Morgunblaðið - 05.06.2002, Page 48

Morgunblaðið - 05.06.2002, Page 48
48 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ VINIR blússins fjölmenntu á Gauki á Stöng á mánudagskvöldið og áttu „tregafulla“ stund saman í þeim tilgangi að safna fé til handa Geðhjálp, stuðnings- samtökum fyrir fólk sem á við geðræna sjúkdóma að glíma. Blúsinn var heitasta heitt fyrir áratug eða þar um bil og í þá tíð mátti sækja blústónleika nánast öll kvöld vikunnar. En síðan virð- ist blúsbólan einhverra hluta vegna hafa sprungið og slíkir tón- leikar orðið æ sjaldgæfara fyr- irbæri. Fyrir vikið var viðburð- urinn á mánudag þeim mun girnilegri enda sýndu þeir sig margir fastagestirnir frá blóma- skeiði blússins. Og þeir fengu sannarlega blúsfylli sína því á svið Gauksins steig hið óumdeilda íslenska blúslandslið skipað And- reu og blúsmönnum hennar, Vin- um Dóra, Centár, Magnúsi Eiríks- syni, Blúsþrjótunum og fleiri góðum. Allir gáfu blúsararnir vinnu sína í þágu Geðhjálpar. Blúsað fyrir Geðhjálp Morgunblaðið/Jón Svavarsson Vinir Dóra og blússins létu vel af tregaveislunni sem í boði var.Halldór Bragason, Dóri, er ennþá sami blúsarinn og hann var í gær. SÍFELLT fleiri nýta sér þann öfluga miðil sem Netið er orðið til að koma hinum fjölbreyttasta fróðleik og upp- lýsingum á framfæri. Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður er þar engin undantekning. Á dög- unum opnaði hann vefinn asgrimur.is en þar er fjallað um kvikmyndir og sjónvarp frá ýmsum hliðum. „Þetta er hugsað sem vettvangur fyrir fjölbreytta og frjóa umræðu um kvikmyndir og sjónvarp,“ sagði Ás- grímur um vefinn nýopnaða. Ásgrímur er enginn nýgræðingur þegar kemur að umfjöllun um kvikmyndir. Hann hefur fjallað um kvikmyndir og sjónvarp í hinum ýmsu miðlum undanfarin tuttugu ár, var t.a.m. kvikmyndagagnrýnandi Dagsljóssins sáluga í Sjónvarpinu og DV og pistlahöfundur fyrir tímarit- in International Film Guide og Variety, svo fátt eitt sé nefnt. Auk þess er Ásgrímur stofnandi og ritsjóri tíma- ritsins Land og synir, málgagns kvikmyndagerð- armanna sem kemur reglulega út. Ásgrímur segir fjölda fólks koma að skrifum á asgrimur.is: „Það er hópur sem hefur unnið með mér við Land og syni auk ýmissa annarra sem tengjast þessu. Þetta er reyndar enn í mótun en það verður gott fólk úr ýmsum áttum sem skrifa mun á vef- inn.“ Auk þess að fylgjast með því sem er að gerast hverju sinni í heimi kvikmyndanna er búið að koma upp gagnasafni sem hefur að geyma greinar um viðfangsefnið sem Ásgrímur hefur safnað saman. „Það var líka hugmyndin með vefnum. Ég hef skrifað í gegnum tíðina alveg óskaplega mikið um kvikmyndir og langaði að koma þessu öllu á einn stað þar sem hægt væri að ganga að því,“ segir Ás- grímur. „Þetta er því líka hugsað sem allsherjar gagna- banki um kvikmyndir og sjónvarp.“ Ásgrímur segir óhætt að segja asgrimur.is fyrsta vefinn sinnar tegundar hér á landi. „Það eru auðvitað til margir gagnlegir bæði upp- lýsinga- og gagnrýnisvefir um kvikmyndir. Þessi er þó svona meira sambland af umræðu, greinum, fréttum og gagnrýni. Allt á sama stað,“ sagði Ás- grímur að lokum. Nýr kvikmyndavefur Ásgrímur Sverrisson, ritstjóri asgrimur.is. TENGLAR ........................................................................ asgrimur.is Vettvangur frjórrar umræðu SÖNGVARINN Lance Bass,einn fimmmenninganna ístrákasveitinni ’N Sync, gæti orðið fyrsta poppstjarnan sem ferðast út í geiminn. Bass fór á dögunum í smá- vægilega hjartaaðgerð til að ráða bót á óreglulegum hjartslætti sem hefur angrað hann lengi. Eftir aðgerðina hafa læknar staðfest að hann sé við hestaheilsu og ætti vel að þola ferða- lag út í himingeiminn. Bass segist vilja slást í för með rússneskri geimflaug sem skotið verður af stað í haust. Babb kom þó í bátinn í síðustu viku þegar Geimvísindastofnun Rússlands kannaðist ekkert við að Bass ætlaði að sitja í þriggja sæta flauginni. Bass hefur því sett sig í samband við stofn- unina og segist vilja gera hvað sem þarf til að hann fái að sitja í flauginni. Fari svo að bónin verði samþykkt kemst Bass í flokk með þeim Dennis Tito og Mark Shuttleworth sem gerðust brautryðjendur á sviði ferða- laga út í geiminn, en þeir greiddu hvor um sig litla tvo milljarða íslenskra króna fyrir ferðalag sitt. Bass sagði á þéttsetnum blaðamannfundi í Moskvu á dögunum að hann væri sann- færður um að hann gæti látið þennan draum sinn rætast. Ef það gengur eftir hjá honum verður Bass yngsti maðurinn sem nokkurn tíma hefur verið skotið út í geiminn, en hann er 23 ára, og sannarlega fyrsti geimpopparinn. Fyrsti geim- popparinn? Lance Bass langar í geim. Naked Pictures of Famous People eftir Jon Stewart. 176 síðna kilja. Perennial gefur út 2001. Keypt á Netinu. JON Stewart heitir gamanleikari bandarískur sem er með daglegan gamanþátt í sjónvarpi, The Daily Show. Bókin sem hér er gerð að um- talsefni er þó ekki bara niðurskrifað það sem hann hefur sagt í sjónvarp- inu heldur er megnið skrifað sérstak- lega fyrir bókina. Stewart á fyrirtaks spretti í bók- inni, sjá til að mynda viðtal við þjón- inn sem var á vakt þegar síðasta kvöldmáltíðin var borin fram („Leið- inlegt hvað kom fyrir Jesú, hann gaf alltaf vel í þjórfé“), viðtal Larry King við Adolf Hitler („Sko, ég var vond- ur, ekki spurning. Ég hata þann Hitl- er. Öskrin, handa- patið, ég veit ekki hvað“) og jólakveðj- ur frá Hanson-fjölskyldunni, sem verður geggjaðri eftir því sem dreng- irnir verða frægari, peningarnir streyma inn og kristileg fyrirmynd- arfjölskylda leiðist út í svínarí. Best eru bréfin sem Díana prins- essa af Wales skrifaði móður Teresu, því þar tekst Stewart á flug: „Hæ, þú þekkir mig ekki en ég heiti Díana og ég er mesti aðdáandi þinn ... því meira sem ég heyri um þig því meira finnst mér eins og við séum eins og systur eða eitthvað svoleiðis þar sem önnur systirin er reglulega falleg prinsessa en hin ekki.“ Einnig tekst Stewart vel upp í vangaveltum um hvernig verði að breyta gyðingdómnum í takt við nýja tíma. Þannig muni hinn „nýi gyð- ingdómur“ byggjast á trú á „Jóa frænda“, en ekki Jahve, því sá síð- arnefndi sé of fjarlægur („Jói frændi“ er viðkunnanlegur karl á fimmtugs- aldri, 1,60 á hæð, þó það standi 1,80 í ökuskírteininu, og lyktar af epla- böku). Einnig sé það ekki eins eftir- sóknarvert og áður að tilheyra guðs útvalinni þjóð, en framvegis fái allir sem tilheyri henni afsláttarmiða hjá fjölda fyrirtækja, gyðingar komi sér upp lukkudýri, Jewey, sem verður Joe Camel, auglýsingatákn fyrir Ca- mel sígarettur, aðeins endurbættur og svo má telja. Fjölmargt í bók Stewarts er því skemmtilegt að lesa, en inn á milli lak- ari þættir eins og gengur. Það er nokkur galli á bókinni hve margt er handritskennt, þ.e. ekki skrifað til þess að það sé lesið, heldur ætlað til flutnings. Forvitnilegar bækur Naskur spaugari Árni Matthíasson Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 4 og 6. Ísl tal. Vit nr. 370.  kvikmyndir.is  MBL Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit 358. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i.12 ára. Vit 375. Sýnd kl. 4, 6 og 8. Vit 379. Sýnd kl. 10. B. i. 16. Vit 377. Sýnd Kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 12 ára Vit 382. Sýnd kl. 8 Sýnd í lúxus kl. 6 og 9. B. i. 16. Vit 380. 1/2 Kvikmynd- ir.is  Sánd  RadioX / i i i i STUART TOWNSEND AALIYAH Frá Anne Rice, höfundi Interview with a Vampire, kemur þessi magnaða hrollvekja með Stuart Townsend og Aaliyah í aðalhlutverki, en þetta var jafn- framt hennar seinasta mynd. 150 kr. í boði VISA ef greitt er með VISA kreditkorti This time there are no interviews kvikmyndir.is J I M C A R R E Y T H E M A J E S T I C 1/2kvikmyndir.is ÓHT Rás 2 Sýnd Kl. 3.45, 5,50, 8 og 10.10. B.i. 16 ára Vit 385. Sýnd kl. 10.15. Bi 16. HK DV HJ Mbl JOHN Q. Sýnd kl. 6. Hér er hinn nýkrýndi Óskarsverðlaunahafi Denzel Was- hington kominn með nýjan smell. Hér leikur hann JOHN Q, föður sem tekur málin í sínar hendur þegar sonur hans þarf á nýju hjarta að halda og öll sund virðast lokuð. MULLHOLLAND DRIVE Sýnd kl. 5.45 og 8. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Treystu mér Sýnd kl. 9. B. i. 16. Sýnd kl. 10.30. 1/2 Kvikmynd- ir.is  Sánd  RadioX / i - ir.i i Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Óskarsverðlaunahafarnir Kevin Costner og Kathy Bates fara á kostum í dularfullum og yfirnátt- úrulegum trylli í anda THE SIXTH SENSE. ÞEGAR ÁSTVINUR DEYR... ER HANN ÞÁ HORFINN AÐ EILÍFU? Ó.H.T Rás2 SK RadioX  SV. MBL . . i SV. BL Ég er þú, þú ert ég kl. 6. Einskisnýtur maður kl. 8.30.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.