Morgunblaðið - 19.06.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.06.2002, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 C 41HeimiliFasteignir EINBÝLISHÚS HEIÐARGERÐI MEÐ AUKA- ÍBÚÐ Einbýlishús á tveimur hæðum með aukaíbúð og bílskúr alls 252,6 fm. Á hæðinni eru stórar parketlagðar stofur, eldhús, baðherb. vinnuherb. og þvottahús. Lítil „stúdíó“-íbúð með sérinngangi. Í risi eru 3 rúmgóð herb. og baðherb. Góður bílskúr. Áhvílandi eru 13,0 millj. í góðum lánum. HVAMMSGERÐI Vorum að fá þetta fallega einbýlishús til sölu,139,5 fm ásamt 35,5 fm bílskúr. Húsið stendur á rólegum stað í botnlanga á vinsælum stað. Fallegur og skjólsæll garður. Verð 22,7 millj. HÆÐIR 4RA - 6 HERBERGJA BOÐAGRANDI Vorum að fá til sölu 92 fm íbúð á 10. hæð í lyftublokk með stæði í bílageymslu. Skiptist í hol, fallegt eldhús, tvö svefnherbergi, stofu m. svöl- um og flísalagt baðherb. Fallegt útsýni úr allri íbúðinni. Verð 15,9 millj. NJÖRVASUND Til sölu 4ra herb. íbúð, 93 fm, á 1. hæð. Skiptist í 2 sam- liggjandi stofur, tvö svefnherbergi, eld- hús og bað. 28fm bílskúr fylgir eigninni. Verð 14,2 millj. EFSTASUND Vorum að fá 117 fm einbýlishús, hæð og ris ásamt 32 fm bílskúr. Rúmgóð stofa, eitt herb., eld- hús og bað á neðri hæð. Þrjú svefn- herb., þvottaherb. og snyrting í risi. Verð 19,2 millj. REYKÁS Góð 101,8 fm íbúð. Stofa, tvö svefnherb., eldhús, baðherb. m. baðkari og sturtu og tvö herb. í risi. Sérþvottahús í íbúð. Stórar svalir. Góður bílskúr með geymslulofti fylgir. Verð 14.millj. 3JA - 4 HERBERGJA 2 HERBERGJA HÁALEITISBRAUT Rúmgóð 2ja herb. 70 fm íbúð í kjallara í góðu fjölbýli með sérinngangi. Góðar innréttingar í eld- húsi og á baði. Áhv. Byggsj. rík. 3,8 millj. Verð 9,5 millj. VESTURBERG Tveggja herb. 63,6 fm íbúð á 4. hæð í góðu lyftuhúsi. Stofa, svefnherb., eldhús og bað. Svalir í austur. Sameiginlegt þvottahús á hæðinni. Laus strax. Verð 7,9 millj. SUMARHÚS OG LÓÐIR STOKKASUND Fallegur, vandaður og vel búinn nýr 56,8 fm sumarbústaður í landi Hraunkots í Grímsneshreppi. Þrjú svefnherbergi, stofa, eldhús og baðherb. Sundlaug, golfvöllur og verslunarþjónusta í næsta nágrenni. Verð 7,5 millj. Sumarhús og lóðir Erum með á skrá sumarhúsalóðir á skipulögðu svæði í landi BÚRFELLS I og landi SVÍNAVATNS í Grímsnesi. VÍÐIMELUR Þriggja herbergja 79 fm íbúð á 2. hæð. Skiptist í 2 samligg- jandi stofur, svefnherbergi, eldhús og bað. Suðursvalir. Laus. Verð 11,2 millj. VESTURBERG Góð 73 fm 3ja her- bergja íbúð á 4. hæð í lyftuhúsi. Flísa- lagt baðherb. Parket og gólfdúkur á gólfum. Góðar austursvalir. Sameigin- legt þvottahús á hæðinni. Verð 9,2 millj. Þórhildur Sandholt lögfr. og lögg. fast.sali. Gsm 898 8545 Gísli Sigurbjörnsson sölumaður FAX 568 3231 w w w . s t a k f e l l . i s Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030. Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar  564 1500 20 ára EIGNABORG FASTEIGNASALA SJÁ NÁNAR FLEIRI EIGNIR Á NETINU WWW.EIGNABORG.IS/— Hávallagata 55 fm 2 herb. á 2. hæð. Eldhús með ljósri innréttingu með beyki- köntum. Parket. Laus fljótlega. V. 9,0 m. Furugrund 2ja herb. á 1. hæð. Eikar- innrétting í eldhúsi. Suðursvalir. Lundarbrekka 88 fm á 2. hæð. Tvö svefnh. Parket á herbergjum og stofu. Suðursvalir. Laus strax. Sæbólsbraut 95 fm 4ra herb. á 3. hæð. Hvít innr. í eldh. með beykiköntum. 3 rúmgóð herb. Parket. Suðursvalir. Lindarsmári Glæsileg 151 fm 6 herb. íbúð á tveimur hæðum. Glæsilegar innréttingar. Parket á gólfum. Naustabryggja 149 fm 5 herbergja íbúð á 2. hæð. Mjög björt og glæsileg íbúð með fallegum innréttingum. Tvær stofur, olíuborið parket á gólfum. Einka- sala Gauksás Hafnarf. 205 fm raðhús og 26 fm bílskúr. Skjólsalir 153 fm raðhús og 30 fm bílskúr Veiðijörð Laxveiðijörðin Hamrakot í Torfalækjahreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Nýlegt 60 fm steinhús er á jörðinni. Jörðinni tilheyrir veiðiréttur í Fremri-Laxá á Ás- um og í Laxá á Ásum, svo og í Laxárvatni. Nánari upplýsingar á skrifstofu. Grímsnes 53 ha land, tilvalið fyrir sumarhúsabyggð eða skógrækt. Borhola með köldu vatni og möguleiki á heitu vatni. Á landinu er 54 fm hús. JARÐIR Víðihvammur 211 fm einbýli á tveimur hæðum. 5 svefnh., 23 fm bílskúr og tvær stofur. Stór lóð. Skólagerði 132 fm parhús á 2 hæð- um. 3 svefnh. 32 fm bílskúr. Laust strax. Neðstatröð 125 fm parhús á tveimur hæðum, 4 svefnh. 23 fm bílskúr. Bræðratunga 124 fm raðhús á tveimur hæðum. 3 svefnh. Laust fljótl. Áhv. 3,0 m. byggsj. Einkasala. V 16,3 m. (944) Reynihvammur 191 fm efri hæð ásamt bílskúr í tvíb. Glæsil. innr. í eldhúsi. 3 rúmg. svefnherb. Mahóní-skápar í herb. Rúmg. stofa, 2 suðursv. Merbau-parket og flísar á gólfum, flísal. baðherbergi, flís- al. gólf í bílskúr, mikið útsýni. Eign í sér- flokki. Skólagerði 4ra herb. íbúð á efri hæð í tvíbýli. Þrjú svefnh. Parket á stofu, suð- ursvalir. 34 fm bílskúr. 2JA TIL 4RA HERB. ÍBÚÐIR Austurbrún 48 fm 2ja herb. á 12. hæð. Flísalagt baðherb. Vestursvalir. Laus strax. Seljendur  Sölusamningur – Áður en fast- eignasala er heimilt að bjóða eign til sölu, ber honum að ganga frá sölusamningi við eiganda hennar um þjónustu fasteignasala á þar til gerðu samningseyðublaði. Eigandi eignar og fasteignasali staðfesta ákvæði sölusamningsins með und- irritun sinni. Allar breytingar á sölu- samningi skulu vera skriflegar. Í sölusamningi skal eftirfarandi koma fram:  Tilhögun sölu – Koma skal fram, hvort eignin er í einkasölu eða al- mennri sölu, svo og hver söluþókn- un er. Sé eign sett í einkasölu, skuldbindur eigandi eignarinnar sig til þess að bjóða eignina aðeins til sölu hjá einum fasteignasala og á hann rétt til umsaminnar söluþókn- unar úr hendi seljanda, jafnvel þótt eignin sé seld annars staðar. Einka- sala á einnig við, þegar eignin er boðin fram í makaskiptum. – Sé eign í almennri sölu má bjóða hana til sölu hjá fleiri fasteignasölum en einum. Söluþóknun greiðist þeim fasteignasala, sem selur eignina.  Auglýsingar – Aðilar skulu semja um, hvort og hvernig eign sé aug- lýst, þ. e. á venjulegan hátt í ein- dálki eða með sérauglýsingu. Aug- lýsingakostnaður skal síðan greiddur mánaðarlega samkv. gjald- skrá dagblaðs. Öll þjónusta fast- eignasala þ. m. t. auglýsingar er virðisaukaskattskyld.  Gildistími – Sölusamningurinn er uppsegjanlegur af beggja hálfu með fyrirvara (hámark 30 dagar) og gera þarf það skriflega. Ef einka- sölusamningi er breytt í almennan sölusamning þarf einnig að gera það með skriflegum hætti. Sömu reglur gilda þar um uppsögn.  Öflun gagna/söluyfirlit – Áður en eignin er boðin til sölu, verður að útbúa söluyfirlit yfir hana. Selj- andi skal leggja fram upplýsingar um eignina, en í mörgum tilvikum getur fasteignasali veitt aðstoð við útvegun þeirra skjala sem nauðsyn- leg eru. Fyrir þá þjónustu þarf að greiða, auk beins útlagðs kostnaðar fasteignasalans við útvegun skjal- anna. Í þessum tilgangi þarf eft- irfarandi skjöl:  Veðbókarvottorð – Þau kosta nú 900 kr. og fást hjá sýslumannsemb- ættum. Opnunartíminn er yfirleitt milli kl. 10.00 og 15.00. Á veðbók- arvottorði sést hvaða skuldir (veð- bönd) hvíla á eigninni og hvaða þinglýstar kvaðir eru á henni.  Greiðslur – Hér er átt við kvitt- anir allra áhvílandi lána, jafnt þeirra sem eiga að fylgja eigninni og þeirra, sem á að aflýsa.  Fasteignamat – Hér er um að ræða matsseðil, sem Fasteignamat ríkisins sendir öllum fasteignaeig- endum í upphafi árs og menn nota m.a. við gerð skattframtals. Fast- eignamat ríkisins er til húsa að Borgartúni 21, Reykjavík sími 5155300.  Fasteignagjöld – Sveitarfélög eða gjaldheimtur senda seðil með álagningu fasteignagjalda í upphafi árs og er hann yfirleitt jafnframt greiðsluseðill fyrir fyrsta gjalddaga fasteignagjalda ár hvert. Kvittanir þarf vegna greiðslu fasteignagjald- anna.  Brunabótamatsvottorð – Vott- orðin fást hjá því tryggingafélagi, sem eignin er brunatryggð hjá. Vottorðin eru ókeypis. Einnig þarf kvittanir um greiðslu brunaiðgjalda. Ef fá þarf nýtt brunabótamat á fasteign, þarf að snúa sér til Fast- eignamats ríksins og biðja um nýtt brunabótamat.  Hússjóður – Hér er um að ræða yfirlit yfir stöðu hússjóðs og yfirlýs- ingu húsfélags um væntanlegar eða yfirstandandi framkvæmdir. Formað- ur eða gjaldkeri húsfélagsins þarf að útfylla sérstakt eyðublað Félags fasteignasala í þessu skyni.  Afsal – Afsal fyrir eign þarf að liggja fyrir. Ef afsalið er glatað, er hægt að fá ljósrit af því hjá viðkom- andi sýslumannsembætti og kostar það nú kr. 100. Afsalið er nauðsyn- legt, því að það er eignarheimildin fyrir fasteigninni og þar kemur fram lýsing á henni.  Kaupsamningur – Ef lagt er fram ljósrit afsals, er ekki nauðsynlegt að leggja fram ljósrit kaupsamnings. Það er því aðeins nauðsynlegt í þeim tilvikum, að ekki hafi fengist afsal frá fyrri eiganda eða því ekki enn verið þinglýst.  Eignaskiptasamningur – Eigna- skiptasamningur er nauðsynlegur, því að í honum eiga að koma fram eignarhlutdeild í húsi og lóð og hvernig afnotum af sameign og lóð er háttað.  Umboð – Ef eigandi annast ekki sjálfur sölu eignarinnar, þarf um- boðsmaður að leggja fram umboð, þar sem eigandi veitir honum um- boð til þess fyrir sína hönd að und- irrita öll skjöl vegna sölu eign- arinnar.  Yfirlýsingar – Ef sérstakar kvaðir eru á eigninni s. s. forkaupsréttur, umferðarréttur, viðbyggingarréttur o. fl. þarf að leggja fram skjöl þar að lútandi. Ljósrit af slíkum skjölum fást yfirleitt hjá viðkomandi fógeta- embætti.  Teikningar – Leggja þarf fram samþykktar teikningar af eigninni. Hér er um að ræða svokallaðar byggingarnefndarteikningar. Vanti þær má fá ljósrit af þeim hjá bygg- ingarfulltrúa. Kaupendur  Þinglýsing – Nauðsynlegt er að þinglýsa kaupsamningi strax hjá viðkomandi sýslumannsembætti. Það er mikilvægt öryggisatriði. Á kaupsamninga v/eigna í Hafnarfirði þarf áritun bæjaryfirvalda áður en þeim er þinglýst.  Greiðslustaður kaupverðs – Al- gengast er að kaupandi greiði af- borganir skv. kaupsamningi inn á bankareikning seljanda og skal hann tilgreindur í söluumboði.  Greiðslur – Inna skal allar greiðslur af hendi á gjalddaga. Selj- anda er heimilt að reikna drátt- arvexti strax frá gjalddaga. Hér gildir ekki 15 daga greiðslufrestur.  Lánayfirtaka – Tilkynna ber lán- veitendum um yfirtöku lána.  Lántökur– Skynsamlegt er að gefa sér góðan tíma fyrir lántökur. Það getur verið tímafrekt að afla tilskilinna gagna s. s. veðbókarvott- orðs, brunabótsmats og veðleyfa.  Afsal – Ef skjöl, sem þinglýsa á, hafa verið undirrituð samkvæmt umboði, verður umboðið einnig að fylgja með til þinglýsingar. Ef eign er háð ákvæðum laga um bygging- arsamvinnufélög, þarf áritun bygg- ingarsamvinnufélagsins á afsal fyrir þinglýsingu þess og víða utan Reykjavíkur þarf áritun bæjar/ sveitarfélags einnig á afsal fyrir þinglýsingu þess.  Samþykki maka – Samþykki maka þinglýsts eiganda þarf fyrir sölu og veðsetningu fasteignar, ef fjölskyldan býr í eigninni.  Gallar – Ef leyndir gallar á eign- inni koma í ljós eftir afhendingu, ber að tilkynna seljanda slíkt strax. Að öðrum kosti getur kaupandi fyr- irgert hugsanlegum bótarétti sakir tómlætis. Gjaldtaka  Þinglýsing – Þinglýsingargjald hvers þinglýsts skjals er nú 1.200 kr.  Stimpilgjald– Það greiðir kaup- andi af kaupsamningum og afsölum um leið og þau eru lögð inn til þing- lýsingar. Ef kaupsamningi er þing- lýst, þarf ekki að greiða stimpilgjald af afsalinu. Stimpilgjald kaupsamn- ings eða afsals er 0,4% af fast- eignamati húss og lóðar, þ. e. 4.000 kr. af hverri milljón.  Skuldabréf – Stimpilgjald skulda- bréfa er 1,5% af höfuðstóli (heildar- upphæð) bréfanna eða 1.500 kr. af hverjum 100.000 kr. Kaupandi greiðir þinglýsingar- og stimpilgjald útgefinna skuldabréfa vegna kaup- anna, en seljandi lætur þinglýsa bréfunum.  Stimpilsektir– Stimpilskyld skjöl, sem ekki eru stimpluð innan 2ja mánaða frá útgáfudegi, fá á sig stimpilsekt. Hún er 10% af stimp- ilgjaldi fyrir hverja byrjaða viku. Sektin fer þó aldrei yfir 50%.  Skipulagsgjald – Skipulagsgjald er greitt af nýreistum húsum. Af hverri byggingu, sem reist er, skal greiða 3‰ (þrjú pro mille) í eitt sinn af brunabótavirðingu hverrar húseignar. Nýbygging telst hvert nýreist hús, sem virt er til bruna- bóta svo og viðbyggingar við eldri hús, ef virðingarverð hinnar nýju viðbyggingar nemur 1/5 af verði eldra hússins. Þetta á einnig við um endurbætur, sem hækka brunabóta- virðingu um 1/5. Húsbyggjendur  Lóðaumsókn – Eftir birtingu aug- lýsingar um ný byggingarsvæði geta væntanlegir umsækjendur kynnt sér þau hverfi og lóðir sem til úthlutunar eru á hverjum tíma hjá byggingaryfirvöldum í viðkomandi bæjar- eða sveitarfélögum – í Reykjavík á skrifstofu borgarverk- fræðings, Skúlatúni 2. Skilmálar eru þar afhentir gegn gjaldi, ef tilbúnir eru. Umsækjendur skulu fylla út ná- kvæmlega þar til gert eyðublað og senda aftur til viðkomandi skrif- stofu. Í stöku tilfelli þarf í umsókn að gera tillögu að húshönnuði en slíkra sérupplýsinga er þá getið í skipulagsskilmálum og á umsókn- areyðublöðum.  Lóðaúthlutun – Þeim sem út- hlutað er lóð, fá um það skriflega tilkynningu, úthlutunarbréf og þar er þeim gefinn kostur á að stað- festa úthlutunina innan tilskilins tíma, sem venjulega er um 1 mán- uður. Þar koma einnig fram upplýs- ingar um upphæðir gjalda o.fl. Skil- yrði þess að lóðaúthlutun taki gildi eru að áætluð gatnagerðargjöld o.fl. séu greidd á réttum tíma. Við stað- festingu lóðaúthlutunar fá lóð- arhafar afhent nauðsynleg gögn, svo sem mæliblað í tvíriti, svo og hæðarblað í tvíriti og skal annað þeirra fylgja leyfisumsókn til bygg- ingarnefndar, auk frekari gagna ef því er að skipta.  Gjöld – Gatnagerðargjöld eru mismunandi eftir bæjar- og sveit- arfélögum. Upplýsingar um gatna- gerðargjöld í Reykjavík má fá hjá borgarverkfræðingi en annars stað- ar hjá byggingarfulltrúa. Að auki koma til heimæðargjöld. Þessi gjöld ber að greiða þannig: 1/10 innan mánaðar frá úthlutun, síðan 30% sex mánuðum eftir úthlutun, 30% tólf mánuðum eftir úthlutun og loks 30% átján mánuðum eftir úthlutun.  Framkvæmdir – Áður en unnt er að hefjast handa um framkvæmdir þarf framkvæmdaleyfi. Í því felst byggingaleyfi og til að fá það þurfa bygginganefndarteikningar að vera samþykktar og stimplaðar og eft- irstöðvar gatnagerðargjalds og önn- ur gjöld að vera greidd. Einnig þarf að liggja fyrir bréf um lóðarafhendingu, sem kemur þegar byggingarleyfi er fengið og nauð- synlegum framkvæmdum sveitarfé- lags er lokið, svo sem gatna- og holræsaframkvæmdum. Í þriðja lagi þarf að liggja fyrir stað- setningarmæling bygginga á lóð en þá þarf einnig byggingarleyfi að liggja fyrir, lóðarafhending að hafa farið fram og meistarar að hafa skrifað upp á teikningar hjá bygg- ingarfulltrúa. Fylla þarf út umsókn um vinnuheimtaugarleyfi til raf- magnsveitu og með þeirri umsókn þarf að fylgja byggingarleyfi, af- stöðumynd sem fylgir bygging- arnefndarteikningu og umsókn um Minnisblað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.