Morgunblaðið - 25.07.2002, Page 49

Morgunblaðið - 25.07.2002, Page 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 49 Hrabbý opnaði kvenfataverslunina sína „Hjá Hrafnhildi“ fyrst í Sævar- landi þar sem hún bjó og síðar þegar plássið varð of lítið flutti hún á Engja- teig þar sem hún hefur rekið eina glæsilegustu kvenfataverslun lands- ins. Það var svo gaman að sjá fyr- irtækið stækka og blómstra og sjá gleðina hjá henni yfir því hversu vel gekk enda lagði hún sig alla fram og uppskar eftir því. Þannig var allt sem hún tók sér fyrir hendur enda var ég oft búin að segja við hana að það væri alveg sama hvernig fyrirtæki hún hefði stofnað þá hefði það gengið vel, hún hafði þessa meðfæddu „busi- ness“-hæfileika sem ekki eru öllum gefnir og þessa ómældu orku til að vilja vinna verk sitt vel og gera alltaf betur næsta dag. Það eru svo margar minningar sem koma upp í hugann þegar hugsað er til baka og svo ótal margt sem við gerðum saman. Allar gönguferðirnar okkar, gamlárskvöldin sem ég og fjöl- skylda mín fengum að njóta í Sæv- arlandinu o.fl. Hún hélt svo vel utan um allt og alla, það var svo gott að koma til hennar, alltaf var sama hlýj- an. Hún var mér sem besta systir, við töluðum saman daglega og eins og hún sagði við mig þá vorum við báðar heppnar að eiga skilningsríka eigin- menn sem gátu unnt okkur þess. Hún Hrabbý mín var svo mikil mamma og það dýrmætasta í lífi hennar voru börnin hennar, Tony og barnabörnin og oft talaði hún um það að hún hefði ekki getað fengið betri tengdason en hann Hjört. Hún var stöðugt að hugsa um þau og gaf þeim allt það besta sem hún gat. Hún var svo lánsöm að fá að halda á yngsta barnabarni sínu henni Hrafnhildi Maríu undir skírn hinn 11. júlí sl. og það var mikið stolt amma sem stóð þar með fjölskyldu sína sér við hlið. Það er víst þannig að manni er ekki ætlað að skilja þetta líf. Það er alltaf jafnóréttlátt þegar lífið er tekið af svo ungu fólki í blóma lífsins. Það er aldr- ei hægt að sætta sig við það, það er aðeins hægt að læra að lifa með því. Ég og fjölskylda mín vonum að guð gefi Toný, Ingu Rós og fjölskyldu, Ásu Björk, Braga, foreldrum hennar þeim Ingu og Sigurði, systkinum og öðrum ættingjum styrk til þess að komast í gegnum þessa miklu sorg. Megi góður guð blessa minningu hennar. Guðlaug Nielsen. Ég er þakklát fyrir að hafa notið vináttu Hrafnhildar Sigurðardóttur síðan á unglingsárum. Við vorum bekkjarsystur frá fyrsta ári okkar í Verzló haustið 1967. Hún skar sig dá- lítið úr hópnum, nýkomin heim frá út- löndum þar sem hún hafði alist upp – klæðnaðurinn var nokkuð sérstæður, kjólarnir litskrúðugri en algengast var, og háttvísin áberandi. Þrátt fyrir að Hrabbý héldi sérkennum sínum alla tíð féll hún fljótlega mjög vel í hópinn og eignaðist ákaflega marga, góða og trygga vini. Hrabbý átti einkar auðvelt með að laga sig að aðstæðum og skynja hvað var við hæfi hverju sinni. Hún naut þess að umgangast fólk og það fann fólk og sótti í félagsskap hennar. Allt sem hún fékkst við fannst henni spennandi og skemmtilegt og hún hellti sér út í leik og starf af eðlislæg- um ákafa og krafti. Frá fyrstu stundu fannst henni svo gaman að þeim störf- um sem hún tók sér fyrir hendur að hún sinnti þeim vakin og sofin. Hrabbý var ákaflega fjölhæf og góður námsmaður. Hún hefði vafalít- ið getað lagt fyrir sig störf á fjölmörg- um sviðum og hvarvetna vegnað vel. Á æskuárunum átti hún sér þann leynda draum að verða söngkona. Vegna langvarandi búsetu erlendis hafði hún fylgst með Eurovision- söngkeppninni frá upphafi, löngu áð- ur en þorri Íslendinga vissi um hana – og hún kunni flest vinningslögin og textana utan að. Ég minnist þess þeg- ar ég var nýbúin að fá bílpróf, þá rúntuðum við gjarnan um miðborgina og Hrabbý söng fyrir mig vinningslög á ýmsum tungumálum – ensku, frönsku og þýsku. Mér fannst hún alltaf syngja betur en nokkur vinn- ingshafanna. Í sjötta bekk í Verzló höfðu stúd- entsefnin allar klær úti til að afla nægilegs fjár til útskriftarferðarinn- ar. Við lögðum ýmislegt á okkur en sjoppan í skólanum stóð þó undir drýgstum hluta tekna. Þar var Hrabbý verslunarstjóri og veltan og gróðinn meiri en dæmi voru um áður. Hagnaðurinn dugði ekki aðeins til að greiða fargjaldið okkar allra heldur verulegan hluta ferðamannagjaldeyr- isins sem við máttum taka með okkur. Það kom því ekki á óvart að Hrabbý lagði fyrir sig verslun og viðskipti. Í rekstri verslunarinnar „Hjá Hrafn- hildi“ komu glöggt fram einstakir hæfileikar hennar á þessu sviði. Þar munu margir sakna viðmóts og þjón- ustu eigandans. Fimmtugsafmæli Hrafnhildar lýsti henni sennilega betur en flest annað. Veislan var í ætt við það sem lýst er í ævintýrum og ekkert til sparað. Sjálf talaði hún um vinafagnað þar sem vinir frá ýmsum skeiðum ævi hennar og mismunandi löndum komu saman og gerðu sér glaðan dag í boði þeirra hjóna. Hver hlutur var hugsaður út í æsar, gestum raðað til borðs þannig að góðir vinir sátu saman og nutu endurfunda, matseðill og drykkjar- föng eins og best getur orðið, Bjarni Ara söng vinsælu lögin frá æskuárum okkar og hljómsveit spilaði „okkar tónlist“ undir fjörugum dansi fram á rauðan morgun. Þarna mátti glöggt heyra og sjá hversu mikils virði Hrabbý var mörgum. Hún var kjöl- festa í fjölskyldu, í vinahópi, í fyrir- tækinu sínu – og ég veit að ótrúlega stór hópur missir ótrúlega mikið við andlát Hrafnhildar. Hrafnhildur kom frá einstöku menningarheimili. Þar var ekkert kynslóða- eða kynjabil. Báðir foreldr- arnir, Inga og Sigurður, sýndu vin- konunum áhuga og yngri systkinin voru velkomin í hópinn með okkur. Í kvöldkaffinu var að jafnaði sest að veisluborði þar sem spjallað var um heima og geima. Iðulega var þar stór hópur saman kominn, því að fjöl- skyldan var samheldin og gestrisin. Ekki veit ég hvort það tengdist löngum fjarvistum þeirra frá heima- landinu en sem gestur á heimilinu skynjaði maður sterkt hversu vel- kominn maður var. Húsráðendur voru ávallt þakklátir fyrir að fá gesti í heimsókn, þótt sennilega væru þeir dagar fáir sem enga gesti bar að garði. Úr þessum jarðvegi spratt Hrabbý og þegar þau Tony giftust og eign- uðust eigið heimili bar það sama brag myndarskapar, hlýju og gestrisni. Þau hjónin voru samvalin enda bera börnin þeirra öll einkenni háttvísi og heimsbrags. Þau eru að verulegu leyti alin upp erlendis eins og móðir þeirra, tala mörg tungumál en eiga rætur í fjölskyldu og vinum hér heima. Ég verð ætíð þakklát fyrir að föstu- daginn fyrir andlát Hrabbýjar kom allt í einu yfir mig mikil löngun til að líta inn til hennar og ég gerði það. Þá hittist þannig á að kvöldið áður hafði verið skírnarveisla, litla dótturdóttir- in var skírð í höfuðið á ömmu sinni og Hrabbý geislaði þegar hún bar í mig veitingar og sýndi mér myndir úr skírnarveislunni. Við áttum einstak- lega gott og einlægt spjall um lífs- hamingjuna og að ekkert jafnaðist á við góða fjölskyldu. Hún talaði um manninn sinn, börnin sín, tengdason og barnabörn, foreldra sína, starfið sitt og samstarfsmenn af einstakri ástúð og hlýju. Þegar við kvöddumst föðmuðumst við og hétum hvor ann- arri því að láta ekki langt líða milli næstu endurfunda. Það er sár tilhugsun að eiga ekki fleiri fundi og meira spjall í vændum. En umfram allt býr mér nú í huga þakklæti fyrir að hafa átt vináttu Hrabbýjar öll þessi ár. Við hjónin og fjölskylda mín öll sendum ástvinum Hrafnhildar okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð blessi minningu hennar. Helga Jónsdóttir. Þín óvænta náfrétt við hjarta mér hneit og hljóður í geiminn ég starði. – Nú drúpa hér blómin í drengskaparreit, og dimmt er í vandfylltu skarði. (Jón Guðmundsson.) Á Rauðalæk 44 var æskuheimili Hrafnhildar og foreldra hennar og systkina. Á efri hæðinni bjó undirrit- uð ásamt foreldrum og systkinum. Feður okkar voru vinir og skólabræð- ur og foreldrar okkar byggðu saman þetta hús, sem við fluttum í 1957. Fjölskyldurnar voru eins saman sett- ar, þ.e.a.s. tvær systur og tveir bræð- ur. Milli fjölskyldnanna myndaðist einstakt samband vináttu og tryggðar sem haldist hefur alla tíð þó að á löngu árabili umgengjumst við nánast ekkert. Ávallt urðu fagnaðarfundir þegar við hittumst. Á seinni árum hefur það verið Hrafnhildur, eða Hrabbý eins og hún var ávallt kölluð, sem ég hitti oftast af þessu góða fólki. Hún var alltaf einstaklega hress og skemmtileg og skapaði góða stemn- ingu hvar sem hún var. Við fráfall móður minnar, en for- eldrar mínir voru þá nýfluttir heim eftir níu ára dvöl í Bandaríkjunum, var eins og meiri þörf skapaðist hjá mér og systur minni (sem búsett er í Bandaríkjunum) til að rifja upp æsku- minningar frá Rauðalæknum. Við drifum í 1999 að halda systraboð fyrir systrapörin sem ólumst upp í næsta nágrenni við okkur; Helgu Björgu og Guðríði á númer 50, Öggu og Dídu á númer 67, Hrabbý og Gurrý og okkur Önnu Siggu á númer 44. Þessi endur- fundur okkar tókst með eindæmum vel og urðum við, allar löngu ráðsett- ar frúr og margra barna mæður, barnungar um stund og gátum hlegið að bernskubrekunum. Í glæsilegri 50 ára afmælisveislu Hrabbýar í febrúar sl. fengum við svo að hitta fjölskyld- una; eiginmann, börnin, tengdason, foreldra, systkini, frændfólk og vini, sem öll umvöfðu hana á þessum merkisdegi. Stuttu eftir það áttum við systurnar og Inga yndislega sam- verustund hjá Gurrý, en þá lagði Hrabbý á sig að koma þó hún hefði fáum klukkustundum áður komið til landsins úr erilsamri innkaupaferð í Þýskalandi. Hver hefði getað ímynd- að sér að þetta myndi verða síðasta samvera okkar allra fimm. Það er nöturlegt þegar ung sterk kona er hrifsuð úr faðmi fjölskyld- unnar án nokkurrar miskunnar, með engum fyrirvara, löngu áður en hún hefur lokið hlutverki sínu hér á jörðu. Maður skilur illa tilgang almættisins við slíkar aðstæður. Það sem eftir stendur eru minningarnar um þessa einstöku konu, brosmilda, glæsilega, drífandi og gefandi manneskju. Fjölskylda mín; faðir minn, Anna Sigga, Gunnar Þór og Atli Steinarr, sendum eiginmanni hennar, börnum og barnabörnum, foreldrum hennar og systkinum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Við munum ávallt minn- ast Hrabbýar fyrir hjartahlýju henn- ar, einlægni og tryggð. Blessuð sé minning hennar. Ása St. Atladóttir. Hrafnhildur kunni að þakka fyrir sig. Líka þegar hún var fimmtán ára og jafnöldrum hennar þótti „etikett- ur“ af því taginu alla jafna til óþurft- ar. Jafnvel skaða ímyndina, sem átti að endurspegla frelsi frá hvers kyns gamaldags gildum og hefðum. En Hrafnhildur þakkaði, allsendis ófeim- in, fyrir samveruna, símtalið, heim- sóknina og allt hvaðeina, sem okkur stelpunum sem tengdust vináttu- böndum í VÍ veturinn 1967–8 þótti ástæðulaust að þakka sérstaklega. Þetta rifjast upp fyrir mér núna vegna þess að áratuga vinátta Hrafn- hildar gaf mér svo margt sem ég er þakklát fyrir. Samt sagði ég henni það áreiðanlega aldrei almennilega. Eftir því sem árin liðu varð mér æ ljósara að þakklæti var einn af mörg- um eðliskostum Hrafnhildar og fjarri því að vera orðin tóm. Hún var ein- lægt og opinskátt þakklát fyrir sitt góða líf, góðu fjölskyldu og mörgu vini. Ég og efalítið allir sem þekktu Hrafnhildi vita að sjálfri er henni mest fyrir að þakka. Eftir á að hyggja er eins og hún hafi skynjað að henni yrði skammt- aður naumur tími. Þessum dýrmæta tíma varði hún í miklum mæli til að rækta vináttuna. Taka þátt í annarra manna gleði og sorgum. Ég naut góðs af. Ég minnist Hrafnhildar, vinkonu minnar, fyrir góðmennsku, um- hyggju, samkennd, örlæti, lífsgleði, glaðværð og svo margt annað, sem orð fá ekki lýst en aldrei gleymist. Ég minnist Hrafnhildar með þakk- læti. Guð blessi minningu hennar. Hugheilar samúðarkveðjur til eig- inmanns hennar, barna, barnabarna, foreldra, systkina og annarra að- standenda. Valgerður Þ. Jónsdóttir. Ofurkona og eldhugi er látin, en eftir sitja hnípnir ættingjar, vinir, samstarfsmenn og viðskiptavinir. Sterk og hrífandi persóna sem skilur eftir endalausar minningar og sögur sem hægt væri að segja út í eitt, en aðeins örfá atriði eru rifjuð upp hér. Nafngiftin ofurkona átti vel við Hrabbý, því af dugnaði, krafti, fram- sýni og væntumþykju rak hún stórt og vaxandi fyrirtæki samhliða því að umvefja fjölskylduna ástúð. Ekki nægði henni nánasta fjölskylda held- ur bar hún stórfjölskylduna og vinina á höndum sér og naut þess fram í fingurgóma að bjóða til veglegra veislna, hvort sem tilefnið var stórt eða smátt. Þar nutu skipulagshæfi- leikar hennar sín út í ystu æsar, svo að jafnvel undrun sætti meðal fag- fólks sem hún leitaði til. Einnig var hún pottþétt í öllu sem hún tók sér fyrir hendur og ávann sér þannig traust þeirra sem hún skipti við. Fyrstu minningarnar eru úr Versló, þar sem fimmtán ára vin- kvennahópur dáðist hver með sínum hætti að heimskonunni Hrabbý. Hún bar þess þá þegar merki að hafa alist upp hjá fágaðri fjölskyldu, þar sem kurteisi og alúð var alltaf í fyrirrúmi. Ekki urðum við lítið undrandi þegar við hrósuðum henni fyrir eitthvað, að hún svaraði alltaf: „Takk!“ Af henni lærðum við að taka hrósi með ánægju en ekki að byrja á því að afsaka okkur að íslenskum sið. Með gáfum sínum og samvisku- semi tókst henni einnig að skara fram úr í námi. Sem dæmi má nefna, að hún hafði aldrei gengið í íslenskan skóla fyrr en í Versló, en þrátt fyrir það var hún mörgum okkar fremri í móðurmálinu. Dönskuna hafði hún aldrei lært eins og við hin, en með þrautseigju tókst henni jafnvel að ná ágætis tökum á henni. Hrabbý, eða öllu réttara Inga mamma hennar, átti frumkvæði að stofnun saumaklúbbsins þegar við vorum í 2. bekk. Ennþá hlæjum við dátt þegar við hugsum til baka til fyrsta saumaklúbbsins, því það var ekki eins og verið væri að taka á móti sjö stelpum. Kaffiborðið minnti frek- ar á að minnsta kosti hálfa ferming- arveislu, svo glæsilegt var það. Þá þegar var Hrabbý og fjölskylda henn- ar höfðingjar heim að sækja og eru enn. Ekki verður nafn Hrabbýjar nefnt án þess að nafn Tónýs, eiginmanns hennar, komi strax í hugann, svo náin voru þau. Þrátt fyrir að lönd og höf skildu þau að, jafnvel svo vikum skipti vegna vinnu Tónýs, hringdust þau alltaf á, ef ekki tvisvar á dag þá að minnsta kosti einu sinni. Börnin og barnabörnin áttu jafn stóran sess í huga Hrabbýjar og var hún óspör á að deila gleði sinni og áhyggjum þeirra vegna með okkur. Að kvöldi þess dags sem hún lést hafði hún til dæmis hlakkað til að koma í saumaklúbb og sýna okkur fjölskyldumyndir úr skírn dótturdótt- ur sinnar og nöfnu. Við vottum fjölskyldu hennarog öll- um þeim sem eiga um sárt að binda vegna ótímabærs fráfalls hennar okk- ar dýpstu samúð. Hneig eyra þitt, Drottinn, og bænheyr mig, því að ég er hrjáður og snauður. (Davíðssálmur 86,1) Alma, Áslaug, Guðlaug, Hildur, Kristín og Margrét. Nú er komið að kveðjustund, allt of fljótt. Þegar mamma færði mér sorg- artíðindin sl. mánudag fannst mér sem tíminn stöðvaðist. Upp í huga mér spruttu fram fallegar minningar um dugmikla og yndislega kjarna- konu. Ég kynntist Hrafnhildi og fjöl- skyldu fyrir um 15 árum, rétt áður en þau fluttu út til Þýskalands. Ég og Ása dóttir hennar urðum perluvin- konur og hefur sú trygga vinátta haldist alla tíð síðan. Ég man vel þau tvö skipti sem ég kom í heimsókn til fjölskyldunnar í Þýskalandi. Hlýjar móttökur og einstök væntumþykja einkenndu Hrafnhildi, sem og alla hennar fjölskyldu. Eitt besta sum- arfrí sem ég hef upplifað var þegar fjölskylda mín og Ásu ákvað að hittast á Mallorca. Þrátt fyrir mikla rigningu og flóð skemmtum við okkur hreint konunglega saman. Ég beið alltaf með mikilli eftir- væntingu öll jól og sumur eftir að fjöl- skyldan kæmi til Íslands. Alltaf var glatt á hjalla í Kjalarlandi hjá Ingu og Sigurði, foreldrum Hrafnhildar. Ekki má heldur gleyma skemmtilegum verslunarmannahelgum á Stóra- Vatnshorni þar sem ég var ávallt vel- komin og mér fannst ég næstum til- heyra þessari stóru samheldnu fjöl- skyldu. Það voru miklar gleðifréttir þegar Hrafnhildur og Tony festu kaup á húsi hér í Fossvoginum. Við Ása urð- um bekkjarsystur og gátum þá alltaf rölt hvor yfir til annarrar. Gaman þótti mér einnig að fylgjast með Hrafnhildi vinna að uppbyggingu verslunar sinnar. Fljótlega fluttist starfsemi búðarinnar úr Sævarlandi yfir í stærra húsnæði og varð að einni vinsælustu kvenfataverslun borgar- innar. Hrafnhildur var mikil smekk- manneskja og hafði einstaklega næmt auga fyrir því sem var að gerast í tískuheiminum. Við Ása lögðum land undir fót sl. sumar og fórum saman í spænsku- skóla til Spánar. Ég man að Hrafn- hildur hringdi oft til að athuga hvort okkur vanhagaði um eitthvað og hvort allt væri ekki örugglega í lagi. Móðurtilfinningin og umhyggjan var svo sannarlega ríkjandi hjá henni og hafði hún líðan annarra ávallt í fyr- irrúmi. Þegar Hrafnhildur varð fimmtug í febrúar á þessu ári var haldin mikil veisla. Fjölskylda og vinir samglödd- ust henni á þessum merku tímamót- um. Við áttum saman ógleymanlega kvöldstund og gleðin skein úr andliti Hrafnhildar. Hún hafði einstaka út- geislun og var sönn vinkona allra. Fáguð framkoma einkenndi hana og var greinilegt að þarna fór glæsileg kona í blóma lífsins. Ég kveð Hrafnhildi með miklum söknuði en minningin um yndislega konu lifir að eilífu. Elsku Ása, Bragi, Inga Rós, Tony, Inga, Sigurður og allir ættingjar. Megi góður Guð styrkja ykkur og leiða í þessari miklu sorg. Sigríður Friðriksdóttir. Með mikinn harm í hjarta skrifa ég minningarorð um mína kæru sam- starfskonu og ástkæru vinkonu. Við kynntumst á unglingsárum og eftir margra ára vináttu gerðumst við líka samstarfskonur er Hrabbý réð mig sem verslunarstjóra í verslun sína. Samvinna okkar var einstök, og stend ég ríkari á eftir af þeirri reynslu sem hún veitti mér í verslunarrekstri. Hrabbý var einstök kaupkona, hafði óbrigðulan smekk á því sem hún var að selja og segja vinsældir verslunar- innar, hlýhugur og samúð viðskipta- vina undanfarna daga meira en nokk- ur orð þar um. Hrabbý var líka einstakur vinnu- veitandi. Hún var vinkona okkar allra, starfsstúlkna sinna, lét sér annt um okkur og studdi okkur í gleði og sorg. Hún hafði lag á að skapa góðan vinnuanda og laða fram allt það besta í okkur. Við stelpurnar hennar í búð- inni söknum hennar óendanlega og þökkum um leið fyrir að hafa fengið að vera henni samferða um lengri eða skemmri tíma. Við göntuðumst með það, við Hrabbý, að við ætluðum að verða gamlar saman í búðinni. Enda síðan ferilinn sem dömur á „besta aldri“, og taka þá til við að dekra við karlana og barnabörnin, drekka sérrí í sauma- klúbbum og sækja kaffihús, og það áttu að líða mörg ár þar til af þessu yrði og við þá búnar að selja einhver býsn af kjólum og drögtum. En margt fer öðru vísi en ætlað er. Ég kveð mína elskulegu vinkonu. Guð geymi hana. Alma Möller.  Fleiri minningargreinar um Hrafnhildi Sigurðardóttir bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.