Morgunblaðið - 25.07.2002, Side 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 11
SKIPTA þurfti yfir á gamla vara-
kerfi Flugmálstjórnar á sunnudag,
þar sem nýja kerfið vann ekki eðli-
lega. Greint var frá því fyrir helgina
að hið nýja fluggagnakerfi, sem tekið
var í notkun í vor í flugstjórnarmið-
stöðinni í Reykjavík, hafi nokkrum
sinnum frosið.
Heimir Már Pétursson, upplýs-
ingafulltrúi Flugmálastjórnar, segir
að þetta hafi gerst annað slagið en
menn telji það hins vegar ekki vera
óeðlilegt. „Kerfið er auðvitað ungt en
það er fullt af öðrum varakerfum
sem við höfum, þannig að við lítum
ekki á þetta sem sérstakt vanda-
mál.“
Nýja flug-
gagnakerfið
vann óeðlilega
SAMKVÆMT skoðanakönnun sem
Gallup gerði fyrir Sparisjóð
Reykjavíkur og nágrennis hefur
bæði ímynd Sparisjóðsins og Bún-
aðarbankans skaðast við umræðu
um yfirtökutilboð hins síðarnefnda.
Meirihluti, eða 52%, er andvígur
sameiningu Búnaðarbanka og
SPRON, 24% eru hlynnt samein-
ingu SPRON og Búnaðarbanka en
24% eru á báðum áttum.
Ástæður þess að SPRON bað
Gallup að gera könnunina eru fyrst
og fremst þær, að sögn Hebu
Soffíu Björnsdóttur hjá markaðs-
sviði SPRON, að rannsaka hvort
umræðan og umfjöllun í fjölmiðlun
hafi skaðað ímynd Sparisjóðsins.
Að sama skapi lék stjórnendum
forvitni á að vita hvar hugur al-
mennings stæði gagnvart stöðu
mála.
Sigríður Margrét Oddsdóttir,
ráðgjafi og verkefnisstjóri hjá Gall-
up, kynnti könnunina á blaða-
mannafundi í gær. Könnunin var
framkvæmd 2.–14. júlí 2002, og var
svarhlutfall tæp 60%, sem telst
lágt. Ástæður þess eru taldar árs-
tíminn þegar könnunin er gerð.
Þrátt fyrir að úrtakið sé lítið end-
urspeglar það þjóðina og gefur á
þann hátt raunhæfar niðurstöður
að mati Gallup.
Könnun leiðir í ljós að 86,9%
svarenda hafa orðið vör við um-
ræðuna sem átt hefur sér stað
vegna SPRON og yfirtökutilboðs-
ins. Hlutfallslega flestir þeirra sem
hafa orðið varir við umræðuna telja
hana vera neikvæða fyrir bæði
Sparisjóðinn og Búnaðarbankann.
Einnig kom í ljós að svarendur
töldu SPRON ekki verða rekinn
með sama sniði ef Búnaðarbankinn
myndi taka yfir reksturinn. Það
endurspeglar áhyggjur viðskipta-
vina og stofnfjáreigenda af breyt-
ingu á Sparisjóðnum, sem starfs-
menn hans hafa fundið fyrir, að
sögn Hebu Soffíu Björnsdóttur.
Þeir sem lýstu sig fylgjandi sam-
einingu töldu flestir að um hagræð-
ingu yrði að ræða. Þeir sem voru
andvígir sameiningu töldu að
minnkandi samkeppni væri óheppi-
leg.
Sameining SPRON við annan
sparisjóð fær mest fylgi
Meirihluti svarenda, 59%, var
andvígur sameiningu SPRON og
annars fjármálafyrirtækis, spari-
sjóðs eða banka, en ef þeir sem
voru sameiningu fylgjandi voru
spurðir hvaða fyrirtæki helst ætti
að sameinast kom í ljós að flestir
eru fylgjandi sameiningu SPRON
við annan sparisjóð, 43,6%, en
fæstir fylgjandi sameiningu við
Búnaðarbankann, 5,1%.
Heba Soffía Björnsdóttir vakti
sérstaka athygli á síðastnefndu nið-
urstöðunum. Þær sýndu að fæstir
þeirra sem á annað borð voru sam-
þykkir sameiningu SPRON við
annað fyrirtæki vildu sameina
Sparisjóðinn og Búnaðarbankann.
Andstaða við yfirtöku
Búnaðarbankans
Gallup gerði skoðanakönnun fyrir SPRON
Í GÆR lauk fyrri hluta eðlisfræði-
leikanna en þá sátu keppendurnir,
sem allir eru framhaldsskólanem-
endur, í 5 stunda glímu við þrjú
eðlisfræðidæmi sem öll voru að
hluta á háskólastigi. Nokkuð var
um að fararstjórar keppnisliðanna
mótmæltu dæmunum á þeirri for-
sendu að þau væru utan efnis-
skrár eðlisfræðileikanna. Indónes-
ísku höfundar dæmanna léttu þá
nokkuð eitt dæmið en juku skýr-
ingarnar við annað.
„Okkur fannst flestir liðirnir í
fyrri tveimur dæmunum vera bara
auðreiknanlegir,“ sögðu Kristján
og Sigurður, nemendur við
Menntaskólann á Akureyri. „Ef
dæmin eru álitin þung þá erum
við líklega að gera tóma vitleysu.“
Það kemur hins vegar ekki í ljós
fyrr en í kvöld þegar fararstjór-
arnir fá ljósrit af úrlausnum
þeirra til yfirferðar. Leið-
sögumaður íslenska liðsins, Nelda
Riskawati, 21 árs gömul, ensku-
stúdent við háskólann í Denpasar,
ber drengjunum vel söguna og
segir þá vera bæði skemmtilega
og kurteisa.
Fyrsta verkefni keppninnar
fjallaði um jarðsjá, upplausnar-
getu hennar og langdrægni miðað
við mismunandi vinnutíðnir. Ann-
að verkefnið fjallaði um raf-
strauma í dýri sem grefur sig í
sjávarbotn og skynjun rándýrs á
sundi á rafboðunum. Þriðja verk-
efnið var hefðbundið aflfræði-
dæmi um vagn sem ýmist rúllar
eða rennur niður eftir skábretti.
Í dag sitja fararstjórarnir ein-
angraðir við að ræða tilrauna-
verkefni morgundagsins og þýða
þau á móðurmál keppendanna.
Keppendurnir eru líka einangr-
aðir á hóteli sínu og hafa farsímar
þeirra verið teknir af þeim til að
koma í veg fyrir hugsanlegt
svindl.
Fyrri keppnisdegi lokið á ólympíuleikunum í eðlisfræði
Framhaldsskólanemar leysa
verkefni á háskólastigi
Morgunblaðið/Viðar Ágústsson
Dr. The Houw Liong, prófessor við Tækniháskólann í Bandung, leiddi
hóp eðlisfræðinga sem samdi öll verkefni 33. Ólympíuleikanna í
eðlisfræði. Hann kynnti fararstjórunum fræðilegu verkefnin 3 og mátti
í 8 klst. taka við gagnrýni og laga verkefnin að óskum fararstjóranna.
„UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ for-
dæmir harðlega eldflaugaárás Ísr-
aelsmanna á íbúðablokk í Gaza þar
sem á annan tug manna lét lífið, þar
á meðal konur og börn, og yfir
hundrað manns særðust,“ segir í
ályktun sem Morgunblaðinu hefur
borist. Þar segir einnig:
„Íslensk stjórnvöld hafa skilning á
nauðsyn þess að stöðva hryðjuverk
framin af Palestínumönnum. Hins
vegar er ekki réttlætanlegt að beita
til þess aðferðum á borð við aftökur
án dóms og laga. Slíkar aðferðir eru
óafsakanlegar og dráp á saklausu
fólki á heimilum sínum er aldrei rétt-
lætanlegt. Íslensk stjórnvöld eru
þeirrar skoðunar að hvorki hernað-
arlegt ofbeldi né sjálfsmorðsárásir
séu til þess fallnar að leysa þann
vanda sem við er að glíma fyrir botni
Miðjarðarhafs. Eina leiðin er með
samningum sem fela í sér stofnun
sjálfstæðs ríkis Palestínumanna og
að öryggi Ísraels verði tryggt innan
alþjóðlega viðurkenndra landa-
mæra.“
Eldflaugaárás
Ísraelsmanna
fordæmd
Utanríkisráðuneytið
BORIST hefur kæra til samgöngu-
ráðuneytisins vegna þeirrar
ákvörðunar trúnaðarlæknis Flug-
málastjórnar að veita ekki Árna G.
Sigurðssyni flugstjóra flugskírteini
á ný í kjölfar veikinda. Ráðuneytið
undirbýr skipan kærunefndar, en
þetta er í annað sinn sem kæru-
nefnd er skipuð vegna máls hans.
Lögmaður Árna G. Sigurðssonar
hefur kært þá ákvörðun trúnaðar-
læknis Flugmálastjórnar að Árna
skuli ekki veitt flugskírteini á ný
en hann missti skírteinið tíma-
bundið vegna veikinda. Honum var
veitt skírteini að nýju með tak-
mörkunum, en hefur ekki flogið
síðustu mánuði eftir að skírteinið
rann út.
Hægt er að skjóta ákvörðun
trúnaðarlæknis til samgönguráðu-
neytisins sem skipar þriggja
manna kærunefnd til að taka málið
upp. Auk fulltrúa ráðuneytisins til-
nefna landlæknir og Félag ís-
lenskra atvinnuflugmanna hvor
sinn fulltrúa í nefndina og er nú
beðið tilnefninga frá þeim.
Mál Árna G. Sigurðs-
sonar flugmanns
Skipan
kæru-
nefndar
undirbúin
FRÉTTALJÓSMYNDASÝNING-
IN World Press Photo hefst í
Kringlunni 26. júlí og stendur til 6.
ágúst. Sýningin er virtasta frétta-
ljósmyndasýning í heimi og árlega er
atvinnuljósmyndurum víða að úr
heiminum boðið að taka þátt í ljós-
myndasamkeppni sem tekur til
frétta, málefna líðandi stundar,
fólks, vísinda og tækni, íþrótta, lista,
umhverfis og náttúru.
Vinningsmyndirnar eru settar
upp á sýningu World Press Photo og
eru gefnar út í árbók sýningarinnar.
Sýningin verður í yfir 70 listasöfn-
um, galleríum og opinberum bygg-
ingum í 40 löndum víðsvegar um
heiminn. Það eru Kringlan, Hans
Petersen, Íslenska auglýsingastof-
an, Morgunblaðið og Jónar flutn-
ingsfyrirtæki sem standa að sýning-
unni á Íslandi.
Samhliða sýningunni verður ljós-
myndasýning á úrvali ljósmynda
ljósmyndara Morgunblaðsins frá
sama ári.
Fréttaljósmyndara-
sýning í Kringlunni
AÐALFARGJALDAFLOKKUM
Flugfélags Íslands hefur verið
fækkað úr fjórum í þrjá og hækkuðu
þeir fargjaldaflokkar sem eftir eru
að meðaltali um 4,5% á þriðjudag.
Árni Gunnarsson, sölu- og mark-
aðsstjóri FÍ, segir að með þessum
breytingum sé verið að gera far-
gjaldaskrána gegnsærri og leggja
jafnframt meiri áherslu á nettilboð
en fleiri sæti verða nú til boða í
hverju nettilboði.
Hækkanirnar ganga jafnt yfir alla
áfangastaði FÍ innanlands, verðskrá
millilandaflugs félagsins er óbreytt
en nú eru nettilboð einnig í boði til
Færeyja og Grænlands. Árni bendir
á að verðskrá félagsins hafi verið
óbreytt í rúmlega eitt ár eða frá því í
maí 2001.
„Það sem við erum að gera er að
breyta áherslum í verðskránni. Það
er alltaf að aukast að viðskiptavinir
okkar notfæri sér nettilboðin,“ sagði
Árni og segir breytingarnar fela í
sér aukið frelsi fyrir viðskiptavini
flugfélagsins.
Nýju fargjaldaflokkarnir þrír eru
allir bókanlegir aðra leiðina gagn-
stætt því sem áður var. Það sem af
er árinu hafa 11.000 farþegar nýtt
sér nettilboð og er að sögn Árna
áætlað að sala á Netinu verði 500
milljónir króna á þessu ári. Sala á
Netinu á fyrstu sex mánuðum ársins
nam 250 milljónum króna.
Þetta er meira en í fyrra þegar
selt var á Netinu fyrir 200 milljónir
en hægt hefur verið að bóka ferð á
Netinu hjá félaginu frá því í febrúar
2001, að sögn Árna. Heildarsala á
Netinu, bæði nettilboð og önnur
sala, er 25% af heildarsölu fyrirtæk-
isins.
Almenn flugfargjöld
Flugfélagsins hækka
Meiri áhersla lögð á nettilboð
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦