Morgunblaðið - 19.06.2002, Blaðsíða 22
22 C MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir
Runólfur Gunnlaugsson, viðskiptafræðingur,
lögg. fasteigna- og skipasali
Ásmundur Skeggjason. lögg. fasteigna- og skipasali.
2JA HERB.
Álfholt Hf.- Útsýni!
Skemmtileg 66 fm 2ja herb. íbúð í góðu fjölbýli á
nýja holtinu íHafnarfirði. Parket og flísar á gólf-
um. Gott útsýni. V. 8,9 millj.(2581)
Þrastarás Hf.- Sérgarður!
2-3ja herb. íbúð á jarðhæð með sérinngangi og
sérverönd í garði í3ja hæða fjölbýlishúsi. V. 10,6
millj. (2181)
3JA HERB.
Hvammabraut Hf. - Útsýni!
Hörkugóð 3ja herb. 91 fm þakíbúð á tveimur
hæðum. Íbúðin er mjög björt og rúmgóð, parket
og dúkar á gólfum, góð sameign.Glæsilegt út-
sýni vestur yfir Hafnarfjörðinn. Íbúðin er laus. V.
10,7millj. (2583)
Birkihlíð Hf. - sér garður til
suðurs!
Mjög góð 82 fm íbúð á jarðhæð með sér garði.
Rúmgóð svefnherb. ogstofa, þvottaherb. í íbúð,
góð hellulögð sér verönd til suðurs, stutt ískóla
fyrir börnin svo og alla þjónustu. V. 10,9 millj.
(2588)
Miðbær Hf.- notaleg hæð!
3ja herb. 80 fm efri sérhæð. Björt og góð stofa,
nýlegt baðherb.V. 8,9 millj. (2448)
Guðjón Guðmundsson,
viðskiptafræðingur,
sölustjóri.
Guðmundur Karlsson,
sölumaður.
Þórey Thorlacius,
skjalavarsla.
Hafnarfjörður
RAÐ/PARHÚS
Miðvangur Hf.- Nýklætt með
áli!
Erum með á skrá stóra og rúmgóða 3-4ra herb.
rúmlega 100 fm íbúð á1. hæð í húsi sem verið er
að klæða að utan með glæsilegri sléttriálklæðn-
ingu. Kr. 0 viðhald næstu áratugina að utan !?
Góð kaup! V. 11,9millj. (2506)
Draumahæð Gbæ-Glæsieign!
Glæsilegt 150 fm raðhús með innb. bílskúr á vin-
sælum stað. Jatobaparket á gólfum, mahóni
hurðir og innréttingar. Flísalagt baðherb. með-
hornbaðkari og sturtu. Hátt til lofts að hluta í
íbúð. Kíktu á þessa!(2409)
EINBÝLI
Súlunes Gbæ - Sérlega vandað
hús !
Fallegt og vandað einbýlishús á góðum stað.
Stórar stofur,sjónvarpshol og þrjú svefnherb.
Merbau parket og flísar á gólfum,stórt eldhús,
nýtt baðherb. Sólpallar sitthvoru megin við hús-
ið. Hús sem er vert að skoða! V. 29,9 millj.
(2434)
NÝBYGGINGAR
Erluás Hf. - Ekki missa af þess-
ari!
Frábært 191 fm endaraðhús í 3ja raðhúsalengju á
góðum útsýnisstaðí Áslandi. Húsið er á 2 hæðum
og er gott útsýni af efri hæðinni.Tilb.til afh.fjót-
lega fokhelt að innan, fullbúið að utan. V.
13,4millj.
Vogar Vatnsleysuströnd
Parhús á einni hæð m. skúr. V. 8,9 millj.
Svöluás Hf.
Vandað og vel hannað 224 fm parhús(þ.a. 28 fm
innb. bílskúr) átveimur hæðum á góðum stað í Ás-
landinu í Hafnarfirði. V. 13,9 millj.
Kríuás Hf.- Afhendast fullein-
angruð!
Falleg 240 fm miðraðhús á 2. hæðum í fjögurra
raðhúsalengju, innst í efsta botnlanganum í Kríu-
ásnum í Hafnarf. V. 13,3 millj.
Þrastarás Hf.
Parhús á flottum ÚTSÝNISSTAÐ á besta stað í Ás-
landinu íHafnarfirði. Útsýni frá efri hæð vestur yfir
Hafnarfjörð og norður tilhöfuðborgarinnar.
Erluás Hf.
Sérlega glæsilegt einbýlishús á einni hæð á góð-
um stað ívesturhlíðinni í Áslandinu. (2433)
Svöluás Hf.
Fallegt 208 fm parhús á tveimur hæðum á góðum
stað í Áslandinu íHf. V. 13,7 millj. (2420)
Kríuás Hf.
Fallegt 218 fm miðjuraðhús á tveimur hæðum,
þ.a. 36,5 fm bílskúr,í fjögurra raðhúsalengju efst í
botnlanga. V. 12,8 millj.
ATVINNUHÚSNÆÐI
Bæjarhraun - Gott skrifstof-
urými!
130 fm skrifstofurými á 2. hæð á toppstað. Glugg-
ar í þrjár áttir.Góð sameign, gott hús, gott verð.
(2053)
Flatahraun Hf- Til leigu,- Laust!
Til leigu samtals 365 fm atvinnhúsnæði á frábær-
um stað viðFlatahraun. (gegnt Iðnskólanum) Hús-
næðinu er í dag skipt niður í þrjú73 fm bil og eitt
146 fm bil. Leigist allt saman eða í hlutum.Sérinn-
gangur, -rafmagn, wc ofl. fyrir hvert bil fyrir sig.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Höfða. (2561)
K í k t u á h e i m a s í ð u n a o k k a r w w w . h o f d i . i s
Bæjarhraun 22
Fax 565 8013 Sími 565 8000
Opið kl. 9-17 virka daga www.hofdi.is
Fyrir fólk í Firðinum
4-6 HERB.
Suðurbraut Hf.- Flott íbúð!
Falleg 101 fm íbúð í nýviðgerðu fjölbýli á gamla
holtinu íHafnarfirði. Þrjú rúmgóð svefnherb.,
björt og stór stofa. Þvottahús ííbúð.Gott útsýni.
V. 11,9 millj. (2582)
Álfholt Hf.
Rúmgóð og vel skipulögð 100 fm íbúð á 3.hæð.
Útsýni. Íbúðin erlaus. V. 11,6 millj. (2459)
Hrísmóar Gbæ.
Falleg 4ra herb. rúml. 100fm íbúð á tveimur
hæðum við Garðatorg. Sérinngangur af svölum.
Stórar suðursvalir. Stutt í alla þjónustu. V.13,5
millj. (2461)
SÉRHÆÐ
Borgarás Gbæ.-Sér inngangur!-
Laus!
Hörkugóð efri sérhæð með sér inngangi í Ása-
hverfinu í Garðabænum.Þrjú svefnherb. og tvær
stofur. Útsýni og stór og góð lóð til suðurs.Laus!
V. 11,5 millj. (1298)
Eyrarholt Hf. - Einkalóð, glæsiíbúð!
Vorum að fá til sölu stórglæsilega 100 fm íbúð á jarðhæð m. sérgarði til
suðurs. Húsið stendur hátt og er því flott útsýni. 1. flokks innréttingar, sér
þvottaherb. Ekki missa af þessari! Verð 13,4 millj. (2586)
ÞEIR staðlar sem hafa verið í gildi hérlendis
frá 1989 eru byggðir á um tuttugu ára göml-
um dönskum stöðlum með álagsgildum úr um
þrjátíu ára gömlum stöðlum. Undantekning
frá þessu er jarðskjálftastaðallinn en hann er
að grunni til bandarískur staðall frá sjöunda
áratug síðustu aldar með smávægilegum lag-
færingum.
Álagsgildi hans voru endurskoðuð 1989.
Dönsku staðlarnir sem hér er vísað til hafa
verið endurskoðaðir og nýjar útgáfur tekið
gildi. Það segir sig því sjálft að nýjustu hand-
bækur, hönnunarleiðbeiningar og hönnunar-
forrit taka ekki mið af dönskum og bandarísk-
um stöðlum sem hafa verið felldir úr gildi.
Við þessar aðstæður er ákveðin hætta á að
hönnuðir notfæri sér þessi nýju gögn en þá
verður tryggingarvernd og réttarstaða þeirra
í uppnámi sem annarra sem koma að viðkom-
andi mannvirki.
Rannsóknarverkefni um álagsgildi
Fyrir nokkrum árum lauk vinnu við rann-
sóknarverkefni um álagsgildi fyrir vind, snjó
og jarðskjálfta. Verkefnið var unnið í sam-
starfi Byggingarstaðlaráðs (BSTR), Félags
ráðgjafarverkfræðinga (FRV) og Rannsókna-
stofnunar byggingariðnaðarins (Rb).
Það var stutt af Húsnæðisstofnun ríkisins
og unnið í samvinnu við Veðurstofuna. Vinna
vegna vindálags naut einnig stuðnings
Reykjavíkurborgar, Vegagerðarinnar og
Sambands íslenskra tryggingafélaga.
Nýju staðlarnir
Lengi hefur verið brýnt að endurskoða
staðlana sem nú eru að falla úr gildi. Fyrir til-
stuðlan BSTR og ýmissa hagsmunaaðila, sér-
staklega hönnuða, fékkst myndarlegur stuðn-
ingur frá umhverfisráðuneytinu til þess að
semja sérákvæði við nýju dönsku þolhönn-
unarstaðlana og þjóðarskjöl við evrópsku for-
staðlana um þolhönnun.
Í þessari vinnu voru lagðar til grundvallar
niðurstöður rannsóknarverkefnisins um
álagsgildi fyrir vind, snjó og jarðskjálfta sem
fjallað var um hér að framan. Frumvörp voru
samin, þau auglýst til umsagnar, athugasemd-
um svarað og óháð álit fengið á innihaldi
frumvarpanna.
Eftirfarandi niðurstaða liggur
nú fyrir: Sérákvæði við nýju
dönsku þolhönnunarstaðlana og
þjóðarskjöl við evrópsku for-
staðlana hafa verið staðfest af
Staðlaráði Íslands sem íslenskir
staðlar og taka þeir gildi hinn 1.
júlí 2002.
Meðal helstu séríslenskra
ákvæða varðandi álagsgildi má
nefna:
– Snjóálag
Gert er ráð fyrir fimm álags-
svæðum í stað fjögurra áður.
Segja má að þetta leiði til nokk-
urrar hækkunar á snjóálagi þeg-
ar litið er til landsins í heild en
verulegrar hækkunar ef aðeins
er litið til nyrsta hluta landsins.
Ef miðað er við hefðbundin þök þá verður
álagið 1,0 kN/m2 á svæði 1. Á svæði 2 verður
álagið 1,1 kN/m2 til 1,8 kN/m2 og skylt verð-
ur að nota að lágmarki 1,45 kN/m2 á því
svæði nema viðkomandi byggingaryfirvöld
ákveði annað.
Á svæði 3 verða samsvarandi gildi 1,9 kN/
m2 til 2,9 kN/m2 og 2,4 kN/m2. Á svæði 4
skal reikna með að lágmarki 3,0 kN/m2.
Álagsgildi á svæði H þarf að meta sérstaklega
af hönnuðum og viðkomandi byggingaryfir-
völdum.
– Vindálag
Gert er ráð fyrir að landið verði eitt álags-
svæði en þó þarf að meta vindálag sérstak-
lega inni á hálendi og víðar þar sem hætta er
á hærra álagi. Grunngildi vindhraða verður
35,5 m/sek og miðast það gildi við yfirborðs-
flokk II, þ.e. viðmiðunarhrýfislengdina 0,05.
Almennt er þó metið að hrýfislengd á Íslandi
liggi á bilinu 0,01–0,03 m.
Heimild er gefin í sérákvæðunum til að
nota hrýfislengd 0,03 m hérlendis án frekari
rökstuðnings. Hins vegar er heimilt að nota
önnur gildi ef það er rökstutt sérstaklega og
skal það samþykkjast af viðkomandi bygging-
arfulltrúa.
Almennt er metið fyrir dæmigerð hús að
þetta leiði til um 5–11% hækkunar á vindálagi
frá því sem áður var. Vindálagsstaðlarnir
breytast verulega frá fyrri útgáfu og því hafa
verið samdar leiðbeiningar með sýnidæmum.
– Jarðskjálftaálag
Gert er ráð fyrir að miða skuli
við 0,05 g í stað 0,04 g fyrir
mörk svæða þar sem ekki þarf
að taka tillit til jarðskjálfta við
hönnun. Þá er landinu skipt í
sex álagssvæði, þ.e. svæði 0 með
hönnunarhröðuninni 0, svæði I
með 0,10 g, svæði II með 0,15 g,
svæði III með 0,20 g, svæði IV
með 0,30 g og svæði V með 0,40
g.
Þessi svæði eru bæði sýnd á
korti og í töflu til þess að settar
kröfur verði sem skýrastar.
Þess skal getið að heimilt verð-
ur að nota ÍST 13 til ársloka
2003 en rétt er að taka fram að
beinn samanburður er erfiður
þar sem ÍST 13 er með svæðisstuðla en for-
staðallinn gerir ráð fyrir hröðunargildum.
Jafnframt skal tekið fram að nú stendur yf-
ir endurskoðun kortsins í samvinnu við Veð-
urstofuna og standa vonir til þess að þeirri
vinnu ljúki fyrir haustið og verður nýtt kort
þá kynnt og sent til umsagnar samkvæmt
þeim reglum sem um það gilda.
Reynsla af notkun staðlanna
nauðsynleg
Innan Evrópsku stöðlunarsamtakanna
(CEN) er unnið að því að endurskoða núgild-
andi forstaðla (ENV) og gefa þá út sem staðla
(EN). Þessi vinna hefur tekið nokkuð lengri
tíma en ráðgert var í upphafi en gengur engu
að síður vel miðað við umfang verksins.
Áætlað er að staðlarnir komi út á næstu
fjórum til fimm árum. Síðan er gert ráð fyrir
að notkun þeirra verði heimil samhliða öðrum
gildandi þjóðarstöðlum í um fimm ár. Þá
verður einnig sú breyting að í stað þjóð-
arskjala er gert ráð fyrir þjóðarviðaukum. Í
formála hvers staðals verða skýr fyrirmæli
varðandi innihald þjóðarviðaukanna.
Að lokum er rétt að árétta að mikilvægt er
að safna saman reynslu af notkun staðlanna
og bregðast skjótt við ef þörf þykir með því
að endurskoða útgefin sérákvæði og þjóð-
arskjöl. Það sama gildir ef fram koma nýjar
upplýsingar eða rannsóknaniðurstöður. Óskað
er eftir góðu samstarfi við að safna saman
reynslu af notkun nýju staðlanna.
Tekið saman í júní 2002.
Nýir þolhönn-
unarstaðlar
taka gildi 1. júlí
Þolhönnunarstaðlar eru mikilvægir vegna þess að þar koma fram
öryggiskröfur, álagsforsendur og hönnunarreglur sem gilda um
hönnun mannvirkja. Dr. Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri
Byggingarstaðlaráðs, fjallar hér um endurskoðun þolhönnunarstaðl-
anna.
Dr. Hafsteinn Pálsson