Morgunblaðið - 25.07.2002, Side 37

Morgunblaðið - 25.07.2002, Side 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 37 framt telur Fjármálaeftirlitið að stjórn sparisjóðsins beri við ákvörð- un um framsal á stofnfjárhlutum að gæta hagsmuna sparisjóðsins um- fram hagsmuni stofnfjáreigenda. Meðal annars beri stjórn að hafna framsali á stofnfjárhlutum ef ekki er sýnt fram á að sparisjóðurinn, þ.e. sá hluti hans sem ekki er stofnfjáreign, muni njóta þeirrar verðmætisaukn- ingar sem í áformunum felast.“ Nokkur orð skulu höfð um þessa liði. Nýjar víglínur Um 1. Hér tekur Fjármálaeftirlitið afstöðu til þess atriðis sem megin- þungi málflutnings stjórnar SPRON hafði lotið að, þ.e. hvort heimilt væri að lögum, að eiga viðskipti með stofn- fjárhluti á hærra verði en framreikn- uðu nafnverði. Svarið er afdráttar- laust. Slík viðskipti eru talin heimil og tekið fram að með þeim sé ekki geng- ið á eigið fé sparisjóðsins, en stjórn SPRON hafði haldið allt öðru fram um þetta. Það er svo einkennandi fyr- ir þann, sem hefur rýran málstað, að leita alltaf að nýjum víglínum, þegar hann hefur hrakist úr þeim fyrri. Þess vegna byggist málflutningur stjórnar SPRON ekki lengur á þessu fyrrverandi aðalatriði, heldur nýjum atriðum sem greinir í 2. og 3. tl. að framan. Um þá er eftirfarandi að segja. Nýtt mat mun fara fram Um 2. Í þessum lið telur eftirlitið, að nýtt mat á markaðsvirði spari- sjóðsins verði að fara fram verði hon- um breytt í hlutafélag eftir að Bún- aðarbankinn verður orðinn eigandi meirihluta stofnfjár í sjóðnum. Ekk- ert er við þetta að athuga. Af hálfu bankans liggur fyrir, að slíkt mat muni fara fram við breytinguna, þeg- ar að henni kemur. Það mat verður að sjálfsögðu byggt á forsendum í rekstri sparisjóðsins við hinar breyttu aðstæður. Komi þá upp álita- efni um sjónarmið við mat á markaðs- virði sparisjóðsins verða þau að sjálf- sögðu afgreidd, þegar að því kemur. Ekkert í þessu hefur minnstu áhrif á gildi eða lögmæti samnings fimm- menninganna við bankann. Samþykkis stjórnar verður aflað Um 3. Það veldur engum vanda í framkvæmd samkomulagsins, að Fjármálaeftirlitið telji ekki unnt að gera almenna samþykkt á fundi stofnfjáreigenda um, að stjórn spari- sjóðsins eigi ekki að leggjast gegn sölusamningum um stofnféð. Verði tilskilinn meirihluti fyrir hendi á fundi stofnfjáreigenda, getur hann vikið stjórninni frá og kosið nýja. Þetta verður því aðeins nauðsynlegt að gera ef sú stjórn sem nú situr lýsir yfir því að hún vilji ekki hlýða vilja 2⁄3 hluta stofnfjáreigenda, sem hún þó sækir umboð sitt til. Það er reyndar tilgreind forsenda í samningnum að þetta gangi eftir. Öll viðskiptin, sem fyrirhuguð eru, virða hagsmuni sparisjóðsins til fulls. Þeir hagsmunir felast í því, að sparisjóðurinn verði vel rekinn þannig að fé hans ávaxtist eins vel og kostur er. Við breytingu á sparisjóðnum í hlutafélag, þegar til hennar kemur, verður að sjálfsögðu farið í einu og öllu eftir lögunum um þetta efni frá 2001, og eigið fé sjóðs- ins lagt í sjálfseignarstofnun til ráð- stöfunar í þágu menningar- og líkn- armála. Samningurinn stenst lög Af framansögðu ættu allir læsir menn að sjá vel, að engir annmarkar eru á að framfylgja samningi fimm stofnfjáreigenda við Búnaðarbanka Íslands hf. allt til enda. Það er sama hversu oft stjórn SPRON reynir að endurtaka fullyrðingar sínar um að samningurinn standist ekki lög. Hann heldur áfram að standast þau. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. 4 stk. í pakka verð kr. 2.300. Kanna í stíl kr. 2.995. 5 mismunandi gerðir. PIPAR OG SALT Klapparstíg 44  Sími 562 3614 DARTINGTON GLÖS Til að auglýsa á þessari síðu hafðu samband við okkur í síma 569 1111 eða sendu okkur tölvupóst á augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.