Morgunblaðið - 25.07.2002, Side 53
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 53
„ÞAÐ ER alveg prýðileg veiði
hérna, síðasta hollið var með 58
laxa, það eru sex stangir í þrjá
daga. Sex daga hollið sem hætti
síðast í Kjarrá var með um 105
laxa. Þar hefir veiði verið að
glæðast. Áin er í góðu ástandi og
það er talsvert af laxi að ganga,“
sagði Guðmundur Guðmundsson
kokkur í veiðihúsinu við Þverá í
gærmorgun. Þá voru alls komnir
samtals um 650 laxar á land úr
ánni, þ.e.a.s. báðum svæðum,
Þverá og Kjarrá.
Vatnsdalsá hærri en í fyrra
Pétur Pétursson leigutaki
Vatnsdalsár sagði ána 30 löxum
hærri en á sama tíma í fyrra, alls
væru komnir tæplega 150 laxar
á land og síðasti hópur, sem var
skipaður afar rólegu rosknu
fólki, hefði landað 50 löxum á
fjórum dögum.
„Síðan að ég byrjaði hérna hef
ég aldrei séð jafn mikið af laxi
uppsafnað fyrir neðan Flóð, það
eru torfur í Hólakvörn og
Hnausastreng. Það sem vantar
helst hér núna er að laxinn dreifi
sér betur, fari upp fyrir og þá
verður veisla. Besti tíminn í
Vatnsdalsá er framundan,“ sagði
Pétur. Hann bætti við að tals-
vert hefði verið að slæðast upp
af sjóbirtingi, mikið 2-4 punda
en einnig fiskar allt upp í rúm 7
pund. Þetta væri óvenjusnemmt
fyrir birting í ánni, en hann væri
velkominn.
Ýmsar fréttir
Nýlega náði holl í Hítará 40
löxum sem er afburðagott í
þeirri verstöð. Fylgdi sögunni að
menn sæju lax nánast um alla á.
Mest er um stóran smálax að
ræða.
Svipaðar fregnir berast frá
öðrum ám á Mýrum og Snæfells-
nesi, enda hafa þær notið vot-
viðrisins að undanförnu.
Það er „kropp“ í Breiðdalsá
eftir öfluga byrjun, að sögn
Þrastar Elliðasonar leigutaka
árinnar. Taldi hann um 30 laxa
komna á land, mest stórlax, en
úr þessu ætti smærri fiskurinn
að fara að skila sér.
Gengur vel í Þverá
Morgunblaðið/Einar Falur
Kristinn Ágúst Ingólfsson
með væna bleikju úr Brúará.
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
KIRKJUSTARF
Hallgrímskirkja. Hádegistónleikar kl. 12.
Ágúst Ingi Ágústsson leikur á orgel.
Háteigskirkja. Taizé-messa kl. 20.
Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl.
22. Ath. breyttan tíma. Gott er að ljúka deg-
inum í kyrrð kirkjunnar og ber þar fram
áhyggjur sínar og gleði. Bænarefnum má
koma til presta kirkjunnar og djákna. Hress-
ing í safnaðarheimilinu eftir stundina.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn
og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safnaðar-
heimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið hús
fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu
Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30.
Víðistaðakirkja. Foreldrastund kl. 13–15.
Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi foreldra
með ung börn að koma saman og eiga
skemmtilega samveru í safnaðarheimili
kirkjunnar.
Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20.
Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel-
komnir.
Vegurinn. Samkoma kl. 20. Högni Valsson
prédikar, lofgjörð, fyrirbænir og samfélag.
Allir velkomnir.
Vegurinn. Bænastund kl. 19.30. Sam-
koma kl. 20. Högni Valsson prédikar. Lof-
gjörð, fyrirbænir og samfélag. Barnastarf
fyrir 4–10 ára á sama tíma. Allir hjartanlega
velkomnir.
Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund kl. 12. Léttur hádegisverður á vægu
verði í Safnaðarheimili eftir stundina.
Safnaðarstarf
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
YFIR sumartímann eru fimmtudag-
ar á Minjasafni Austurlands þjóð-
háttadagar. Á þeim hefur austfirskt
hæfileikafólk komið til að sýna hand-
verk og forna hætti í margs konar
sýnikennslu, sem hefur síðan verið
tengd gripum sem eru varðveittir á
safninu. Sem dæmi um viðfangsefni
þjóðháttadaganna í júlí er eldsmíði,
tínugerð og lífsbarátta kotbóndans.
Í dag, fimmtudaginn 25. júlí, verð-
ur sýndur útskurður úr ýsubeinum,
frá kl. 13–17. Gestir geta reynt sig
við útskurðinn, þátttökugjald er 500
kr., efni innifalið.
Í ágúst verður síðan tekin fyrir
ostagerð, tónlist og hljóðfæranotkun
fyrr á öldum, fjallagrasanotkun og
tínsla, lerkisveppatínsla og útskurð-
ur í tré.
Ferðamenn jafnt sem „innfæddir“
eru eindregið hvattir til að taka þátt í
lifandi sumardagskrá safnsins, en
þjóðháttadagarnir eru styrktir af
Menningarsjóði Héraðssvæðis.
Þjóðhátta-
dagar á
Minjasafni
Austurlands
UM helgina verður margt á dag-
skránni á Hólum í Hjaltadal, sérstak-
lega fyrir áhugafólk um sögu og
menningu. Á föstudagskvöld kl. 22
verður farið í gönguferð þar sem
sagðar verða sögur af Galdra-Lofti.
Á laugardagsmorgun kl. 11 verður
önnur gönguferð þar sem sem gengið
verður í fótspor Guðmundar biskups
góða. Sama dag kl. 15 mun Ragnheið-
ur Traustadóttir fornleifafræðingur
kynna fornleifarannsóknir á Hólum
og ganga með gestum um minja-
svæðið. Á sunnudag kl. 11. verður
guðsþjónusta í Hóladómkirkju.
Prestur verður séra Guðni Þór Ólafs-
son.
Á föstudaginn milli kl. 13–17 verð-
ur haldin bleikjuveiðikeppni, en þessi
keppni er haldin hvern föstudag í allt
sumar. Ennfremur geta gestir skoð-
að vatnalífssýninguna og opið er á
veitingahúsinu Undir Byrðunni.
Fjölbreytt dag-
skrá á Hólum
♦ ♦ ♦
MARKAÐUR verður haldinn í sam-
komutjaldinu að Lónkoti í Skagafirði
sunnudaginn 28. júlí. Hefst markað-
urinn kl. 13 og stendur til kl. 18.
Markaðir í Lónkoti eru haldnir síð-
ustu sunnudagana í júlí og ágúst.
Markaður í
Skagafirði
♦ ♦ ♦
Fyrirtæki óskast
Höfum góða kaupendur að fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum.
Þó er nauðsynlegt að þau hafi sýnt einhvern rekstrarhagnað fyrir fjár-
magnsliði. Okkur vantar sérstaklega:
● Heildverslanir með matvöru eða aðra stórmarkaðsvöru.
● Lítið fyrirtæki sem hægt er að flytja út á land.
● Stórt iðnfyrirtæki.
● Blómaverslun með a.m.k. 1 m. kr. mánaðarveltu.
● Verslun eða heildverslun með sportvörur.
Fyrirtæki til sölu
● Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í
ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr.
● Lítil blómaverslun í Breiðholti.
● Innflutnings- og þjónustufyrirtæki með vinnuvélar, lyftara o.fl. Ársvelta
50 m. kr.
● Teygjustökk. Allur búnaður, þjálfun og viðskiptasambönd. Mikill hagnaður.
● Breiðin, Akranesi. Stórt samkomuhús með góðri aðstöðu fyrir dansleiki,
veislur og fundi. Eigið húsnæði. Gott tækifæri fyrir fagmenn.
● Góður og vaxandi söluturn í Grafarvogi. Velta 2,7 m. kr. á mánuði. Verð
aðeins 4,5 m. kr. Auðveld kaup.
● Stór austurlenskur veitingast. í miðbænum. Mikil velta, góður hagnaður.
● Framköllunarþjónusta í miðbænum. Góð tæki, frábær staðsetning.
● Stór heildverslun með iðnaðarvélar. Ársvelta 200 m. kr.
● Dagsöluturn í atvinnuhverfi með áherslu á léttar veitingar. Lítil en vax-
andi velta og miklir möguleikar.
● Landflutningafyrirtæki með mikil föst verkefni. Hentar vel fyrir einstakling.
● Heildverslun með sælgæti. 60 m. kr. ársvelta. Föst viðskipti. Góður
hagnaður. Meðeign eða sameining möguleg.
● Lítil heildverslun með góða markaðsstöðu í matvöru óskar eftir meðeig-
anda eða sameiningu til að nýta góð tækifæri.
● Stór sérhæfð trésmiðja með góðan hagnað. Gott tækifæri fyrir fyrirtæki
í svipaðri starfsemi.
● Rótgróið veitingahús við Bláa Lónið. Góður og vaxandi rekstur í eigin
húsnæði á þessum fjölsóttasta ferðamannastað landsins.
● Kaffi- og veitingahúsið Vivaldi, Borgarnesi. Ársvelta 20 m. kr.
● Þekkt lítið matvælafyrirtæki með góða framleiðslu óskar eftir samein-
ingu við öflugt fyrirtæki. Selur bæði í matvöruverslanir og á stofnana-
markaði. Ársvelta nú um 35 m. kr. en getur vaxið hratt.
● Vinsæl verslun með notaðan fatnað. Auðveld kaup.
● Lítil en mjög efnileg heildverslun með umhverfisvæn hreinsefni.
● Verksmiðja sem framleiðir gróðurmold o.fl. Góð viðskiptasambönd.
● Pizzastaður í Hafnarfirði. Partur af stórri keðju. Miklir möguleikar.
● Góð bónstöð með mikil föst viðskipti.
● Þekkt „videó“sjoppa í Breiðholti m. 5 m. kr. veltu á mán. Auðveld kaup.
● Heildverslun með tæki og vörur fyrir byggingariðnaðinn. Ársvelta 130
m. kr. Góður hagnaður um margra ára skeið. Hagstætt verð.
● Sport „pub“ í Árbæjarhverfi. Besti tíminn framundan. Auðveld kaup.
● Sólbaðsstofa í Skeifunni. 12 bekkir. Velta 1.200 þús. kr. á mánuði. Skipti
möguleg.
● Grensásvideó. Ágætur hagnaður, auðveld kaup.
● Rótgróið og vel arðbært gistihús miðsvæðis í Reykjavík. 15 herbergi,
ársvelta 20 m. kr. Möguleiki á 15 herbergjum til viðbótar og lítilli íbúð
fyrir eiganda.
● Lítil en vel þekkt heildverslun með iðnaðarvélar. Hentar vel fyrir 1-2
starfsmenn, sérstaklega smiði.
● Ein besta sólbaðsstofa borgarinnar. Góður hagnaður. Skipti möguleg á
góðu atvinnuhúsnæði.
● Vel þekkt og vaxandi sérverslun með flísar. 50 m. kr. ársvelta. Góð
umboð.
● Veitingastaður í atvinnuhverfi. Eingöngu opið virka daga kl. 7-17. Lágt
verð - auðveld kaup.
● Langar þig í eigin rekstur? Höfum til sölu nokkur lítil en góð fyrirtæki
sem auðvelt er að byrja á. Jafnvel auðveldara en þú heldur.
Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen)
Sími 533 4300, GSM 820 8658
FLUGUVEIÐISKÓLI
VEIÐIFERÐ
Vegna fjölda áskorana frá fólki sem
ekki komst í júnískólann verður flugu-
veiðiskóli og veiðiferð um helgina
17.-19. ágúst.
Rífandi gangur er í veiði í Langá og meðaldagsveiði
í júlí er um 20 laxar.
Bókanir og upplýsingar á langa.is eða í símum
864 2879, 437 2377, 437 1704 eða 899 2878.
Á LANGÁRBÖKKUM
17.-19. ÁGÚST