Morgunblaðið - 25.07.2002, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 25.07.2002, Qupperneq 22
ERLENT 22 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Allar vörur í þessum bæklingi eru einnig fáanlegar ípóstkröfu.Sími 750 7000 www.rumfatalagerinn.is -30% útsala á plasthúsgögnum Jóhannes Páll II páfi kom í gær til Toronto í Kanada en þar hyggst hann taka þátt í heimsmóti kaþ- ólskra ungmenna sem tugþúsundir manna frá um 170 löndum sækja. Páfi hvíldist í gær á Strawberry Isl- and í stöðuvatninu Simcoe eftir flugferðina vestur um haf. Hann er orðinn 82 ára gamall og mjög heilsuveill, aðstoðarmaður sést hér hjálpa honum niður landgang flug- vélarinnar. Útbúin hafði verið lyfta handa kirkjuhöfðingjanum en hann kaus að nota fremur þrepin og kom seigla hans jafnt aðstoðarmönnum hans sem áhorfendum á óvart. Jóhannes Páll var áður fyrr mik- ið fyrir langar gönguferðir, og átti hann það til að fara í langar göngur í ítölsku Ölpunum. Hann þurfti hins vegar að láta af þessari dægradvöl sinni eftir því sem heilsa hans fór hrakandi upp úr 1990. Lét hann sér því nægja að ferðast um eyjuna á golfkerru. Þá fór hann í stutta sigl- ingu í kringum Strawberry Island og nærstaddar eyjar. Blaðamenn fá ekki að koma á eyj- una, en fjórtán ungmenni munu snæða hádegisverð með páfanum á föstudag. Reuters Páfinn heimsækir Toronto BANDARÍSKA hátæknifyrirtækið Boeing hefur gert samning við evrópsku flug- og geimvarnasam- steypuna EADS um samstarf við gerð varnarkerfa með gagnflaug- um til að nota gegn langdrægum óvinaeldflaugum og var skýrt frá viðræðunum á flugsýningunni í Farnborough í Bretlandi í vikunni. Talið er að samstarfið geti orðið grundvöllur að bandarísk-evr- ópskri geimvarnaáætlun. „Með þessu samstarfi er lagður grunnur að samskiptum okkar á sviði hnattrænna gagnflaugavarna sem munu þegar upp er staðið verja Bandaríkin og bandamenn þeirra fyrir hnattrænum hættum,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu EADS og Boeing á þriðjudag. Bo- eing er öflugasti framleiðandinn í Bandaríkjunum á búnaði til smíði gagnflaugavarnakerfa. EADS er stærsta fyrirtækið í geimflug- stækni í Evrópu og annað í röðinni á heimsvísu. Boeing sagðist einnig hafa gert svipaða samninga um samvinnu við hátæknifyrirtækið BAE Systems í Bretlandi og Alena-Spacio, sem er deild í ítalska stórfyrirtækinu Finmecc- anica. Talið draga úr andstöðu við áætlunina Stjórn George W. Bush Banda- ríkjaforseta mun hafa hvatt Bo- eing til samstarfsins við evrópsku fyrirtækin með það í huga að draga úr andúð í Evrópu við geim- varnaáætlunina. Rússar voru lengi mjög andvígir hugmyndunum um geimvarnir en hafa látið af and- stöðunni. Bush segir áætlunina nauðsynlega vegna hættu frá „út- lagaríkjum“ á borð við Írak, Íran og Norður-Kóreu sem hafa reynt að koma sér upp langdrægum eld- flaugum og gereyðingarvopnum. Phil Conduit, aðalframkvæmda- stjóri Boeing, sagði að samkomu- lagið markaði þáttaskil. „Við álít- um að öflugt samstarf yfir Atlantshafið sé lykillinn að geim- varnaáætlunum og við getum byggt brú og ýtt undir tilfinn- inguna fyrir því að hagsmunir Evrópu og Bandaríkjanna fari saman,“ sagði hann á fréttamanna- fundi. Rainer Hertrich, aðalfram- kvæmdastjóri EADS, bætti við að Evrópumenn gerðu sér æ betur ljóst hver verkefnin væru á sviði varnarmála og hver hættan af ger- eyðingarvopnum væri. „Við teljum að mikilvæg rök hnígi að því að Bandaríkin og Evrópulöndin vinni saman að því að takast á við sam- eiginlega hættu,“ sagði hann. Fyrirhugað var að danskir og bandarískir embættismenn hittust í Kaupmannahöfn í gær til að ræða geimvarnaáætlun Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn reka mikilvæga ratsjárstöð í Thule á Grænlandi sem gæti orðið mikilvæg ef búið verður til gagnflaugakerfi. Danir fara með utanríkis- og varnarmál fyrir Grænlendinga en talsmaður danska utanríkisráðuneytisins sagði að ríkisstjórnin myndi ekki fitja að fyrra bragði upp á málinu, fyrst yrði að koma „bein umleitun“ frá Bandaríkjamönnum. Þáttaskil í varnarsamstarfinu yfir Atlantshafið Samstarf um þróun geimvarnaáætlunar Farnborough í Bretlandi. AFP. Boeing og evrópsk hátæknifyrirtæki hyggjast vinna saman að gerð varnarkerfa DEILA um fram- leiðslu erfðabreyttra matvæla er skyndi- lega orðin helsta kosningamálið á Nýja-Sjálandi en þingkosningar fara fram í landinu nk. laugardag. Þykir líklegt að deilan verði til þess að Helen Clark, for- sætisráðherra og leiðtoga Verka- mannaflokksins, mistakist það ætlun- arverk sitt að tryggja sér hreinan meirihluta á þingi. Sex ár eru liðin síðan Nýsjá- lendingar tóku upp hlutfallskosn- ingakerfi en breytingin hefur vald- ið því að engum einum flokki hefur frá þeim tíma tekist að tryggja sér hreinan meirihluta á þingi. Fram að síðustu helgi bentu skoðana- kannanir þó sterklega til þess að Verkamannaflokknum, sem farið hefur fyrir tveggja flokka sam- steypustjórn undanfarin þrjú ár, myndi takast það að þessu sinni. Niðurstöður könnunar sem birt var á mánudag benti hins vegar til að Clark fengi 41% atkvæða, sem einungis myndi tryggja Verka- mannaflokknum 50 af 120 þingsæt- um. Ástæða þessara sviptinga er sú yfirlýsing græningja, sem vörðu ríkisstjórn Verkamannaflokksins og Samfylkingar vinstri manna falli á liðnu kjörtímabili, að þeir myndu fella hverja þá stjórn sem hygðist leyfa dreifingu og sölu erfðabreyttra landbúnaðarafurða. Clark svaraði því til að hún gæti ekki sætt sig við hótanir sem þess- ar frá samstarfsflokkum en svo virðist sem græningjum hafi tekist að koma róti á fylgið. Engu að síð- ur er talið líklegt að Clark verði áfram forsætisráðherra en hún gæti þó þurft að sætta sig við að þurfa enn að leita eftir samstarfi við 2–3 minni flokka. Kosningar á Nýja-Sjálandi Erfðabreytt matvæli helsta hitamálið Auckland. AFP. Helen Clark, forsætisráðherra Nýja-Sjálands. Reuters KÓLUMBÍSK yfirvöld segja Uppreisnarher Kólumbíu (FARC) hafa lagt á ráðin um að gera sjálfsmorðsárás með flug- vél á forsetabústaðinn eða þing- húsið á þjóðhátíðardaginn þann 20. júlí eða þegar Alvaro Uribe, nýkjörinn forseti landsins tekur við embætti þann 7. ágúst. German Gustavo Jaramillo, yfirmaður heraflans, segir yfir- völd hafa komist að þessum fyr- irætlunum eftir að herinn hand- samaði Jorge Enrique Carvajalino, einn af leiðtogum FARC, þann 18. júlí og að þau hafi upplýsingar um að árásinni hafi verið aflýst í kjölfar hand- tökunnar. Þá segir hann upp- reisnarmenn hafa hugsað sér að stela flugvél til verksins og að flugmaður hafi þegar verið ráð- inn. Kólumbía hefur farið fram á aðstoð Bandaríkjanna við að koma í veg fyrir hugsanlegar hryðjuverkaárásir er Uribe tek- ur við embætti en hann hefur heitið því að ráðast af fullri hörku gegn skæruliðum FARC. Komið í veg fyrir sjálfs- morðsárás Bogota. AFP. Nýjar línur á nýjum stað undirfataverslun Síðumúla 3-5 Trúlofunar- og giftingahringir 20% afsláttur www.gunnimagg.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.