Morgunblaðið - 25.07.2002, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 25.07.2002, Qupperneq 24
ERLENT 24 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Gasol® Heimsendingarþjónusta ÍSAGA nær til Stór-Reykjavíkursvæðisins. Heimsendingargjald er kr. 500,- Afgreiðslan Breiðhöfða 11 er opin virka daga frá kl. 8 til 17. 800 5555 Hluti af Linde Gas Group ÍSAGA ehf. • Breiðhöfða 11 Sími 577 3000 • Fax 577 3001 www.aga.is IS A -2 43 .1 – ÍD E A JP MORGAN Chase & Co. og Citi- group Inc., tveir af stærstu bönkum heims, hjálpuðu bandaríska miðlun- arfyrirtækinu Enron að skipuleggja milljarða dollara lán sem földu versnandi fjárhagsstöðu fyrirtækis- ins, og lögðu sitt af mörkum til að dylja fyrir fjárfestum smáatriði í sumum samningum, að því er rann- sóknarfulltrúar öldungadeildar bandaríska þingsins sögðu á þriðju- daginn. Þessi viðskipti, svokallaðar for- greiðslur, færðu Enron ríflega 8,5 milljarða dollara síðustu sex árin áður en fyrirtækið hrundi sl. haust. Hefði Enron gert fyllilega grein fyr- ir lánunum hefði skuldabyrði fyr- irtækisins aukist um rúmlega 40%, í 14 milljarða dollara árið 2000, sam- kvæmt greiningu starfsfólks undir- rannsóknarnefndar stjórnkerfis- nefndar öldungadeildarinnar. Þetta hefði leitt til þess að dregið hefði úr lánshæfni fyrirtækisins, að sögn fulltrúa lánshæfismatsstofnana. Formaður undirnefndarinnar, Carl Levin, þingmaður demókrata, sagði notkun Enron á forgreiðslum til að fela skuldir vera „bókhaldss- vindl“ og sagði fyrirtækið hafa notið „hjálpar og vísvitandi aðstoðar nokkurra stærstu fjármálastofnana í landinu“. Bankarnir Chase og Citi- group hefðu vitað hvað Enron var að gera, aðstoðað við blekkingar- leikinn „og högnuðust á öllu sam- an“, sagði Levin. Bankarnir fengu há umboðslaun og áunnu sér velvilja til frekari samninga við Enron, auk vaxta- greiðslna, fyrir að skipuleggja samningana, að sögn öldungadeild- arþingmanna. Enron greiddi til dæmis Citigroup 167 milljónir doll- ara á tímabilinu frá 1997 til 2001. Chase og Citigroup seldu for- greiðslufyrirkomulagið til að minnsta kosti tíu annarra viðskipta- vina sinna. „JP Morgan Chase og Citigroup eru tvær af virtustu fjármálastofn- unum landsins,“ sagði Susan Coll- ins, öldungadeildarþingmaður repú- blikana, er á sæti í undirnefndinni. „Þess vegna finnst mér aðild þeirra að málinu vera mikið áfall. Svo virð- ist sem [þessir bankar] hafi verið reiðubúnir að hætta orðspori sínu til þess að tryggja að mikilvægur við- skiptavinur, Enron, væri ánægður.“ Fulltrúar JP Morgan Chase báru fyrir undirnefndinni að Enron, en ekki bankarnir, bæri ábyrgð á því hvernig Enron hefði fært forgreiðsl- urnar í bókhaldið. Sögðu fulltrúar að bankinn hefði beðið mikinn skaða af samskiptum sínum við Enron, tapað 2,6 milljörðum dollara við gjaldþrotið, þ.á m. 600 milljónum í ótryggðum lánum. Fulltrúar Citi- group sögðust telja að ekkert væri athugavert við forgreiðslurnar og að þeir hefðu reitt sig á ytri endur- skoðanda Enron, fyrirtækið Arthur Andersen. Hlutabréf í bönkunum tveimur hafa lækkað í verði undanfarna daga. Hvert bréf í Citigroup var á 27 dollara við lokun markaða á þriðjudaginn, og hafði þá lækkað um rúma fimm dollara. Bréf í Chase var á rúma 20 dollara við lokun, og hafði lækkað um tæplega fjóra og hálfan dollar. Það fyrirkomulag sem nefnist for- greiðslur felur í sér að fyrirtæki fá borgað fyrir að afhenda vörur – í til- viki Enron var það olía og jarðgas – eftir ákveðinn tíma. En Enron og nokkrir stórir bankar höguðu samn- ingum sínum á þann hátt að það tefldi í tvísýnu óhæði viðskiptanna, þannig að hvað bókhald varðaði urðu þau fremur að lánum en sölu, samkvæmt niðurstöðum rannsókn- arnefndar öldungadeildarinnar. En- ron greindi fjárfestum sínum ekki frá þessu, segja rannsóknarfulltrú- ar, og bókfærði viðskiptin sem reiðufé fyrir framkvæmdir, og fegr- aði þannig fjárhagsstöðuna. Hlutabréf í tveim stærstu bönkum Bandaríkjanna falla í verði vegna vafasamra viðskipta Sagðir hafa aðstoðað við bókhaldssvik hjá Enron AP Fulltrúar Citigroup undirbúa sig áður en þeir mæta fyrir rannsóknarnefnd öldungadeildarinnar á þriðjudag. Washington. The Washington Post. VÍSINDAMENN í Bandaríkjun- um hafa fundið loftstein sem hugsanlegt er að lendi á jörðinni árið 2019, þótt líkur á því séu afar litlar. Loftsteinninn, sem fengið hefur heitið 2002 NT7, er um tveir kílómetrar í þvermál og fer um- hverfis sólina á 2,3 ára fresti. Hafa vísindamenn gefið honum gildið 1 á Tórínóskala, sem þýðir að fylgj- ast eigi vandlega með honum, en hættan sem af honum stafi sé lítil. Sprengikrafturinn ein milljón megatonna Gunnlaugur Björnsson, stjarn- eðlisfræðingur við Raunvísinda- stofnun Háskólans, segir litlar lík- ur á því að steinninn muni lenda á jörðinni, enda sé mjög stutt síðan hann fannst. Lengri tíma þurfi til að reikna út sporbaug steinsins með einhverri nákvæmni. „Þessi steinn er rúm tvö ár að fara í kringum sólina og til að fá braut- ina sæmilega nákvæma þarf að fylgjast með honum um einn fjórða af umferðartíma hans,“ segir hann. Gunnlaugur segir að töluverður fjöldi loftsteina sé á reiki í innra sólkerfinu, en vegna þess hve dimmir þeir eru sé erfitt að koma auga á þá fyrr en þeir koma tiltölulega nálægt Jörðinni. „Það gerir þetta svolítið spenn- andi, en að sama skapi ógnvekj- andi. Stundum sjáum við ekki steinana fyrr en þeir eru komnir framhjá okkur.“ Gunnlaugur segir steininn í stærra lagi, eða álíka stóran og tvær Esjur. „Það yrðu verulegar hamfarir ef hann lenti á okkur,“ segir hann. Hann segir að steinn- inn sé heldur minni en sá sem lenti á Jörðinni fyrir um 65 milljón árum og átti þátt í útrýmingu risa- eðlanna en gæti samt sem áður valdið gríðarlegum hamförum. „Sprengikrafturinn sem leysast myndi úr læðingi, lenti steinninn á Jörðinni, væri rúm ein milljón megatonna,“ segir Gunnlaugur, og væri því um 67 milljón sinnum meiri en sprengikraftur kjarn- orkusprengjunnar sem sprakk yf- ir Hírósíma árið 1945. Gríðarmikil skekkjumörk Gunnlaugur leggur þó áherslu á að engin ástæða sé til að hafa af þessu áhyggjur. Bæði sé langt þangað til árið 2019 rennur upp og einnig séu meiri líkur en minni á að frekari rannsóknir sýni fram á að steinninn muni fara framhjá Jörðinni. Erlendir stjörnufræðingar hafa gefið út svipaðar yfirlýsingar og segir Donald Yeomans hjá geim- vísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) að skekkjumörk í frum- reikningum á sporbaug steinsins séu milljónir kílómetra og segir nánast öruggt að frekari rann- sóknir sýni fram á að af steininum stafi engin hætta. Tíu ár eru síðan NASA hóf skipulega leit að smástirnum sem Jarðarbúum gæti stafað hætta af. Loftsteinn gæti lent á jörðinni árið 2019 Íslenskur stjarneðlisfræðingur segir þó litlar líkur á árekstri London. AP. RÚMENSKAR konur og stúlkur, íklæddar þjóðbúningum, leika hér á tulnic-flautur við opnun árlegrar Jómfrúarhátíðar á tindi fjallsins Gaina norðan við höfuðborgina Búkarest. Þúsundir Rúmena sækja hátíðina þar sem smalar leituðu sér eiginkvenna áður fyrr. Reuters Flautuleikur á rúm- enskri Jómfrúarhátíð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.