Morgunblaðið - 25.07.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.07.2002, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í SVÖRUM við umsögnum og at- hugasemdum frá bæjaryfirvöldum í Garðabæ og Hafnarfirði sem Vega- gerðin hefur sent Skipulagsstofnun vegna áforma um tvöföldun Reykja- nesbrautar kemur meðal annars fram að það skilyrði er sett af hálfu Vegagerðarinnar að skipulag Hafn- arfjarðar geri ráð fyrir að öll gatna- mót við Reykjanesbraut verði byggð mislæg í framtíðinni. Eins og fram kemur í umsögn bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og greint hefur verið frá hefur núver- andi meirihluti aðrar áherslur varð- andi breytingar á Reykjanesbraut- inni en fyrri bæjarstjórn hafði. Skipulagsstofnun hefur þegar fengið sendar greinargerðir frá Vegagerðinni um mat á umhverfis- áhrifum vegna tvöföldunar Reykja- nesbrautar frá Fífuhvammsvegi að Álftanesvegi og frá Álftanesvegi að Ásbraut og eru umrædd svör í tengslum við umsagnir sveitarfélag- anna vegna fyrirhugaðra fram- kvæmda á brautinni. Í bréfi sem Jónas Snæbjörnsson, umdæmisstjóri Reykjanesumdæmis Vegagerðarinnar, ritar undir segir að Reykjanesbraut frá Mjódd að Kaplakrika hafi verið lögð fram sem skipulag í byrjun áttunda áratugar síðustu aldar og ekki sé ágreiningur við sveitarfélögin um að gert hafi verið ráð fyrir stofnbraut með a.m.k. tveimur akreinum í hvora átt. Þá geri vegstaðall Vegagerðarinnar ráð fyrir að hægt sé að breikka brautina í þrjár akreinar í hvora átt. Bent er á að vegurinn sé eini samfelldi stofn- vegurinn sem liggur norður-suður um höfuðborgarsvæðið og skipulag hvers sveitarfélags svo og nýtt svæð- isskipulag hafi gengið út frá Reykja- nesbraut sem samfelldri stofnbraut um svæðið. Með vísan til þessa setur Vegagerðin það skilyrði að Hafnar- fjörður geri ráð fyrir mislægum gatnamótum við öll gatnamót Reykjanesbrautar í framtíðinni. Samstaða um breytingar sunnan Lækjargötu Fram kemur í bréfinu að í viðræð- um við fulltrúa núverandi meirihluta hafi komið fram að samstaða sé um breytingar sunnan Lækjargötu, þ.e. útfærslu vegarins suður fyrir kirkju- garð. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur óskað eftir endurskoðun á hönnun vegarins frá Fjarðarhrauni að Lækj- argötu og mun Vegagerðin í sam- vinnu við bæjarstjórn fara yfir til- lögur sem gerðar hafa verið og leiddu til þeirrar niðurstöðu sem matsskýrslan byggist á, að því er segir í bréfi til Skipulagsstofnunar. Bent er á að tillögur hafi meðal annars verið gerðar um gatnamót Lækjargötu og Reykjanesbrautar þar sem Reykjanesbraut lá yfir Lækjargötu. Einnig hafi verið gerð- ar tillögur um tímabundnar lausnir þar sem gatnamótin voru áfram í plani. Þá segir að verði niðurstaða yfirferðar sú að breytt verði frá til- lögu matsskýrslu verði hún lögð fyr- ir Skipulagsstofnun með fyrirspurn um nauðsyn endurtekningar á mats- ferlinu. Mótmælt að sveitarfélög greiði kostnað vegna hávaðavarna Í svari við umsögn Garðabæjar vegna lagningar vegarins er ítrekað að kostnaður sem sérstaklega er til kominn vegna þéttbýlis greiði við- komandi sveitarfélag og er vísað í því sambandi til vegalaga frá árinu 1994. Í bréfi Vegagerðarinnar segir að mótvægisaðgerðir vegna hávaða frá umferðinni teljist til kostnaðar sem sérstaklega sé til kominn vegna þétt- býlis. Vegagerðin bendir á að hún muni í samráði við Garðabæ skipu- leggja framkvæmdina þannig að allt jarðefni sem fellur til nýtist sem best, t.d. í hljóðmanir. Á fundi bæjarráðs Garðabæjar sem haldinn var fyrr í vikunni mót- mælti bæjarráð þeim skilningi Vega- gerðarinnar að það sé hlutverk sveit- arfélaga að greiða kostnað vegna framkvæmda við hávaðavarnir sem nauðsynlegt er að gera við stofn- brautir. Bent er á að mælt sé fyrir um framkvæmdirnar í reglugerð um hávaða til að tryggja hljóðvist. „Vegagerðinni, sem veghaldara og ábyrgðaraðila vegarins, hlýtur að vera skylt að sjá svo um að við fram- kvæmd á tvöföldun Reykjanesbraut- ar verði tekið tillit til þess réttar sem fyrrgreind reglugerð tryggir íbúum Garðabæjar. Við mat á umhverfis- áhrifum vegna framkvæmdarinnar ber að setja sem skilyrði fyrir fram- kvæmdunum að þessara sjónarmiða sé gætt.“ Vísar bæjarráð í því sambandi til bréfs bæjarins til Vegagerðarinnar frá í fyrra þar sem krafist var að- gerða af hálfu Vegagerðarinnar til varnar umferðarhávaða frá Hafnar- fjarðarvegi. Vegagerðin svarar umsögnum vegna fyrirhugaðrar stækkunar Reykjanesbrautar Morgunblaðið/Jim Smart Eins og fram hefur komið hefur meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar lýst því yfir að hann hafi aðrar áherslur varðandi breytingar á Reykjanes- brautinni en fyrri bæjarstjórn hafði. Fram kemur í bréfi Vegagerðarinnar að samstaða sé um breytingar sunnan Lækjargötu, þ.e. útfærslu vegarins suður fyrir kirkjugarð. Vegagerðin mun í samvinnu við bæjarstjórn fara yfir aðrar tillögur. Myndin er tekin við Reykjanesbraut og Ásbraut. Öll gatnamót við Reykjanes- braut verði mislæg í framtíðinni Hafnarfjörður/Garðabær HIN ÁRLEGA sumarhátíð Æskulýðs- og tómstundaráðs Hafnarfjarðar var haldin á Thorsplani í gær. Að sögn Árna Guð- mundssonar, æskulýðs- og tómstundafull- trúa Hafnarfjarðarbæjar, voru á bilinu 1000–1500 manns samankomin í bænum í tilefni dagsins, bæði börn af leikja- námskeiðum sumarsins, unglingar úr vinnuskólanum, systkini og foreldrar. Margt var gert til skemmtunar en eflaust voru þeir sem eldri voru áhugsasamastir um knattspyrnuleik milli bæjarstjórn- armeðlima og úrvalsliðs ÆTH. Að sögn Árna fóru bæjarstjórnarmeðlimir með sig- ur af hólmi í leiknum og voru skiptar skoð- anir meðal áhorfenda um hvort hlutdrægni hefði gætt í dómgæslu, sem var í höndum Árna sjálfs. Dómarinn bætti hins vegar fyrir syndir sínar með því að gefa sleiki- brjóstsykur á báða bóga. Boðið var upp á ýmsa leiki og þrautir, s.s. ratleik, víðavangshlaup og stígvéla- hlaup að ógleymdu hinu árlega kassabíl- aralli sem Hafnfirðingar hafa haldið í heiðri svo áratugum skiptir, að sögn Árna. Árni nefnir að áður fyrr hafi kassabíla- rallið jafnan verið haldið á Linnetsstíg, sem er ein brattasta gata bæjarins. Nú hafi hins vegar verið brugðið á það ráð að færa rallið niður á Strandgötu og reyndi þá ekki síður á þann sem ýtti bílnum en leikni öku- manna. Fram kom einnig á hátíðinni hafnfirska rappsveitin Diplomatics sem skipuð er 17 og 18 ára ungmennum og leiklistarhópur vinnuskólans sýndi leikþátt. Þá sýndi Bjarni töframaður listir sínar. Börn og fullorðnir skemmta sér á sumarhátíð Æskulýðs- og tómstundaráðs Hafnarfjarðar Morgunblaðið/Jim Smart Þessar stúlkur kunnu augljóslega vel að meta veitingarnar sem á boðstólum voru. Ekki spillir fyrir að vera með málningu sem hæfir deginum áður en tekið er til við að snæða. Morgunblaðið/Jim Smart Bjarni töframaður sýndi listir sínar sem virtust falla í góðan jarðveg hjá viðstöddum. Meðferðis hafði hann m.a. þvottabjörn úr gervi sem hann notaði í nokkrum atriða sinna. Á bilinu 1.000–1.500 manns á Thorsplani Hafnarfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.