Morgunblaðið - 25.07.2002, Page 56

Morgunblaðið - 25.07.2002, Page 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Verðhrun Enn meiri verðlækkun 60% afsláttur af öllum útsöluvörum! GK REYKJAVÍK www.gk.iskonur kringlunni menn laugavegi Gíraffinn (Meschugge/The Giraffe) Spennudrama Þýskaland/Sviss/Bandaríkin, 1998. Myndform, VHS. (105 mín.) Bönnuð inn- an 12 ára. Leikstjórn: Dani Levy. Aðal- hlutverk: Maria Schrader, Dani Levy, Dav- id Strathairn. ÞESSI evrópsk/bandaríska sam- framleiðsla sker sig að mörgu leyti úr þegar litið er til þess úrvals spennu- mynda sem venjulega er að finna í hillum myndbandaleiganna. Um er að ræða verkefni sem leikararnir Dani Levy og Maria Schrader skrifa, leikstýra og túlka aðalpersónurnar í, og einkennist út- koman af alvöru- þunga og hæg- gengu raunsæi. Sögð er tilfinninga- hlaðin spennusaga, sem hefst á morði í bandarísku hóteli, en teygir rætur sínar nokkuð langt í tíma og rúmi. Við sögu koma banda- rískir borgarar af þýskum og gyðing- legum uppruna og flettir sakamála- sagan að lokum ofan af glæp og svikum sem áttu sér stað í kringum helförina á yfirráðasvæðum Hitlers í heimsstyrjöldinni síðari. Þetta er vönduð spennumynd engu að síður, og er ánægjuleg tilbreyting í því að heyra persónur tala þýsku og ensku eftir því sem það á við, og gefur það myndinni eðlilegra og gáfulegra yfirbragð en þegar enskan er notuð með mismunandi „hreimum“ eins og svo algengt er í albandarískum kvik- myndum.  Heiða Jóhannsdóttir Myndbönd Fólk með fortíð ÞAÐ hlaut að koma að því að hljóm- sveit nefndi sig A (og þá að sjálf- sögðu eftir samnefndri plötu Jethro Tull frá 1980!). A leggja sig eftir útvarpsvænu popppönki sem Green Day hleyptu út á markaðinn í kringum ’94 með plötunni Dookie. Sú plata er að verða eitt áhrifa- mesta „verk“ síð- ustu ára í dægur- tónlistinni, hvort sem fólki líkar bet- ur eða verr. Flestir búa til Green Day-rokk af stöku andleysi en slíkt á ekki við um A. Þeir gera þetta bara skrambi vel. Hvað gerist þegar Police, Van Halen, Blink 182 og Green Day hitt- ast á götuhorni? Jú, þeir stofna með sér hljómsveitina A. Söngvarinn minnir nefnilega verulega á vin okk- ar Sting og undir niðri eru tilvísanir í nýbylgju níunda áratugarins, tímabil sem harðrokkarar dagsins í dag virðast aldrei ætla að þreytast á. Rennslið hér er skothelt og mel- ódíurnar góðar. Grípandi línur sem fá hausinn til að hristast og leggina til að líða um, sé sá gállinn á manni. Kraftmikið, poppað pönkrokk sem svínvirkar á grillið. Það er kannski ekki verið að finna upp hjólið hér en felgurnar eru skreyttar á nokkuð út- sjónarsaman hátt.  Tónlist Þeir rokk-A A Hi-Fi Serious London Records A rokka bara sæmilega vel. Ekkert við þennan grip að athuga. Arnar Eggert Thoroddsen ÞEIR félagar komu askvaðandi inn á skrifstofur Moggans í fyrradag með eintak af diskinum nýja, Góðir far- þegar, og voru því teknir með snið- glímu á lofti og afgreiddir snögglega með stuttu spjalli. Jæja, hvað segið þið, Buff loksins með plötu? Sveitin er engu að síður búin að starfa í einhvern tíma? Bergur: „Jú, jú. Við erum búnir að vera að spila í þetta þrjú, fjögur ár, á Skjá einum og á börum bæjarins. Við byrjuðum að spila á Óliver og vorum þar nánast hvert einasta sunnudags- kvöld í tvö ár. Vorum með tónlist og uppistand.“ Pétur: „Fólk var svo löngu hætt að koma til að hlusta á okkur spila lög. Það vildi bara fá uppistand. En við vorum aldrei með neina efnisskrá þannig. Það er eins og þegar einhver biður þig um að segja brandara, þá kemur ekkert.“ Hvernig gekk að vinna plötuna? Pétur: „Við byrjuðum á henni fyrir tveimur árum, með allt öðrum mann- skap en fólk sér framan á plötunni. Fæðingin er búinn að vera mjög erf- ið, við byrjuðum á því að taka upp 3, 4 lög og svo kom langt stopp. Við fór- um svo í Stúdíó september sem við eigum sjálfir og kláruðum plötuna.“ Buff hefur nú lítið verið að trana sér beint fram... Pétur: „Ja... við vorum svona að- stoðarmenn á Skjánum þannig að það mætti segja að þetta væri okkar fyrsta „trönun“ (hlær).“ En svo virðist sem þið séuð mjög uppteknir menn, þið sjáist syngja og leika með hinum og þessum? Pétur: „Jú, ég geri t.d. mikið af því að syngja bakraddir og maður fer svona í hin og þessi verkefni. Maður hefur atvinnu af þessu. Einnig tala ég og syng inn á teiknimyndir af og til.“ Bergur: „Svo rekum við saman hljóðver og ég er með hljóðfæra- leigu. Ég er ekki nógu góður bassa- leikari til að ég geti lifað af því (hlær).“ Er orðið auðveldara að gefa út plötu í dag? Bergur: „Ég veit það nú ekki. Það er útilokað að reikna laun á nokkurn mann ef maður gefur út sjálfur. Ef þetta kemur út á sléttu er maður launalaus, ekki í stórkostlegum mín- us.“ Pétur: „Það er t.a.m. fyndið hvern- ig plötusala og tónleikar víxlast hér- lendis, miðað við hvernig þetta er er- lendis. Plötur eru gefnar út á Íslandi svo að fleiri mæti á böllin/tónleikana. En úti eru tónleikar haldnir svo að fleiri kaupi plöturnar!“ Nýstárlegir útgáfutónleikar Buff verður með útgáfutónleika í kvöld á Gauki á Stöng kl. 21. Tónleik- arnir eru æði sérstakir en Buff munu ekki spila neitt lag af diskinum sjálf- ir. Um það munu ellefu sveitir aðrar sjá. Þær eru Á móti sól, Buttercup, Geirfuglarnir, Í svörtum fötum, Íra- fár, Miðnes, Sálin hans Jóns míns, Sóldögg, Búgalú, Dead Sea Apple og Nýdönsk. Ókeypis er inn. Okkar fyrsta „trönun“ Hljómsveitin Buff á sér langa sögu en er þó í fyrsta sinn að gefa út disk, og er hann eingöngu með frum- sömdu efni. Þeir Pétur Örn Guðmundsson og Bergur Geirsson töluðu Arnar Eggert Thoroddsen í buff. Bufflimir: Pétur, Hannes Heimir Friðbjarnarson og Bergur. Buff gefur út Góðir farþegar arnart@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.