Morgunblaðið - 19.06.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.06.2002, Blaðsíða 36
36 C MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir REITURINN milli Banka-strætis og Amtmannsstígsaustan við Lækjargötu og vestan Skólastrætis nefnist Bern- höftstorfa og dregur nafnið af T.D. Bernhöft bakara. Á þessum reit er elsta húsaröð Reykjavíkur ef með eru talin Stjórnarráðshúsið, Menntaskólinn og Íþaka. Í þessari grein verður brugðið út af þeim vana að fjalla um öll húsin á Bernhöftstorfunni en sagt verður frá húsinu Bankastræti 2, Lækj- arbrekku. Í gegnum tíðina hafa í þessu húsi verið stunduð lífleg við- skipti, en lengst af var þar elsta og þekktasta bakarí landsmanna, Bernhöftsbakarí. Ríkissjóður eignaðist húsið ásamt öðrum byggingum á Bernhöftstorf- unni 1931. Sú hugmynd kom fram að rífa húsin og reisa þar byggingu handa Stjórnarráðinu. Einnig kom til tals að byggja á þessum reit ráð- hús. Jafnframt var gert ráð fyrir að flytja eitthvað af húsunum á Bern- höftstorfu upp í Árbæjarsafn. Fyrir áræði og dugnað fólks í Torfusam- tökunum, Minjavernd og Arkitekta- félaginu, voru húsin varðveitt á sín- um stað og gerð upp sem næst upp- runa sínum. Það var árið 1834 sem P.C. Knudtzon, kaupmaður í Hafnar- stræti 10, fékk útmælda lóð úr landi Stöðlakots. Meginhluti lóðarinnar var gamalt þrætuland á milli Arn- arhólsbýlisins og Reykjavíkur, en árið 1780 hafði yfirréttur dæmt Reykjavík landið. Sama ár lét hann reisa á lóðinni brauðgerðarhús, móhús og íbúðar- hús. Þetta var fyrsta fullkomna brauðgerðarhúsið í Reykjavík. P.C. Knudtzon var tengdasonur Jens Thomsen er átti Nordborgarhús í Hafnarstræti, en Jens Thomsen eldri var frá Nordborg á Als í Dan- mörku. Lærður brauðgerðarmaður Sama ár fékk Knudtzon lærðan brauðgerðarmann til landsins, Tönnes Daniel Bernhöft, sem kom hingað upp með fjölskyldu sína og tók við rekstri brauðgerðarhússins. Bernhöft var frá Suður-Jótlandi og í borgarabréfi hans er Bernhöft nefndur „rugbrödsbager, mel- og grynhandler“. Árið 1845 er Bern- höft orðinn eigandi að bakaríinu. Áður en brauðgerðarhúsið var reist var í Austurstræti svo nefnt bök- unarhús. Samkvæmt manntali frá árinu 1835 búa í Bakarahúsinu: Tönnes Daniel Bernhöft, 36 ára bakari og húsbóndi; M. Elizabet, 36 ára, kona hans, Vilhelm, 6 ára, sonur þeirra, Katrine, 4 ára, dóttir þeirra, W. Heilmann, 26 ára, „gaardkarl“, Guðrún Jónsdóttir, 27 ára, þjón- ustustúlka, og Carl Ferdinand, „assistent“. Samkvæmt virðingu frá árinu 1874 er íbúðarhúsið 20 1/4 x 12 álnir að grunnfleti með 4 álna háum veggjum, byggt úr bindingi með múrsteinum í grindinni, klætt að utan með borðum og með borð- aþaki. Inngangur var á miðri fram- hlið og inngönguskúr við austur- hliðina þar sem gengið var inn í eldhúsið. Áfast við þetta hús er byggð 6 álna löng viðbygging með sömu breidd og veggjahæð en með lágu risi og helluþaki á plægðum borðum. Í öllu húsinu eru 11 her- bergi og eldhús. Bökunarhúsið er suður af íbúðar- húsinu, 20 x 8 álnir að grunnfleti, veggjahæð 7 álnir, tvílyft byggt af bindingi með múrsteinum í grind, klætt með borðum að utan og með helluþaki á súð. Í húsinu er sterkur innmúraður bakaraofn sem tekur hér um bil 1/3 af húsinu. Reykháfur er stór og traustur. Árið 1861 byggði Bernhöft geymsluhús ( kornhlöðu ) áfast við austurhlið bökunarhússins, 17 1/4 x 14 álnir að grunnfleti, veggjahæð 4 1/2 alin. Það er byggt úr ómúruðum bindingi, klætt borðum á hliðum og með helluþaki á súð. Í húsinu eru tveir ölgjörðarkatlar með skor- steini. Þá var annað geymsluhús áfast við austurenda geymsluhúss- ins 52 1/2 x 9 1/4 álnir að grunnfleti. Hæð á veggjum 3 3/4 alin, það er byggt úr ómúruðum bindingi, klætt með borðum og með borðaþaki. Geymsluhúsin tengdu saman bök- unarhúsið og móhúsalengjuna og mynduðu eins konar húsagarð. Sunnan við íbúðarhúsið var skúr sem sölubúð bakarísins var í um hálfa öld. Árið 1885 hefur Bernhöft látið breyta og bæta íbúðarhúsið. Út- byggingin sem var suður af húsinu var rifin og önnur útbygging byggð norður af því með sömu veggjahæð og íbúðarhúsið en lægra risi, og brauðbúðin flutt þangað. Tveimur árum síðar var byggður þar annar skúr sunnan við húsið. Bernhöft var maður fram- kvæmdanna, sama ár og hann eign- aðist bakaríið keypti hann Hólavall- armylluna. Einnig lagði hann veg frá bakaríinu niður í Vatnsmýri þar sem mórinn var tekinn upp, en mik- ið eldsneyti þurfti til þess að kynda upp bökunarofninn. Mórinn var þurrkaður áður en honum var ekið í vagni heim í móhúsið sem P.C. Knudtzon hafði látið byggja. Bernhöft lét grafa tvo brunna vestan við húsin. Annar þeirra var nefndur Bakarapóstur og var lengi helsta vatnsból fyrir austan Læk. Hinn brunninn hafði Bernhöft til heimilisnota. Hann græddi land vestan við Tjörnina á svo kölluðu Melkotstúni. Bakarastígur verður Bankastræti Lítil ræma var tekin af lóðinni í október 1879 til breikkunar á gang- stéttinni við Bankastræti sem áður hét Bakarastígur. Nafn götunnar breyttist úr Bakarastíg í Banka- stræti árið 1888 eftir að Lands- bankinn tók til starfa. Þegar Lækj- argata var breikkuð árið 1912 var tekin ræma af lóðinni undir götuna. Í brekkunni neðan við húsin var garður sem bæði var fyrir skraut- og matjurtir. T.D. Bernhöft var lengi eini bak- arinn í Reykjavík. Hann hafði tvo bakarasveina og margt aðstoðar- fólk. Árið 1855 voru hjá honum J. Heilmann, 48 ára bakari, og Wil- helm Georg, 27 ára bakarasveinn. Eftir lát hans 1886 tók Vilhelm son- ur hans við rekstrinum og síðan ekkja hans, Johenne Louse Bertel- sen, sem var dóttir Bertelsen bak- ara. Sonur þeirra var Daniel Edmond Gotfred, fæddur 1861. Hann fór ungur að vinna í bakaríinu og fór til Kaupmannahafnar árið 1881 til framhaldsnáms í kökugerð. Eftir heimkomuna tók hann við Bern- höftsbakaríi sem afi hans og nafni hafði að heita má stofnað þegar P.C. Knudtzen réði hann til sín að sjá um rekstur bakaríis í Reykja- vík. KFUM og K kaupir eignina árið 1923 í þeim tilgangi að reisa þar samkomuhús, en af einhverjum ástæðum varð ekki af því. Félagið lét ríkið hafa eignina í skiptum fyrir Austurstræti 20. Bakaríið var áfram í húsunum til ársins 1944 en eftir það var um tíma trésmíðaverk- stæði í bökunarhúsinu og geymslu- húsinu. Árið 1933 fékk KRON leyfi til þess að reisa viðbót við geymslu- húsið en það skilyrði var sett að við- byggingin yrði múrhúðuð. KRON rak þar matvöruverslun og síðan bókabúð. Hörður Ágústsson og Þorsteinn Gunnarsson vöktu athygli á því að friða bæri húsin í Bakarabrekk- unni. Í kringum 1970 vakti Arki- tektafélag Íslands athygli á málinu og húsin voru þá mæld upp. Árið 1972 voru Torfusamtökin stofnuð til að vinna að uppbyggingu húsanna. Árið 1977 kviknaði í húsunum og í brunanum eyðilögðust bygging- arnar sem voru Skólastrætismegin. Um tíma stóð það tæpt að hægt yrði að bjarga húsunum frá nið- urrifi. Húsin friðuð 1979 Árið 1979 voru öll húsin í Lækj- arbrekku friðuð í A-flokki eins og önnur hús á Bernhöftstorfunni. Friðuninni var breytt í B-flokk árið 1981. Endurbætur á íbúðarhúsinu voru gerðar árið 1980 og sá Knútur Jeppesen arkitekt um þær. Hann teiknaði einnig útitaflið. Bakaríið var endurbætt árið 1982 sem Grét- ar Markúss, Stefán Ö. Stef.s. arki- tektar sáu um. Árið 1988 var korn- hlaðan og viðbygging við hana endurbyggð í umsjá sömu verk- fræðistofu og einnig nýbygging á móhúsinu. Endurbætur og uppbygging á húsunum hefur tekist með ágætum. Móhúsið er byggt upp í sömu hlut- föllum og það var. Í því var lengi brauðsölubúð en núna er þar minja- gripaverslun. Frá árinu 1982 hefur verið rekin í íbúðarhúsinu veitingastaðurinn Lækjarbrekka. Árið 1992 kaupir Guðmundur Hansson rekstur veit- ingahússins af Kolbrúnu Jóhannes- dóttur og fjölskyldu hennar. Veit- ingahúsið Lækjarbrekka hefur alltaf verið rekið með miklum sóma og borðin þar oftast þéttsetin. Ferðaskrifstofa og ýmislegt ann- að sem tengist ferðamannaþjónust- unni eru í hinum húsunum. Húsin í Bankastræti 2 eru stolt okkar Reykvíkinga eins og raunar öll húsin á Bernhöftstorfunni. Mjög vel hefur tekist með uppbyggingu þeirra og allar endurbætur. Húsa- þyrpingin í Bankastræti 2 er með sömu stærðarhlutföllum og þegar Bernhöft bakari bjó þar og bakaði ofan í bæjarbúa. Heimildir: Borgarskjalasafn og Húsa- deild Árbæjarsafns. Bankastræti 2 fyrir 1900. Til hægri við íbúðarhúsið er bökunarhúsið, síðan kornhlaðan og það sést í stafninn á móhúsinu. Bankastræti 2, Lækjarbrekka Húsin í Bankastræti 2 eru stolt okkar Reykvíkinga eins og raunar öll húsin á Bernhöftstorfunni, segir Freyja Jónsdóttir. Mjög vel hefur tekist með upp- byggingu þeirra og allar endurbætur. Í gegnum tíðina hafa í þessu húsi verið stunduð lífleg viðskipti. En lengst af var þar elsta og þekktasta bakarí landsmanna, Bernhöftsbakarí. Bakaraofninn Morgunblaðið/Þorkell Árið 1979 voru öll húsin í Lækjarbrekku friðuð. Frá árinu 1982 hefur verið rekinn í íbúðarhúsinu veitingastaðurinn Lækjarbrekka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.