Morgunblaðið - 11.07.2002, Page 19

Morgunblaðið - 11.07.2002, Page 19
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2002 19 Sæktu um talhólf fyrir heimilissímann á fiínum sí›um á siminn.is, í fljónustuveri Símans 800 7000 e›a í verslunum Símans um allt land. Talhólf er símsvari heimilisins Ef flú sækir um fyrir 12. ágúst 2002 gætir flú unni› fer› fyrir tvo til útlanda. N O N N I O G M A N N I IY D D A • N M 0 6 6 2 2 /s ia .is Panta›u talhólf fyrir 12. ágúst Ertu a› fara í frí? Ekki missa af símtölum, fá›u flér talhólf. Kynntu flér máli› á innkápu símaskrárinnar e›a á siminn.is Stærðfræðinámskeið fyrir þá sem eru að byrja í háskóla Tilgangur námskeiðsins er að undirbúa þátttakendur undir árangursríkt háskólanám. Farið er vandlega yfir öll mikilvægustu atriðin í námsefni framhaldsskólanna og algeng verkefni leyst. Námskeiðið hefst laugard. 13. júlí og lýkur laugard. 17. ágúst. Kennt er alla laugardaga frá kl. 13-16.30. Nánari upplýsingar og skráning í síma 551 5593. Tölvu- og stærðfræðiþjónustan Brautarholti 4a, Reykjavík. Vertu með og tryggðu þér forskot! Vel menntaðir og vanir kennarar.VERSLUNIN Bónus var með lægsta verðið á drykkjarvörum í verðkönnun ASÍ sem gerð var 19. júní síðastliðinn í 18 matvöruversl- unum víðs vegar um landið. Þar kostaði vegin karfa 1.678 kr. en verð- ið er reiknað út frá raunverulegri neyslu þar sem sett er saman karfa með mest notuðu tegundunum í landinu og er farið eftir neysluupp- lýsingum frá Hagstofu Íslands. Næst ódýrust var karfan í Krón- unni á 1.807 kr., þar á eftir í Nettó á 1.814 kr. og í Kaskó á 1.830 kr. Dýrust reyndist karfan vera í 11- 11 og kostaði hún 2.232 kr. Munur á dýrustu og ódýrustu körfunni var því 33%. Fimm aðrar verslanir voru með körfu sem var yfir 30% dýrari en í Bónus, þær voru Nóatún Sel- fossi, Strax, 10-11 og Sparkaup á Seyðisfirði og í Stigahlíð. Um 75% verðmunur á tei í 100 poka pakkningum Verð var kannað á 50 drykkjar- vörum og var Bónus oftast með lægsta verðið eða 29 sinnum af þeim 31 vörum sem þar fengust. Kaskó var með lægst verð í 8 tilvikum og Krónan 7 sinnum. Skagfirðingabúð var oftast með hæsta verðið, 18 sinnum, en næst- oftast eða í 16 tilvikum var verðið hæst í Sparkaupum á Seyðisfirði, 11- 11 og 10-11. Mesti munur á hæsta og lægsta verði eða 75% var á Melrose’s tei í 100 poka pakkningum, dýrast var það á 698 kr í Hlíðarkaupum á Sauðárkróki en ódýrast á 329 kr. í Nóatúni. Næst mestur munur, eða 69%, var á tei af sömu tegund í 50 poka pakkningum. 9 verslanir af 16 lækkað verð síðan í apríl Alls höfðu 9 verslanir af þeim 16, sem einnig tóku þátt í könnun í apríl, lækkað verð síðan þá og ein verslun var með sama verðið. Karfan í Bónus lækkaði mest eða um 3,7% og í Krón- unni um 2,7%. Sex verslanir hækk- uðu verð en hækkunin var óveruleg í fjórum þeirra. Mest var hækkunin í Fjarðarkaupum eða 3,6% en megin- hluta hennar má skýra með því að 3% flatur afsláttur á kassa sem var veittur í apríl hefur nú verið afnum- inn. Hagkaup hækkuðu næstmest eða um 1,7%. Hér er eingöngu um verðsamanburð að ræða en ekki var lagt mat á gæði vara eða þá þjónustu sem veitt er í verslununum. Verðkönnun ASÍ á drykkjarvöru í 18 verslunum Bónus í flestum tilvik- um með lægsta verðið FYRSTU íslensku kartöflurnar á þessu sumri komu í verslanir Nóa- túns í dag. Þær koma frá Guðmundi, bónda á Eyrarbakka, og verða til sölu í öllum Nóatúnsbúðunum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Nóatúni. Um er að ræða nokkur tonn en framboð gæti þó verið tak- markað fyrstu dagana, síðan mun það aukast. Um er að ræða premier kartöflur og kostar kílóið 359 krón- ur. Nýjar kart- öflur komn- ar í hús Morgunblaðið/Arnaldur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.