Morgunblaðið - 25.07.2002, Page 18

Morgunblaðið - 25.07.2002, Page 18
KÁTIR dagar báru nafn með rentu síðastliðna helgi en veðrið átti stóran þátt í því hve vel hátíðin heppnaðist, svo og undirbúningur og stjórnun. Dagskráin hófst á föstudegi með kassabílakeppni þar sem ungir öku- menn sýndu listir sínar og myndlist- arsýningar voru opnaðar. Í félags- heimilinu Þórsveri var fullt hús en dagskrá þar hófst með því að Þuríður Vilhjálmsdóttir og Þórarinn Hjartar- son fluttu íslenska tónlist frá ýmsum tímum. Heimamenn voru einnig með söng og grín svo mikil kæti ríkti í fé- lagsheimilinu en í tjaldi á útimarkaðs- svæðinu hélt yngri kynslóðin sig og unglingahljómsveit spilaði þar af krafti. Eftir skemmtunina í Þórsveri lá leiðin á Hafnarbarinn þar sem tónlist- armaðurinn Viðar Jónsson frá Reykjavík sá um fjörið. Einstök veðurblíða var á laugar- daginn en hitinn fór þá yfir 20 stig svo fjölmennt var við höfnina í dorgveiði- keppni þar sem verðlaun voru veitt fyrir þyngstu fiskana. Seglskútan Haukur frá Húsavík kom í opinbera heimsókn til Þórshafnar á laugar- dagsmorgni og boðið var upp á skemmtisiglingar með henni allan laugardaginn. Kajakasiglingar voru líka í boði og reyndust vinsælar. Útimarkaðssvæðið var vel sótt og sólarlandayfirbragð við sölutjöld og útigrill. Þar var allt til sölu milli him- ins og jarðar; margs konar handverk, harðfiskur, brauð, kúfiskur frá Hrað- frystistöðinni að hætti Sigga Hall og það var heitt í kolunum á Fjallalambs- grillinu. Börnin gátu farið á hestbak og teymt var undir þeim um svæðið. Í Þórshafnarkirkju voru klassískir tónleikar þar sem ÞuríðurVilhjálms- dóttir sópransöngkona söng sig inn í hjörtu áheyrenda, ásamt Helgu Bryndísi Magnúsdóttur píanóleikara og Eydísi Fransdóttur óbóleikara, en allur aðgangseyrir rann til kirkjunn- ar. Í „fitnesskeppninni“ var hörð bar- átta en handhafar titilsins frá síðasta ári mættu til að verja hann – og tókst það. Knattspyrnan var með í spilinu en hraðmót UNÞ var haldið við íþróttahúsið. Að því loknu stökk ofur- hugi úr flugvél í fallhlíf og lenti á vell- inum en útsýnisflug var í boði allan laugardaginn. Skemmtilegt innlegg í hátíðahöldin var þegar TF-Líf, þyrla Landhelgis- gæslunnar, lenti á vellinum við Haf- liðabúð, hús björgunarsveitarinnar, og var fólki boðið að skoða hana en síðan var flogið með tvo björgunar- sveitarmenn frá Hafliða á haf út og þeir látnir síga í sjóinn við mikinn fögnuð áhorfenda. Um kvöldið var kveikt í brennu við gömlu hjallana en síðasta notagildi þeirra var að kveikja í þeim, fólki til skemmtunar. Þar var glatt á hjalla, spilað og sungið og verðlaun veitt í minjagripasamkeppni þar sem þær Gréta Bergrún Jóhannesdóttir og Hrafngerður Ösp Elíasdóttir urðu hlutskarpastar. Þegar síðustu glæður eldsins kulnuðu var brennugestum ekið í bæinn á heyvagni, dregnum af forláta dráttarvél. Prestsbústaður endurbyggður Góður sólardagur endaði með dansleik í félagsheimilinu þar sem hljómsveitin PKK lék fyrir dansi fram eftir nóttu. Á sunnudaginn hófst dagskráin með því að messað var í Sauðaneskirkju og síðan var athöfn í gamla prestsbústaðnum á Sauðanesi en endurbygging hússins hefur staðið yfir í nokkur ár og er henni nú að mestu lokið. Gönguferð með leiðsögn var síðan farin um Rauðanesið í Þistilfirði en það var endapunkturinn á Kátum dögum á Þórshöfn. Merkt gönguleið er um Rauðanesið og þar er mikil náttúrufegurð en sérkennilegar klettamyndanir eru þar í sjó. Að- standendur hátíðarinnar segja hana hafa farið vel fram með fjölmenni og ekki spillti einstök veðurblíða. Veðurblíða á „Kátum dögum“ Þórshöfn Kátar Þórshafnarmeyjar í sölutjaldi. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Út við ysta haf þessa eyju vor skapari gaf. Af sér fékk hún fætt okkar fjölmennu, skrautlegu ætt. Þegar júlísól geisla sendir um lautir og hól eyjan mín og eyjan þín okkur kallar til sín. Þessar ljóðlínur Iðunnar Steinsdóttur ómuðu undir harmonikkuspili þegar afkomendur sómahjónanna El- ínar Þóru Sigurbjörnsdóttur, 93 ára, og Óla heitins Bjarnasonar útgerðarmanns, sem hefði orðið 100 ára 29. ágúst, komu saman fyrir utan æskuheimilið, Sveinsstaði, til að afhjúpa stein þar í túninu til heiðurs þeim hjónum og til minningar um ættarmótið. Ætt- móðirin, Elín Þóra, geislaði af gleði innan um hvorki meira né minna en 5 ættliði sem alls eru 100 manns. Yngsti afkomandinn, sá hundraðasti, fæddist 16. júní sl. og heitir Vilberg Elí Dagbjartsson. Ævintýrið byrjaði fyrir 75 árum þegar þau gengu í hjúskap Elín Þóra og Óli. Elín Þóra er fædd og uppalin í Grímsey en Óli Bjarnason kom hingað unglingur með móður sinni og stjúpa frá Þorgeirsfirði. Saman eignuðust þau 7 börn, 3 dætur og 4 syni og lifa 6 þeirra. Elín Þóra hefur dvalið síðastliðin 14 ár í Grindavík og búið þar í skjóli dætra sinna, Ingu og Birnu. En hjartað slær fyrir Grímsey og Grímseyinga. Elín Þóra, þessi bjarta og fallega ættmóðir, sagði þegar hún horfði yfir stóra hópinn sinn: „ Ef þetta er ekki ríkidæmi, þá er ríkidæmi ekki til.“ Morgunblaðið/Helga Mattína Ættmóðirin og afkomendur hennar stilltu sér upp fyrir framan Félagsheimilið Múla í Grímsey. Morgunblaðið/Helgi Daníelsson Elín Þóra með 100. afkomandann, Vilberg Elí Dagbjartsson. Með á myndinni er systir hans Nína Marín. Morgunblaðið/Helga Mattína Hér er Elín Þóra með börnum sínum. Frá vinstri Inga, Birna, Sigrún, Óli, Garðar og Willard. Ef þetta er ekki ríkidæmi… Grímsey Héldu fjölmennt ættarmót út við ysta haf LANDIÐ 18 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HÁTÍÐIN „Á góðri stund“ í Grundarfirði var í fyrsta sinn haldin árið 1998 en árið áður hafði verið haldin hátíð vegna 100 ára afmælis verslunar í Grundarfirði. Sú hátíð þótti takast svo vel að ákveðið var að taka frá síðustu helgina í júlí til slíkra hátíða. Það er FAG (Félag at- vinnulífsins í Grundarfirði) sem hef- ur haft veg og vanda af hátíðarhöld- unum frá árinu 1998. Æ fleiri hafa heimsótt Grundarfjörð þessa hátíð- ardaga og hefur veðrið aldrei brugð- ist þrátt fyrir að veðurspár hafi ekki alltaf verið hliðhollar. Það kennir margra grasa í dagskrá hátíðarinnar í ár sem hin fyrri. Á föstudegi er m.a. á dagskrá opnun sýningarinnar „Koníak og kartöflur“ þar sem fjallað er um Frakka í Grundarfirði, þá verður haldin hin víðfræga grill- veisla Árna í Tanga, opið töltmót, skoppugjarðakeppni og suðræn tón- listarsveifla í samkomuhúsinu um kvöldið. Á laugardegi er Sumarmót Bylgjunnar með öllu tilheyrandi s.s golfmóti, sundmóti, skemmtidagskrá og tónlistarflutningi. Ýmis skemmti- atriði heimamanna verða á hátíðar- svæði við höfnina, söngsveitin Sex í sveit heldur útgáfutónleika á veit- ingahúsinu Krákunni en um kvöldið verður bryggjuball og einnig stór- dansleikur í samkomuhúsinu. Hátíð- inni lýkur síðdegis á sunnudag. Alla dagana bjóða veitingahús staðarins upp á dagskrá af ýmsu tagi, þá verða gönguferðir í boði og margt fleira en nánari dagskrá má finna á slóðinni http://www.grundarfjordur.is. „Á góðri stund“ í Grund- arfirði um helgina Grundarfjörður Bómullar-satín og silki-damask rúmföt Skólavörðustíg 21, sími 551 4050 Ertu að f ara í frí ? Panta›u Frífljónustu Morgunbla›sins á e›a í síma 569 1122...í útileguna N O N N I O G M A N N I I Y D D A / sia .is / N M 0 6 8 2 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.