Morgunblaðið - 25.07.2002, Page 55

Morgunblaðið - 25.07.2002, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 55 DAGBÓK Heiti Potturinn Trompmiði er auðkenndur með bókstafnum B en einfaldir miðar með E, F, G og H. Gangi vinningar ekki út bætast þeir við Heita pott næsta mánaðar. Birt með fyrirvara um prentvillur. 7. flokkur, 24. júlí 2002 Einfaldur kr. 5.810.000.- Tromp kr. 29.050.000.- 39305B kr. 29.050.000,- 39305E kr. 5.810.000,- 39305F kr. 5.810.000,- 39305G kr. 5.810.000,- 39305H kr. 5.810.000,- STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake LJÓN Afmælisbörn dagsins: Þú ert ævintýramaður og þolir ekki að láta þér leiðast. Þú hefur mikið aðdráttarafl. Þú leggur þig allan fram við að ná takmörkum þínum. Á komandi ári verða allar að- stæður þér í hag. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Eitthvað á vinnustað veldur þér streitu og það verður til þess að þú íhugar að skipta um starf. Þú átt það til að vera fljótfær og ættir því að gefa þér tíma til að melta þetta. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er mikill hiti í ástarsam- böndum í dag. Ástríðufullt ást- arsamband getur breytt lífi þínu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú þráir stöðugleika í sambönd- um þínum en stöðugleiki er ekki mögulegur eins og stendur. Breytingar á nánum sambönd- um neyða þig til að aðlagast breyttum aðstæðum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú þarft að endurskoða sam- band þitt við einhvern til að gera þér grein fyrir nauðsynlegum breytingum. Öll vinasambönd þurfa að þróast til að þau haldist heilbrigð og kraftmikil. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú átt á hættu að eyða of miklu í skemmtanir í dag. Þú ættir að spyrja sjálfan þig að því hvort þig langi raunverulega til skemmta þér eða hvort þú sért að reyna að ná stjórn á aðstæð- um. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Reyndu ekki að beita brögðum til að stjórna öðrum. Stjórn- semi, sem sprottin er af sektar- kennd eða ábyrgðartilfinningu, getur spillt fyrir og skapað bit- urð. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ættir að íhuga hvort þú hald- ir í einhvern af ótta eða óöryggi. Allt of oft sættum við okkur við erfiðar aðstæður fremur en að halda á vit þess óþekkta. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Deilur um eignir eða peninga geta spillt vináttu. Spurðu sjálf- an þig að því hvort þú viljir raunverulega að hlutirnir gangi það langt. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Valdabarátta getur gert það að verkum að þú finnir til máttleys- is í dag. Láttu ekki þörf þína fyr- ir sjálfstæði og frelsi eyðileggja eitthvað sem skiptir þig máli. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Fréttir úr fjarlægð geta komið þér úr jafnvægi í dag. Það kann að vera eitthvað sem þú hefur óttast en áttir þó ekki von á að yrði í dag. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú neitar að láta undan kröfum einhvers þar sem þér finnst við- komandi ósanngjarn. Þar sem þú hefur sterkar skoðanir á mál- inu skaltu standa fast á þínu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú átt erfitt með að hunsa eitt- hvað neikvætt í fari góðs vinar í dag. Það er hætt við að það spilli sambandinu ef þú gætir ekki að tungu þinni. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT Í HÁKARLALEGUM Í skaparans nafni ýtt var út opnu skipi, er leyst var festi. Með Andrarímur í andans nesti, en annars harðfisk og blöndukút; en munaðaraukinnn eini og bezti ögn af sykri í vasaklút. Skipverjar allir áttu þar einhvern skyldleikasvip í framan, útigangsjálkar allir saman, um það hörundið vottinn bar. Þar var annað en glóðvolgt gaman að gera sér mjög um þvotta far. – – – Jakob Thorarensen Árnað heilla 60 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 25. júlí, er sextug Hulda Björk Kolbeinsdóttir, Hátúni 10, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Barðastöðum 57, Reykjavík, í dag eftir kl. 15. Hlutavelta Þessar duglegu stúlkur söfnuðu kr. 3.965 til styrktar Um- hyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum. Þær heita Magný, Jenný og Linda. Morgunblaðið/Jim Smart EKKERT kitlar slemmu- taugar spilara eins mikið og sterkar tvílita hendur. Spil norðurs eru af þeim toga: Austur gefur; allir á hættu Norður ♠ D ♥ Á ♦ Á8732 ♣ÁDG1032 Vestur Austur ♠ 1064 ♠ G53 ♥ 9654 ♥ D10832 ♦ KD ♦ G1095 ♣K874 ♣6 Suður ♠ ÁK9872 ♥ KG7 ♦ 64 ♣95 Spilið kom upp í 27. um- ferð EM og yfirleitt enduðu NS í sex laufum, einn niður. Þannig fór á báðum borðum í leik Íslands og Tyrklands, svo dæmi sér tekið. Norður á gullfalleg spil og þegar við bætist að suður hefur leikinn með spaðasögn, á norður erfitt með að halda aftur af sér, þrátt fyrir litlar undir- tektir makkers. En í Pól- verja og Ítala tókst báðum pörum að stansa í geimi: Vestur Norður Austur Suður Duboin Lesniev. Bocchi Martens -- -- Pass 1 spaði Pass 2 lauf Pass 2 spaðar Pass 3 tíglar Pass 3 grönd Pass 4 lauf Pass 4 hjörtu Pass 5 lauf Allir pass Lesnievski gafst loks upp við slemmuna þegar Mar- tens neitaði fyrirstöðu í tígli. Fimm lauf vinnast alltaf með því að trompa einn tígul með níunni og henda tveimur nið- ur í spaða og hjarta: 600 til Pólverja. Á hinu borðinu stönsuðu Ítalir í fjórum gröndum eftir sömu byrjun: Vestur Norður Austur Suður Bizon Lauria Kowalski Versace -- -- Pass 1 spaði Pass 2 lauf Pass 2 spaðar Pass 3 tíglar Pass 3 grönd Pass 4 lauf Pass 4 grönd Pass Pass Pass Fjögur grönd líta ágæt- lega út, en Versace fór þó niður. Bizon hitti á gott út- spil – tígulkóng. Versace dúkkaði, drap næsta slag með tígulás, tók hjartaás og yfirdrap síðan spaðadrottn- ingu til að svína tvisvar í laufi. Vestur átti þó öruggan laufslag á kónginn og nú var spilið tapað. Þessi spilamennska Vers- ace er ekki sú besta. Hvort sem hann tekur strax á tíg- ulás eða dúkkar einu sinni, er best að spila spaðadrottn- ingu og hjartaás og senda vörnina svo inn á tígul. Í þessari lengu lendir austur inni og getur tekið tvo tíg- ulslagi (suður hendir hjarta- gosa og einum spaða). Ef austur spilar nú hálit kemst suður inn til að taka spaða- slagina og svína í laufi. Og það dugir austri ekki að spila laufi, því suður lætur níuna og setur vestur í vanda. Blindur er frír ef hann legg- ur kónginn á níuna, svo hann verður að dúkka og gefa sagnhafa innkomu heima. Sama niðurstaða. Með þessari leið vinnast fjögur grönd ef spaðinn fell- ur 3-3 eða laufið skilar sér tapslagalaust. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. a3 Bb7 5. Rc3 d5 6. Dc2 c5 7. cxd5 cxd4 8. Rxd4 Rxd5 9. Rdb5 Rc6 10. Rxd5 exd5 11. Bf4 Hc8 12. Dc3 f6 13. Dh3 Kf7 14. e3 g5 15. Dh5+ Kg7 16. Bg3 a6 17. Rc3 d4 18. Bc4 De8 19. Dxe8 Hxe8 20. Rd5 Re5 21. Rc7 Hc8 22. Re6+ Kg6 23. Bxe5 fxe5 24. Bb3 d3 25. Kd2 Be7 26. f3 e4 27. h4 gxh4 28. Rf4+ Kh6 29. Hh3 Hc5 30. Re6 Hg8 31. Rf4 Hgc8 32. Hb1 Bf6 33. fxe4 Bxe4 34. Hf1 Hb5 35. Re6 Be7 36. Rd4 Staðan kom upp á öðru bikarmóti FIDE sem lauk fyrir skömmu í Moskvu. Ruslan Ponomarjov (2743) hafði svart gegn Alexey Dreev (2677). 36... Hxb3! 37. Rxb3 Hc2+ 38. Kd1 Bxg2 og hvítur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. FRÉTTIR SETT hefur verið upp svokölluð hlunnindasýning á Reykhólum í Austur-Barðastrandasýslu. Sýning- in verður formlega opnuð 27. júlí kl. 14. Sýningin verður opin frá kl. 13 til kl. 18 alla daga fram til 15. ágúst. Eftir það verður afgreiðslu- tími styttur. Á sýningunni er sýnd nýting sels- ins, nýting æðarfuglsins og sex teg- unda sjófugla. „Höfuðbólið Reykhólar í Austur- Barðastrandarsýslu er viðurkennt sem mikil hlunnindajörð. Þar sátu höfðingjar til forna og höfðu um sig hirð mikla. Væringar voru tíðar með mönnum og því oft gott að ekki var langt að leita fanga til matar fyrir heimilisfólk og gesti. Breiðafjörðurinn var og er mikil matarkista. Eyjarnar á Breiðafirði og sjórinn þóttu gefa vel bæði af fugli og fiski,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Á veggjum og gólfi eru myndir og uppsettir hlutir. Texti er bæði á íslensku og ensku. Selur flæktur í net hangir á vegg. Þrjú sjónvörp eru í gangi með myndum úr lífi þessara dýra og af ýmsu sem teng- ist þeim. Hægt er að hlusta á ensk- an texta með myndunum. Barna- horn er í salnum, útbúið með fjölmörgum myndum af fuglum og litum til að lita fuglamyndirnar, þegar búið er að skoða þær. Að uppsetningu hlunnindasýning- arinnar unnu þau Sigrún Kristjáns- dóttir þjóðfræðingur, Finnur Arnar Arnarson leikmyndasmiður og Þór- arinn Blöndal myndlistarmaður, auk heimamanna sem smíðuðu og máluðu og unnu að útvegun muna á sýninguna. Hlunnindasýning á Reykhólum MORGUNBLAÐINU hefur borist ályktun frá NAUST um Kárahnjúka- virkjun og álver í Reyðarfirði. Þar segir meðal annars: „Í tilefni af viljayfirlýsingu ríkis- stjórnar Íslands og bandaríska álfyr- irtækisins ALCOA, 18. júlí 2002, vill stjórn Náttúruverndarsamtaka Aust- urlands (NAUST) ítreka fyrri sam- þykktir, þar sem varað er við þeirri víðtæku röskun, sem Kárahnjúka- virkjun mun valda á Fljótsdalshéraði. Stjórnin bendir á úrskurð Skipu- lagsstofnunar frá 1. ágúst 2001, þar sem þessari virkjunartilhögun var hafnað, og niðurstöðu tilraunamats rammaáætlunar um nýtingu vatns- afls og jarðvarma á 15 virkjunarkost- um, þar sem Kárahnjúkavirkjun er talin hafa mest umhverfisáhrif, ásamt virkjun Jökulsár á Fjöllum. Fullyrðing ALCOA um að þetta sé umhverfisvænsti virkjunarkostur sem fyrirtækið eigi úr að velja sýnir aðeins hversu geigvænlegar áætlanir eru í gangi varðandi stórar vatns- virkjanir víða um heim. Viðurkennt er að fyrirhugaðar framkvæmdir valdi mikilli þenslu í efnahagslífi þjóðarinnar, sem bregð- ast verði við með hækkuðum vöxtum. Á Austurlandi verður um gullgrafara- ástand að ræða meðan á framkvæmd- um stendur, sem raska mun hefð- bundnum atvinnugreinum. Öll náttúruverndarsamtök á Ís- landi hafa mótmælt Kárahnjúkavirkj- un og sömuleiðis nokkur alþjóðleg samtök, svo sem World Wildlife Fund. 120 Austfirðingar andmæltu fyrirhuguðum vatnaflutningum í Mbl. 17. mars sl. Stjórn NAUST mótmælir sérstak- lega þeirri ákvörðun Landsvirkjunar að hefja framkvæmdir við Kára- hnjúkavirkjun í sumar, áður en nokk- ur niðurstaða hefur fengist í samn- ingum við ALCOA.“ Vara við röskun vegna Kárahnjúkavirkjunar 70 ÁRA afmæli. Ámorgun, föstudaginn 26. júlí, er sjötugur Kristján Ásgeirsson, Álfhóli 1, Húsa- vík. Eiginkona hans er Erla Jóna Helgadóttir. Kristján og Erla taka á móti vinum og samstarfsmönnum í sam- komusal Hvamms, heimili aldraðra, frá kl. 17.30–21 á afmælisdaginn.           SAMTÖKIN World Wide Fund, WWF, fordæma stjórnendur Alcoa sem og íslensk stjórnvöld vegna und- irritunar viljayfirlýsingar þeirra um álvers- og virkjunarframkvæmdir á Austurlandi að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum. Segir m.a að ef þessi áform verði að veru- leika tákni það að stórum hluta af austurhálendinu verði spillt til fram- búðar. „Slíkar framkvæmdir munu hafa áhrif á bæði plöntu- og dýralíf á um þrjú þúsund ferkílómetra svæði á hálendinu auk þess sem hluti af náttúruperlunni Dimmugljúfrum verður eyðilagður.“ Samantha Smith, einn fram- kvæmdastjóra WWF, segir að með þátttöku sinni í verkefninu horfi Al- coa fram hjá eigin áherslum í um- hverfismálum. „Það má vera að við höfum tapað fyrstu smáorrustunni í viðleitni okkar til þess að stöðva framkvæmdirnar og gera þetta svæði að þjóðgarði en við höfum alls ekki tapað stríðinu. Þrátt fyrir að stjórnendur Alcoa hafi undirritað viljayfirlýsingu um framkvæmdirn- ar ásamt með Landsvirkjun og ís- lenskum stjórnvöldum getur Alcoa enn dregið sig út úr verkefninu og við skorum á Alcoa að standa við áherslur sínar í umhverfismálum og gera það.“ WWF gagnrýna virkj- anaáform á Austurlandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.