Morgunblaðið - 25.07.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.07.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isSkagamenn úr leik í Evrópukeppninni / C2 Erlendum leikmönnum fjölgar stöðugt í Noregi / C1 4 SÍÐUR12 SÍÐUR Sérblöð í dag Á FIMMTUDÖGUM VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í HORFUR á byggingamarkaði eru óljósar um þessar mundir, að sögn verktaka. Víkurfréttir greindu frá því í fyrrakvöld að Keflavíkurverktakar sæju fram á að þurfa að segja upp 70 iðnaðarmönnum vegna verkefna- skorts hjá félaginu. Róbert Trausti Árnason, forstjóri fyrirtækisins, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, en sagði málið verða tekið fyrir á starfsmannafundi á mánudag. Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Kefla- víkur, gat ekki staðfest að uppsagn- irnar væru á döfinni, þar sem ekki hefði komið formleg tilkynning um það frá Keflavíkurverktökum. Hann sagðist hins vegar hafa frétt af þeim frá nokkrum starfsmönnum fyrir- tækisins. Um næstu áramót lýkur einokun Keflavíkurverktaka og Aðalverktaka á Keflavíkurflugvelli, en fyrirtækin hafa undanfarna hálfa öld setið ein að öllum framkvæmdum á vellinum. Síð- astliðin fjögur ár hefur einokuninni verið aflétt í áföngum og við síðustu úthlutun verkefna á vellinum fengu Keflavíkurverktakar engin verkefni. Kristján Gunnarsson segir atvinnu- ástandið erfitt á Suðurnesjum og uppsagnir sem þessar séu mjög slæmar fyrir atvinnulífið. Í samtali við Morgunblaðið í gær töldu nokkrir verktakar framtíð iðn- aðarins óljósa sem stendur. Fyrir ári hafi verktakar getað séð fyrir verk- efni næstu mánuði, en nú sé óvíst hvert stefni. Eyjólfur Bjarnason, byggingatæknifræðingur hjá Sam- tökum iðnaðarins, telur að of mikið ójafnvægi sé á markaðinum. „Íslenskur byggingaiðnaður hefur þurft að þola miklar sveiflur í verk- efnaframboði og af þeim sökum er iðnaðurinn óstöðugur. Skortur á framtíðarsýn vekur ugg hjá mörgum og framkvæmdir hins opinbera hafa ekki komið á nógu góðum tíma fyrir iðnaðinn.“ Að mati Eyjólfs væri betra ef opinberum framkvæmdum væri úthlutað þegar fyrirséð væri að fram- kvæmdir á almennum markaði væru minni, við það skapaðist aukið jafn- vægi sem yrði greininni til góðs. Stóriðja og hálendis- framkvæmdir Framkvæmdir í óbyggðum eða vegna stóriðju hafa eðlilega mikil áhrif á byggingaiðnaðinn. Beðið er eftir ákvörðunum um framkvæmdir á þessu sviði og töldu verktakar sem Morgunblaðið ræddi við, að það myndi skipta sköpum í náinni fram- tíð. Fjöldi verktaka á suðvesturhorn- inu leitar eftir sömu verkefnunum og hálendisverkefni losa um þá spennu sem myndast þegar fátt er um verk- efni. Keflavíkurverktakar þurfa að segja upp 70 iðnaðarmönnum Verktakar óvissir um framtíðina ELLEFU ára drengur fótbrotn- aði og lemstraðist illa við Land- mannalaugar um hádegisbil í gær. Hann hugðist fara af hestbaki, en ekki vildi betur til en svo að hann flæktist í öðru ístaðinu. Hesturinn fældist við þetta og drengurinn dróst með honum eina 50 metra. Drengurinn, sem er af erlendu bergi brotinn, var fluttur með sjúkrabifreið til Reykjavíkur. Læknir sem kvaddur var á slys- stað taldi að hann hefði ekki hlotið innvortis meiðsl. Drengur slasaðist við Landmannalaugar TÖLVU, myndavélum og gsm-síma var stolið í innbroti í Ármúla í gær- morgun. Þá var einnig brotist inn í íbúð á Neshaga og nokkru stolið, meðal annars geislaspilara. Á svipuðum slóðum, eða við Mel- haga, var brotist inn í verslun og síg- arettum, rafhlöðum, filmum og smá- mynt stolið. Þá var brotist inn í hesthús í Fjárborgum og verkfær- um, hnökkum og göllum stolið. Lögreglan hafði ekki haft hendur í hári innbrotsþjófanna í gær. Innbrot víða um borg ÞEIM nemendum frá Suðureyri sem stunduðu nám í Grunnskóla Ísafjarð- ar í fyrravetur verður leyft að halda námi sínu áfram þar, en málefni grunnskólanemenda á Suðureyri hafa verið í sviðsljósinu undanfarið. Þorleifur Pálsson, bæjarritari Ísa- fjarðarbæjar, segir að þetta sé nið- urstaða bæði bæjarráðs og fræðslu- nefndar sem hafa fundað um málið. „Þetta var rætt í bæjarráði á mánu- dag þar sem lögð voru fram bréf frá aðstandendum barna frá Suðureyri sem hafa gengið í grunnskóla á Ísa- firði,“ bætir hann við og bendir á að í raun hafi ætlunin ekki verið að hreyfa þá nemendur sem þegar stunduðu nám í Grunnskóla Ísafjarð- ar. Hann leggur áherslu á að haft verði samband við aðstandendur þessara barna en fundi fræðslu- nefndar lauk um miðjan dag í gær þannig að ekki hafði náðst í alla for- eldrana. Hvert mál skoðað fyrir sig Aðspurður hvað gerðist með þá nemendur sem stunduðu nám á Suð- ureyri en sótt hafa um skólavist á Ísafirði á komandi skólaári, segir Þorleifur að rætt verði sérstaklega við foreldra þeirra og leitað eftir því hvaða orsakir séu til grundvallar því að þau sæki um skólavist á Ísafirði. „Það geta komið upp eðlilegar ástæður fyrir því að fólk sæki um skólavist annars staðar. Hvert mál verður því skoðað fyrir sig. Það get- ur vel verið að barn þurfi sérkennslu sem ekki er hægt að veita á minni stöðum og þá vil ég ekki einangra Suðureyri,“ undirstrikar hann og leggur áherslu á að þegar foreldrar frá Flateyri og Þingeyri sæki um skólavist fyrir börn sín á Ísafirði þá fái þeir sömu meðferð og þeir frá Suðureyri. „Það er náttúrlega komin og hefur kannski alltaf legið fyrir lausn fyrir þau börn sem hafa verið í Grunnskól- anum á Ísafirði. Það stóð aldrei til annað en að þau lykju námi sínu í skólanum hér,“ ítrekar Þorleifur. Grunnskólanemendur á Suðureyri Leyft að halda áfram námi á Ísafirði þremur. Þau heita Anton, Andri og Aldís Sveinsbörn. Þau voru ánægð með langafa og Guð- mundur var ekki síður ánægður ÞAÐ VAR sannkölluð ísveisla á Vesturgötunni í gær þegar Guð- mundur Kristinsson fór út í búð með barnabarnabörnum sínum með lífið. Það var „þurrt að kalla“ í Reykjavík í gær eins og þeir segja á Veðurstofunni og að- stæður til að borða ís því góðar. Ís með langafa Morgunblaðið/Golli MITSUBISHI-JEPPI fór út í Jök- ulsá í Lóni rétt fyrir klukkan 11 í gærmorgun og rak bifreiðina um sjö til átta hundruð metra niður ána. Tveir hollenskir ferðamenn voru þarna á ferð. Ók annar þeirra bílnum út í ána og hugðist kanna hvort hún væri fær en hinn mynd- aði ferðalagið af bakkanum. Öku- maðurinn ók bílnum yfir dýpi og komst að grynningum en stökk síð- an úr bílnum og mátti ekki tæpara standa áður en áin hrifsaði bílinn með sér. Bifreiðina rak síðan niður ána en var loks dregin á þurrt með hjálp Björgunarfélagsins á Horna- firði sem kallað hafði verið til. Hol- lendingarnir voru á leið inn í Lóns- öræfi en villtust af leið. Jökulsá er ófær á þessum stað á þessum tíma. Jeppinn er gerónýtur eftir fang- brögðin við ána. Að sögn Sveinbjörns Steinþórs- sonar hjá Björgunarfélaginu hefur sveitin þurft að sinna þremur til fjórum útköllum á ári af þessu tagi og þá einkum við Skyndidalsá, sem fellur í Jökulsá í Lóni, en þar er farið yfir þegar ekið er í Lóns- öræfi. Jeppi lenti í Jökulsá ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.