Morgunblaðið - 25.07.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.07.2002, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 27 asta tónskáldið sem Frakkar áttu á fyrri hluta 20. aldar en hann lést aðeins 29 ára gamall árið 1940. Síð- asta verk tónleikanna var samið í minningu hans. Ágúst starfaði sem kantor og organisti við St. Jósefskirkju í Hafnarfirði á árunum 1993–2000. Jafnframt hefur hann starfað við afleysingar, aðallega í Hallgríms- kirkju. Veturinn 2000–2001 stund- aði Ágúst nám í orgelleik hjá pró- fessor Hans-Ola Ericsson í Piteå í Svíþjóð. Á HÁDEGISTÓNLEIKUM í Hall- grímskirkju í dag, kl. 12–12.30, leikur Ágúst Ingi Ágústsson frönsk lög á Klais-orgelið. Ágúst Ingi er einn nemenda Harðar Áskelssonar og lærði á Klais-orgel Hallgríms- kirkju eins og allir hinir organist- arnir sem koma fram á fimmtu- dagstónleikum tónleikaraðarinnar „Sumarkvöld við orgelið“. Efnisskráin einkennist af því að í ár eru hundrað ár liðin frá fæðingu franska tónskáldsins Maurice Dur- uflé. Eftir Duruflé leikur Ágúst Ingi fyrst Prelúdíu úr Svítu op. 5, þá Fúgu um stef tímaslaganna í dómkirkjunni í Soisson op. 12 og að lokum Fúgu úr Prelúdíu og fúgu um nafn Alains op. 7. Inn á milli leikur hann verk eftir tvö önnur þekkt frönsk tónskáld 20. aldar. Joi et clarté des corps glor- ieux er 6. þáttur verks Oliviers Messiaens Les corps glorieux sem hann skrifaði 1939. Hitt verkið er Tilbrigði um stef eftir Clément Jannequin eftir Jehan Alain. Alain var af mörgum talinn eitt efnileg- Morgunblaðið/Golli Ágúst Ingi Ágústsson við Klais-orgelið í Hallgrímskirkju. Frönsk lög í Hallgrímskirkju SÝNINGUM á leikritinu Johnny Casanova í uppfærslu Ofleiks fer nú fækkandi og eru síðustu sýningar í Tjarnarbíói í dag og á sunnudag, báðar kl. 20. Höfundur og leikstjóri er Jón Gunnar Þórðarson. Sýningin er styrkt af Reykjavíkurborg, Hinu húsinu og Ungu fólki í Evrópu. „Fulltrúar frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins voru á ferð um Evrópu að skoða þau verkefni sem Ungt fólk í Evrópu styrkir og var lokaverk þeirra að skoða fram- kvæmd og sýningu verksins Johnny Casanova í Tjarnarbíói. Fulltrúarnir voru mjög hrifnir af sýningunni og hvöttu Ofleik til þess að fara með sýninguna víðar um Evrópu og nefndu í því sambandi England og Brussel þar sem höfuðstöðvar Evr- ópusambandsins eru. Ýmsir mögu- leikar eru fyrir ungmenni að fá styrki frá Ungu fólki í Evrópu og töldu fulltrúar þeirra mikla mögu- leika á að Ofleikur fengi meira fjár- magn til þess að fara víðar með sýn- inguna,“ segir Jón Gunnar, leikstjóri sýningarinnar. Johnny Casanova á förum alltaf á föstudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.