Morgunblaðið - 25.07.2002, Síða 28

Morgunblaðið - 25.07.2002, Síða 28
LISTIR 28 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á SUMARTÓNLEIKUM í Mýrakirkju í Dýrafirði annað kvöld, föstudagskvöld, kl. 21 syngur Diljá Sigursveinsdóttir sópransöngkona við undirleik Guðnýjar Einarsdóttur organista sem einnig flytur nokkur lög. Dagskráin er blönduð og hefur m.a. að geyma íslensk sönglög. Þær munu ennfremur taka þátt í messum í Þingeyrarprestakalli á laugardag og sunnudag. Þá koma þær fram í Hóls- kirkju í Bolungarvík á sunnu- dagskvöld kl. 20.30. Diljá og Guðný eru báðar við framhaldsnám við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmanna- höfn. Hefð er komin á sumartón- leikahald í Mýrakirkju í Dýra- firði sem er 105 ára gömul timb- urkirkja og var flutt inn frá Noregi. Sumartónleikar í Mýrakirkju SEINT verður af Einari Há- konarssyni skafið að málverkið í öllu sínu veldi var er og verður vettvang- ur hans, þó með ýmsum þreifingum í aðra sígilda geira og blandaða tækni. En um þessar mundir er það mál- verkið eitt sér og í það heila sem á hug hans allan, svo og sjálfur olíu- liturinn eins og efnafræðin færði hann okkur upp í hendurnar fyrir margt löngu. Minnast skal hér að þrátt fyrir allan glæsileika málverka gömlu meistaranna voru handrifnir litir þeirra tíu sinnum grófkornaðri en verksmiðjuframleidddir litir á seinni tímum. Geymdir í svínablöðr- um og þrýst út úr þeim gegnum lítið gat, búnir til með fljótlega notkun fyrir augum. Náttúran öll með í ferl- inu, þannig voru kýr fóðraðar með mangóblöðum til þess að ná fram indigó-indversk gulu úr mykjunni en á móti kom að himinblár litur var gerður úr safírryki. Litafræðin þannig mikil vísindi í sjálfri sér hvernig sem á málið er litið, jafnt lit- irnir og birtingarmynd þeirra á sjáldrinu, rökfræðileg sem skynræn skilgreining hennar. Við rekumst þannig óhjákvæmi- lega strax á mikla hugmyndafræði að baki málverksins, þótt ekki skari hún jafnaðarlega þjóðfélagsumræð- ur beint, eða kennisetningar um til- gang lífsins. Hins vegar hafa litir verið notaðir sem margvísleg tákn og skilaboð í trúarbrögðum og póli- tík í aldanna rás en það kemur eðli litarins í dýpt sinni, fyllingu og al- gjörleika ekki par við. Hvernig nú- tímaþjóðfélagið notar liti í hug- myndafræðilegum tilgangi er nokkurt mál, í raun svo mikið að það finnast stofnanir sem einungis fást við rannsóknir á þeim og áhrif þeirra. Vægi lita hefur síst minnkað þrátt fyrir allar framfarir á tækni- sviðinu og augu manna hafa æ meira beinst að áhrifum þeirra á skynsviðið í anda kenninga Goethes, þar finna þeir engan algildan botn, nema hvað frumatriði snertir, því litir virka mis- munandi á hvern og einn. Þessi þró- un hefur eðlilega haft drjúg áhrif á málara, sem hafa einbeitt sér meira að skynrænum áhrifum lita; efnis- kennd, hreinleika, flæði og áferð, þetta allt í ljósi þeirra sálrænu hrifa sem sértæk vinnubrögðin framkalla hverju sinni. Þannig inniber liturinn hugmyndafræði í sjálfum sér, bæði sem hrein vísindi og skynrænn þátt- ur, er jafnt hlutlægur sem huglægur, hann er vel greinilegur og færir okk- ur skýr skilaboð um hlutvakin fyr- irbæri í náttúrunni. En um leið er streymi skilaboðanna huglægt vegna þess að sköpunarferli litanna er óáþreifanlegt svona líkt og grátur eða hlátur, ást og hatur. Þetta eru ekki ný vísindi, öllu frek- ar ævagömul og hér voru spekingar fornaldar sér vel meðvitandi, hins vegar hafa seinni tíma fræðingar með Newton í fararbroddi einbeitt sér að hinum rökfræðilega og áþreif- anlega skilningi. Á síðustu tímum jafnvel talið sig geta flokkað og staðlað sjálft skynsviðið, sem þó er jafn vonlaust í lengdina og að beisla stjörnuþokurnar. Að ætla sér að staðla listina og búa til eitt alheimsmál gengur ekki upp, miðstýrð alþjóðavæðing hennar án landamæra jafn tómt mál og knatt- spyrnunnar eins og heimurinn varð meira en var við nú nýlega. Jafnvel táknmál heyrnarlausra tekur á sig ólíka mynd frá einu landi til annars, og í heimi hins heyrandi munu til mörg þúsund tákn og merking hvers eins fjarri því hin sama allstaðar, á stundum þveröfug. Þetta einfaldlega angi sjálfsbjargarviðleitni sem um leið er frumforsenda lífs á jörðunni, finnst jafnt í minnstu örverum sem þróuðustu vitsmunaverum. Málverk- inu sem hluti skynsviðsins, um leið hugmyndafræði lífrænna þátta í mannheimi, verður seint rutt út af borðinu, hvað sem allri tilbúinni hug- myndafræði líður … Hugleiðingar í þessa veru voru áleitnar eftir skoðun sýningar Ein- ars Hákonarsonar í Húsi málaranna, listhúsi sem hugsað er sem skjól málverksins á erfiðum tímum. Tím- um er menn komast upp með að skulda milljarða í grunnfærum af- þreyingariðnaðinum um leið og listahátíðir skulu helst reknar með beinum hagnaði, þótt sagan segi okkur að án flæði skapandi kennda þróist ekkert líf, þær eru sú undir- staða sem helst dugar manninum og því megi mörgu til fórna um viðgang þeirra. – Einar Hákonarson þekkjum við sem framsækin listamann frá því hann kom fram á seinni hluta sjö- unda áratugsins, einna helst fyrir endurmat á fígúrunni sem gildu at- riði á númálverkinu í anda poppsins svonefnda, þótt hann styddist meira við sígilda miðla en frumkvöðlarnir. Viðhorfsbreytingarnar liður í mikl- um og afgerandi uppstokkunum í átt til meira frjálsræði á áratugnum, en þetta virðist þó margur eiga bágt með að muna á útskerinu. Jafnan er gangurinn sá að listin sprengir af sér öll höft og formúlur, allar tilhneig- ingar til stöðlunar, sömu lögmál end- urnýnunar að verki og í náttúrunni. Á undangengnum árum hefur Einar þróað með sér ákveðin stílbrögð lita og formaflæði, sem eru auðþekkjan- leg og þessi sýning hans eins og árétting þess sem menn sáu til hans í listaskálanum í Hveragerði. Markar að því leyti engin spánný tíðindi þótt heil sýning á verkum jafn atkvæða- mikils málara teljist að sjálfsögð við- burður, og þetta vissulega mikils háttar sýning sem verð er fyllstu at- hygli. Að Einar hefur nú meiri tíma fyrir framan trönunar kemur helst fram í meðferð litarins, einkum rauðra og ljósra blæbrigða, svo sem í myndunum, Hitabylgja, Dagslok, Baðað við jökulinn, Leikur með flug- dreka og Skvaldrað. Þetta eru frjáls- lega og létt unnar myndheildir sem höfða hver á sinn hátt til skilning- arvitanna. Listamaðurinn virðist hafa lítið fyrir því að bregða upp myndheildum á striga og þó eru ým- is teikn á lofti um meiri átök við efni- viðinn, einkum hvað varðar að dýpka áhrifamátt lita og forma. Þetta er sterk og menningarleg framkvæmd, segir okkur öðru frem- ur að Einar Hákonarson hefur ekki látið slá sig út af laginu eftir und- angengnar hremmingar og enn megi margs af honum vænta. Málverkun- um vel fyrir komið í hinu þokkafulla rými, en maður saknar þess að hafa ekki eitthvað á milli handanna við skoðun þeirra, hér væri sérhannaður einblöðungur vel þegin. Baðað við jökulinn, olía á léreft, 2002. Málverk / málverk MYNDLIST Hús málaranna Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14–18. Til 1. september. Aðgangur ókeypis. OLÍUMÁLVERK EINAR HÁKONARSON Bragi Ásgeirsson SAMVINNUVERKEFNINU c3 verður ýtt úr vör í Vest- urporti á morgun kl. 19 en það er sýning þriggja lista- kvenna sem ferðast til þriggja landa á þremur mán- uðum og stendur í þrjá daga í hvert sinn. Þær eru Kristín Scheving, Jenny McCabe frá Englandi og Magali Theviot frá Frakklandi. Héðan fer sýningin til Manchester í Englandi og lýkur í Marseille í Frakklandi. Listakonurnar vinna allar að myndbanda-/ hljóðlist og „new media“/ tæknilist. Línan frá Reykja- vík til Marseille skírskotar til uppruna listakvennanna en myndar um leið þráð sem, að sögn, er ekki oft sjáanlegur í listaheiminum. Í c3 bera listakonurnar saman menningu sína og leit- ast við að svara spurningum um hvernig konur í Evrópu lifa og hugsa í dag, hvað skiptir þær máli og hvernig þær tjá sig. Allar líta þær til baka, hlusta, fylgjast með og tjá sig á myndrænan hátt um upplifun sína af umhverfinu. Sýningin í Vesturporti er opin laugardag og sunnudag kl. 14–18. Verk eftir Jenny McCabe sem sýnir ásamt tveimur öðrum listakonum í Vesturporti. Ósýnilegur þráður frá Reykjavík til Marseille

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.