Morgunblaðið - 19.06.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.06.2002, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 19. júní 2002 Prentsmiðja Morgunblaðsinsblað C Nú gefst þér kostur á að fjárfesta í nýrri og rúmgóðri íbúð á frábærum stað. Íbúðirnar eru glæsilega hannaðar 2ja, 3ja og 4ra herbergja og allar með sérinngangi af yfirbyggðum svalagangi. Íbúðirnar verða afhentar 1. des. 2002, fullbúnar án gólfefna en baðherbergi verða flísalögð. Húsin eru einangruð að utan og klædd áli og harðviði og þarfnast því lágmarks viðhalds. Njóttu þess að búa í hjarta borgarinnar! Góðir kostir: • Sér bílastæði í bílageymsluhúsi. • Þvottahús innan íbúðar. • Dyrasími tengdur myndavél í anddyri. Söludeild okkar er að Höfðabakka 9, sími 530 4200. Ítarlegar upplýsingar um eignirnar eru á www.iav.is. Laugarnesvegur 87 og 89 • Möguleiki á sjónvarps-, síma- og nettengingum í öll herbergi. • Vandaðar innréttingar og hurðir. • Lögð er sérstök áhersla á góða hljóðeinangrun. Dæmi um 3ja herbergja íbúð Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Ártúnshöfði fær nýtt yfirbragð 26 Sögufrægt hús Trépallar ogverandir Stolt Reykvíkinga 36 Fjölbreyttir möguleikar 47 MJÖG líflegt hefur verið á bygginga- markaðnum á Akureyri undanfarin misseri og mikið verið byggt af íbúð- arhúsnæði og einnig á vegum hins op- inbera. Ekkert lát virðist á framkvæmdum við íbúðabyggingar, því byggingafyr- irtæki eru komin af stað með, eða að hefja framkvæmdir við vel á annað hundrað íbúðir víðs vegar um bæinn. Einnig er nokkuð um að einstakling- ar séu að byggja nýtt íbúðarhúsnæði. Þá hefur Akureyrarbær auglýst lausar til umsóknar 18 einbýlishúsa- lóðir, 12 parhúsalóðir, 6 tvíbýlishúsa- lóðir, 3 raðhúsalóðir og 10 fjölbýlis- húsalóðir í Naustahverfi, sem verða byggingarhæfar 25. ágúst nk. Að auki auglýsti bærinn tvær einbýlis- húsalóðir við Hraungerði í Gerða- hverfi lausar til umsóknar. Byggingafyrirtækið Hyrna ehf. er að hefja byggingu á 20 raðhúsaíbúð- um við Lindasíðu og á 20 íbúðum í litlum fjölbýlishúsum við Klettaborg. Fyrirtækið er að ljúka við byggingu 52 íbúða í litlum fjölbýlishúsum við Skessugil. Þá á Hyrna í viðræðum við Fé- lagsstofnun stúdenta á Akureyri, FÉSTA, um byggingu 16 stúdenta- íbúða en FÉSTA á einnig í viðræðum við byggingafyrirtækið P. Alfreðsson vegna málsins. Við Furulund hafa 20 raðhúsaíbúð- ir á einni hæð verið auglýstar til sölu, sem fyrirhugað er að byggja þar á sameiginlegri lóð. Það er P. Alfreðs- son sem byggir íbúðirnar fyrir Eign- arhaldsfélagið Hlaðir ehf. Fyrirtækið Árvekni ehf. hefur aug- lýst til sölu 26 raðhúsaíbúðir með og án bílgeymslu til sölu við Klettaborg og er ráðgert að íbúðirnar verði til- búnar til afhendingar í september– desember á þessu ári. Nýjar íbúðir við Skálateig SS Byggir hóf í síðasta mánuði byggingu 44 söluíbúða og 47 leigu- íbúða við Skálateig á Eyrarlandsholti og verða fyrstu íbúðirnar tilbúnar til útleigu nú í haust. Fyrirtækið hugðist jafnframt hefja framkvæmdir við byggingu 37 rað- húsaíbúða á einni og tveimur hæðum við Lindasíðu í síðasta mánuði. Þeim framkvæmdum hefur verið frestað um eitt ár, eftir að umhverfisráð sam- þykkti að falla frá auglýstri deili- skipulagstillögu byggingareitsins og taka það til endurskoðunar í sam- ræmi við bókun bæjarráðs. Á síðasta ári voru 320 íbúðir í bygg- ingu á Akureyri samkvæmt því sem fram kemur í árskýrslu Akureyrar- bæjar fyrir árið 2001. Hafin var bygging 118 íbúða á árinu og lokið við 112 íbúðir. Mun fleiri íbúðir voru í byggingu á Akureyri á síðasta ári en árin átta þar á undan en árið 1992 voru 325 íbúðir í byggingu í bænum. Nýjar íbúðarhúsalóðir til umsókn- ar í Naustahverfi á Akureyri Morgunblaðið/Kristján Unnið við jarðvegsframkvæmdir í Naustahverfi, sunnan Eyrarlandsholts. Lausar eru til umsóknar 18 einbýlishúsalóðir, 12 parhúsalóðir, 6 tvíbýlis- húsalóðir, 3 raðhúsalóðir og 10 fjölbýlishúsalóðir í Naustahverfi, sem verða byggingarhæfar 25. ágúst nk. Umsóknarfrestur er til og með 21. júní nk. Nýbyggingar viðBíldshöfða                                                                         )'"(&!"( & & '* %&( '*"                ! "#$$# +%,*-* %-""%& &$%&. /01   2$"$-3  4. 5%&&&6( !&  7!(*(8 %7!(*(8       (9   %     2%'!'#:&%'"!*'&'"& ;%&-$&%'":<<<($!('&                ;&' -"=>99? !"( !"( !"( !"( @            &'   -=>?   (   (    #$$  #$$#         A=&( ""  )* + # !$ #$ ) $ ,$ #!,- *.- 99  /   0      $  , "#$$# 4%&''* ""' B""' %'"     (        

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.