæddist amma Guðfinna. Pétur Jakob kom 17 ára gamall til Keflavíkur og gerðist verslunarþjónn við Siemens-verslun, síðar var hann bókhaldari við Duus-verslun. Hann var sonur hjónanna Jóhanns Peter- sen, gullsmiðs í Reykjavík, og Jó- hönnu Jakobsdóttur frá Kaupangi í Eyjafirði. Jóhann Petersen, langa- langafi minn, var fæddur í Keldudal í Skagafirði árið 1808 og dó í Reykjavík 39 ára gamall. Hann var Skagfirðing- ur, sonur Péturs Bjarnasonar, bónda í Keldudal og síðar á Vatnsleysu, en hann var fæddur 1779 í Hofdölum. Móðir Jóhanns var fyrri kona Péturs, Helga Jónsdóttir. Katrín langamma var dóttir Illuga Einarssonar, sjó- manns í Reykjavík, sem fæddur var 1819 og drukknaði í sjóróðri 24 ára. Móðir Katrínar var Ingveldur Ein- arsdóttir, bóndadóttir frá Selfossi í Árnessýslu. Æviþættirnir í þessari góðu bók eru bæði fróðlegir og skemmtilegir aflestrar. Margt af því sem ég hef les- ið í bókinni, sem er þrjú bindi, hafði ég áður heyrt frá mömmu, Guðrúnu Ágústu Júlíusdóttur, sem fædd var í Petersenshúsi 14. maí 1914 og bjó í Keflavík til 1949. Hún var yngsta barn foreldra sinna. Hún dó í Reykja- vík 20. september 1982 og hvílir bein- in hjá foreldrum sínum í gamla kirkjugarðinum í Keflavík. En það sem helst einkennir bókina eru góðar myndir og ítarlegar upplýs- ingar um þá sem getið er um. Það er gott að lesa þessa bók, hún er skrifuð af umhyggju fyrir verkefninu, fyrst og fremst hjá Mörtu Valgerði, en einnig hafa allir þeir sem tóku við hennar skrifum, bættu við og full- komnuðu verkið, unnið gott starf. Kærar þakkir. STEINUNN ÓLAFSDÓTTIR, Mælifelli, Skagafirði. Keflavík í byrjun aldar Frá Steinunni Ólafsdóttur: Nú er úti skrugguskúr og skratta gengur hrafna sumir hanga úti á túr, og aðrir við að kafna. Það liggja fyrir svart á hvítu nið- urstöður sveitarstjórnarkosninga um landið 25. maí sl. Hér í Reykjavík hef- ur trúlega verið hvað harðast barist. Það er dálítið skondið að hlusta á þá talsmenn D-listans hér í Reykjavík, sem komið hafa fram á sjónarsvið, hvað þeir dáðst að hve Björn Bjarna- son hafi verið málefnalegur í öllum sínum málflutningi, það sannast hér, sem annars staðar, að hverjum finnst sinn fugl fagur. Mín skoðun er hins vegar sú að Björn Bjarnason og hans félagar hafi yfirkeyrt trúverðugleik- ann í sínum málflutningi, með öfgum, útúrsnúningi og beinum rang- færslum, fólk er beinlínis ekki mót- tækilegt fyrir þess háttar. Ég minnist þess þegar Björn hóf sína kosninga- baráttu, þá reiddi hann hátt til höggs og sagði m.a. að R-ið stæði ekki fyrir Reykjavíkurlista heldur „Reiðu- leysi“. Meginhluti í hans málflutningi alla kosningahríðina var í þessum dúr, samanber auglýsinguna um Geldinganesið, þar sem raunverulega á að taka 4–5 ha, en í hinni margend- urteknu auglýsingu D-listans eru þeir með sneið upp á 40–50 ha. Og hneykslast mjög á þessari ósvífni, en geri aðrir betur en að tífalda öfgarn- ar. Þá má benda á málflutning þeirra varðandi skuldir borgarinnar, það gilti þá einu hvort skuldir jukust sem eyðluskuldir eða vegna arðbærra fjárfestinga. D-listamenn hrópuðu bara: Skuldir, skuldir, skuldir. Það er undarlegt hvað menn hafa mikla til- hneigingu til að afsaka sjálfa sig og kenna öðrum um ófarir sínar, sam- anber D-listamenn að það var ekki þeim að kenna að þeir voru rass- skelltir. Nei, nei, það var Ólafi F. Magnússyni að kenna, með sín rúm 6%, þrátt fyrir að það sé upplýst að F- listinn hafi fengið fylgi sitt nokkurn veginn að jöfnu frá D- og R-listum, en foringi flokksins, Davíð Oddsson, hamrar á sama ruglinu að fylgi Ólafs sé allt frá Sjálfstæðisflokknum. Það er gott ef D-listamenn geta huggað sig við eitthvað annað en sjálfa sig, þeim veitir ekki af, en blessaðir haldið áfram öfgum ykkar og blekkingum, þá uppskerið þið eins og til er sáð. Eins og flestum er kunnugt var einn af þeim fremstu úr stórskotaliði Sjálfstæðisflokksins tekinn úr ríkis- stjórn og teflt fram á oddinn fyrir D- listann í Reykjavík, að sjálfsögðu í þeirri góðu trú að hann ynni hið gamla höfuðvígi flokksins sem þeir höfðu ráðið um áratugaskeið. Öllum er kunnugt um niðurstöðu kosning- anna og þann rassskell sem D-listinn fékk og sérstaklega foringi þeirra þar sem svo miklar vonir voru við hann bundnar. Það er næsta víst að Björn hefur goldið þess að koma beint úr ríkisstjórninni inn í borgarmálaslag- inn svo og hitt að félagar hans, þ.e. forsætisráðherra og fjármálaráð- herra, hafa ekki greitt götu hans með upphlaupi því er þeir ollu er heil- brigðisráðherra skrifaði undir samn- ing við Reykjavíkurborg. Upp úr því gáfu skoðanakannanir ótvíræða vís- bendingu um að breyting hefði á orð- ið. Já svo er margt sinnið sem skinn- ið. Ekki verður það skilið öðruvísi en hreint háð er formaður flokksins, Davíð Oddsson, segir í Mbl. 28. maí sl.: „Mér finnst hann hafa vaxið mjög af þessum verkum sínum,“ og á þar við Björn Bjarnason. Nógu sárt var tapið, þó ekki kæmi snoppungur frá formanninum í ofanálag. GUÐMUNDUR JÓHANNSSON, eftirlaunaþegi, Þrastahólum 10. Hugsað eftir kosningar Frá Guðmundi Jóhannssyni: LILJA Ólafsdóttir fæddist 5. júní 1912 í Vík í Mýrdal og er því 90 ára í dag. Hún er yngst af sjö systkin- um og er nú ein eft- irlifandi. Elstur var Óskar Jónsson alþing- ismaður, sammæðra, síðan kom Gunnar sjómaður, Ingibjörg húsmóðir, Ragnheið- ur, sem lést ung að árum, Ásta, sem lést einnig ung, og svo Rósa. Foreldar Lilju voru Ragnhildur Gunnarsdóttir frá Reynishverfi í Mýrdal og Ólafur Ólafsson frá Lækjarbakka í Mýrdal. Hún ólst upp í Vík hjá foreldrum sínum og fór ung að vinna enda tíðkaðist ekki á þeim árum að stúlkur gengju í framhaldsskóla. Lilja flutti til Reykjavíkur þar sem leiðir hennar og manns henn- ar, Kjartans Tómassonar, lágu saman, en Kjartan var frá Árbæj- arhjáleigu í Rangár- vallasýslu. Ung gekk hún í hjónaband með Kjartani og átti með honum fjórar dætur. Elst var Ragnheiður, sem lést á öðru ári, Katrín, lést einnig ung, Kristín, lést árið 1998, maður hennar var Gunnar Högna- son, börn þeirra eru Lilja, Rósa og Högni en Kristín átti Guð- mund Inga Ingason fyrir, og loks Ragn- hildur, maður hennar er Hilmir Þorvarðarson, börn þeirra eru Kjartan og Jón Bergur. Kjartan vann í langan tíma hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur en hann lést árið 1986. Lilja og Kjartan bjuggu fyrstu ár sín á Laugaveginum, en árið 1944 fluttu þau á Skjólbraut 11 í Kópavogi. Þar hafði staðið lítið hús sem þau byggðu við. Lóðin var stór og fljótlega varð þar einn fallegasti garður með blómum, brekkum og trjám sem þau gróðursettu sjálf og komu til. Þau settu af stað blóma- sölu og voru margir af höfuðborg- arsvæðinu sem þangað komu og keyptu blóm og fengu í leiðinni ráð- leggingar hvernig best væri að standa að gróðursetningu og garða- málum til að allt lifði nú og dafnaði. Lilja átti góða vinkonu sem bjó í næsta húsi við hana á Skjólbraut- inni, Guðnýju, og var hún einnig mikið í blómum. Þeir voru ófáir morgnarnir sem þær hittust og sátu yfir blómabókum og ráðfærðu sig vegna blómaræktunarinnar. Lilja flutti árið 1987 í Vogatung- una þar sem hún fékk raðhús ætlað eldra fólki. Þar hefur henni liðið mjög vel og hefur búið sér fyr- irmyndar heimili með fallegum garði við húsið sem hún hugsar um enn í dag. Nú vorar og ,,Liljurnar“ eru að taka við sér og blómstra sínu fegursta. Hún er nú búin að planta út hjá sér m.a. stjúpum, flauelsfíflum, petóníum, pelógón- íum, dalíum og ágræddum rósum. Það má því segja að amma mín og uppeldismóðir sé enn í blóma lífs- ins. Afmæliskveðja til þín, elsku amma mín. Guðmundur Ingi Ingason. LILJA ÓLAFSDÓTTIR AFMÆLI Golfkúlur 3 stk. í pakka aðeins 850 kr. NETVERSLUN Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.