Morgunblaðið - 25.07.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 25.07.2002, Blaðsíða 51
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 51 LEGSTEINAGERÐIN Engla- steinar var opnuð nýlega að Helluhrauni 10, Hafnarfirði. Englasteinar selja bæði legsteina og englastyttur sem hannaðar eru af Lárusi Einarssyni. Að sögn aðstandenda Englasteina er framleiðsluaðferðin sem notuð er mjög svo óvenjuleg og í því fólgin að legsteinarnir eru steyptir í sér- hönnuð mót. Bæði legsteinar og útistyttur eru steypt úr efni fyrir íslenskar aðstæður. Í tilkynningu frá Englasteinum segir að markmiðið sé að bjóða fyrst og fremst upp á fallegan og sér- stakan legstein til að setja á leiði ást- vina og styttu í stíl við legsteininn auk þess sem boðið er upp á engla- styttur til ýmissa tækisfærisgjafa. Legsteinar steyptir í sérhönnuð mót DVALARHEIMILIÐ Ás í Hvera- gerði fagnar nú í sumar 50 ára af- mæli. Afmælismóttaka fyrir boðs- gesti verður haldin föstudaginn 26. júlí í Ásbúð, Bröttuhlíð 20. Þá verður opið hús dvalarheim- ilisins laugardaginn 27. júlí á lóðinni gegnt kirkjunni í Hverahlíð 17. Þá gefst tækifæri til að skoða nánar starfsemi Áss. Hjúkrunarheimilið verður til sýnis, önnur hús heimilis- fólks svo og garðyrkjustöð heimilis- ins á Heiðmörk 32. Boðið verður upp á grillaðar pylsur og ís. Lúðra- sveit spilar, opið púttmót verður haldið, trúðar koma í heimsókn og fleira verður í boði. Dagskráin stendur frá kl. 14.00 til 17.00. Afmælishátíðinni lýkur síðan á sunnudeginum 28. júlí með hátíðar- messu í Hveragerðiskirkju kl. 14.00. Umsjón er í höndum Félags fyrr- verandi sóknarpresta. Séra Sigurð- ur Haukur Guðjónsson predikar og séra Tómas Guðmundsson, fyrrver- andi prófastur, sér um altarisþjón- ustu. Tónlistarflutningur fer fram í kirkjunni nokkru áður en guðsþjón- ustan hefst, þar sem verður orgel- leikur, einsöngur og fiðluleikur. Organisti og umsjónarmaður tón- listarflutnings verður Kjartan Ólafsson. Dvalarheimilið Ás fagnar 50 ára afmæli UNGMENNASAMBAND Borgar- fjarðar stendur fyrir kvöldgöngu fyrir alla fjölskylduna annað hvert fimmtudagskvöld í sumar. Hinn 25. júlí verður gengið um nágrenni Grá- brókar og Brekkurétt skoðuð. Leið- sögumaður er Þórhildur Þorsteins- dóttir. Gangan hefst kl. 20 við bílastæðið hjá Grábrók í Norðurár- dal. Kvöldganga við Grábrók LAUGARDAGINN 27. júlí verður námskeið í tóvinnu í Árbæjarsafni. Þar gefst fólki tækifæri til að kynn- ast íslensku ullinni, kemba og spinna á halasnældu. Leiðbeinandi er Anna María Lind Geirsdóttir. Námskeiðið er sérstaklega hugsað fyrir foreldra og börn eða ömmu/afa og barnabörn- in en einstaklingar eru vitaskuld vel- komnir. Námskeiðið hefst kl. 13 og lýkur um kl. 16. Þátttaka tilkynnist í síma 577-1111. Spunnið á halasnældu MIÐSUMARHÁTÍÐ verður haldin á Hvoli á Hvolsvelli föstudaginn 26. júlí kl. 17–19 og laugardaginn 27. júlí kl. 11–17. Ýmislegt verður í boði og eru allir velkomnir. Miðsumar- hátíð á Hvoli VEGAGERÐIN opnaði tilboð í eft- irlit með framkvæmdum á kafla hringvegarins við Þjórsá í síðustu viku. Lægstbjóðandi var Verkfræði- stofa FHG í Reykjavík með tilboð upp á tæpar 8,8 milljónir króna. Hæstbjóðendur voru tveir, annars vegar Verkfræðistofa Björns Ólafs- sonar ehf. í Kópavogi og Fjarhitun hf. í Reykjavík hins vegar, en buðu þær báðar 15 milljónir króna. Munar því rúmum 6,2 milljónum króna á hæsta og lægsta boði. Áætlaður verktakakostnaður Vegagerðarinnar vegna eftirlitsins hljóðar upp á 17,5 milljónir króna. Hjá Vegagerðinni fengust þær upplýsingar að vegurinn og brúin um Þjórsá væru ein stærsta fram- kvæmdin sem fyrirhuguð væri á Suðurlandi á næstunni. Fjárveiting til verksins í heild er 959 milljónir króna á árunum 2001 og 2002 en áætluð verklok eru í októ- ber 2003. Að auki bauð Verkfræðistofa Björns Ólafssonar ehf. í Kópavogi tæpar 9 milljónir í eftirlit með fram- kvæmdinni, Línuhönnun hf. Reykja- vík 12 milljónir og Fjölhönnun ehf. og Hnit hf. í Reykjavík buðu sameig- inlega 12,2 milljónir. Þá buðu einnig sameiginlega Verkfræðistofa Guð- jóns Sigfússonar ehf. á Selfossi og Verkfræðistofa Sigurðar Thorodd- sen hf. í Reykjavík 12,6 milljónir. Loks hljóðaði tilboð VSÓ ráðgjafar ehf. í Reykjavík upp á 13 milljónir og tilboð Hönnunar hf. í Reykjavík upp á tæpar 14,4 milljónir króna. Opnun tilboða í eftirlit með Hringvegi um Þjórsá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.