Morgunblaðið - 25.07.2002, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 25.07.2002, Qupperneq 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 25 Sæktu um talhólf fyrir heimilissímann á fiínum sí›um á siminn.is, í fljónustuveri Símans 800 7000 e›a í verslunum Símans um allt land. Talhólf er símsvari heimilisins Ef flú sækir um fyrir 12. ágúst 2002 gætir flú unni› fer› fyrir tvo til útlanda. N O N N I O G M A N N I IY D D A • N M 0 6 6 2 2 /s ia .is Panta›u talhólf fyrir 12. ágúst Ertu a› fara í frí? Ekki missa af símtölum, fá›u flér talhólf. Kynntu flér máli› á innkápu símaskrárinnar e›a á siminn.is ÍSRAELSKA þingið festi á þriðju- daginn í lög þá hefð að strangtrúað- ir gyðingar væru undanþegnir her- skyldu. Þeir sem telja þetta misrétti mótmæltu lagasetningunni harðlega. Lögin voru naumlega samþykkt í þinginu, en samkvæmt þeim eiga strangtrúaðir rétt á að taka sér árs frí frá trúarfræðaiðkun þegar þeir eru 22 ára til þess að hugleiða hvort þeir vilji snúa aftur til trúaríhugunar eða þjóna í hern- um í skemmri tíma en þau þrjú ár sem öllum ísraelskum ungmennum er skylt að gegna herþjónustu. Hvort heldur hinir strangtrúuðu velja verða þeir undanþegnir fullri herskyldu. Með samþykkt þingsins lauk hörðum umræðum er staðið hafa í tvö ár og enn aukið bilið á milli hinna trúuðu og hinna veraldlegu í Ísrael, en einn þingmaður lýsti þeirri skiptingu sem „tveim heim- um, tveim pólum; himni og jörð“. Strangtrúaðir gyðingar segja að rannsóknir sínar á Tórunni, helgi- riti gyðinga, séu nauðsynlegar til þess að tryggja að gyðingdómur haldi áfram að blómstra og að Guð haldi áfram að veita gyðingum vernd. Þeir óttast líka að þurfi þeir að blanda geði við gyðinga sem ekki iðka trúna, einkum konur, muni þeir þurfa að takast á við freist- ingar heimsins. Umdeild hefð lögfest á ísraelska þinginu Strangtrúaðir und- anþegnir herskyldu Jerúsalem. The Los Angeles Times. NÝ RÍKISSTJÓRN sem Jacques Chirac Frakklandsforseti hefur skipað hefur rekið yfirmann að- gerða leyniþjónustunnar utan Frakklands (DGSE), Jean-Claude Cousseran. Fyrir um það bil mán- uði skýrði dagblaðið Le Monde frá því að Chirac teldi Cousseran hafa annaðhvort staðið fyrir eða leyft að gerð væri með ólögmætum hætti könnun á fjármálum forset- ans. Nýr yfirmaður DGSE verður Pierre Brochand sem er reyndur stjórnarerindreki, að sögn BBC. Le Monde sagði að Chirac teldi einnig að yfirmaður deildar gagn- njósna innanlands (DST), Jean- Jacques Pascal, hefði leyft eða fyr- irskipað rannsókn á meintum fjár- málatengslum Chiracs við Rafiq Hariri, auðkýfing og forsætisráð- herra Líbanons, og Shoichi Osada, fyrrverandi kaupsýslumann í Jap- an. Pascal var rekinn fyrr í mán- uðinum. Francois Hollande, for- maður Sósíalistaflokksins, fullyrðir að ríkisstjórn flokksins hafi aldrei reynt að misnota leyniþjónustuna til að grafa upp meint hneyksli andstæðinga sinna. Orðrómur hefur lengi verið á kreiki um að árið 1988 hafi líb- önskum herflokkum, er njóta stuðnings Írana, verið með leynd greitt lausnargjald til að frelsa fimm franska gísla þeirra en franskir stjórnmálamenn hafi stol- ið hluta fjárins. Chirac var for- sætisráðherra árið 1988. Njósnaforingi rekinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.