Morgunblaðið - 25.07.2002, Page 24

Morgunblaðið - 25.07.2002, Page 24
ERLENT 24 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Gasol® Heimsendingarþjónusta ÍSAGA nær til Stór-Reykjavíkursvæðisins. Heimsendingargjald er kr. 500,- Afgreiðslan Breiðhöfða 11 er opin virka daga frá kl. 8 til 17. 800 5555 Hluti af Linde Gas Group ÍSAGA ehf. • Breiðhöfða 11 Sími 577 3000 • Fax 577 3001 www.aga.is IS A -2 43 .1 – ÍD E A JP MORGAN Chase & Co. og Citi- group Inc., tveir af stærstu bönkum heims, hjálpuðu bandaríska miðlun- arfyrirtækinu Enron að skipuleggja milljarða dollara lán sem földu versnandi fjárhagsstöðu fyrirtækis- ins, og lögðu sitt af mörkum til að dylja fyrir fjárfestum smáatriði í sumum samningum, að því er rann- sóknarfulltrúar öldungadeildar bandaríska þingsins sögðu á þriðju- daginn. Þessi viðskipti, svokallaðar for- greiðslur, færðu Enron ríflega 8,5 milljarða dollara síðustu sex árin áður en fyrirtækið hrundi sl. haust. Hefði Enron gert fyllilega grein fyr- ir lánunum hefði skuldabyrði fyr- irtækisins aukist um rúmlega 40%, í 14 milljarða dollara árið 2000, sam- kvæmt greiningu starfsfólks undir- rannsóknarnefndar stjórnkerfis- nefndar öldungadeildarinnar. Þetta hefði leitt til þess að dregið hefði úr lánshæfni fyrirtækisins, að sögn fulltrúa lánshæfismatsstofnana. Formaður undirnefndarinnar, Carl Levin, þingmaður demókrata, sagði notkun Enron á forgreiðslum til að fela skuldir vera „bókhaldss- vindl“ og sagði fyrirtækið hafa notið „hjálpar og vísvitandi aðstoðar nokkurra stærstu fjármálastofnana í landinu“. Bankarnir Chase og Citi- group hefðu vitað hvað Enron var að gera, aðstoðað við blekkingar- leikinn „og högnuðust á öllu sam- an“, sagði Levin. Bankarnir fengu há umboðslaun og áunnu sér velvilja til frekari samninga við Enron, auk vaxta- greiðslna, fyrir að skipuleggja samningana, að sögn öldungadeild- arþingmanna. Enron greiddi til dæmis Citigroup 167 milljónir doll- ara á tímabilinu frá 1997 til 2001. Chase og Citigroup seldu for- greiðslufyrirkomulagið til að minnsta kosti tíu annarra viðskipta- vina sinna. „JP Morgan Chase og Citigroup eru tvær af virtustu fjármálastofn- unum landsins,“ sagði Susan Coll- ins, öldungadeildarþingmaður repú- blikana, er á sæti í undirnefndinni. „Þess vegna finnst mér aðild þeirra að málinu vera mikið áfall. Svo virð- ist sem [þessir bankar] hafi verið reiðubúnir að hætta orðspori sínu til þess að tryggja að mikilvægur við- skiptavinur, Enron, væri ánægður.“ Fulltrúar JP Morgan Chase báru fyrir undirnefndinni að Enron, en ekki bankarnir, bæri ábyrgð á því hvernig Enron hefði fært forgreiðsl- urnar í bókhaldið. Sögðu fulltrúar að bankinn hefði beðið mikinn skaða af samskiptum sínum við Enron, tapað 2,6 milljörðum dollara við gjaldþrotið, þ.á m. 600 milljónum í ótryggðum lánum. Fulltrúar Citi- group sögðust telja að ekkert væri athugavert við forgreiðslurnar og að þeir hefðu reitt sig á ytri endur- skoðanda Enron, fyrirtækið Arthur Andersen. Hlutabréf í bönkunum tveimur hafa lækkað í verði undanfarna daga. Hvert bréf í Citigroup var á 27 dollara við lokun markaða á þriðjudaginn, og hafði þá lækkað um rúma fimm dollara. Bréf í Chase var á rúma 20 dollara við lokun, og hafði lækkað um tæplega fjóra og hálfan dollar. Það fyrirkomulag sem nefnist for- greiðslur felur í sér að fyrirtæki fá borgað fyrir að afhenda vörur – í til- viki Enron var það olía og jarðgas – eftir ákveðinn tíma. En Enron og nokkrir stórir bankar höguðu samn- ingum sínum á þann hátt að það tefldi í tvísýnu óhæði viðskiptanna, þannig að hvað bókhald varðaði urðu þau fremur að lánum en sölu, samkvæmt niðurstöðum rannsókn- arnefndar öldungadeildarinnar. En- ron greindi fjárfestum sínum ekki frá þessu, segja rannsóknarfulltrú- ar, og bókfærði viðskiptin sem reiðufé fyrir framkvæmdir, og fegr- aði þannig fjárhagsstöðuna. Hlutabréf í tveim stærstu bönkum Bandaríkjanna falla í verði vegna vafasamra viðskipta Sagðir hafa aðstoðað við bókhaldssvik hjá Enron AP Fulltrúar Citigroup undirbúa sig áður en þeir mæta fyrir rannsóknarnefnd öldungadeildarinnar á þriðjudag. Washington. The Washington Post. VÍSINDAMENN í Bandaríkjun- um hafa fundið loftstein sem hugsanlegt er að lendi á jörðinni árið 2019, þótt líkur á því séu afar litlar. Loftsteinninn, sem fengið hefur heitið 2002 NT7, er um tveir kílómetrar í þvermál og fer um- hverfis sólina á 2,3 ára fresti. Hafa vísindamenn gefið honum gildið 1 á Tórínóskala, sem þýðir að fylgj- ast eigi vandlega með honum, en hættan sem af honum stafi sé lítil. Sprengikrafturinn ein milljón megatonna Gunnlaugur Björnsson, stjarn- eðlisfræðingur við Raunvísinda- stofnun Háskólans, segir litlar lík- ur á því að steinninn muni lenda á jörðinni, enda sé mjög stutt síðan hann fannst. Lengri tíma þurfi til að reikna út sporbaug steinsins með einhverri nákvæmni. „Þessi steinn er rúm tvö ár að fara í kringum sólina og til að fá braut- ina sæmilega nákvæma þarf að fylgjast með honum um einn fjórða af umferðartíma hans,“ segir hann. Gunnlaugur segir að töluverður fjöldi loftsteina sé á reiki í innra sólkerfinu, en vegna þess hve dimmir þeir eru sé erfitt að koma auga á þá fyrr en þeir koma tiltölulega nálægt Jörðinni. „Það gerir þetta svolítið spenn- andi, en að sama skapi ógnvekj- andi. Stundum sjáum við ekki steinana fyrr en þeir eru komnir framhjá okkur.“ Gunnlaugur segir steininn í stærra lagi, eða álíka stóran og tvær Esjur. „Það yrðu verulegar hamfarir ef hann lenti á okkur,“ segir hann. Hann segir að steinn- inn sé heldur minni en sá sem lenti á Jörðinni fyrir um 65 milljón árum og átti þátt í útrýmingu risa- eðlanna en gæti samt sem áður valdið gríðarlegum hamförum. „Sprengikrafturinn sem leysast myndi úr læðingi, lenti steinninn á Jörðinni, væri rúm ein milljón megatonna,“ segir Gunnlaugur, og væri því um 67 milljón sinnum meiri en sprengikraftur kjarn- orkusprengjunnar sem sprakk yf- ir Hírósíma árið 1945. Gríðarmikil skekkjumörk Gunnlaugur leggur þó áherslu á að engin ástæða sé til að hafa af þessu áhyggjur. Bæði sé langt þangað til árið 2019 rennur upp og einnig séu meiri líkur en minni á að frekari rannsóknir sýni fram á að steinninn muni fara framhjá Jörðinni. Erlendir stjörnufræðingar hafa gefið út svipaðar yfirlýsingar og segir Donald Yeomans hjá geim- vísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) að skekkjumörk í frum- reikningum á sporbaug steinsins séu milljónir kílómetra og segir nánast öruggt að frekari rann- sóknir sýni fram á að af steininum stafi engin hætta. Tíu ár eru síðan NASA hóf skipulega leit að smástirnum sem Jarðarbúum gæti stafað hætta af. Loftsteinn gæti lent á jörðinni árið 2019 Íslenskur stjarneðlisfræðingur segir þó litlar líkur á árekstri London. AP. RÚMENSKAR konur og stúlkur, íklæddar þjóðbúningum, leika hér á tulnic-flautur við opnun árlegrar Jómfrúarhátíðar á tindi fjallsins Gaina norðan við höfuðborgina Búkarest. Þúsundir Rúmena sækja hátíðina þar sem smalar leituðu sér eiginkvenna áður fyrr. Reuters Flautuleikur á rúm- enskri Jómfrúarhátíð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.