Morgunblaðið - 19.06.2002, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 C 47HeimiliFasteignir
HÆGT er að auka verðmætiíbúðarhúss með því að hafagóða verönd í garðinum þar
sem það eykur notkunarmöguleika
garðsins. Ef gengið er út á verönd-
ina frá húsinu verður garðurinn
framlenging þess en pallar og ver-
andir mynda einskonar herbergi
sem hvert hefur sinn tilgang.
Herbergin nýtast sem dval-
arsvæði þar sem hægt er að snæða,
sóla sig, leika sér og taka á móti
gestum, allt eftir lögun svæðisins,
nálægð við hús og afstöðu gagnvart
sólu. Síðan þarf að gefa hverju dval-
arsvæði sinn stíl en það er einmitt
þar sem yfirborðsefni hafa mikið að
segja.
Það koma margs konar yfir-
borðsefni til greina en mýkst þess-
ara efna eru möl og gras sem eru af-
ar hentug ef útbúa á stór svæði fyrir
lítinn pening. Algengara er að nota
harðari og dýrari efni eins og stein-
steyptar hellur, steypta fleti eða tré-
palla, því notkunarmöguleikar
svæða með þessum yfirborðsefnum
eru fleiri og fjölbreyttari. Trépallar
eru skemmtilegur möguleiki og í
þessari grein verður fjallað um kosti
og eiginleika þeirra.
Trépallar í
fjölbreyttu landslagi
Timburverandir eru mjög hent-
ugar á svæði þar sem mikill halli er í
landi því hægt er að byggja palla á
hæðum og fylgja þannig landslag-
inu. Ef hæðamismunur er mikill og
landið bratt þá er einnig hægt að
tengja svæðin saman með þrepum
úr timbri sem fylgja landhallanum.
Á þessum hallandi svæðum getur
verið erfitt að koma að vélum en það
er mun minna mál að grafa fyrir
undirstöðum undir trépall en að
skipta um jarðveg fyrir hellulögn.
Það er einnig möguleiki á því að
lyfta palli upp fyrir landið og ná
þannig sléttu svæði þar sem áður
var brekka. Ef veröndin á að liggja
að náttúrusvæði með kjarri eða
holtagrjóti þá er timbrið gætt þeim
eiginleikum að auðvelt er að laga það
að þessum svæðum.
Í stærri grónum görðum er stund-
um hægt að koma trépalli í eitthvert
horn garðsins, en skuggsælir, skjól-
góðir staðir geta verið góðir fyrir
lestur, skriftir og ýmsa handavinnu
eins og umpottun blóma eða gerð
blómaskreytinga. Út að þessum
skuggsælu svæðum sem oft fá rólegt
yfirbragð má leggja mjóan timbur-
stíg eða sveigðan hellulagðan stíg
sem skapar andstöðu við timbrið.
Lögun, stíll og
fjölbreytt klæðning
Trépallur getur verið nánast
hvernig sem er í laginu. Algengast
er þó að pallar séu ferkantaðir og má
segja að þessir pallar séu formfastir,
hefðbundnir og lausir við tískuleg
einkenni. Með ferköntuðum línum er
oft verið að undirstrika línur hússins
og upplagt að vinna með slík form
þegar arkitektúr hússins einkennist
af fáguðum einfaldleika.
Timbur er það þjált að hægt er að
sveigja línur pallanna í mjúka öldu-
laga boga. Um leið og verið er að
móta form pallsins þarf að taka
ákvarðanir um klæðninguna, en hún
er efsta lag trépallsins og því það
sem er sýnilegt. Hvernig klæðningin
er útfærð getur haft mikil áhrif á
heildarútlit pallsins vegna þess
hvernig augað skynjar leguna í
borðunum.
Þannig getur pallur með langsum
klæðningu litið út fyrir að vera
lengri svipað eins og hávaxinn mað-
ur í teinóttum jakkafötum sýnist enn
hærri en hann er og þéttvaxinn mað-
ur í þverröndóttri peysu virðist
ennþá gildnari. Á þennan hátt get-
um við haft áhrif á það hvort pall-
urinn eða hlutar hans virðist
breiðari eða mjórri en þeir eru.
Það er einnig hægt að ná fram
fjölbreytileika með því að láta
klæðninguna liggja sitt á hvað eða
jafnvel á ská. Hægt er að leggja
klæðninguna í flekum þannig að
munstur pallsins minni á munstur í
taflborði. Fyrir þá sem vilja mikla
endingu er hægt að fá harðviðar-
dekk í stað gagnvarinnar furu.
Þessi klæðning líkist að sumu
leyti bryggju en ending þessa efnis
eru margir áratugir. Til þess að fá
svona bryggjutilfinningu má einnig
nota breiðari borð í klæðninguna eða
150 mm í stað 100 mm en þá er viss-
ara að hafa borðin einnig þykkari (50
mm í stað 30 mm) til þess að minnka
líkurnar á að þau vindi upp á sig.
Spennandi sérkenni
trépallanna
Til þess að pallur verði líflegur er
hægt að láta hann hafa einhver sér-
kenni. Þau geta komið fram í sér-
stakri lögun, fallegum þrepum eða
föstum bekkjum. Þar sem hæð-
armunur er mikill þarf að setja
handrið en falleg handrið geta sett
mikinn svip á pallinn.
Þrep í pöllum hafa yfirleitt þann
tilgang að það sé gengið eftir þeim
en ef landinu hallar mót sólu þá er
hægt að hafa þrepin stærri en hefð-
bundin þrep þannig að gott sé að
setjast í þau. Þá er uppstigið haft á
bilinu 20 til 30 cm og innstigið 40 til
60 cm. Hér er miðað við að þrepin
séu ekki fleiri en þrjú eða fjögur.
Til samanburðar er miðað við að
þrep utandyra hafi 15 cm uppstig og
32 cm innstig en slíkt þrep myndi að-
eins henta sem sæti fyrir einhvern
með mjög stuttar fætur og smágerð-
an afturenda. Í setustofu innandyra
eru það mublur, myndir og aðrir
persónulegir munir sem gera hana
spennandi en utandyra eru það
garðmublurnar, plómapottar, stytt-
ur og gróðurinn sem setja endanlega
svipinn á trépallinn. Úrvalið af slík-
um hlutum er orðið mjög mikið og
því ætti að vera auðvelt fyrir hvern
og einn að móta sér sinn stíl í garð-
inum.
Timburpallurinn
og gróðurinn
Á meðan trépallurinn veðrast
verður gróðurinn í garðinum verður
þéttari og fallegri með árunum. Af
þessari ástæðu er nauðsynlegt að
gróður sé órjúfanlegur hluti heild-
armyndarinnar. Með því að skilja
eftir beð fyrir innan skjólveggi eða í
öðrum orðum milli skjólveggs og
palls fær pallurinn sterkari einkenni
ræktarlegs garðs.
Þetta getur verið sérstaklega
hentugt þar sem skjólveggur er
sunnan við pallinn því á þeim stað
getur hann varpað talsverðum
skugga inn á dvalarsvæðið. Með því
að staðsetja vegginn fjær pallinum
er sólarsvæði pallsins aukið, en mjög
gott úrval er af skuggþolnum runna-
gróðri til þess að fylla þetta bil.
Fyrst má nefna himalayjaeini og
fjallafuru, en báðar þessar plöntur
eru sígrænar og halda því græna
litnum yfir veturinn. Aðrir
skuggþolnir runnar eru loðvíðir,
gljámispill, skriðmispill og fjallarifs.
Að síðustu má nefna birkikvist og
fjallarós sem báðir blómstra þó þeir
fái litla sól.
Hellulögn og trépallur hlið
við hlið
Þó að pallar séu vissulega spenn-
andi möguleiki í verönd þá er vel
þess virði að halda í fjölbreytileika í
garðinum. Þannig má blanda saman
ólíkum efnum og hafa hellulögn og
trépall hlið við hlið.
Á sama hátt og skjólveggir úr
timbri og skjólbelti úr gróðri geta
unnið saman til að skapa líflega heild
geta gras, pallar, stéttar og möl gef-
ið hverju svæði innan garðsins sína
eigin sérstöðu og garðinum í heild
fjölbreyttan og svipmikinn stíl.
Til þess að gera yfirborð timburpallsins fjölbreytt má leggja klæðninguna í flekum líkt og munstur á taflborði.
Trépallar
Með föstum bekkjum og fallegum garðmunum er þessu dvalarsvæði gefið sérstakt yfirbragð.
Gróður og garðar
eftir Björn Jóhannsson
landslagsarkitekt/landslags-
arkitekt@landslagsarkitekt.is