Morgunblaðið - 11.07.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.07.2002, Blaðsíða 19
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2002 19 Sæktu um talhólf fyrir heimilissímann á fiínum sí›um á siminn.is, í fljónustuveri Símans 800 7000 e›a í verslunum Símans um allt land. Talhólf er símsvari heimilisins Ef flú sækir um fyrir 12. ágúst 2002 gætir flú unni› fer› fyrir tvo til útlanda. N O N N I O G M A N N I IY D D A • N M 0 6 6 2 2 /s ia .is Panta›u talhólf fyrir 12. ágúst Ertu a› fara í frí? Ekki missa af símtölum, fá›u flér talhólf. Kynntu flér máli› á innkápu símaskrárinnar e›a á siminn.is Stærðfræðinámskeið fyrir þá sem eru að byrja í háskóla Tilgangur námskeiðsins er að undirbúa þátttakendur undir árangursríkt háskólanám. Farið er vandlega yfir öll mikilvægustu atriðin í námsefni framhaldsskólanna og algeng verkefni leyst. Námskeiðið hefst laugard. 13. júlí og lýkur laugard. 17. ágúst. Kennt er alla laugardaga frá kl. 13-16.30. Nánari upplýsingar og skráning í síma 551 5593. Tölvu- og stærðfræðiþjónustan Brautarholti 4a, Reykjavík. Vertu með og tryggðu þér forskot! Vel menntaðir og vanir kennarar.VERSLUNIN Bónus var með lægsta verðið á drykkjarvörum í verðkönnun ASÍ sem gerð var 19. júní síðastliðinn í 18 matvöruversl- unum víðs vegar um landið. Þar kostaði vegin karfa 1.678 kr. en verð- ið er reiknað út frá raunverulegri neyslu þar sem sett er saman karfa með mest notuðu tegundunum í landinu og er farið eftir neysluupp- lýsingum frá Hagstofu Íslands. Næst ódýrust var karfan í Krón- unni á 1.807 kr., þar á eftir í Nettó á 1.814 kr. og í Kaskó á 1.830 kr. Dýrust reyndist karfan vera í 11- 11 og kostaði hún 2.232 kr. Munur á dýrustu og ódýrustu körfunni var því 33%. Fimm aðrar verslanir voru með körfu sem var yfir 30% dýrari en í Bónus, þær voru Nóatún Sel- fossi, Strax, 10-11 og Sparkaup á Seyðisfirði og í Stigahlíð. Um 75% verðmunur á tei í 100 poka pakkningum Verð var kannað á 50 drykkjar- vörum og var Bónus oftast með lægsta verðið eða 29 sinnum af þeim 31 vörum sem þar fengust. Kaskó var með lægst verð í 8 tilvikum og Krónan 7 sinnum. Skagfirðingabúð var oftast með hæsta verðið, 18 sinnum, en næst- oftast eða í 16 tilvikum var verðið hæst í Sparkaupum á Seyðisfirði, 11- 11 og 10-11. Mesti munur á hæsta og lægsta verði eða 75% var á Melrose’s tei í 100 poka pakkningum, dýrast var það á 698 kr í Hlíðarkaupum á Sauðárkróki en ódýrast á 329 kr. í Nóatúni. Næst mestur munur, eða 69%, var á tei af sömu tegund í 50 poka pakkningum. 9 verslanir af 16 lækkað verð síðan í apríl Alls höfðu 9 verslanir af þeim 16, sem einnig tóku þátt í könnun í apríl, lækkað verð síðan þá og ein verslun var með sama verðið. Karfan í Bónus lækkaði mest eða um 3,7% og í Krón- unni um 2,7%. Sex verslanir hækk- uðu verð en hækkunin var óveruleg í fjórum þeirra. Mest var hækkunin í Fjarðarkaupum eða 3,6% en megin- hluta hennar má skýra með því að 3% flatur afsláttur á kassa sem var veittur í apríl hefur nú verið afnum- inn. Hagkaup hækkuðu næstmest eða um 1,7%. Hér er eingöngu um verðsamanburð að ræða en ekki var lagt mat á gæði vara eða þá þjónustu sem veitt er í verslununum. Verðkönnun ASÍ á drykkjarvöru í 18 verslunum Bónus í flestum tilvik- um með lægsta verðið FYRSTU íslensku kartöflurnar á þessu sumri komu í verslanir Nóa- túns í dag. Þær koma frá Guðmundi, bónda á Eyrarbakka, og verða til sölu í öllum Nóatúnsbúðunum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Nóatúni. Um er að ræða nokkur tonn en framboð gæti þó verið tak- markað fyrstu dagana, síðan mun það aukast. Um er að ræða premier kartöflur og kostar kílóið 359 krón- ur. Nýjar kart- öflur komn- ar í hús Morgunblaðið/Arnaldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.